Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Page 35
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988.
35
Fólkífréttum
Amór Diego
Arnór Diego var Kjörinn herra ís-
land á laugardaginn. Arnór er
fæddur 19. nóvember 1969 í Rvík
og stundar nám í Fjölbrautaskólan-
um í Breiðholti. Hann hefur verið
í fimleikum frá því að hann var
átta ára og varð bikarmeistari ís-
lands í fimleikum 1989-1986. Amór
varð unglingameistari íslands í
fimleikum 1983 og 1985 og keppti á
Norðurlandamótinu í fímleikum
1986. Hann hefur unnið um sextíu
titla í fimleikum og kennir nú eró-
bikk í Dansstúdíói Dísu í Garðabæ.
Arnor hefur sýnt dans frá 1983, var
unglingameistari íslands í dansi
1985 og tekur nú þátt í sýningunni
Allt vitlaust í Brodway. Hann var
skólameistari íslands í fijálsum
íþróttum 1981 og hefur sýnt í sýn-
ingasamtökunum Módel ’79 frá
1987. Amór lék þrjú hlutverk í
kvikmyndinni í skugga hrafnsins
sumarið 1987. Unnusta Arnórs er
Anna Þorsteinsdóttir, f. 10. nóv-
ember 1969, nemandi í MH. Systur
Arnórs em Aðalheiöur Diego, f. 6.
apríl 1966 og Hlín Diego, f. 2. mars
1978.
Foreldrar Amórs era Hjálmar
Diego Amórsson flugumferðar-
stjóri og kona hans, Anna Kristj-
ánsdóttir. Föðursystkini Arnórs
era Hörður, flugumferðarstjóri í
Rvík, kvæntur Emmu Magnús-
dóttur, Halldóra, gift Amgeiri
Lúðvíkssyni, framkvæmdastjóra
flutningasviðs Amarflugs, Jóhann,
garðyrkjuhönnuður í Rvík, kvænt-
ur Jennýju Jónsdóttur, Alma, gift
Ævari Gestssyni, verkstjóra í
Stykkishólmi, og Guðfinna, gift
Karvel Jóhannssyni, fram-
kvæmdastjóra í Stykkishólmi.
Föðursystkini Amórs sammæðra
era Brynhildur Kristinsdóttir, gift
Brynjólfi Arnórssyni, b. á Vöðlum
í Onundarfirði, Selma Kristins-
dóttir, ritari lögfræðings Lands-
bankans, og Vilma Mar, gift Erling
Ottóssyni, vélavinnumanni í Rvík.
Faðir Harðar var Arnór Diego, yflr-
flugmnferöarsfjóri í Rvík, Hjálm-
arsson Diego, fulltrúa toflstjóra í
Rvik, Johnson Diego, skipstjóra á
Gelti í Dýrafirði, frá Boston í Eng-
landi, ættaður frá Frakklandi, af
enskum, frönskum og spænskum
ættum. Móðir Arnórs var Halldóra,
systir Jasonar, fóður Benedikts
kristniboða. Halldóra var dóttir
Sigurðar, b. á Steinhólum í
Grannavík, Ebenezerssonar. Móð-
ir Sigurðar var Guðrún Jörands-
dóttir, b. á Eyri í Ingólfsfirði,
Guðmundssonar, b. á Finnboga-
stöðum, Bjamasonar, ættfoður
Finnbogastaðaættarinnar, langafa
Magnúsar, afa Magnúsar Óskars-
sonar borgarlögmanns. Móðir
Hjálmars yngra var Guðfinna Vil-
hjálmsdóttir, bæjarpósts á ísafirði,
Jónssonar og konu hans, Sesselju,
systur Péturs, afa Ólafs Þ. Þórðar-
sonar alþingismanns og Kjartans
Ólafssonar, fyrrv. alþingismanns.
