Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988. 13 Helmingi skemiir í ríkisstjóm en kratan Hver a Island? í bókinni „Opposition in Western Europe“ sem kom út í fyrra er meðal annars birt yfirlit yfir stjóm- arþátttöku flokka í ríkisstjómum nokkurra landa frá 1946 til 1983. Tafla þessi er einkar fróðleg, ekki síst fyrir íslendinga og til þess að skýra stjórnmálaumræðu í þessu landi. í töflunni er Sósíalistaflokkur- inn/Alþýðubandalagið flokkað með kommúnistaflokkum sem er auð- vitað ekki rétt skilgreining. Væri eðlilegra hér og annars staðar að tala um Alþýðubandalagið sem vinstri sósíalískan flokk. Birt er eftirfarandi tafla yfir nokkur lönd og koma þar fram upplýsingar um flokkana og stjómarþátttöku þeirra eftir mánuöum: Land Kommún- istar Sósialistar V. H. Frjálslyndir Rótt. Frjálsl. Kristi- legir íhalds- flokkar Byggða- flokkar 1) 2) 3 Austurriki 23 407 292 Belgía 291 250 397 60 Bretland 227 229 Danmörk 324 304 131 82 Finnland 191 304 406 144 34 295 Holland 6 201 78 253 456 Irland 147 144 456 italia 24 174 264 241 95 456 Kanada 376 72 Lúxem- 196 301 387 borg Noregur 21 354 64 61 63 69 Svíþjóð 381 148 73 56 V-Þýskal. 189 406 256 1463) Og þannig er ísland skráð í sömu bók: ' . 124 235 37) 223 326 En ættl að vera skráö þannig til ársloka 1987: 124 240 37 271 374 1) Vinstri 2) Hægri 3 Svæða- bvggðaflokkar 4) Samtök frjálslyndra og vinstri manna Helmingi styttri tíma í sjö landanna hafa sósíaldemó- kratar, í bókinni kallaðir hægri sósíalistar, ráöið lengur á umrædd- Kjallaiinn Svavar Gestsson alþingismaður fyrir Alþýðu- bandalagið í Reykjavík um tíma en nokkur annar flokkur. í þremur þessara landa hafa sósíal- istar vinstra megin við sósíaldemó- krata komið viö sögu að marki, það er í Finnlandi, á íslandi og á Ítalíu. Fróðlegt væri einhvem tímann að velta því fyrir sér hvað þessi ríki eiga sameiginlegt. En það bíður annars og betri tíma. Það er hins vegar sérstaklega at- hyglisvert aö skoða ísland í þessum samanburði. Þar kemur fram að íslenskir sósíalistar hafa átt aðild að ríkisstjómum á þessu tímabili í helmingi styttri tíma en Alþýðu- flokkurinn eða í 124 mánuði á móti 24Ó. Framsókn hefur aðeins vinn- inginn yfir Alþýðuflokkinn. ísland er eitt örfárra landa þar sem hægri flokkar hafa ráðið miklum mun lengur en vinstri- og miðflokkar. Þar með er ljóst hverjir það eru sem eiga kerfið á íslandi, stjórn- kerfið, stundum kallað báknið, sem hefur oft unnið í þágu hægri af- lanna að stærstum hluta á undanf- örnum áratugum. „Island er eitt örfárra landa þar sem hægri flokkar hafa ráðið miklum mun lengur en vinstri- og miðflokkar.“ Hinir réttnefndu kerfisflokkar Þótt sósíalistar hafi komið við í stjómarráðinu í 124 mánuöi af 1000 hefur þeim auðvitað ekki unnist tími til þess að breyta því í gmnd- vallaratriðum þó að áhrif þeirra sjáist auðvitað víða. Má þar fremst nefna margvíslega félagslega þjón- ustu, heilbrigðiskerfiö, málefni aldraðra og málaflokk fatlaðra, vinnuvemdarlögin og fleiri þætti sem oftast hafa unnist með stuðn- ingi verkalýðshreyfingarinnar. En meginstoðir „kerfisins“ hafa verið undir stjórn þriggja flokka að lang- stærstum hluta. Þar em hinir réttnefndu kerfisflokkar. Margt liti öðmvísi út í þessu landi ef áhrifa sósíalista hefði gætt lengur og við- ar. Buröarstoðirnar, þ.e. yfirstjórn efnahagsmála, bankakerfið og lög- gæslan öll, landbúnaðurinn og nú á síðustu árum sjávarútvegurinn hafa verið undir stjórn þessara þriggja flokka sem þannig hafa ráð- ið úrshtum