Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. LífsstHI ? íslensk hönnun: 2000 fermetra kúluhús að rísa í í Torup, Mum bæ skammt frá ferjubænum Hundested á Sjá- landi, hefur hópur fólks í ráöi aö reisa stærsta kúluhús sem risiö hefur. Húsiö á aö veröa eins kon- ar sameign og er gert ráö fyrir að þaö verði notað sem gróðurhús og jafiivel veitingahús. í bígerð er aö á vissu svæði, þar sem kúlu- húsiö verður, muni um 90 hús rísa þannig að úr verði lítill og sjálfstæður byggðarHjami. A þessu svæöi munu rösklega 200 manns búa. Byggingasamtök, sem standa að þessari byggingu, hafa fest kaup á stórri lóð í Torup þar sem þessi byggðarkjarni mun rfsa. Sá sem er í forsvari tyrir samtök þessi, Henrik Saxe líf- fræöingur, segir að hús þetta eigi að verða fyrir fólk úr öllum sam- félagshópum. Hugmyndin að húsi þessu er sótt til íslenska hönnuðarinsEin- ars Þorsteins Ásgeirssonar sem teiknað hefur nokkur svona hús hér á landi. Danir hugsa stórt í kringum þessi kúluhús og eru jafnvel famir að velta vöngum yfir því aö fjöldaframleiða þau. Þeim finnst hönnun Einars afar forvitnileg og segja hana minna á geimskip. Einar hannaði húsin með það fyrir augum aö þau þyldu betur blástur þannig að vindur strykist meðfram kúplin- um í stað þess að stoppa á homum á hefðbundnum húsum. Þannig nær kaldur vindur frekar að kæla venjuleg hús. Með þessu kúluformi sparast kyndingar- kostnaður verulega. Oft er talað um 50%. Einnig segja kunnugir aö byggingarkostnaður sé um 30% minni en við venjulegt hús sé miðað við fermetrafjölda. Fyrsta kúluhúsið reis hér á landi fyrir átta árum. Þakið, sem setur svo stóran svip á húsin, er aö mestu leyti úr trégrind. í loftið em notaðar spónarplötur og sex tommu þykkt lag af steinull, því næst kemur loftrúm sem fylgir sveigjanleika þaksins, þá 15 mm krossviðarplata og loks Sarmafil sem er þýskhannaö plastefiú. Sparar óhemju olíukostnað Nokkur hús af þessu tæi hafa nú risið hér á landi og ennþá fieiri em í bígerð. Komið hefur í ijós að sérstaklega hentugt er að reisa þessi hús á landinu þar sem kyndt er með olíu. Kúluhúsaeig- endur á ísafirði segjast t.d. spara 70% í kyndingarkostnaði. Einar Þorsteinn Ásgeirsson, hönnuður húsanna, segir að sé gerö 30 ára kostnaöaráætlun, þar sem kynd- ingarkostnaður er útrelknaður eftir kúnstarinnar reglum, þá megi segja aö hönnun sem þessi borgi hreinlega húsið upp sé mið- að viö hefðbundiö einbýlishús. Einar sagði að húsbyggjendur á Akureyri, Hólmavík, Súðavik og Akureyri væm meö i bigerð kúluhús sem saraþykkt heföu verið og fleiri reyndar. Þvf væri augijóst að fólk búsett á stööum þar sem orkukostnaður er mikill sæktist frekar eför að byggja kúluhús. Hvaö varðar byggingar- kostnaö má segja að hann sé frekar í lægri kantinum miðað við heföbundin einbýlishús og eigi eftir að nýtast mun betur þegar þessi hús veröa stööluð og byggð við svipuö skilyrði og önn- ur hús. -ÓTT Stærsta garðhýsi landsins í einkaeign „Þaö má segja að þessi garðskáli í kúluhúsinu sé mjög óvenjulegur miðað við önnur garðhýsi," sagði Ásthildur Þórðardóttir, garðyrkju- stjóri á ísafirði, í spjalli á dögunum um rekstur gróðurhúss norður við heimskautsbaug þegar snjónum kyngdi niður í höfuðborginni. Hún hélt áfram: „Viö hjónin ákváöum að fara út í húsbyggingu og ég vildi hafa garðskála umfram állt í húsinu. Kúluhústeikningin, þar sem garðhýsið er næstum helming- urinn að flatarmáli, varð síöan ofan á og úr hefur orðið hjá okkur þessi heljarmikli geimur. Lofthæðin er um 5 metrar þar sem hæst er en lækkar að sjálfsögðu niður í ekki neitt vegna lögunar hússins." Hvað er það sem gerir garðskálann frábrugðinn öðrum? „Það er fyrst og fremst sú staðreynd að skálinn er óupphitaöur þannig að hann kaUast kalt gróðurhús. Lögun hússins gerir það að verkum að ljós og sólarhiti nær að koma inn úr öll- um áttum þannig að inni safnast fyrir hiti og hlýja sem nýtist betur en í öðrum húsum. Veggirnir eru kúptir og hrinda þannig frá sér kulda betur en sléttir gluggafáir útveggir og taka þess í stað inn varma gegnum plastiö í þríhymingunum sem mynda húsið. Skuggaáhrif eru einnig minni og það verður stundum frekar of heitt en hitt þannig að við verðum að opna nokkra þríhyrninga til þess að halda hitanum réttum. Við höfum reyndar í bígerð áætlun þar sem meiningin er að notast viö kvikasilf- ursútbúnaö til að opna og loka gluggunum." Kalt gróðurhús, hvað felst í því? „Munurinn er auðvitað sá að jafn hiti ríkir ekki allt árið eins og allir þekkja úr venjulegum gróðurhúsum. Það má því segja að hitafar fylgi Svefnherbergisgluggar, stofugluggar, forstofuhurð og gróðurhús, allt undir sama hatti. nokkum veginn árstíðunum eins og gróður utanhúss, en hitastigið er samt miklu hærra. Það fer t.d. aldrei niður fyrir frostmark. Já, og svo er það sú staðreynd að pöddur og ann- að, sem fylgir háu hitastigi, eins og í upphituðum húsum, er óþekkt fyr- irbæri í köldum gróðurhúsum. Það má samt ekki skilja svo að það sé alltaf svo kalt þama. Við sitjum úti í skála allt fram í október og njótum þess að vera úti í birtunni og ylnum. Það er aöeins um háveturinn, 3-4 mánuði, sem ekki er hægt aö vera í sumarfótunum ef svo má segja. Garðskálinn lengir þannig sumarið um 2-3 mánuði bæði fyrir menn og gróður." Hvernig þrífst gróður í köldu garð- hýsi? „Við höfum aðallega fjölærar plöntim og eitthvað af einæmm. Á þeim tíma, sem kaldast er, liggur gróðurinn í dvala eins og gengur og gerist utanhúss en það er bara miklu styttri tími. Þegar ég kom heim í jól- afrí t.d. voru rósimar enn í fullu fjöri. Plöntur, sem varla þola við hér á landi utanhúss, þrífast mjög vel þarna, eins og t.d. petóníur, skógar- Ásthildur Þórðardóttir, fjögurra barna móðir, garðyrkjustjóri á ísafirði, nem- Hér sést vel hve lofthæð er mikil. Birtan kemur óhindruð inn og skugga andi og kúluhúseigandi, stendur hér stolt við eplatré sem örugglega á eftir gætir ekki. að bera ávöxt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.