Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988. 15 Nótur frá nýjum stað Það er með undrum hversu oft hey- rist talað um það, jafnvel á hæstu stöðum, að málaflokkurinn - mál- efni fatlaðra - bólgni óeðlilega út og á því ætli greinilega ekki að verða stans. Með undrum - segi ég - en þó ætti ég ekki að lýsa neinni undrun yfir þessu. Næstum gleymdur Þótt ég hafi reynt af veikum mætti 'að kynna mér mál fatlaðra á undanfornum árum þá geta pró- sentutölur milli ára - miUi tímabila - jafnvel upphæðir komið býsna mikið á óvart. Frumástæðan liggur auðvitað í því hversu ofurlágt þessi mála- flokkur lá í útgjöldum ríkisins - svo undralágt á öllum sviðum. Mála- flokkurinn var næstum að segja gleymdur og geymdur að ekki sé sagt falhnn um áraskeið og vel man ég viðbrögð við einni fyrstu álykt- unarthlögu minni á Alþingi um vistheimhi fyrir vangefna á Aust- urlandi og Vestfjöröum, sem þeir höfðingjar fluttu með sér, Karvel Pálmason og Vilhjálmur Hjálmars- son. Það var ekki aðeins ókunnug- leiki, heldur var það í vissum flimtingum haft hvort þar væru menn í meiri þörf en annars staðar fyrir svona heimili af vitsmunaleg- um ástæðum. Og afgreiðslan í upphafi bar þess vott að bæði innan þings sem utan þótti mönnum þetta firna fjar- stæða. Má ekki hægja á? Nú er öldin önnur hvað þetta varðar. En menn spyija áfram. Er KjáQaxinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ ekkert upprof? Má ekki hægja á? Hvað veldur allri þessari aukningu og áfram er knúið sem aldrei fyrr á ótöldum sviðum? Ég hlaut að fara th fólks, sem veit og skilur og finnur, th að fá svör sem ég gæti sett á blað, þó ég hefði sjálfur einhver andsvör th- tæk, en ófullkomin þó. Ég held það sé ómaksins vert ef einhver nennir að lesa, að sjá brot af því sem ágæt- ar forstöðukonur hæfingarstöðva fatlaðra höfðu aö segja mér um þessi mál. Af fjölmörgu er að taka, en báðar nefndu fyrst framfarir læknavísinda og gjörbreyttar þjóð- félagsaðstæður og svo komu slysin inn í myndina í allri sinni ógn. Andstæður aö vísu en orsakir um leið. Áður dó fatlað fólk miklu yngra og segja mátti að öldrunar- vandamál væru engin til staðar. Þetta á vitanlega við um alla þjóð- félagsþegna að nokkru, en er engu að síður ein skýring þess umfangs sem málaflokkurinn einkennist af. Meira og meira líkamlega fatlað fólk lifir að sjálfsögðu lengur og allt þýðir þetta umönnun af allt öðru og fjölbreyttara tagi en áður tíðkaðist - lof sé guði. Barnadauðinn áður tók ekki hvað síst sinn stóra toh af þessum einstaklingum sem aldrei náðu neinum lífaldri. Nú þá eru slysin - umferðarslys sem önnur slys - sem oft valda hvoru tveggja, andlegri og líkam- legri örkumlan, oft - alltof oft svo alvarlegri að um varanlega fjölfötl- un er að ræða, jafnvel svo að um lifandi lík er að ræða, svo hræði- legt sem er nú að segja það. En ógnþrungin staðreynd engu að síö- ur sem við stöndum magnþrota frammi fyrir. Toh slysanna almennt ætti ekki að þurfa að tíunda þó í umferð dagsins og æði lífsgæðakapp- hlaupsins sé alltof mikið um það að gleymt sé að hafa á gát. En snar þáttur - snarari þáttur í umfangi málaflokksins er hér á ferð - og annars ágæt læknavísindi og allur annar