um stjórnkerfið. Það er einnig staöreynd að þó að nýir flokkar hafi orðið til, hafa þeir ekki megnað aö hafa umtalsverð áhrif og er aðeins eitt dæmi þess að shk- ir hafi gengið inn í ríkisstjórn, það eru Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1971-1974. Svavar Gestsson í tilefni leiðara DV: Verslunarráðið vill vand- aðar lesendakannanir í leiðara DV fimmtudaginn 28. janúar er fjallað um lesendakönn- un Verslunarráðsins og hún gagnrýnd. Þar sem ég vil ógjarnan að Verslunarráðið lendi í sama vin- sældaflokki hjá Jónasi Kristjáns- syni ritstjóra og bændasamtökin finnst mér rétt að koma að nokkr- um atriðum í tilefni leiðarans. Minnisstæður ritstjóri Varðandi það atriði að fleiri en Herdís Þorgeirsdóttir hafi gagn- rýnt lesendakönnun Verslunar- ráðs þá skal það tekið fram aö sjóndeildarhringurinn hjá mér, þegar ég fuhyrti þetta, var þeir aðil- ar sem i hlut eiga, þ.e.a.s. þátttak- endur og áskrifendur. Ritstjóri DV var ekki í þessum hópi. Það var hka hrein yfirsjón að draga ekki úr fuhyröingunni til öryggis og segja að „örfáir“ eða „því nær enginn" annar en Herdís Þorgeirsdóttir hafi gagnrýnt könn- unina. Ástæðan fyrir þessari yfir- sjón er fyrst og fremst sú að ritstjóri Heimsmyndar er svo minnisstæð persóna að flest það sem aðrir segja hefur tilhneigingu til þess að gleymast þegar hún læt- ur til sín taka. Ekki er hægt annað en dást að atorku hennar þrátt fyr- ir að við séum ekki sammála. Jafnframt má nefna að þær ábend- ingar, sem koma frá öðrum, snerust helst um það hvort við- komandi rit ættu heima í könnun- inni eða ekki. Sumir töldu sig ekki eiga erindi en aðrir vhdu vera með. Varðandi ummæli Siguijóns Valdemarssoanr í Mbl. fimmtudag- inn 28. nóvember skal tekið fram tvennum sögum fer af samtölum hans við starfsfólk Verslunarráðs- ins. Skammir fyrir dugnað í umræðum um lesendakönnun tímarita og útbreiðslumál fjölmiðla Kjallariim Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunar- ráös íslands almennt kom fram sú hugmynd að gera lesendakönnun á dagblöðum í framhaldi. Það mál hefur hins vegar ekkert verið undirbúið. Verslunarráðinu.gafst kostur á því að fara með shka könnun inn í spurningavagn Félagsvísinda- stofnunar og ég viðraði þá hug- mynd við fuhtrúa dagblaða á fundi, eins og Jónas segir. Ekki reyndist vhji til þess að fara út í þessa könn- un á þeim tíma og eftir á að hyggja voru það líklega mistök að telja það framkvæmanlegt að koma slíkri könnun í kring á svo stuttum tíma. En það er þó skárra að láta skamma sig fyrir að vhja gera hlut- ina fremur en fyrir að sitja auðum höndum. Eðlilegar niðurstöður Á fyrmefndum fundi rakti Jónas viðhorf sín th kannana af þessu tagi og taldi tímasetningar mjög vandasamar og eins undirbúning. Ég tók mikið mark á Jónasi og var honum þakklátur fyrir -ábending- amar og þær vom ræddar. Ég flý ekki frá neinni ábyrgð á tímasetn- ingunni sem vahn var. Niðurstað- an byggðist í fyrsta lagi á mati á því hveijar aðrar kæmu th greina og hvaða markaðsátak væri þá í gangi og í ööru lagi á því hvaða kostnaður fylgdi því að breyta nið- urstöðum í svona könnun með söluherferð. Það sem skiptir mestu máli er að niðurstöður könnunarinnar gefa ekki visbendingu um að eitthvað óeðlilegt sé á ferðinni. Þvert á móti má segja að niðurstöðumar séu einum of eðlhegar ef eitthvað er. Mér datt t.d. undireins í hug þegar ég sá niðurstöðumar sagan sem Guðmundur J. segir gjarnan þegar hann er að gera gys að félagsvís- indamönnum. Þá segir hann ahtaf frá þeim ágætu fræðimönnum sem tóku að sér að kanna lifnaðarhætti Kópavogsbúa og komust að þeirri meginniðurstöðu að 90% þeirra borðuðu kvöldmat heima hjá sér mihi 7 og 8 á kvöldin. Jónas hefur ekki kynnt sér niðurstöðurnar Lesendakönnunin er mjög viða- mikh og gefur miklar upplýsingar um lestur tímaritanna. Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir vissum vonbrigðum með að Jónas virðist alls ekki hafa lesið niðurstöður könnunarinnar áður en hann tók hana fyrir í leiðara. Þess vegna eru ýmis efnisatriði, sem Jónas gagn- rýnir að séu ekki í könnuninni, einmitt í henni og hann hefði getað séð það með því að kynna sér hana. Þetta era mér ekki síst vonbrigði vegna þess að ég hef jafnan haft mikið áht á Jónasi og langar th þess að geta haft við hann gott sam- starf. Verslunarráðið sinnir óskum félaganna Varðandi það hvort Verslunar- ráðið á að standa í því að hafa forgöngu um svona kannanir eða ekki þá er rétt að taka fram að málið kemur th Verslunarráðsins fyrir ósk Sambands íslenskra aug- lýsingstofa og fyrir áhuga fjöl- margra auglýsenda sem telja Verslunarráðið vettvang th þess að ræða þessa hluti og koma þeim í kring. Þetta era ennfremur félagar í Verslunarráðinu. Ráðið er því sannarlega ekki að ryðjast óbeðið inn á nýtt svið sem aðrir hafa helg- að sér heldur að verða við óskum félaga sinna, þ.á m. Sambands ís- lenskra auglýsingastofa og auglýs- enda, sem eyða sjálfsagt upphæðum sem mælast í mihjörð- um í auglýsingar á ári hverju. Rekstur á jörðu eða himni Því miður er fjárhagur Veslunar- ráðsins ekki jafngóður og Jónas ímyndar sér og heldur ekki fjár- hagur Sambands íslenskra auglýs- ingastofa. Því hafa hvoragur þessara aöha fjárhagslegt bolmagn th þess að gera kannanir með þeim hætti sem Jónasi og mér reyndar líka þykir æskhegast, þ.e.a.s. aö þær komi nánast eins og himna- sending. Lesendakönnunin kostar mikið fé og til þess að Verslunar- ráðið geti staðið fyrir hemh verður hún að standa undir sér og fjár- hagsleg áhætta er svo mikh fyrir ráðið að það verður að selja könn- unina fyrirfram með þátttöku eða áskriftum. Þess vegna verður aö gera slíka könnun í samstarfi margra aðila sem hafa hagsmuna að gæta. Verslunarráðið vonast reyndar th þess að það hafi tekist að láta könnunina standa undir sér og aö hún verði ekki fjárhagsleg byrði. Þetta stendur þó alveg í járnum. Verslunarráðið er því miður ofur- selt því lögmáli að reka starfsemi sína á jörðu niðri en ekki á himnum og sama máh gegnir um Samband íslenskra auglýsingastofa og aðra þá sem hafa staðið í þessum les- endakönnunum. ísinn háli Ég skal verða fyrstur manna th þess að viðurkenna að hver sá sem stendur fyrir lesendakönnun sem þessari getur hætt sér út á hálan ís. Hagsmunir allra aðha eru mikl- ir og mörgum hefur vissulega oröið fótaskortur í útgáfu- og auglýsinga- bransanum. En þegar htiö er til þess að auglýsingaveltan í íjölmiðl- um hér á landi er mæld í mihjörð- um hlýtur það að vera mikið hagsmunamál að fá upplýsingar um útbreiðslu fjölmiðlanna. Vilji Jónas hafa þaö þannig að félagar Veslunarráðsins hafi ýtt því út á hálan is þá held ég hka að óhætt sé að segja í sambandi við lesendakönnun ráðsins aö sjaldan hafi tekist aö standa jafnfimlega á ísnum. Varla hefur fyrr verið gerð jafnvönduð og viðamikh könnun á lestri tímarita hérlendis. Vilhjálmur Egilsson „Varla hefur fyrr veriö gerð jafnvönd- uð og viðamikil könnun á lestri tíma- rita hérlendis.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.