Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Qupperneq 33
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988. 49 Fólk í fréttum Ingibjörg Haraldsdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir rithöf- undur fékk Menningarverölaun DV á flmmtudaginn fyrir þýöingu sína á Fávitanum. Ingibjörg er fædd 21. október 1942 í Rvík og varð mag. art. í kvikmyndastjóm frá kvikmyndaháskólanum í Moskvu 1969. Hún var við leik- hússtörf í Teatro Estudio í Havana á Kúbu 1970-1975 og var kvik- myndagagnrýnandi Þjóöviljans 1976-1985 og blaöamaður þar 1978- 1981. Ingibjörg hefur verið í ritnefnd Tímarits Máls og menn- ingar frá 1977, formaður Vináttufé- lags íslands og Kúbu frá 1977 og var í miðstöð Rauðsokkahreyfing- arinnar á íslandi 1978-1980. Hún var í undirbúningsnefnd kvik- myndahátíðar listahátíðar 1979- 1980 og stundakennari í þýskri kvikmyndagerð við HÍ1979, 1980 og 1982. Ingibjörg er höfundur Ijóðabókanna Þangað vil ég fljúga, 1974, og Orðspor daganna, 1983. Hún hefur þýtt eftirtaldar bækur: Manuel Scorza: Rancas - þorp á heljarþröm, 1980; Mikhaíl Búlga- kof: Meistarinn og Margaríta, 1981; Manuel Scorza: Hinn ósýnilegi, 1982; Leikvöllurinn okkar, barna- saga frá Venezúela, 1983; Fjodor Dostojevskí: Glæpur og refsing, 1984; Fávitinn, I. bindi, 1986 og 2. bindi 1987; Fjöður hauksins hug- prúða og fleiri rússnesk ævintýri, 1987. Meðal leikrita, sem Ingibjörg hefur þýtt, eru Nornin Baba-Jaga, 1979; Antonía Scarmeta: Brennandi þolinmæði, 1986, og Anton Tjekov: Vanja frændi, 1988. Ingibjörg giftist 1966 Idelfonso Ramos Valdés, kvikmyndaleik- stjóra á Kúbu, þau skildu 1977. Sonur Ingibjargar og Idélfonso er Hilmar Ramos, f. 13. júní 1975. Ingi- björg giftist aftur 2. apríl 1981 Eiríki Guðjónssyni bankafulltrúa, f. 15. janúar 1954. Foreldrar hans eru Guðjón Einarsson, skrifstofustjóri hjá Vouge, og kona hans, Kristin Eiríksdóttir kennari. Dóttir Ingi- bjargar og Eiríks er Kristín, f. 3. nóvember 1981. Systkini Ingibjarg- ar eru Rannveig, f. 17. febrúar 1945, rektorsritari við MS, og Þröstur, f. 1. september 1950, blaðamaður í Rvík. Foreldrar Ingibjargar eru Har- aldur Björnsson, verka-, sjó- og afgreiðslumaður í Rvík, og kona hans, Sigríður Elísabet Guðmunds- dóttir. Haraldur er sonur Bjöms, húsasmiðs í Ytri-Fagradal og í Rvík, Friðrikssonar, b. á Gestsstöð- um í Tungusveit, Magnússonar, b. á Skáldsstöðum í Reykhólahreppi, Jónssonar, bróður Sigurðar, lang- afa Geirs Hallgrímssonar seðla- bankastjóra. Móðir Magnúsar var Guðrún, systir Sigríðar, ömmu Matthíasar Jochumssonar skálds. Guðrún var dóttir Ara, b. á Reyk- hólum, Jónssonar og konu hans, Helgu Árnadóttur, prests í Gufu- dal, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, langafa Jóns forseta. Móðir Björns var Ingibjörg Björns- dóttir, b. á Klúku í Miðfirði, bróður Sæmundar, langafa Jóhönnu, móð- ur Huldu Jensdóttur, forstöðukonu Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Systir Bjöms á Klúku var Ólöf, langamma Gríms, langafa Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar. Sæ- mundur var sonur Björns, prests í Tröllatungu, Hjálmarssonar og konu hans, Valgerðar Björnsdótt- ur, systur Finnboga, langafa. Finnboga Rúts, fóöur Vigdísar for- seta. Móðir Ingibjargar var Helga, systir Guðlaugar, ömmu Snorra Hjartarsonar skálds. Helga var dóttir Sakaríasar, b. á Heydalsá, Jóhannssonar, prests á Brjánslæk, Bergsveinssonar, föður