Sesselja var dóttir Sveinbjamar,
b. á Botni í Súgandafirði, Pálsson-
ar. Móðir Sesselju var Guðmund-
ína, systir Jóhönnu, ömmu
Guðmundar Kjærnested skip-
herra. Guömundína var dóttir
Jóns, b. á Kirkjubóli í Skutulsflrði,
Hafldórssonar, b. í Fremri-Amar-
dal, Ásgrímssonar, b. í Amardal,
Bárðarsonar, b. í Arnardal, niuga-
sonar, ættfóður Amardalsættar-
innar. Móðir Guömundínu var
Rannveig Ólafsdóttur, systir Mál-
fríðar, langömmu Bjama, afa
Þrastar Árnasonar, Evrópumeist-
ara unglinga í skák. Bróðir
Rannveigar var Sveinn, langafi
Páls Magnússonar fréttastjóra og
Axels Ammendrap blaðamanns.
Móðursystkini Amórs era
Margrét íþróttakennari, gift Hann-
esi Thorarensen rannsóknarlög-
reglumanni, Óskar húsasmíða-
meistari, kvæntur Bimu
Ámadóttur, og Kristleifur, læknir
í Georgíu í Bandaríkjunum, kvænt-
m- Bjamveigu Bjamadóttur. Faðir
Önnu er Kristján, verkamaður í
Rvík, Amgrímsson, b. á Höfða í
Eyrarsveit, Magnússonar, b. í
Syðri-Knarrartungu, Jónssonar,
bróður Gróu, langömmu Sigríðar,
móður Friðriks Ólafssonar stór-
meistara. • Móðir Magnúsar var
Guðbjörg Magnúsdóttir, systir
Jóns Norðfjörð beykis, langafa
Helgu, ömmu Matthíasar Johann-
essen skálds. Móðir Guðbjargar
var Gróa Sigurðardóttir, systir Eg-
ils, langafa Ölafs, afa Jóns Baldvins
Hannibalssonar. Móðir Önnu var
Aðalheiður Friðriksdóttir, b. á
Litlateigi á Akranesi, Bergssonar í
Bergsbæ í Ólafsfirði, Jónssonar.
Móðir Aðalheiðar var Steinvör
Guðmundsdóttir í Holtum í Ásum,
Benediktssonar.
Afmæli
Kjartan Ólafsson
Kjartan Ólafsson frá Strandaseli,
til heimilis aö Birkihvammi 8,
Kópavogi, er sjötíu og fimm ára í
dag. Kjartan fæddist að Strandaseli
í Ögurhreppi við ísafjarðardjúp.
Hann lauk prófi frá Héraðsskólan-
um á Laugarvatni og síöar frá
Samvinnuskólanum 1933. Kjartan
var verslunarstjóri um tuttugu ára
skeið, fyrst hjá Kaupfélagi Arnes-
inga á Selfossi og síðar Kaupfélagi
Hafnfirðinga. Þá var hann starfs-
maður hjá Samvinnubanka íslands
frá stofnun hans og síðustu árin
fulltrúi þar. Kjartan hefur starfað
mikið að bindindismálum, auk þess
sem hann hefur verið mikill áhuga-
maður um ferðalög og ferðamál.
Hann starfaði í ungmennafélögum
í Norður-ísafjarðarsýslu og í Ár-
nessýslu. Kjartan tók sæti í
framkvæmdanefnd Stórstúku ís-
lands 1961, varð stórriddari 1963 og
framkvæmdasfjóri Stórstúku ís-
lands sama ár. Hann hefur verið
fulltrúi IOGT á mótum og þingum
erlendis, auk þess sem hann hefur
verið í stjórn Norræna bindindis-
sambandsins og fulltrúi íslands í
Norræna góðtemplararáðinu. Þá
hefur Kjartan setið í stjóm reglu
musterisriddara í tuttugu og fimm
ár.
Kona Kjartans var Kristjana
Guörún Bjarnadóttir frá Ögumesi,
f. 11.11. 1911, d. 5.6. 1985.
