Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988. 7 Fréttir Danska stúlkan horfin frá Noregi: Meinað að tala við dóttur mína - segir Inge Lise Jespersen Inge Lise Jespersen heldur á mynd af Piu, dóttur sinni. Öllum ber saman um að Pia hafi verið eðlileg og heilbrigð stúlka til 14 ára aldurs en bá fór að bera á alvarlegum vandamálum. DV-mynd GVA Danska stúlkan sem hvarf frá ís- landi til Neregs í júlí síðastliðnum, Pia Jespersen, er horfm frá Noregi og veit norska barnaverndarnefndin ekki hvar hún er niðurkomin. Þessar upplýsingar staðfesti Snjólaug Stef- ánsdóttir hjá bamaverndamefnd Reykjavíkur. Norska barnavemdar- nefndin hefur hingað til neitað að gefa móður Piu upp símanúmer eða heimilisfang hennar þar sem stúlkan hefur óskað eftir að halda því leyndu. í slagtogi með eldri manni Pia Jespersen, sem varð 16 ára í nóvember síðasthðnum, hvarf úr vörslu bamaverndarnefndar 1. júlí síðastliðiö sumar og var hennar leit- aö í 5 vikur áður en hún fannst hjá 36 ára gömlum móðurbróður sínum í Noregi, Peter Jespersen, sem hún virðist eiga í ástarsambandi við. Hann borgaöi farmiða fyrir hana úr landi undir fólsku nafni. Á undan- íomum tveimur árum hefur hann átta sinnum hjálpað Piu að strjúka að heiman eða úr skóla en hún stakk fyrst af til Noregs í júní 1986. Móðir Piu, Inge Lise Jespersen, er ekki viss um hvort dóttir sín dvelji nú hjá bróðurnum en er mjög uggandi um andlega og líkamlega heilsu dóttur sinnar því hún segir bróður sinn hafa misnotað dóttur sína kynferðis- lega frá því hún var 14 ára gömul jafnframt sem hún grunar hann um að gefa henni eiturlyf. Frá þeim tima sem samband þeirra hófst fór að bera á alvarlegum vandamálum hjá Piu. Hefur hún m.a. sagt frá því að hún muni bráðlega deyja en ekki viljað skýra það nánar. Inge Láse Jespersen er jafnvel hrædd um að líf dóttur sinnar sé í hættu. Flókin fjölskyldubönd Inge Lise hefur þrábeðið norsku barnavemdarnefndina og lögregl- una um að fá að heyra í dóttur sinni en hefur veriö neitað þar sem Pia vill ekki ræða við fjölskyldu sína og heldur því m.a. fram að fósturfaðir sinn hafi haft í frammi við sig kyn- ferðislega áreitni. Fósturfaðirinn hefur neitað þessum ásökunum. Inge Lise segir bróður sinn hafa komið þessu inn hjá Piu til að draga athyg- lina frá misgjörðum sjálfs sín auk þess sem hann sé ekki heill á geös- munum. „Hann er hommi og auk þess að hafa misnotað dóttur mína kynferðislega átti hann í kynferðis- legu sambandi við fyrrverandi eiginmann minn, föður Piu, og er það orsök þess að við skildum fyrir tæp- um tíu árum. Mér virðist þetta vera barátta geðsjúks manns á móti syst- ur sinni og er eini tilgangurinn að eyðileggja líf mitt,“ sagði Inge Lise Jespersen í samtali við blaðamann DV. „Norska lögregtan gerir fátt“ Inge Lise Jespersen og núverandi eiginmaður hennar fluttu til íslands með fjölskyldu sína vorið 1987 til að koma Piu úr fyrra umhverfi í þeirri von aö það gæti hjálpað henni. Þá komst stúlkan strax í umsjá barna- verndarnefndar. En að sögn Inge Lise hefur Peter Jespersen ótrúlegt vald yfir stúlkunni og reynir hún ávallt aö komast til