Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Blaðsíða 33
FOSTUDAGUR 4. MARS 1988. 49 Fólkífréttum Ingíbjöig Haraldsdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir rithöf- undur fékk Menningarverölaun DV á fimmtudaginn fyrir þýöingu sína á Fávitanum. Ingibjörg er fædd 21. október 1942 í Rvík og varð mag. art. í kvikmyndastjórn frá kvikmyndaháskólanum í Moskvu 1969. Hún var við leik- hússtörf í Teatro Estudio í Havana á Kúbu 1970-1975 og var kvik- myndagagnrýnandi Þjóðviljans 1976-1985 og blaðamaður þar 1978-1981. Ingibjörg hefur verið í ritnefnd Tímarits Máls og menn- ingar frá 1977, formaður Vináttufé- lags íslands og Kúbu frá 1977 og var í miðstöð Rauðsokkahreyfing- arinnar á íslandi 1978-1980. Hún yar í undirbúningsnefhd kvik- myndahátíðar listahátíðar 1979-1980 og stúndakennari í þýskri kvikmyndagerð við HÍ1979, 1980 og 1982. Ingibjörg er höfundur ljóðabókanna Þangað vil ég fljúga, 1974, og Orðspor daganna, 1983. Hún hefur þýtt eftirtaldar bækur: Manuel Scorza: Rancas - þorp á heljarþröm, 1980; Mikhaíl Búlga- kof: Meistarinn og Margaríta, 1981; Manuel Scorza: Hinn ósýnilegi, 1982; Leikvöllurinn okkar, barna- saga frá Venezúela, 1983; Fjodor Dostojevskí: Glæpur og refsing, 1984; Fávitinn, I. bindi, 1986 og 2. bindi 1987; Fjöður hauksins hug- prúða og fleiri rússnesk ævintýri, 1987. Meðal leikrita, sem Ingibjörg hefur þýtt, eru Nornin Baba-Jaga, 1979; Antonía Scarmeta: Brennandi þolinmæði, 1986, og Anton Tjekov: Vanja frændi, 1988. Ingibjörg giftist 1966 Idelfonso Ramos Valdés, kvikmyndaleik- stjóra á Kúbu, þau skildu 1977. Sonur Ingibjargar og Idélfonso er Hilmar Ramos, f. 13. júní 1975. Ingi- björg giftist aftur 2. apríl 1981 Eiríki Guðjónssyni bankafulltrúa, f. 15. janúar 1954. Foreldrar hans eru Guðjón Einarsson, skrifstofustjóri hjá Vouge, og kona hans, Kristín Eiríksdóttir kennari. Dóttir Ingi- bjargar og Eiríks er Kristín, f. 3. nóvember 1981. Systkini Ingibjarg- ar eru Rannveig, f. 17, febrúar 1945, rektorsritari við MS, og Þröstur, f. 1. september 1950, blaðamaður í Rvík. Foreldrar Ingibjargar eru Har- aldur Björnsson, verka-, sjó- og afgreiðslumaður í Rvík, og kona hans, Sigríður Elísabet Guðmunds- dóttir. Haraldur er sonur Björns, húsasmiðs í Ytri-Fagradal og í Rvík, Friðrikssonar, b. á Gestsstöð- um í Tungusveit, Magnússonar, b. á Skáldsstöðum í Reykhólahreppi, Jónssonar, bróður Sigurðar, lang- afa Geirs Hallgrímssonar seðla- bankastjóra. Móðir Magnúsar var Guðrún, systir Sigríðar, ömmu Matthíasar Jochumssonar skálds. Guðrún var dóttir Ara, b. á Reyk- hólum, Jónssonar og konu hans, Helgu Árnadóttur, prests í Gufu- dal, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, langafa Jóns forseta. Móðir Björns var Ingibjörg Björns- dóttir, b. á Klúku í Miðfirði, bróður Sæmundar, langafa Jóhönnu, móð- ur Huldu Jensdóttur, forstöðukonu Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Systir Björns á Klúku var Ólöf, langamma Gríms, langafa Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar. Sæ- mundur var sonur Björns, prests í Tröllatungu, Hjálmarssonar og konu hans, Valgerðar Björnsdótt- ur, systur Finnboga, langafa. Finnboga Rúts, föður Vigdísar for- seta. Móðir. Ingibjargar var Helga, systír Guðlaugar, ömmu Snorra Hjartarsonar skálds. Helga var dóttir Sakaríasar, b. á Heydalsá, Jóhannssonar, prests á Brjánslæk, Bergsveinssonar, fóður Guðrúnar, langömmu