Kjartan og Kristjana eignuðust
fimm böm. Þau eru: María Erla
bóksali, f. 30.1.1936; Bolli, fv. bæjar-
stjóri á ísafirði, f. 31.8.1937; Einar,
deildarstjóri hjá SÍS, f. 18.10. 1941;
Guðríður, skrifstofustúlka og hús-
móðir, f. 19.11. 1948; Halldór skrif-
stofumaður, f. 22.11. 1951.
Foreldrar Kjartans: Ólafur Kr.
Þórðarsoh, b. að Strandaseli og
kona hans, Guðrún Hafliðadóttir.
Meðal systra Kjartans er Sólveig,
kona Hannibals, fv. ráðherra, og
móðir Jóns Baldvins íjármálaráð-
herra. Önnur systir Kjartans er
Guðrún, móðir Jóns Helgasonar,
formanns Einingar á Akureyri, og
Friðfinns, forstjóra Háskólabíós,
foður Björns, aðstoðarmanns Jóns
Sigurðssonar, dóms- og kirkju-
málaráðherra. Föðurforeldrar
Kjartans vora Þórður, b. á Hjöllum
í Skötufirði, Gíslason, og Guðrún
Ólafsdóttir, b. á Skjaldfónn, Jóns-
sonar og konu hans, Jóhönnu
Egilsdóttur, b. í Bakkaseli, Sigurð-
arsonar réttláta á Gilsfjarðarmúla,
Jónssonar. Móðurforeldrar Kjart-
ans voru Hafliði, vegghleðslumaö-
ur Jóhannesson, bróðir Hannibals,
afa Hannibals ráðherra og Þóra
Rósinkransdóttir, b. á Svarthamri,
bróður Sigurðar, afa Jóns Bald-
vinssonar, fyrsta formanns Al-
þýðuflokksins, og langafa
Ingigerðar, móður Þorsteins Páls-
sonar.
Engilbert Guðjónsson
Engilbert Guðjónsson múrara-
meistari, Garðabraut 31, Akranesi,
er sjötugur í dag. Engilbert fæddist
að Vogatungu í Leirársveit og ólst
þar upp hjá foreldrum sínum.
Hann flutti á Akranes um áramótin
1940-41 og fór fljótlega í múrara-
nám sem hann lauk 1947. Engilbert
hefur stundað múrverk þar til fyrir
sjö árum að hann gerðist húsvörð-
ur við Fjölbrautaskóla Vesturlands
og þar starfar hann enn. Engilbert
var formaöur Múrarafélags Akra-
ness um skeið og sat í stjórn
Múrarasambands íslands í nokkur
ár.
Fyrri kona hans var Eva Laufey
Eyþórsdóttir, f. 27.2. 1918, d. 9.9.
1957. Börn þeirra eru: Halldóra, f.
18.7.1940, gift Rögnvaldi Þorsteins-
syni frá Sauðárkróki, starfsmanni
á Grandartanga, en þau búa á
Akranesi og eiga þrjú börn; Sess-
elja Sveinbjörg, f. 28.7. 1942, gift
Þórði Árnasyni málarameistara,
en þau búa á Akranesi og eiga tvö
böm; Guðrún, f. 23.2.1944, gift Birni
Inga Finsen, kennara við Fjöl-
brautaskólann á Akranesi, en þau
búa á Akranesi og eiga þrjú börn;
Hugrún, gift Stefáni Gunnlaugs-
syni, framkvæmdastjóra Bautans á
Akureyri, en þau búa á Akureyri
og eiga fiögur börn; Guðjón mál-
arameistari, f. 12.2.1955, en hann á
tvö börn, er búsettur i Reykjavík
og er nú til sjós
Seinni kona Engilberts er Guð-
rún Jónsdóttir, f. 21.10. 1933, en
sonur hennar og stjúpsonur Engil-
berts er Jón, f. 26.9.1958, læknir í
framhaldsnámi í Svíþjóð, kvæntur
Jónínu Sanders hjúkrunarfræö-
ingi. Börn Engilberts og Guðrúnar
era Óli Páll, f. 8.10. 1961, bókbind-
ari, en hann á eiit bam og er í
sambúð með Sigríöi Einarsdóttuf
frá Sauðárkróki og búa þau á Akra-
nesi; og Birgir, f. 30.1.1965, en hann
er múrari, búsettur á Akranesi.