aðbúnaður stuðla að því sem betur fer, að jafnvel verstu limlestingar leiða ekki th dauða. Eða átti ég e.t.v. að hafa þetta innan gæsalappa, þrátt fyrir allt. Ekki nema brot sögunnar En lýsingar segja ekki nema brot sögunnar, því þar - alveg sér í lagi - þar er sjón sögu ríkari. Þá átakanlegu sjón þyrftu margir að sjá og helst þreifa á, einkum þeir sem telja hið kalda kæruleysi æðsta aðalsmerki sitt. Nú, áfram var haldið í eðlilegri uppfræöslu. Bent var á hina fjöl- mörgu „fóldu“ einstakhnga sem smám saman hefðu verið aö koma fram í dagsbirtuna og þá í umönn- un um leið. Enn væri þetta aö gerast og er hér að langmestu leyti um þroskahefta að ræða. Trúi því hver sem vill að fimmtugur ein- staklingur kom í „leitirnar“ fyrir skömmu af því að öldruð móðir hans fór á sjúkrahús. Hann átti „eðlhega" enga útiskó. Svona eru dæmin enn að koma upp, en ótalin eru þau frá liönum árum eftir að feimnislítið var farið að ræða um þessi mál og frá öðru sjónarhorni. Aukning umfangs utan efa. Hin almenna þjóðfélagsbreyting, þar sem báðir foreldrar vinna úti, segir að sjálfsögðu til sín á þessum vettvangi. Það þýðir eðlilega að ein- hvers staðar verða börnin að vera á daginn, dagvistun fatlaðra þýðir almennt meiri umönnun, meiri starfskraft, aukinn kostnað, oft mjög verulegan. Áður var þetta óþekkt með öllu. Langt á leiðarenda Og áfram var þuhð og spurt um leið. Eigum við að hafa fatlaða óvirka í geymslu eða virka og lif- andi úti í samfélaginu? Og sam- félagið hefur með lagasetningu og ákveðnum ákvæðum þar svarað þessari spurningu og þá þarf fjár- magn - lagafyrirmæli þó góð séu enga gjöra stoð, ef ekkert fé er til að framfylgja þeim. Og blessunar- lega ætlumst við til allt annarrar þjónustu, allt annars umhverfis, allt annars lífs fyrir þetta fólk. En það þýðir líka að enn er býsna langt á leiðarenda og e.t.v. verður aldrei náð þangað, e.t.v. er það ekki æskhegt heldur, því þá er að engu framar að keppa og stöðnun kemur í stað þróunar. Og það er einmitt mergurinn málsins, við erum á þróunarbraut í þessum málum, gengur allgreitt, en ljóst er líka að enn mun umfang aukast, enn vantar ótalmargt, enn vantar ótalmarga hið æskilega at- hvarf, hina æskhegustu umönnun, þjálfun, hæfmgu, endurhæfingu o.s.frv. Það er því ekkert eðlilegi'a en málaflokkur þessi eigi eftir að taka til sín enn meira fjármagn og við eigum að stuðla að því að svo verði því við erum jú með lög um jafnrétti fatlaðra, jafnrétti í reynd, alltaf og ahs staðar. Og það kostar sitt að standa ekki við þau lög mælt í mannlegri ham- ingju, velferð og vellíðan - okkar allra. Það lögmál á að vera æðst ahs. Helgi Seljan „Hin almenna þjóðfélagsbreyting, þar sem báðir foreldrar vinna úti segir að sjálfsögðu til sín á þessum vettvangi.“ Hans heilagleiki heimsækir ísland „Allt er þetta gott og blessað. En hefur ekki hans heilagleiki, Jóhannes Páll annar, í nein önnur horn að líta?