Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. Spumingin Borðar þú mikið af eggjum? Snæbjörn Kristjánsson: Já, ég boröa dálitið, en ekkert sérstaklega mikið, kannski svona fimm á viku. Heiða Guðjónsdóttir: Stundum og stundum ekki, svona tvö til þrjú á viku. Klara Eggertsdóttir: Nei, það get ég ekki sagt. Sævar Erlendsson: Nei ekkert mikiö, bara einstaka sinnum. Magnús Bragason: Já, ég geri það. Fimm til átta á viku. Benedikt Ingi: Bara meðalskammt, tvö eða þijú vikulega. Lesendur Enn um gengisfellingu Launþegi skrifar: Það er nú kannski ekki á bætandi að vera að minnast á efnahagsmálin okkar sem eru í sviðsljósinu dag hvem. En úr því ábyrgir menn í þjóð- félaginu eru hver á fætur öðmm aö heimta gengisfellingu, sumir leynt, aðrir ljóst, þá vil ég leggja þeim liö sem erin era ekki svo skyni skroppn- ir að sjá ekki að gengisfelling hefur nákvæmlega ekkert gildi, hvorki fyr- ir atvinnuvegina né launþega. Og sennilega allra síst fyrir launþegana. í Morgunblaðinu birtist nýlega til- skrif stjómarformanns Sölumið- stöövar hraðfrystihúsanna, þar sem hann segir að það sé skylda ríkis- stjórnarinnar (við þessar aðstæöur!) að hafa framkvæði og forystu í efna- hags- og kjaramálum. Það sé hennar hlutverk, segir þessi stjórnarformað- ur. Mér fmnst nú að ríkisstjórnin hafi haft framkvæði og forystu í ýmsum málum og mun meira en nokkur önnur ríkisstjórn á umliðnum ára- tugum, ekki hvað síst í því að halda genginu föstu. Það hlýtur að vera skylda hennar, einmitt við þessar aðstæður að halda genginu fostu til Eru (orráðamenn frystihúsanna að undibúa lokun þeirra og flutning til Hull og Grimsby? að komast hjá verðbólguskriðu sem myndi samstundis auka vaxtabyrði flestra fyrirtækja landsins, ekki síst frystihúsanna. Ég hef ekki orðið var við það ábyrgðarleysi, sem stjórnvöld eiga að hafa sýnt rekstrarvanda frysti- húsanna. Hvað ætla forráðamenn frystihúsanna að gera, nokkrum dögum eftir géngisfelhngu? Verður þá allt með eðlilegum hætti hjá þeim frystihúsamönnum? - Auðvitað ekki. Þeir forráðamenn frystihúsanna, sem eru að huga að lokun hjá sér og flytja fiskvinnsluna til Hull og Grimsby, eins og stjómarformaður S.H. lætur liggja að í grein sinni, geta einfaldlega ekkert farið því þeir eru ekki sjálfráðir geröa sinna meðan þeir skulda hér á landi ótaldar millj- ónir króna. Alhr vita að forráðamenn frysti- húsanna hafa ekki Unnt látum til að fá stjórnvöld til að fella gengið og helst svona um 20%. Þetta er vita tilgangslaust og væri fáránlegt ef eft- ir þessu yrði farið. Vonandi standast stjórnvöld hvers konar þrýsting forr- áðamanna frystihúsanna og fisk- vinnslunnar og fella ekki gengið fyrr en séð er á hvern veg kjarasamning- ar fara. Allt annað er hnefahögg framan í almenna launþega, spari- fjáreigendur og athafnalif í landinu. Egg og kjúklingar: Innflutningur sjálfsagður Sig. Björnsson skrifar: Það hlaut að koma að því að fólk léti ekki ganga á sér öllu lengur hvað varðar hið hrikalega háa verð sem sett hefur verið upp fyrir kjúkhnga, þessa alþýðufæðu sem í öllum öðrum löndum en á íslandi er verðlögð í samræmi við að fólk geti gripið til þessarar íjöldaframleiddu matvæla- tegundar hvenær sem er og með allra bestu kjörum. Kjúklingar verða aldrei dýr fæða neins staöar í heiminum, einfaldlega vegna þess að framleiðslukostnaður er frekar lágur og þessi tegund mat- vöru hefur þróast í það að vera vinsæll skyndibiti, líkt og hamborg- ‘ arar, og matreidd og seld sem slík. Það var því ekki nema eðlilegt að Neytendasamtökin mótmæltu harkalega stjómun á framleiðslu og verðlagningu kjúkUnga og eggja og vildu láta gefa innflutning á hvoru tveggja fijálsan. Auðvitað er það rétt, sem haft er eftir forstjóra Hagkaups, að ef ekki borgar sig að framleiða þessar vörur hér á landi á að hætta því. Skýringar framleiðenda á verðmismuni hér og erlendis, vegna minni eininga og minni markaðar koma almenningi og neytendum