Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988.
17
Lesendur
Jóhanna Sigurðardóttir. Einhver dugmesti þingmaðurinn, að mati bréfritara.
Ný andstaða við húsnæðiskerfið?
Landssamband Irfeyrissjóða
og skuldabréfakaup
Guðm. Guðmundsson skrifar:
Eftir harða baráttu tókst Jóhönnu
Sigurðardóttur félagsmálaráðherra
að koma í gegn húsnæðisfrumvarpi
því sem hún lagði fram í þingbyrjun.
- Jóhanna hefur raunar allt frá því
að hún kom á þing verið einhver
dugmesti þingmaðurinn.
A meðferð þessa fyrrgreinda máls
höfðu orðið óskiljanlegar taíir í þing-
nefnd en formaður þeirrar nefndar
er raunar fyrrverandi húsnæðisráð-
herra og töldu flestir skýringuna þar
að finna. Hann taldi umræddu frum-
varpi í ýmsu ábótavant en þegar það
loks kom frá nefndinni hafði fáu ve-
rið breytt, og að margra dómi voru
breytingarnar síst til bóta.
Jóhanna Sigurðardóttir tók fram
við meðferð málsins að þarna væri
um að ræða áfanga að bættu hús-
næðiskerfi enda fór svo að enginn
þingmaður, hvorki úr hópi stjórnar-
liðs né stjórnarandstæðinga, greiddi
atkvæði gegn því þótt ýmislegt hefðu
þeir áður sagt um frumvarpið. Sumir
þeirra höfðu reyndar notað sérlega
óvandað orðbragð svo að þingmönn-
um voru sendar vítur úr ýmsum
áttum. Slíkt er fremur óvanalegt en
þyrfti þó að gera oftar.
En nú er komin fram andstaða úr
annarri átt. Raunar hefur Samband
almennra lífeyrissjóða (SAL) lýst
stuðningi við hið nýja kerfi að þvi
er varðar skuldabréfakaup en hitt
landssambandið ekki. Gegnir nokk-
urri furöu um hið síðarnefnda, þ.e.
ef forsvarsmenn þess telja hag sjóð-
félaga sinna betur borgið með
skuldabréfakaupum á hinum óstöð-
uga og sveiflukennda markaði
verðbréfa- og fasteignasalanna.
Sá er þetta ritar hefur aldrei talist
til Alþýðuflokksins en er hins vegar
þeirrar skoðunar að sá stóri hópur,
sem telst til hins venjulega launa-
fólks í landinu, ætti að styðja heils
hugar viðleitni Jóhönnu Sigurðar-
dóttur til að koma húsnæðismálum
hinna lakar settu í þjóðfélaginu í
be.tra horf en verið hefur.
Fréttir
Raðstefna vegna
vatsjávstöðva NATO
Kynningarráðstefna fyrir full-
trúa rúmlega 30 erlendra verktaka-
fyrirtækja var haldin á Hótel
Loftleiðum í fyrradag vegna þriðja
og síðasta áfangans við smíði rat-
sjárstöðva hersins, en hann veröur
boðinn út í sumar. Fulltrúar er-
lendu fyrirtækjanna eru hér í boði
NATO en Félag íslenskra iðnrek-
enda og varnarmálaskrifstofan
annast framkvæmd ráðstefnunnar,
Útboð í þennan síðasta áfanga rat-
sjárstöðvanna er opið öllum aðild-
arlöndum NATO en fá fyrirtæki
hafa bolmagn til að sinna svo við-
amiklu verkefni. íslensk fyrirtæki
geta gerst undirverktakar í verk-
efninu.
„íslendingarnir, sem töluðu á
ráðstefnunni, gerðu hinum erlendu
ráðstefnugestum og hugsanlegum
verktökum grein fyrir íslenska
stjórnkerfmu og einstökum þáttum
þess, t.d. starfi stofnana á borð við
Póst og sima og Ratsjárstofnun.
Auk þess voru þeim kynnt ýmis
lagaleg atriði varðandi samskipti
við varnarliðið. Þessi ráðstefna er
því aðeins haldin til að kynna að-
stæður á íslandi,“ sagði Jón E.
Böðvarsson, framkvæmdastjóri
Ratsjárstofnunar, í samtali við DV
um tilgang ráðstefnunnar.
Arnþór Þórðarson hjá Félagi ís-
lenskra iðnrekenda sagði að
aðalmarkmiðið með þátttöku FÍI í
ráðstefnunni hefði verið að fræða
fulltrúa erlendu fyrirtækjanna um
á hvaða tæknistigi íslendingar
væru og hvers við værum megnug.