hans aftur. Inge Lise vill að Pia fái læknis- eða sál- fræðimeðferð á íslandi. „Ég hef verið í sambandi við norsku lögregluna og barnavemdarnefnd en mér virðist lítið vera gert í máhnu auk þess sem mér er meinað að tala við dóttur mína. Bróðir minn var settur í gæsluvarhald í fjórar vikur í lok síð- asta árs vegna ásakana minna. Ég veit ekki hvar Pia dvaldist á meðan en mér var sagt að ef ég kærði hann ekki formlega yrði honum sleppt. Ég sendi þrjár kæmr á hann en samt sem áður var honum sleppt úr fang- elsinu 17. desember og ekkert gert frekar í málinu. Mér finnst þetta mjög einkennileg málsmeðferð og virðist mér þetta fólk ekki ætla að hjálpa stúlkunni til aö fá rétta með- höndlun. Pia hefur ásakað fósturfóð- ur sinn um kynferðislega áreitni og er sú fullyrðing ein sér næg ástæða til þess að koma Piu undir læknis- hendur og reyna að greiða úr þeim sálarflækjum sem hún á við að etja. Ég mun halda áfram að berjast fyrir því aö koma dóttur minni í réttar hendur svo henni verði hjálpað. Okk- ur þykir öllum vænt um hana og öll fjölskyldan saknar hennar en við virðumst htið geta gert.“ Norska barnaverndarnefndin til íslands Tveir starfsmenn norsku barna- verndarnefndarinnar komu til ís- lands 16. desember síðsthöinn til að kanna aðstæður og bakgrunn Piu. í lok desember fékk móðir hennar svo sent bréf þess efnis aö barnavemdar- nefndin vilji ekki aö stúlkan hafi samband viö móöur sína þar til hf hennar verði komið í jafnvægi. Segir í bréfinu að andlegt ástand Piu sé ekki gott og gæti þaö orðið henni til tjóns aö hitta móður sína. En nú er stúlkan aftur horfin og enginn veit hvar hún er niðurkomin. -JBj Liðið sem keppir fyrir Islands hönd á skólaskákmótinu i Finnlandi ásamt fararstjórum (aftasta röð frá vinstri): Ingi Fjalar Magnússon, Hannes Hlifar Stefánsson, Davið Ólafsson, Andri Áss Grétarsson, Þröstur Árnason, Snorri Karisson, Rikharður Sveinsson fararstjóri og Ólafur H. Ólafsson fararstjóri. (Miðröðin frá vinstri): Héðinn Steingrimsson, Helgi Áss Grétarsson og Þór- leifur Karlsson. Fremstur er Arnar Gunnarsson. DV-mynd S Norrænt skólaskák- mót í Finnlandi Árleg einstaklingskeppni í norr- ænni skólaskák fer fram í Espoo, Finnlandi dagana 4.-7. febrúar. Tíu íslenskir keppendur taka þátt í keppninni í fimm aldursflokkum. Keppni þessi er ein af þremur árleg- um Noröurlandamótum í skólaskák sem haldin eru til skiptis á Norður- löndunum. Undanfarin ár hafa íslendingar átt vaxandi velgengni að fagna í norr- ænu skólaskákmótunum. í einstakl- ingskeppninni 1987 unnu íslendingar þrjá flokka af fimm. Þá hafa íslensk- ar grunnskóla- og framhaldsskóla- sveitir unnið Norðurlandamót á hverju ári síöan 1984. íslenska liðið skipa: Andri Áss Grétarsson, Davíð Ólafsson, Hannes Hhfar Stefánsson, Þröstur Árnason, Snorri Karlsson, Ingi Fjalar Magnússon, Héðinn Steingrímsson, Þórleifur Karlsson, Helgi Áss Grétarsson og Arnar Gunnarsson. -JBj OVTO ,. JIS jauaan'S , hiQ34ó:>:itA 600 ENGIN UTBORGUN - ENGIR VEXTIR KYNNTU ÞÉR SÉRTILBOÐ OKKAR Vörumarkaðurinn h(. Kringlunni sími:68 5440

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.