Guðrúnar, langömmu Ólínu, ömmu Jóns Atla Kristjánssonar, forstjóra OLÍS. Móðir Haraldar var Ingibjörg Har- aldsdóttir, b. á Hvalgröfum á Skarðsströnd, Brynjólfssonar, b. í Kjörvogi, Jónssonar. Móðir Brynj- óífs var Hólmfríður Jónsdóttir, systir Steinunnar, langömmu Þór- halls, fóður Ólafs Gauks. Bróöir Hólmfríðar var Þórður, langafi Friðjóns Þórðarsonar alþingis- manns og Gests, fóöur Svavars alþingismanns. Móðir Ingibjargar var Septemborg Loftsdóttir, b. á Víghólsstöðum, Jónssonar, bróður Saura-Gísla og Jóhönnu, langömmu Jóhannesar Gunnars- sonar, formanns Neytendasamta- kanna. Meðal móðursystkina Ingibjarg- ar eru Emma, móðir Gunnars Kristjánssonar, prests á Reynivöll- um, og Friðrikka, móðir Hafsteins Austmanns listmálara. Sigríður er dóttir Guðmundar, verkamanns í Rvík, Magnússonar, bróður Jóns, fóður Guðgeirs, bókbindara og for- seta ASÍ. Móðir Guðmundar var Ingibjörg Haraldsdóttir. Ingibjörg Jónsdóttir, systir Jóns, langafa Friðmeyjar, móður Krist- ínar Ástgeirsdóttur varaþing- manns. Móðir Ingibjargar var Agatha Einarsdóttir, b. á Fremra- Hálsi, Bjömssonar. Móöir Einars var Úrsúla Jónsdóttir, b. á Fremra-Hálsi, Ámasonar, ættfóður Fremra-Hálsættarinnar. Móðir Sigríðar var Rannveig Majasdóttir, sjómanns í Bolungarvík, Elíasson- ar og konu hans, Sólveigar Jóns- dóttur. Geirmundur Júlíusson Kona Geirmundar er Guðmunda Regína, dóttir Sigurðar Þorkels- sonar, útvegsbónda frá Látrum í Aðalvík, og Ólínu Sigurðardóttur, Gíslasonar, útvegsbónda að Látr- um í Aðalvík. Geirmundur og Guðmunda Reg- ína eiga sjö börn. Þau eru Halldór, bifreiðarstjóri á ísaflrði, f. 29.1. 1930, kvæntur Guðnýju Eygló Her- mannsdóttur frá Látrum í Aðalvík, og eiga þau séx börn og sex barna- börn; Gunnar, húsgagnasmiður í Kópavogi, f. 15.4. 1931, kvæntur Gunnhildi Magnúsdóttur frá Reykjafirði við Djúp, og eiga þau flmm börn og átta barnabörn; Geir, sjómaður í Sandgerði, f. 25.5.1932, kvæntur Sigríði Sigfúsdóttur frá Þórshöfn, og eiga þau íjögur börn og átta barnabörn; Helgi sjómaður, f. 17.11.1934, kvæntur Ernu Magn- úsdóttur frá ísafirði, og eiga þau sex börn og þrjú barnabörn; Ásta- hildur, húsmóðir í Ólafsvík, f. 19.6. 1936, gift Kristófer Edilonssyni, bif- reiðarstjóra í Ólafsvík, og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn; Baldur, skrifstofumaður hjá Mjólk- ursamlagi ísfirðinga á ísafirði, kvæntur Karitas Pálsdóttur frá ísafirði, og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn, auk þess sem Baldur á eína dóttur frá því fyrir hjónaband og á hún tvö börn; Karl, framkvæmdastjóri á ísafirði, f. 13.3. 1939, kvæntur Rannveigu Hjaltad- óttur frá Dalvík, og eiga þau þrjú börn. Geirmundur átti ellefu systkini en tvö þeirra eru látin, þau Jón Ólafur og Júlíana Guðrún. Eftirlif- andi systkini hans era Guöfmna Ingibjörg, Sigurlína Élísa, Jóhann Hermann, Guðmunda Sigurfljóð, Guðmundur Snorri, Þórður Ingólf- ur, Júdit Fríða, Betúela Anna og Guömundur Þórarinn. Foreldrar Geirmundar vom Júl- íus Geirmundsson, f. á Látranesi 85 ára Sigríður Jónsdóttir, Birkigrund 33, Kópavogi, er sjötíu og fimm ára í dag. Lóra Ólafsdóttir, Leirubakka 18, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. 