Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988. 11 Utlönd Skjölin horfin Vestur-þýski sagnfræðingurinn Manfred Messerschmidt, sem vinnur að rannsókn á athöfnum Kurt Waldheims, forseta Austur- ríkis, á tímum síðari heimsstyrj- aldarinnar, hefur nú gefist upp við leit sína að skjölum sem sögð eru sanna þátttöku Waldheims í stríðsglæpum nasista. Júgóslavneski sagnfræöingur- inn Dusan Plenca, sem fyrstur vakti athygh á skjölum þessum, fullyrðir hins vegar að þau séu i júgóslavneskum skjalasöfnum. Sagði hann að leit Messerschmidt hefði verið yfirborðskennd, enda gæti enginn maður komist í gegn um skjalasöfn á borð við þau júgóslavnesku á einum eða tveim dögum. Hjúkrunarverkfall Um tvö þúsund breskir hjúkr- unarfræðingar efna í dag til .yerkfalls í fyrsta sinn í sögunni. Verkfalhð á að standa í einn sól- arhring og er í mótmælaskyni við lág laun. Þetta er í fyrsta sinn sem svo margir hjúkrunarfræðingar taka þátt í samhæfðum verkfahsað- gerðum á Bretlandseyjum. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, veittist í gær að hjúkrunarfræðingunum á breska þinginu og sagði að verk- fah þeirra myndi fyrst bg fremst skaða sjúklinga þeirra. Uppreisnarnienn lausir Argentínski herinn tilkyhnti í gær að sleppt hefði verið úr haldi þrjátíu og átta hðsforingjum, sem tóku þátt í uppreisn í síðasta mánuði, undir forystu Aldo Rico ofursta. Þá eru hundrað tuttugu og fjór- ir uppreisnarmenn enn í haldi en upphaflega voru um þrjú hundr- uð hermenn sakaðir um þátttöku í uppreisnartilrauninni. Raul Alfonsin, forseti Argent- ínu, er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Madrid og hitti þar meðal annars að máh Isabehtu Peron, ekkju Juans Per- on, fyrrum leiðtoga Argentínu. Undirbún- ingur á fullu Mikill fjöldi vinnur nú af kappi við lokaundirbúninginn fyrir vetrar- ólympíuleikana sem hefjast þann 13. febrúar í borginni Calgary í Kanada. Mikil uppbygging hefur átt sér stað við borgina vegna leikanna og að mörgu veröur að hyggja til þess aö þeir geti fariö áfallalaust fram. Á meðfylgjandi Reutersmynd eru starfsmenn ólympíuleikanna að hreinsa burt snjó við skíðabrautirn- ar, ef til vih svo aö áhorfendur þurfi ekki aö vaða hann. I óumdeilanlegir kostir Skodans eru m.a. þessir: ódýr, spameytinn, léttur í stýri, fjaðrar vel, rúmgóður. ! Skodinn býr vfir öllum nauðsynlegum þægindum og hefur ýmislegt þar að auki, eins og t.d. mikla | aksturshæfni í snjó, þar eð vélin er aftur í. & | Það sem mestu skiptir er, hvað Skodinn er ódýr. Hann kostar frá 165.900,- kr. Þess vegna er lítil fjárbind- ing í honum og því eru kaupin mjög hagstæð á tímum mikils fjármagnskostnaðar. Skoda hentar vel sem aðalbíll fjölskyldunnar og stendur fyllilega fyrir sínu, enda er t.d. nóg pláss í honum fyrir 5 fullorðna og farangur. Sem bíll númer 2 er Skodinn ekki síður heppilegur, - m.a. vegna þess hve ódýr og sparneytinn hann er. Skoda '88 býðst auk alls þessa á mjög góðum kjörum. — Handhöfum VISA bjóðum við 25% útborgun og afganglnn má greiða með 12 mánaða raðgreiðslum. Við þessi kjör er auðvelt að ráða. Skoda 105 L............ 165.900.- Skoda 120 L............ 189.800.- Skoda 130 CL............ 231.800.- Skoda 130 Rapid......... 258.900.- Skoda 120 L GREIÐSLUKJOR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.