“ Um síðastliðin áramót birtist á for- síðum blaða hér í Reykjavík stór- frétt þess efnis að hinn virti páfi, Jóhannes Páll annar, væri væntan- legur th landsins síðar á árinu ásamt fylgdarliði, líklegast í júní- mánuði. JVæntanlegu ferðalagi er þannig lýst að hans tign haldi fyrst til Dan- merkur, þá til Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og loks th íslands og að sögn páfastóls taki ferðin alls um 10 daga. Enn segir að páfi muni ræða við biskupa lútersku kirkj- unnar á Norðurlöndum og aðra sem með kirkjumál fara. Á Norðurlöndum er ekki um auð- ugan garð að gresja varðandi katólska menn, því svo segir í frétt- inni að þeir muni vera innan við eitt prósent af mannfjölda. Einnig segir í fréttinni að áform- að sé að páfinn lýsi því yfir í ferð sinni að Daninn Niels Stensen vís- indamaður, sem uppi var seint á sautjándu öld, skuli tekinn í tölu hinna blessuðu, sem er fyrsta skrefið að því að vera tekinn í dýrl- ingatölu. Allt er þetta gott og blessað. En hefur ekki hans heilagleiki, Jó- hannes Páll annar, í nein önnur hom að líta? Grátt leiknir hugsuðir Við skulum riíja upp hvernig páfadómurinn í Róm lék tvo af mestu hugsuðum 16. aldarinnar, þá Galileo Galilei og Giordano Bmno. Galelei studdi kenningar Kopern- ikusar með óyggjandi stærðfræöi- rökum um að jörðin snerist um sólu. Hann var niðurlægður, pínd- ur og svívirtur og neyddur til að taka aftur þá stórkostlegu upp- götvun sína og bjargaði þannig lífi sínu. Alkunn og fræg em þau orð Gali- leis, sem hann er sagður hafa tautað fyrir munni sér er hann gekk út úr réttarsalnum: „Hún Kjallarinn Ólafur E. Einarsson forstjóri snýst samt.“ Ohu skelfilegri var meðferðin á Giordano Bruno ,um aldamótin 1600. Bruno er af mörgum heim- spekingum kallaður vitsnillingur (geni). Höfuðkenning hans var þessi: „Ahar stjörnurnar, sem sjást þegar kemur út fyrir jarðstjörnuna Satúrnus, eru sólir.“ Með skilningi á þessu var svo ótrúlegt andans afrek unnið að nægja mundi th að sýna að aldrei hafi meiri vitfrömuður verið en Bruno. Það var í rauninni hann sem með þessari kehningu upp- götvaði heiminn. Bmno sagði einnig:...að líf og mannkyn væri th á óteljandi stjörnum öðmm en vorri jörð og hann skildi að líf vort hér á jörðu á sér framhald á öðrum jarðstjörnum." Það var einmitt þessi kenning sem ohi hvað mestu hatrinu á hon- um innan páfadómsins í Róm. Guöi þóknanleg Þegar þessir atburðir gerðust, fyrir og laust eftir aldamótin 1600, var Clement 8. páfi í Rómaborg. Sagan segir að Clement páfa hafi verið það mikið kappsmál að árið sextán hundmð yrði sérstakt náð- ar- og hátíðarár, enda var þá mikið um dýrðir í Rómaborg. Hvaðanæva úr heiminum komu pílagrímar í þúsundatali th Rómar því serstök- um ljóma átti það að varpa á þetta ár náðarinnar og gleðinnar að nú skyldi í augsýn fjölmennis frá öll- um löndum katólskrar kristni brenndur á báh tiltakanlega hættu- legur villutrúarmaður og falskenn- ari. Dómurinn yfir Bruno var loks kveðinn upp 8. febrúar árið 1600, eftir að hann haíði verið í varð- haldi nálega átta ár, fyrst í hinum hræðilegu blýherbergjum undir þaki hertogahallarinnar í Feneyj- um, en síðar í Rómaborg. Bruno var neyddur th að krjúpa á kné og hlýða þannig á dóminn og er sú saga til að hinn langhijáði og sví- virti vitringur hafi sagt, er kardiná- hnn, sem dóminn kvað upp, hafði lokið lestri sínum: „Hræddari munuð þér vera er þér kveðið upp þennan dóm en ég að heyra hann.