Engilbert á sjö systkini.
Foreldrar Engilberts: Guöjón, b.
í Vogatungu, Jónsson og kona
hans, Hálldóra Böðvarsdóttir. For-
eldrar Halldóru vora Böðvar, b. í
Yogatungu, Sigurðsson og Halla
Árnadóttir. Föðurforeldrar Engil-
berts voru Jón, ráðsmaður á
Hvanneyri, sonur Þórðar Jónsson-
ar og Helgu Gísladóttur, vinnuhjúa
á Geitabergi í Svínadal, og kona
hans, Guðbjörg, dóttir Halldórs
Halldórssonar og Guðbjargar Er-
lendsdóttur, hjóna í Gröf í Lundar-
reykjadal.
Engilbert tekur á móti gestum í
Kiwanishúsinu á Akranesi, laugar-
daginn 20. þ.m. eftir klukkan 19.
50 ára
75 ára
Helga Valdemarsdóttir, Skúlagotu
76, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára
í dag
70 ára________________________
Símon Símonarson skipstjóri, Vall-
holti 19, Akranesi, er sextugur í
dag.
Jón Rafn Siguijónsson, Miklubraut
30, Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Haraldur Henrysson, Máshólum 15,
Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Svanhildur Sigurðardóttir, Stíflu-
seli 6, Reykjavík, er fimmtug í dag.
Áskell Jónasson, Þverá, Reyk-
dælahreppi, er fimmtugur í dag.
40 ára
Hermann Bjarnason, Dalseli 13,
Reykjavík, er fertugur í dag.
Guðmundur G. Guðmundsson,
Grettisgötu 79, Reykjavík, er fer-
tugur í dag.
Kristín Jónsdóttir, Fjarðarási 15,
Reykjavík, er fertug í dag.
Elín M. Hjartardóttir, Fjarðarási
3, Reykjavík, er fertug í dag.
Sigurður Gestsson
Sigurður Gestsson, b. aö Mörk H,
Hvammstangahreppi, er sjötugur í
dag. Sigurður er sonur Gests Ebe-
nesarsonar og Magnhildar Þór-
veigar Árnadóttur. Foreldrar
Magnhildar vora Vilborg Pálsdótt-
ir og Árni Magnússon, búsett á
Akranesi. Foreldrar Gests vora
Ebeneser Ámason og Ingibjörg
Gestsdóttir. Þau Gestur og Magn-
hildur Þórveig eignuðust dóttur
auk Sigurðar, Kristjönu að nafni,
en hún andaðist fyrir fimmtán
árum.
Sigurður Gestsson kvæntist árið
1947, Unni, f. 18.5. 1920, frá Gröf á
Vatnsnesi, dóttur Ágústs Jakobs-
sonar, b. þar, og konu hans, Helgu
Jónsdóttur, en Ágúst og Helga
eignuðust níu börn sem öll eru á
lífi. Foreldrar Helgu voru Jón Egg-
ertsson og Þóra Jóhannesdóttir á
Ánastöðum í sömu sveit, en for-
eldrar Ágústs voru Jakob Gíslason
_ og Sigurbjörg Árnadóttir á Þverá í
’ Vesturhópi.