70 ára 80 ára Guðný Einarsdóttir, Geitlapdi 6, Reykjavík, er áttræð í dag. Margrét Víglundsdóttir, Sundabúð 2, Vopnafirði, er áttræö í dag. Fríða Pétursdóttir, Hvassaleiti 58, Reykjavik, er sjötug í dag. Jón Pétursson, Álftamýri 2, Reykja- vík, er sjötugur í dag. Stefán Egilsson, Hafnargötu 82, Kefla- vík, er sjötugur í dag. Júliana Ólafsdóttir, Strandgötu 17, Patreksfirði, er sjötug í dag. 75 ára 60 ára Björn Guðmundsson, Miðtúni 2, Reykjavik, er sjötíu og fimm ára í dag. Guðrún Þ. Sigurðardóttir, Frakkastíg 13, Reykjavík, er sextug í dag. Geirmundur Júlíusson trésmið- ur, Strandgötu 17, Hnífsdal, er áttræður í dag. Geirmundur fæd- dist á Atlastöðum í Fljótavík og fór tæplega eins árs í fóstur til afa síns og ömmu, Geirmundar Guðmunds- sonar og Sigurlínu Friðriksdóttur, en þau bjuggu þá að Stakkadal í Aðalvík. Skömmu síðar fluttu þau að Borg í Skötufirði en 1911 fluttu þau til Atlastaða í Aðalvík þar sem afi hans hafði byggt sér bæ í ná- býli við Júlíus son sinn. Geirmund- ur fór svo aftur til foreldra sinna, ásamt ömmu sinni, þegar afi hans andaðist 1921. Geirmundur var fimmtán ára þegar hann byrjaöi á vertíð á Látr- um en í þá daga var ekki róiö frá Fljótavík. Hann flutti svo að Látr- um 1929 og stundaði þar búskap og sjóróðra. Geirmundur flutti svo aftur til Atlastaða áriö 1938 og byggði sér þar nýbýh sem var kall- að Skjaldbreið. Húsið byggði hann sjálfur og er það aö mestu leyti smíðað úr rekaviði. Geirmundur reri með línu á Utlum árabát. Hann keypti svo fimm tonna trillu 1945 og sótti á henni frá Látrum en flutti ári síðar til Hnífsdals. Þar varð hann fyrir því óláni að missa bát- inn sinn er hann slitnaöi upp í sunnanroki og eyðilagðist. Geirmundur stundaði þá sjó- mennsku á vélbátum frá Hnífsdal og vann síðar í fiski í hraðfrysti- húsinu í Hnífsdal en 1958 stofnaði hann ásamt öðrum Trésmiðjuna hf. í Hnífsdal og annaðist rekstur hennar frá 1963-84. Þá tók sonar- sonur Geirmundar við rekstrinum en Geirmundur starfar enn við tré- smiðjuna þegar heilsan leyfir. Geirmundur var formaður Bygg- ingarfélags verkamanna í Hnífsdal í mörg ár en hann hefur byggt þar marga bústaði verkamanna, auk annarra bygginga, smárra sem stórra. Afmæli Guðrún Valdimarsdóttir an. Geirmundur Júlíusson. Guðrún Valdimarsdóttir, Hamrahlíð 17, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Hún fæddist að Lambanesi í Saurbæjarhr. í Dala- sýslu, dóttir Valdimars Guö- brandssonar og Guönýjar Stefánsdóttur. Valdimar var sonur Guðbrands í Stykkishólmi, Jóns- sonar, b. í Miklagarði í Saurbæj- arhr. í Dölum, Jónssonar og konu Guðbrands, Guörúnar Gottskálks- dóttur, b. í Þormóðsey, Guðbrands- sonar. Guðrún flutti til Reykjavíkur með foreldrum sínum 1929 en þar gifti hún sig og hefur búið þar síð- Guörún eignaðist fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi. Þau eru: Vald- imar, búsettur í Sandgeröi, starfs- maður hjá íslenskum aöalverktök- um á Keflavíkurflúgvelli; Ingi Rúnar, skipstjóri í Hafnarfirði; og Guðný, húsmóðir í Hafnarfirði. Ömmubörn Guðrúnar eru nú orðin tíu en langömmubörnin tólf. • Guðrún átti fjögur systkini sem öll eru látin. Þau voru: Ólöf Ste- fanía, saumakona i Reykjavík; Valentínus Ólafur, bifreiöarstjóri í Reykjavík; Aðalheiður Ingibjörg, húsmóðir í Reykjavík; og Valdís. Guðjón Finndal Finnbogason að Látrum í Aöalvík 5.6. 1884, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, f. að Steinstúni í Árneshreppi 18.6. 