Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. 31 Lífsstni Rós á Isafirði um jólin. salvíur og pelagóníur og alparósir og azaleur veröa fjölærar viö svona skil- yröi. Já, svo má ég til meö að geta Heimilið þess að viö höfum þarna tvö dönsk eplatré sem ég hef mikla ánægju af. Þau eru reyndar tvö til þess aö þau beri frekar ávöxt.“ Þaö fylgir þessu önnur ánægja en af gróðrinum, ekki satt? „Þaö er enginn bundinn við að hafa gróöur í öllu sínu garðhýsi, sem við gerum nú reyndar ekki sjálf. Það er allstór stétt í húsinu hjá okkur. Á stööum, þar sem hitaveitu nýtur viö, er auðvitað rakiö aö hafa heitan pott þar sem ekki þarf aö fara út og jafn- vel bar. Það má líka gera ráö fyrir aö í febrúar og mars sé hægt aö fara út í garðhús og sitja þar í kannski 15-20 stiga hita. Þama skapast auðvitað möguleikar sem koma vegna þess aö sólarljósið eöa birtan vinnst svona vel. Varminn geymist síðan í jarð- veginum og stéttinni þannig að hitans nýtur viö fram eftir kvöldi. Það er ekki amalegt að sitja þarna viö kertaljós og heyra vindinn gnauða á plastinu sitjandi meö hvít- vínsglas í hendi. Ég vil eindregið hvetja fólk til þess að byggja sér kúluhús, þetta veitir manni svo mikla ánægju. Þaö er líka hægt að byggja sumarbústað í þessum stíl eða minni hús.“ -ÓTT Kúluhúsið á ísafirði í allri sinni reisn. Garðhýsið er hægra megin. I baksýn má sjá „venjulegt" garðhús. Kúluhús á Isafirði: Húsið er eins konar aukavídd Stöðugt fleiri kúluhús hafa veriö í byggingu undanfarin ár hér á landi og enn fleiri sem hafa verið teiknuð og samþykkt eru að bætast við. Þá hefur hróður íslensku kúluhúsanna borist út fyrir landsteinana. M.a. birtist fyrir skömmu í hýbýlablaði Berlingske Tidende umfjöllun um þau á tveimur heilsíðum. Blaðamaður fékk arkitektinn og annan eiganda hússins til að segja okkur frá því hvemig gengur að fara ótroðnar slóðir í húsbyggingum á íslandi. Á ísafirði hefur nú risið kúluhús allmyndarlegt sem hjónin Ásthildur Þórðardóttir, nemi í Garðyrkjuskóla ríkisins, og Elías Skaftason reistu ásamt íjórum börnum sínum. Húsið er hannað af guðfóður kúluhúsanna, Einari Þorsteini Ásgeirssyni. Ást- hildur og Elías höfðu þó margar hugmyndir sem á endanum komu fram á teikningum. Umsjón með inn- réttingum hafði Halldór Magnússon, húsasmíðameistari á ísafirði. Hús þetta samanstendur af íbúðar- hluta sem er um 120 fermetrar og heljarstóru 110 fermetra garðhýsi. I íbúöinni em fimm svefnherbergi, bað, sjónvarpshol og eldhús og stofa að sjálfsögðu. En hvernig tilfinning skyldi það vera að búa í kúluhúsi? Húsmóðirin á heimilinu, sem reyndar er nemandi í Hveragerði sem stendur, lýsti því fyrir blaða- manni hvernig þeim hjónum og börnum þeirra hefur Uðið frá því að ákvörðun var tekin um að ráðast í þessar framkvæmdir: „Við vissum í rauninni ekkert hvað við vorum að fara út í. Nú er hins vegar raunin sú, þegar byggingunni er lokið og viö höfum búið þama í vetur, gö ekkert neikvætt hefur komið upp. Það er í einu orði sagt mjög gott að búa í svona húsi. Það er eins og það gefi manni svo mikið því okkur hefur aldrei liðið eins vel í neinum hýbýl- um.“ Getur þú lýst þessu betur í smáat- riðum? „Þetta er auðvitað eitthvað sem maður hafði aldrei séð áður. Sjónar- hornið er svo vítt þannig að það sést svo víða um húsið þar sem maöur er staddur. Húsið er eins konar auka- vídd á allt það sem við höfum séö og reynt um dagana. Óreglulega formið í húsinu gerir það að verkum að okk- ur finnst við geta verið svo frjáls. Það er öraggt að beinu hefðbundnu lín- umar þrengja að mannvemnni og láta hana finnast hún vera þvinguð að einhverju leyti. Mér verður hugs- að til þess þegar ég sest að í svona húsi.“ Finnst þeim sem fara framhjá ekki forvitnilegt að sjá svona óvenjulegt hús þarna fyrir vestan? „Jú, mikil ósköp. Fólk þarna er mjög forvitið og það eru margir sem hafa komið og skoðað húsið. Meira að segja hafa mjög margir útlending-. m----------------------------► Teikning Einars arkitekts af þverskurði hússins. Ibúðin er vinstra megin, garðhýsið er hægra megin. Körfuboltafarrými? Ekki beinlínis nafniö sem við höfðum í huga. ■ Hins vegar höfum við sœtabilið þannig að það fœri svosem vel um körfuboltastrákana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.