hreinlega ekkert við. Og hvað sem líður ákvöröun land- búnaðarráðherra um framleiðslu- stjómun og verðstýringu af hálfu einhverrar „sexmannanefndar“ þá er það almenningur sem situr uppi meö skaðann af þessari ákvörðun, ekki landbúnaðarráðherra eða sex- mannanefnd. Almenningur situr ekki við sama borð og þessir aðilar og það vita aUir landsmenn. Hvað varðar egg og verðlagningu á þeim þá er ég einn þeirra sem neyta þeirra mjög sjaldan vegna þess að ég veit að egg eru ekki holl fæða með tiUiti til hins mikla kólesteróUnni- halds. En þau eru notuð til köku- baksturs og sennilega ýtir hátt verðlag eggja undir hátt útsöluverö í bakaríum. Kjúklingar eru hins vegar mjög holl fæðutegund af ýmsum ástæðum og það eru engin rök fyrir því að þeir eigi aö vera svo miklu dýrari hér en annars staðar. Ef það er rétt að hægt sé að kaupa inn egg á 32 kr. kílóið og kjúklinga á 50 kr. kg og selja þá hér á um 100 kr. kg er það hin mesta ósvífni af landbúnaðarráð- herra að standa í vegi gegn slíkum viðskiptaháttum. Almenningur og neytendur verða að gera sér ljósa grein fyrir því að hverju er stefnt með framleiðslustýr- ingu á þessum vörum og ætti að hættaað kaupa þessar vörutegundir, þar til Neytendasamtökin hafa haft sigur í málinu. Eða er neytendum hér á landi alls ekki við bjargandi? „Kjúklingar, mjög holl fæðutegund og alltaf ódýr - nema á Islandi", segir hér m.a. Bréfritari telur að það sé engin þörf á að hafa Ijós á bifreiðum nema þeg- ar myrkur er, og það sé frekar til óþurftar að hafa Ijósin logandi i dagsbirtu. Nýju unvferðarlögin Jón Jónsson, vagnstjóri hjá SVR, skrifar: Hvemig fólk er það eiginlega sem semur hin nýju umferðarlög? Það mætti halda að það væru ökuníðing- amir sjálfir, a.m.k. miöað við hvað þeir virðast halda að séu orsakir slysa í umferðinni. Ljósleysi, bíl- beltaleysi og akstur á vinstri akrein eru greinilega orsök slysa að þeirra mati. Sá sem ekki sér ljóslausan bfl um hábjartan daginn ekur annaðhvort of hratt eða uppfylhr ekki eitt af þeim skilyrðum sem þarf til ökuprófs, að hafa fulla sjón. Þegar þessi nýju lög taka gildi mun eineygðum bflum fjölga mikið vegna þess að ljósaperur endast mun skemur, og einmitt þegar ljós þurfa að vera í lagi, í myrkri og slæmu skyggni, þá verður allt fullt af eineygðum bílum sem þýöir stór- aukna slysahættu. Og ekki skulum við gleyma kostn- aðinum vegna aukinnar bensín- eyðslu og peruskipta (ekki bara aðalljós) og óþæginda af rafmagns- lausum bílum. Kannski einhveijir af þessum reglugerðarsnötum eigi hlutabréf í einhveiju rafgeymafyrir- tæki. Ég tel mig aftur á móti vita hver orsökin fyrir slysum er. Of hraður akstur, gáleysi, vanvirðing við stöðv- unar- og biðskyldu eru aðalorsakir umferðarslysa. Ef löggjafinn myndi herða viðurlög við þessum brotum, hætta sektum og hreinlega fangelsa fólk, þá væri nánast hægt að útrýma slysum. Ég vorkenni engum að sitja inni fyrir þannig brot, en ég vorkenni saklausum fórnarlömbum slysa sem oft eru bundin við hjólastól til ævi- loka. Ef mönnum verður það á að stela peningum eöa svíkja fé með ein- um eða öörum hætti, þá er þeim umsvifalaust stungið inn. Eru kannski peningamir meira virði en líf og heilsa? Lesendakönnunl Sigmar Þormar hjá Verslunarráði íslands skrifar: Ég vil þakka „framkvæmdastjóra" þann áhuga er hann sýnir tímarita- könnun Verslunarráðs og Félagsvís- indastofnunar í lesendadálki DV þann 10. febrúar. Hins vegar vil ég benda á að þær upplýsingar, sem hann segir að vanti í könnunina, eru þar einmitt til stað- ar. Spurt var meðal annars um hvort viðkomandi hefði lesið síðasta tölu- blað af hverju tímariti og lýsing gefin á kápu og efni þess í leiðinni. „Fram- kvæmdastjóri" fellur í þá gröf aö skrifa um könnunina án þess að hafa kynnt sér hana og æskilegast hefði veriö aö hafa samband við okkur í Verslunarráðinu áöur en misskiln- ingur þessi birtist á prenti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.