Böm þeirra Sigurðar og Unnar
eru fiögur: Helga, býr í Reykjavík,
gift Sævari Snorrasyni, en þau eiga
son og þrjár dætur og tvo dætra-
syni; Jón, er bóndi á Sæbóli í
Hvammstangahreppi, en kona
hans er Laufey Jóhannesdóttir og
eiga þau dóttur saman; Magnhild-
ur, býr í Reykjavik með Níelsi
Hafstein og eiga þau einn son;
Ágúst, býr á Hvammstanga,
kvæntur Þuríði Þorleifsdóttur og
eiga þau tvo syni.
Benedikt Guðmundsson
Benedikt Guömundsson, Hring-
braut 50, Reykjavík, er sjötíu og
fimm ára í dag. Benedikt fæddist í
Efri-Dal í Ögursveit í Noröur-ísa-
fiarðarsýslu og ólst upp í foreldra-
húsum að Hrafnabjörgum í sömu
sveit. Hann fór á unglingsáranum
að Múla í Nauteyrarhreppi til Stur-.
laugs Einarssonar og Guðrúnar
Kristjánsdóttur, en þau styrktu
hann til skólagöngu á Hvanneyri
og lauk hann búfræðiprófi þaðan
1936. Eftir prófið var Benedikt um
tíma hjá bróður sínum að Hrafna-
björgum og aðstoöaði hann við
búskapinn en fór síðan að Bakka í
Hnífsdal þar sem hann var í hálft
annað ár. Benedikt gifti sig síðan
og fór að búa aö Kirkjubóli í
Korpudal þar sem hann var í fiögur
ár. Benedikt bjó síðan að Veðrará
í Önundarfirði í tíu ár en flutti síö-
an til ísafiarðar þar sem hann
stundaði almenn verkamannastörf
og sjómennsku. Til Reykjavíkur
kom hann 1975 og dvelur nú á Elli-
og fljúkranarheimilinu Grand.
Fyrri kona Benedikts var Sigur-
lína, f. 12.12.1904, d. 1.8.1948, dóttir
Guðmundar, b. að Bæ í Staðardal,
Sigurðssonar og Arínu Þórðardótt-
ur. Benedikt og Sigurlínu varð ekki
barna auðið. Seinni kona Bene-
dikts var Aöalheiður Bergþóra, f.
9.8. 1922, d. 1987, dóttir Líkafróns,
b. aö Hrafnsfiarðareyri í Jökul-
fiörðum og síðar verkamanns á
Isafirði, Sigurgarðarssonar og
Bjameyjar Guömundsdóttur.
Benédikt og Aöalheiður eignuð-
ust fiögur böm. Þau era: Sigurlína
María, húsmóðir á Húsavík, f. 29.9.
1950, gift Jóni Sigurössyni for-
stjóra, en þau eiga þijú böm; Soffia
Dagbjört, f. 8.10. 1951, sem bjó í
Reykjavík en er látin; Þorsteinn
Líkafrón, verkamaöur á Dalvík, f.
22.12.1952, kvæntur Friðriku Jón-
mundsdóttur, en þau eiga þrjár
telpur; Gunnar Líkafrón, múrari í
Reykjavík, f. 13.12. 1953, kvæntur
Hrönn Jóhannesdóttur fóstra.
Benedikt var yngstur átta syst-
kina en á nú eina systur á lífi,
Sigríði, húsmóður á Akranesi,
ekkju eftir Jón Einarsson sjómann.
Foreldrar Benedikts vora Guö-
mundur, vinnumaður á Bjama-
stöðum og b. í Efstadal, Samúels-
son, f. 23.10. 1865, og kona hans,
Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 8.7.1870.
Sigríöur var dóttir Þorsteins, b. að
Hrafnabjörgum og síöar vinnu-
manns aö Skarði, Einarssonar,
Magnússonar og konu hans, Söra
Benediktsdóttur frá Snæfialla-
strönd, Bjömssonar. Guðmundur
var sonur Samúels, húsmanns og
b. aö Kleif í Mjóafirði, Magnússon-
ar, b. að Brekku í Langadal.