Ólínu, ömmu Jóns Atla Kristjánssonar, forstjóra OLÍS. Móðir Haraldar var Ingibjörg Har- aldsdóttir, b. á Hvalgröfum á Skarðsströnd, Brynjólfssonar, b. í Kjörvogi, Jónssonar. Móðir Brynj- ólfs var Hólmfríður Jónsdóttír, systir Steinunnar, langömmu Þór- halls, föður Ólafs Gauks. Bróðir Hólmfríðar var Þórður, langafi Friðjóns Þórðarsonar alþingis- manns og Gests, föður Svavars alþingismanns. Móðir Ingibjargar var Septemborg .Loftsdóttir, b. á Víghólsstöðum, Jónssonar, bróður Saura-Gísla og Jóhönnu, langömmu Jóhannesar Gunnars- sonar, formanns Neytendasamta- kanna. Meðal móðursystkina Ingibjarg- ar eru Emma, móðir Gunnars Kristjánssonar, prests á Reynivöll- um, og Friðrikka, móðir Hafsteins Austmanns listmálara. Sigríður er dóttir Guðmundar, verkamanns í Rvík, Magnússonar, bróður Jóns, föður Guðgeirs, bókbindara og for- seta ASÍ. Móðir Guðmundar var Ingibjörg Haraldsdóttir. Ingibjörg Jónsdóttir, systir Jóns, langaifa Friðmeyjar, móður Krist- ínar Ástgeirsdóttur varaþing- manns. Móðir ¦ Ingibjargar var Agatha Einarsdóttir, b. á Fremra- Hálsi, Björnssonar. Móðir Einars var Úrsúla Jónsdóttir, b. á Fremra-Hálsi, Árnasonar, ættfóður Fremra-Hálsættarinnar. Móðir Sigríðar var Rannveig Majasdóttir, sjómanns í Bolungarvík, Elíasson- ar og konu hans, Sólveigar Jóns- dóttur. Afmæli Geirmundur Júlíusson Geirmundur Júlíusson trésmið- ur, Strandgötu 17, Hnífsdal, er áttræður í dag. Geirmundur fæd- dist á Atlastöðum í Fljótavík og fór tæplega eins árs í fóstur til afa síns og ömmu, Geirmundar Guðmunds- sonar og Sigurlínu Friðriksdóttur, en þau bjuggu "þá að Stakkadal í Aðalvík. Skömmu síðar fluttu þau að Borg í Skötufirði en 1911 fluttu þau til Atiastaða í Aðalvík þar sem afi hans hafði byggt sér bæ í ná- býli við Júlíus son sinn. Geirmund- ur fór svo aftur til foreldra sinna, ásamt ömmu sinni, þegar afi hans andaðist 1921. Geirmundur var fimmtán ára þegar hann byrjaði á vertíð á Látr- um en í þá daga yar ekki róið frá Fljótavík. Hann fiutti svo að Látr- um 1929 og stundaði þar búskap og sjóróðra. Geirmundur flutti svo aftur til Atlastaða áríð 1938 og byggði sér þar nýbýh' sem var kall- að Skjaldbreið. Húsið byggði hann sjálfur og er það að mestu leyti smíðað úr rekaviði. Geirmundur reri með línu á litlum árabát. Hann keypti svo fimm tonna trillu 1945 og sótti á henni frá Látrum en flutti ári síðar til Hnífsdals. Þar varð hann fyrir því óláni að missa bát- inn sinn er hann slitnaði upp í sunnanroki og eyðilagðist. Geirmundur stundaði þá sjó- mennsku á vélbátum frá Hnífsdal og vann síðar í fiski í hraðfrysti- húsinu í Hnífsdal en 1958 stofnaði hann ásamt öðrum Trésmiðjuna hf. í Hnífsdal og annaðist rekstur hennar frá 1963-84. Þá tók sonar- sonur Geirmundar viö rekstrinum en Geirmundur starfar enn við tré- smiðjuna þegar heilsan leyfir. Geirmundur var formaður Bygg- ingarfélags verkamanna í Hnífsdal í mörg ár en hann hefur byggt þar marga bústaði verkamanna, auk annarra bygginga, smárra sem stórra. Kona Geirmundar er Guðmunda Regína, dóttir Sigurðar Þorkels- sonar, útvegsbónda frá Látrum í Aðalvík, og Ólínu Sigurðardóttur, Gíslasonar, útvegsbónda að Látr- um í Aðalvík. Geirmundur og Guðmunda Reg- ína eiga sjö börn. Þau eru Halldór, bifreiðarstjóri á ísafirði, f. 29.1. 1930, kvæntur Guðnýju Eygló Her- mannsdóttur frá Látrum í Aðalvík, og eiga þau sex börn og sex barna- börn; Gunnar, húsgagnasmiður í Kópavogi, f. 15.4. 