„Þetta mætti orða þannig að á ráð-
stefnunni höfum við unnið að því
að útrýma öllum eskimóahug-
myndum um þjóðina." -JBj
Smíði ratsjárstoðva:
íslenskir verktakar bíða átekta
Fulltrúar NATO og íslenskra
verktakafyrirtækja funduðu í gær
í framhaldi af ráðstefnu vegna fyr-
irhugaðrar byggingar ratsjár-
stöðva NATO á íslandi. Á
fundinum var farið yfir þá mögu-
leika sem íslensk fyirtæki eiga til
að fá verkefni sem undirverktakar
við byggingu ratsjárstöðvanna. ís-
lensku fyrirtækin bíða nú átekta
þar til kemur í ljós hver aðalverk-
taki við smíði ratsjárstöðvanna
verður.
„NATO færir okkur ekkert á silf-
urfati en ef við getum leyst verk-
efnin á ódýrari eða betri hátt en
erlendu aðilarnir eigum við góða
möguleika. Við teljum vel líklegt
að Islendingar geti fengið verkefni
við framkvæmdirnar því við erum
á heimavelli auk þess sem íslenskir
iðnaðar- og tæknimenn eru vel
sambærilegir við þá erlendu. Full-
trúar NATO telja ekki ráðlegt fyrir
íslensk fyrirtæki að gera bindandi
samninga við erlend fyrirtæki á
þessu stigi málsins heldur er skyn-
samlegast fyrir okkur að bíða
átekta. Þegar útboð hefur farið
fram og komið er í ljós hver aðal-
verktakinn verður munu íslensk
fyrirtæki geta leitað samninga við
hann. Þangað til munu íslending-
arnir leitast við að halda góöu
sambandi við erlendu fyrirtækin,“
sagði Arnþór Þórðarson hjá Félagi
íslenskra iðnrekanda í samtali við
DV í gær. -'JBj
Ratsjárstöðvar NATO:
Herstöðvaandstæðingar mótmæla
Samtök herstöövaandstæðinga
hafa skorað á íslensk stjórnvöld að
ganga til viðræðna við NATO um
að stöðva byggingu ratsjárstöðva á
íslandi auk þess sem samtökin
skora á íslensk fyrirtæki að taka
ekki þátt í byggingu þeirra. Þessi
áskorun kemur í beinu framhaldi
af heimsókn fulltrúa NATO og er-
lendra fyrirtækja til landsins vegna
fyrirhugaðra framkvæmda við rat-
sjárstöðvarnar.
Samtökin benda á að þeir fjár-
munir, sem verkefni þetta mun
kosta, eða 300 milljónir dollara,
sýni að hér á landi fari fram um-
talsverðar hernaðarframkvæmdir.
Herstöðvaandstæðingar telja þetta
öfugþróun þegar friðarvilji og hug-
myndir um að snúa við vígbúnað-
arkapphlaupinu séu ráðandi í
heiminum. Telja þau íslensku hug-
viti og verkkunnáttu betur varið
fll annarra hluta og skora því á
íslensk stjórnvöld og fyrirtæki að
taka ekki þátt í þessum fram-
kvæmdum.
-JBj
ÍL
rvvtf
Sl
Geirmundur Valtýsson hikar ekki við að taka þátt í söngvakeppni sjónvarpsins í þriðja sinn. Hann er eini lands-
byggðarpopparinn í keppninni og segist vera montinn af því. Reyndar tók Geirmundur fyrst þátt í sönglaga-
keppni á unglingsaldri og þá hjá Kvenfélagi Sauðárkróks. Hann hlaut 1. og 3. verðlaun. Hann segist vera
búinn undir að leggja land undir fót með lagið sitt ef til þess kemur. Við kynnumst Geirmundi betur i Helgar-
blaðinu á morgun.
Herra Island verður kosinn á Akureyri um næstu helgi. Sjö ungir herrar munu
þar slást um þennan eftirsóknarverða titil sem síðast var veittur fyrir rúmum
þrjátíu árum. Viðforvitnumst lítillega um þá keppni í Helgarblaðinu á morgun.
Skákíþróttin á vinsældum að fagna á
íslandi og eykst stöðugt með stórum
afrekum ungra skáksnillinga úti í heimi.
Það hefur verið hent á lofti að þekkt-
ustu skákmenn íslands séu allir komnir
af sömu ættinni. Við skoðum ættartréð
í Helgarblaðinu á morgum og sjáum
hvað til er i sögusögninni.
Auk þess forvitnumst við um síldarflutninga til
Múrmansk, við tökum forskot á sæluna og kíkj-
um á stemmningu þegar stórbæjarmeistarar
sjónvarpsins eigast við. Margt annað forvitnilegt
efni í Helgarblaðinu á morgun.