Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988.
3
dv Viðtalid
Ingrid Jónsdóttir leikkona hefur
tekið við hlutverki Dollíar í leikrit-
inu Þar sem Djöflaeyjan rís.
Ný Dollí
í Djöfla-
eyjunni
Ingrid Jónsdóttir tók nýlega við
hlutverki Dollíar í leikritinu Þar
sem Djöflaeyjan rís í leikgerð
Kjartans Ragnarssonar, en hlut-
verkið var áður í höndum Eddu
Heiðrúnar Backman. Ingrid er 28
ára gömul. Móðir hennar, Sólveig
Jónsson, er norsk en faðir hennar
heitir Einar Jónsson. Ingrid út-
skrifaðist frá Leiklistarskóla
íslands í vor og er þetta fyrsta
hlutverk hennar í atvinnuleik-
húsi.
- Er ekki erfitt að koma ný inn
í gamalgróið leikrit sem húið er
að sýna meira en hundraö sinn-
um?
„Jú, það er mun erfiðara en að
byija frá grunni en þetta hefur
gengið furðulega vel. Ég þekki
verkið vel þar sem við settum
leikritið upp á þriðja ári í leiklist-
arskólanum með Kjartani
Ragnarssyni. Þar var ég einmitt
í hlutverki Dollíar. Fyrir sýning-
arnar hjá Leikfélagi Reykjavíkur
horfði ég á leiktritið á myndbandi
en æfði síðan fjórum sinnum með
hópnum.“
- Hvernig gengur ungum leikur-
um yfirleitt að fá vinnu?
„Yfirleitt gengur strákum betur
að fá hlutverk. Þeir eru líklega
eitthvaö færri auk þess sem karl-
hlutverkin eru mun fleiri. Ég er
mjög ánægð að hafa verið ráðin
í þetta hlutverk hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og það verður von-
andi stökkpallur í önnur verk.
Maður verður bara að vera
bjarstýnn og trúa því að maður
fái hlutverk. En ef maður hugsar
um atvinnuhorfur og peningamál
er leiklistarnám líklega ekki það
arðvænlegasta. En bæði skólinn
og vinnan eru afskaplega
skemmtileg og gefandi.“
- Hvereruhelstuáhugamálþín?
„Ferðalög til útlanda eru mitt
uppáhald. Ég hef ferðast víða og
dvaldist meðal annars í hálft ár
í ísrael við vinnu á samyrkjubúi.
Það var mjög afslappandi og
þægilegt líf. Maður fékk mat,
húsnæði og svolitla vasapeninga
svo það þurfti ekki að hafa
áhyggjur af nokkrum hlut.
Bóklestur tekur líka sinn tíma
og einnig fer ég mikið í leikhús
en leiklistin hefur lengi verið eitt
af áhugamálum mínum. Á sínum
tíma var ég einn af stofnendum
Leikfélags Mosfellssveitar auk
þess sem ég lék í gagnfræðaskól-
anum í Mosfellssveit. Sigríður
Þorvaldsdóttir leikari kenndi þar
og gæti ég trúað að hún hafi smit-
að mig af leiklistarbakteríunni.
Hún ýjaði að því við mig að ég
færi út í leiklistarnám en ég ák-
vað mig þó ekki fyrr en nokkrum
árum eftir stúdentspróf. Þá var
ég úti í Noregi en kom gagngert
hingað til að taka inntökupróf í
Leiklistarskólann. Ég ákvað
strax að reyna bara einu sinni og
það tókst. Ég hefði ekki reynt aft-
ur þar sem mín skoðun er sú að
annaðhvort geti maður gert hlut-
ina eða ekki.“
-JBj
Fréttir
Lögreglumenn í Kópavogi:
Mótmæla ráðningu í stöðu
aðstoðaryfiriögregluþjóns
Guðmundur Jónsson rannsóknar-
lögreglumaður hefur verið ráðinn
aðstoðaryflrlögregluþjónn í Kópa-
vogi. Lögreglumenn í Kópavogi eru
óánægðir með ráðningu Guðmundar
og hyggjast þeir senda dómsmálaráð-
herra mótmælabréf. Nokkrir starf-
andi lögreglumenn í Kópavogi sóttu
um stööuna. Þeirra á meðal er maður
sem gegnt hefur starfi aðstoðaryfir-
lögregluþjóns á annað ár.
Lögreglumaður í Kópavogi, sem
DV ræddi viö, sagði að hér væri um
löngu ákveðna og pólitíska skipun í
embætti að ræða. Lögreglumaðurinn
sagði að Guðmundur Jónsson hefði
sótt um stöðu yfirlögregluþjóns og
þegar sýnt þótti að hann fengi þá
stöðu mótmæltu allir lögreglumenn
í Kópavogi. Þeir vildu að Valdimar
Jónsson yrði skipaður í stöðu yfirlög-
regluþjóns. Að lokum fór svo að
Valdimar var ráðinn í þá stöðu.
-sme
Canon
Rétti timinn til
reiknivélakaupa.
Mikið úrval.
Lækkað verð.
ilcrifvélin hf
Suðurlandsbraut 12,
S:685277 - 685275
ÁBÓTARREIKNINGUR
ÚTVEGSB ANK AN S
MEÐ HÆSTU
ÁVÖXTUN ÓBUND-
INNA INNLÁNS-
REIKNINGA
Á SÍÐASTLIÐNU ÁRI!
Ábótarreikningur Útvegsbankans skilaði betri
ávöxtun á síðastliðnu ári (1987) en nokkur ann-
ar óbundinn reikningur í bankakerfinu. Ávöxt-
unin nam 28,2% sem er 4,89% umfram verð-
bólgu. Ábótarreikningurinn er því sem skapað-
ur fyrir þig og alla sem er annt um sparifé sitt.
Ábótarreikningurinn nýtur vinsælda meðal
sparifjáreigenda og það ekki af ástæðulausu.
Hann færir eigendum sparifjár fulla ávöxtun
fyrr en aðrir sérreikningar. Ábótin reiknast
strax frá þeim degi sem þú leggur inn á reikn-
inginn og vaxtaábótin er síðan færð mánaðar-
lega inn á höfuðstól reikningsins.
Við munum stefna að því að eigendur Ábótar-
reikninga njóti framvegis sem áður, hæstu
mögulegrar ávöxtunar á inneign sinni og spari-
fé, en hið nýbyrjaða ár leggst vel í okkur.
Þú getur opnað Ábótarreikning á öllum
afgreiðslustöðum Útvegsbankans um land allt -
Útvegsbanki íslands hf