1931, kvæntur Gunnhildi Magnúsdóttur frá Reykjafirði við Djúp, og eiga þau fimm börn og átta barnabörn; Geir, sjómaður í Sandgerði, f. 25.5. 1932, kvæntur Sigríði Sigfúsdóttur frá Þórshöfn, og eiga þau fjögur börn og átta barnabörn; Helgi sjómaður, f. 17.11.1934, kvæntur Ernu Magn- úsdóttur frá ísafirði, og eiga þau sex börn og þrjú barnabörn; Ásta- hildur, húsmóðir í Ólafsvík, f. 19.6. 1936, gift Kristófer Edilonssyni, bif- reiðarstjóra í Ólafsvík, og eiga þau fjögur börn og þrjú bamabörn; Baldur, skrifstofumaður hjá Mjólk- ursamlagi ísfirðinga á ísafirði, kvæntur Karitas Pálsdóttur frá ísafirði, og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn, auk þess sem Baldur á eina dóttur frá því fyrir hjónaband og á hún työ börn; Karl, framkvæmdastjóri á ísafirði, f. 13.3. 1939, kvæntur Rannveigu Hjaltad- óttur frá Dalvík, og eiga þau þrjú börn. Geirmundur átti ellefu systkini en tvö þeirra eru látin, þau Jón Ólafur og Júlíana Guðrún. Eftirlif- andi systkini hans eru Guðfinna Ingibjörg, Sigurlína Elísa, Jóhann Hermann, Guðmunda Sigurfljóð, Guðmundur Snorri, Þórður Ingólf- ur, Júdit Fríða, Betúela Anna og Guðmundur Þórarinn. Foreldrar Geirmundar voru Júl- íus Geirmundsson, f. á Látranesi Geirmundur Júlíusson. að Látrum í Aðalvík 5.6. 1884, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, f. að Steinstúni í Árneshreppi 18.6. 1884. Móðurforeldrar Geirmundar voru Jón Guðmundsson, húsmað- ur á Steinstúni, f. 1854, og kona hans, Elisa Ólafsdóttir frá Osi, Ól- afssonar. Foreldrar Jóns voru Guðmundur Ólafsson á Dröngum og kona hans, Guðrún Sigurðar- dóttir. Foreldrar Guðmundar voru Óiafur Andrésson á Eyri í Ingólfs- firði og kona hans, Guðrún Björns- dóttir. Guðrún, kona Guðmundar, var dóttir Sigurðar á Dröngum, Alexíussonar. Föðurafi Geirmundar var sonur Guðmundar, b. í Kjaransvík, Snorrasonar, b. í Hælavík, Bry- njólfssonar, og konu Guðmundar, Sigurfljóðs ísleifsdóttur, b. á He- steyri, ísleifssonar. Kona Snorra var Elísabet Hallvarðsdóttir. For- eldrar Sigurlínu voru Friðrik, b. í Neðri:Miðvík, sonur Jóns, b. þar, Jónssonar og Helgu Þorgiísdóttur, og kona Friðriks, Júdit Jónsdóttir á Sléttu, Jónssonar. 85 ára Sigríður Jónsdóttir, Birkigrund 33, Kópavogi, er sjötíu og fimm ára í dag. Lára Ólafsdóttir, Leirubakka 18» Reykjavík, er áttatíu og flmm ára í dag. 70 ára 80 ára Guðný Einarsdóttir, Geitlandi 6, Reykjavík, er áttræð í dag. Margrét Víglundsdóttir, Sundabúð 2, Vopnafirði, er áttræö í dag. Fríða Pétursdóttir, Hvassaleiti 58, Reykjavík, er sjötug í dag. Jón Pétursson, Álftamýri 2, Reykja- vík, er sjötugur í dag. Stefán Egilsson, Hafnargötu 82, Kefla- vík, er sjötugur í dag. Júlíana Ólafsdóttir, Strandgötu 17, Patreksfirði, er sjötug í dag. Sigmundur P. Lárusson, Langagerði 86, Reykjavík, er sextugur í dag. Gísli Búason, Ferstiklu II, Strandar- hreppi, er sextugur í dag. Geirfríður Sigurgeirsdóttir, Gránufé- lagsgötu 39, Akureyri, er sextug í dag. Sigrún Jóhannsdóttir, Skarðshlíð 31A, Akureyri, er sextug í dag. Hún tekur á móti gestum eftir klukkan tutt- ugu á afmælisdaginn í húsi Karlakórs Akureyrar, aö Óseyri 6. Sigurður Eyjólfsson, Árbakka 9, Seyð- isfirði, er sextugur í dag. 75 ára 60 ára 50 ára Björn Guðmundsson, Miðtúni 2, Reykjavík, er sjötíu og flmm ára í dag. Guðrún Þ. Sigurðardóttir, Frakkastíg 13, Reykjavík; er sextug ídag. Justiniano N De Jesus, Hvassaleiti 28, Reykjavík, er fimmtugur í dag. 