“ Dóminum var fullnægt 17. febrú- ar árið 1600 þar sem heitir Campo di fiori, blómavöllur. Múgur og margmenni hafði þangað safnast th að horfa á brennuna og þar sat páfinn sjálfur í guhnu hásæti en í kringum hann á pallinum kardiná- lar, hertogar og biskupar. Á þann viðurstyggilega verknað, sem nú var framkvæmdur, var litið sem skemmtun og hana Guði sérstak- lega þóknanlega. Bruno var nú leiddur að bálkest- inum og bundinn við staur sem upp úr honum stóð. Hann var í kufli sem málaðir voru á blossar og rauðir púkar en á höföinu var pappírshúfa „skreytt" á sama hátt. Frá tungunni hafði verið gengið þannig að hann gat ekkert sagt því gert var ráð fyrir að hann kynni að öðrum kosti að segja eitthvaö sem hneykslað gæti hinn guð- hrædda lýð sem þama stóð í kring. Hann mátti aðeins geta hljóðað þegar logarnir færu að leika um líkama hans. En Bruno þagði, mæiti hvorki orð né gaf frá sér kvalarhljóð og svipti þannig páfa og hans preláta þeirri ánægju sem ætla má að þeir hafi beðið eftir. Nýalarnir Þegar litið er á heimspekikenn- ingar dr. Helga Pjeturss fer ekki á milli mála að þær em mjög í anda nefndra hugsuða, Galileos og Brunos, en ganga þó í sumum at- riðum mun lengra. Séu þær flokk- aðar í þrjá höfuðflokka má segja að þeir séu þessir. 1. Sú kenning og vissa sem kemur fram í fyrstu orðum Nýals sem út kom 1922. „Þaö sem þúsundir mihjóna hafa haldið vera líf í andaheimi eða goðheimi er lífið á öðrum hnöttum. Þessi hugsun, sem segja má með svo fáum orðum, verður upphaf meiri breytinga th batnaðar á högum mann- kynsins en orðið hafa um ahar aldir áður.“ Þaö eru einmitt þessi orð meðal annars, sem guðfræðingurinn Magnús Jónsson prófessor segir vera „það skynsamlegasta sem sagt hefur verið síðan menn fóru að tala“. 2. Stjörnu-liffræðin, með öðrum orðum lífssambandið mihi stjarnanna, mihi sólhverfanna í himingeimnum. 3. Um eðli draumlífsins. Sérstaklega heihandi kenningar og djúpvitrar rannsóknir á draumlifmu, sem er sprottið af sambandi við draumgjafa. „Draumurinn er líf, en ekki hugsun." Að sjálfsögðu mætti skrifa langt mál um þessar djúpviturlegu kenn- ingar dr. Helga en hvergi er þó betri aðgangur að fyhri skýringum á efninu en í sjálfum bókum hans, „Nýölunum". Ennfremur er bent á bókina Málþing íslendinga sem tekin er saman af Þorsteini Guð- jónssyni rithöfundi. Stensen biskup? í upphafi þessarar geinar er með- al annars bent á að í ferðalaginu muni-páfmn lýsa því yfir að Daninn Niels Stensen, vísindamaður, prestur og síöar biskup, verði tek- inn í tölu hinna blessuðu, sem er fyrsta skrefið að þvi að vera tekinn í dýrlingatölu. Herra Stensen var fyrst mót- mælaendatrúar en snerist th katólsku um fertugsaldur og þjón- aði um langan tíma á kreddubund- inn hátt víðsvegar um Evrópu. Enn birtast greinar í dönskum blöðum um þessa ráðagerð páfa og sýnist sitt hveijum. Ekki veit ég greinilega um ástæður en hitt fuh- yrði ég að hér á landi eru aðeins sárafáir menn sem kannast við nafnið Stensen biskup. Að endingu þessarar greinar leyfi ég mér að lýsa yfir þeirri bjargfóstu skoðun minni að það er aðalsmerki á íslensku þjóðinni hve hún er fijálslynd í trúarskoðunum. Ólafur E. Einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.