1884. Móðurforeldrar Geirmundar voru Jón Guðmundsson, húsmað- ur á Steinstúni, f. 1854, og kona hans, Elísa Ólafsdóttir frá Osi, Ól- afssonar. Foreldrar Jóns voru Guðmundur Ólafsson á Dröngum og kona hans, Guðrún Sigurðar- dóttir. Foreldrar Guðmundar voru Óíafur Andrésson á Eyri í Ingólfs- firði og kona hans, Guðrún Björns-- dóttir. Guðrún, kona Guðmundar, var dóttir Siguröar á Dröngum, Alexíussonar. Föðurafi Geirmundar var sonur Guðmundar, b. í Kjaransvík, Snorrasonar, b. í Hælavík, Bry- njólfssonar, og konu Guðmundar, Sigurfljóðs ísleifsdóttur, b. á He- steyri, ísleifssonar. Kona Snorra var Elísabet Hallvarðsdóttir. For- eldrar Sigurlínu voru Friðrik, b. í Neðri-Miðvík, sonur Jóns, b. þar, Jónssonar og Helgu Þorgilsdóttur, og kona Friðriks, Júdit Jónsdóttir á Sléttu, Jónssonar. Sigmundur P. Lárusson, Langagerði 86, Reykjavík, er sextugur í dag. Gísli Búason, Ferstiklu II, Strandar- hreppi, er sextugur í dag. Geirfríður Sigurgeirsdóttir, Gránufé- lagsgötu 39, Akureyri, er sextug í dag. Sigrún Jóhannsdóttir, Skarðshlíð 31A, Akureyri, er sextug i dag. Hún tekur á móti gestum eftir klukkan tutt- ugu á afmælisdaginn í húsi Karlakórs Akureyrar, að Óseyri 6. Sigurður Eyjólfsson, Árbakka 9, Seyð- isfirði, er sextugur í dag._________ 50 ára______________________________ Justiniano N De Jesus, Hvassaleiti 28, Reykjavik, er fimmtugur í dag. Erla Þorgeirsdóttir, Kópnesbraut 19, Hólmavík, er fimmtug í dag. Guöjón Finndal Finnbogason iðnverkamaður, Bakkavegi 8, Hnífsdal, er fimmtugur í dag. Guð- jón fæddist á Atlastöðum í Fljóta- vík í Sléttuhreppi. Þar ólst hann upp til átta ára aldurs. Þá flutti hann með foreldrum sínum og öðr- um ættmennum til Hnífsdals, árið 1946, en þar með fór Fljótavíkin í eyði. Guðjón fór að vinna fyrir sér fljótlega eftir fermingu og starfaði mest í fiskvinnslu þar til hann flutti til Reykjavíkur 1965. Hann var bú- settur í Reykjavík í sautján ár og starfaði þá m.a. í Ofnasmiðjunni í fimm ár og var „plötusnúður" hjá fyrirtækinu Brauð hf. í átta ár en þaöan á hann góðar minningar. Hann flutti svo aftur vestur í Hnífs- dal þar sem hann býr enn. Guðjón á eina alsystur og einn hálfbróður, sammæðra. Systir hans er Finney, húsmóðir í Reykja- vík, f. 1944, gift Ólafi Theodórssyni verkfræðingi. Bróöir hans er Geir Garðarsson, verslunarmaður á Akureyri, f. 1936, kvæntur Ragn- heiði Jónsdóttur húsmóður. Foreldrar Guðjóns: Finnbogi, b. á Atlastöðum og síðar sjómaður í Hnífsdal, Jósepsson, f. 1913, og Anita Friðr-iksdóttir, f. 1915, d. 1984. Finnbogi er hálfbróðir Brynhildar Snædal, móður Þrastar Ólafssonar, hagfræðings og framkvæmdastjóra Dagsbrúnar. Föðurforeldrar Guð- Leiðrétting Þau mistök urðu í grein um Guð- jón B. Ólafsson í Fólki i fréttum að Á,sgeröur Jensdóttir, amma hans, var sögð látin en hún er á hfi, níu- tíu og sjö ára að aldri. Guðjón Finndal Finnbogason. jóns vom Jósep, b. á Atlastöðum, Hermannsson og Margrét Guðna- dóttir. Móðurforeldrar Guðjóns voru Friðrik, b. á Ysta-Bæ að Látr- um í Aðalvík, Finnbogason og Þórunn Maria Þorbergsdóttir. Þó- runn var systir Óla, afa Óla Þ. Guðbjartssonar alþingismanns. Guðjón og Kjartan Finnbogason varðstjóri, faðir Magnúsar Kjart- anssonar hljómlistarmanns, eru systkinasynir. Guðjón verður heima á afmæhs- daginn. Andlát Óskar Kjartansson gullsmiður lést 3. mars. Stefán Óli Albertsson, Kleppsvegi 48, Reykjavík, lést í Landspítalanum að morgni 3. mars. Helena Svanhvít Sigurðardóttir, Reynimel 80, Reykjavik, andaðist í Landakotspítala fimmtudaginn 3. mars. Eggert Th. Jónsson, Háaleitisbraut 155, Reykjavík, lóst 2. mars sl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.