'Erla Þorgeirsdóttir, Kópnesbraut 19, Hólmavík, ér fimmtug í dag. Guðrún Valdimarsdóttir Guðrún Valdimarsdóttir, Hamrahlíð 17, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Hún fæddist að Lambanesi í Saurbæjarhr. í Dala- sýslu, dóttir Valdimars Guð- brandssonar og Guðnýjar Stefánsdóttur. Valdimar var sonur Guðbrands í Stykkishólmi, Jóns- sonar, b. í Miklagarði í Saurbæj- arhr. í Dölum, Jónssonar og konu Guðbrands, Guðrúnar Gottskálks- dóttur, b. í Þormóðsey, Guðbrands- sonar. Guðrún flutti til Reykjavíkur með foreldrum sínum 1929 en þar gifti hún sig og hefur búið þar síð- an. Guðrún eignaðist fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi. Þau eru: Vald- imar, búsettur í Sandgerði, starfs- maður hjá íslenskum aöalverktök- um á Keflavíkurflugvelli; Ingi Rúnar, skipstjóri í Hafnarfirði; og Guðný, húsmóðir í Hafnarfirði. Ömmubörn Guðrúnar eru nú orðin tíu en langómmubörnin tólf. «. Guðrún átti fjögur systkini sem öll eru látin. Þau voru: Ólöf Ste- fanía, saumakona í Reykjavík; Valentínus Ólafur, bifreiöarstjóri í Reykjavík; Aðalheiður Ingibjörg, húsmóðir í Reykjavík; og Valdís. Guðjón Finndal Finnbogason Guöjón Finndal Finnbogason iðnverkamaður, Bakkavegi 8, Hnífsdal, er fimmtugur í dag. Guö- jón fæddist á Atlastöðum í Fljóta- vík í Sléttuhreppi. Þar ólst hann upp til átta ára aldurs. Þá flutti hann með foreldrum sínum og öðr- um ættmennum til Hnífsdals, árið 1946, en þar með fór Fljótavíkin í eyði. Guðjón fór að vinna fyrir sér fljótlega eftir fermingu og starfaði mest í fiskvinnslu þar til hann flutti til Reykjavíkur 1965. Hann var bú- settur í Reykjavík í sautján ár og starfaði þá m.a. í Ofnasmiðjunni í fimm ár og var „plötusnúður" hjá fyrirtækinu Brauð hf. í átta áí en þaðan á hann góðar minningar. Hann flutti svo aftur vestur í Hnífs- dal þar sem hann býr enn. Guðjón á eina alsystur og einn hálfbróður, sammæðra. Systir hans er Finney, húsmóðir í Reykja- vík, f. 1944, gift Ólafi Theodórssyni verkfræðingi. Bróðir hans er Geir Garðarsson, verslunarmaður á Akureyri, f. 1936, kvæntur Ragn- heiði Jónsdóttur húsmóður. Foreldrar Guðjóns: Finnbogi, b. á Atlastöðum og síðar sjómaður í Hnífsdal, Jósepsson, f. 1913, og Anita Friðriksdóttir, f. 1915, d. 1984. Finnbogi er hálfbróðir Brynhildar Snædal, móður Þrastar Ólafssonar, hagfræðings og framkvæmdastjóra Dagsbrúnar. Föðurforeldrar Guð- Guðjón Finndal Finnbogason. jóns voru Jósep, b. á Atlastöðum, Hermannsson og Margrét Guðna- dóttir. Móðurforeldrar Guðjóns voru Friðrik, b. á Ysta-Bæ að Látr- um í Aðalvík, Finnbogason og Þórunn María Þorbergsdóttir. Þó- runn var systir Óla, afa Óla Þ. Guðbjartssonar alþingismanns. Guðjón og Kjartan Finnbogason varðstjóri, faðir Magnúsar Kjart- anssonar hljómlistarmanns, eru systkinasynir. Guöjón verður heima á afmælis- daginn. Leiðrétting Þau mistök urðu í grein um Guð- jón B. Ólafsson í Fólki í fréttum að Á,sgeröur Jensdóttir, amma hans, var sögð látin en hún er á lífi, níu- tíu og sjö ára aö aldri. Andlát Óskar Kjartansson gullsmiður lést 3. mars. Stefán Óli Albertsson, Kleppsvegi 48, Reykjavik, lést í Landspítalanum að morgni 3. mars. Helena Svanhvít Sigurðardóttir, Reynimel 80, Reykjavík, andaðist í Landakotspítala fimmtudaginn 3.- mars. Eggert Th. Jónsson, Háaleitisbraut 155, Reykjavík, lést2. mars sl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.