Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Síða 4
28 MÁNUDAGUR 14. MARS 1988. Iþróttir Körfubolti um helgina Úrvalsdeild: ÞÓR-UBK 97-95 (87-87) (43-44) Stig Þórs: Eiríkur Sigurðsson 20, Guð- mundur Bjöntsson 20, Björn Sveinsson 17, Bjami Össurarson 9, Ágúst Guö- mundsson 9, Jón Héðinsson 8, Konráð Ós, - m 6, Jóhann Sigurösson 6, Ein- ar Karlsson 2. Stig UBK: Kristján Rafnsson 22', Krist- inn Albertsson 17, Guðbrandur Stefáns- son 17, Sigurður Bjarnason 13, Hannes Nesley 11, Ólafur Adolfsson 10, Óskar Baldursson 5. Áhorfendur 60. VALUR-UMFN 92-94 (49-55) Stig Vals: Leifur Gústafsson 28, Bárð- ur Eyþórsson 18, Einar Ólafsson 12, Tómas Holton 12, Torfi Magnússon 6, Jóhann Bjamason 5, Þorvaldur Geirs- son 5, Svali Björgvinsson 4, Bjöm Zoega 2. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 31, ísak Tómasson 27, Helgi Rafnsson 14, Teitur Örlygsson 11, Ellert Magnússon 4, Sturla Örlygsson 4, Friðrik Rúnarsson 3. Áhorfendur 110. HAUKAR - ÍR frestað til 17.3. UMFN .15 13 2 1329-1115 26 ÍBK 14 11 3 1094-930 22 Valur 14 8 6 1114-977 16 KR 14 8 6 1136-999 16 UMFG 14 7 7 1024-1016 14 Haukar 13 7 6 964-920 14 ÍR 13 6 7 951-977 12 Þór 15 2 13 1126-1456 4 UBK 14 1 13 807-1155 2 1. deild karla: Tindastóll - leynir .104-83 Skallagrímur fA. 51-82 HSK - Léttir Tindastóll... „13 12 1 1189-900 24 is .12 10 2 882-686 20 UÍA .12 10 2 823-709 20 ÍA .12 5 7 776-836 10 HSK . 12 5 7 758-817 10 Léttir .13 5 8 810-898 10 Reynir .12 2 10 699-850 4 Skallagr 12 0 12 763-1006 0 1. deild kvenna: UMFG-ÍR.. ÍBK UMFG ÍR - Haukar 63-59 ÍBK .. 15 12 3 895-657 24 ÍR .. 16 12 4 894-744 24 ÍS „14 10 4 665-572 20 Haukar „15 7 8 767-765 14 UMFG „16 6 10 591-756 12 UMFN „15 3 12 562-689 6 KR „15 3 12 615-806 6 Stigahæstir i úrvalsdeild: Valur Ingimundarson, UMFN.309 Guðni Guðnason, KR.........271 Birgir Mikaelsson, KR......263 Guðmundur Bragason, UMFG 253 Henning Henningss., Haukum 218 Karl Guðlaugsson, ÍR.......216 Guðjón Skúlason, ÍBK.......214 • Valur Ingimundarson hefur skorað flest stig í deildinni. • Torfi Magnússon, fyrirliði Vals, reynir körfuskot í gærkvöldi, Valur Ingimundarson, fyrirliði og þjálfari UMFN, er til varnar. DV-mynd Brynjar Gauti Úrvalsdeildin: Sá gamli afgreiddi Breiða- blik -Blikarnánastfallnir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Gamli jaxlinn" Eiríkur Sigurðs- son var maðurinn að baki sigri Þórs yfir Breiðabliki er botnliðin mættust í úrvalsdeildinni á Akureyri um helgina. Framlengja þurfti leikinn til að fá fram úrslit og þá fór Eiríkur á kostum og Þórsarar geta þakkað honum að þeir unnu sigur, 97-95. Blikarnir komust yfir í framleng- ingunni, 89-87, en Eiríkur jafnaði og síðan komst Þór yfir, 93-90, er 2 mín. voru eftir. Blikarnir jöfnuðu, 93-93, en þá kom þriggja stiga karfa frá Eiríki lengst utan af velli og eftir að Blikarnir höfðu minnkað muninn í eitt stig var það Eiríkur sem átti síð- asta orðið og skoraði úr vítaskoti. Blikarnir eru því nær örugglega fallnir í 1. deild og Þórsarar eru ekki sloppnir við fallið. Það kemur að öll- um líkindum í þeirra hlut að leika við næstefsta lið 1. deildar um sæti í úrvalsdeildinni og þá leiki er Þór ekki búinn að vinna. Leikur Þórs og Breiðabliks var ekki vel leikinn en ákaflega spennandi. Aldrei munaði miklu á liðunum en staöan i hálfleik var 44-43 fyrir Blik- ana. Blikarnir virtust svo vera með sigurinn í hendi sér undir lokin, þeir leiddu, 87-84, þegar 14 sek. voru eftir af leiknum. Bjarni Össurarson minnkaði muninn í eitt stig þegar 40 sek. voru eftir og 14 sek. fyrir leiks- lok skoraði Eiríkur úr vítaskoti og tryggði Þór framlengingu. Eiríkur var maður dagsins hjá Þór. Guðmundur Björnsson, Björn Sveinsson og Jón Héðinsson áttu all- ir góða kafla og reyndar einnig Bjarni Össurarson. Liðið lenti í mikl- um villuvandræðum og voru 5 menn komnir út af með 5 villur í framleng- ingunni. Breiðabliksliðið var jafnt en ærið gloppótt í leik sínum. Kristján Rafns- son var ágætur og einnig Guðbrand- ur Stefánsson. Spennuleikur á Hlíðarenda í gærkvöldi: Vitaskot Valsara geigaði - og Njarðvíkingar sluppu með nauman sigur, 94-92 Valsmenn voru aðeins hársbreidd frá því að vinna sigur á UMFN, efsta liði' úrvalsdeildarinnar þegar liðin mættust áð Hlíðarenda í gærkvöldi. Valsarar byijuöu mjög vel og kom- ust 9 stig yfir um miðjan fyrri hálf- leik, 25-16. Á þessum kafla var mikill kraftur í Valsmönnum og pressuðu þeir stíft. Þetta kostaði þó sitt og komust margir þeirra í villuvand- ræði strax í byrjun leiksins. Þegar staðan var 31-22 tóku Njarðvíkingar síðan góðan sprett og á sama tíma versnaði hittni Valsara og innan skamms var staðan oröin 33-33. Ge- stimir bættu um betur og höfðu yfir í hálfleik, 49-55. Valur Ingimundar- son var sterkur á þessum kafla og skoraði grimmt og jafnframt létu Valsmenn mótlætið fara um of í skapiö á sér. Valsmenn sýndu klæmar í byrjun síðari hálfleiks og náöu að jafna. Munaði þar mest um stórleik Bárðar Eyþórssonar sem skoraði fjórar 3ja stiga körfur í röð. Það sem eftir var skiptust liðin á að skora, Njarðvík- ingar þó oftást á undan, þar til Valsmenn komust yfir, 87-63, þegar 4 mín. voru eftir. Gífurleg spenna var á síðustu mín- útum leiksins. Þegar ein mínúta var eftir var staðan 89-90. Leifur Gústafs- son kom Völsurum yfir með 2 stigum úr vítum. ísak Tómasson skoraöi þegar 30 sek. lifðu af leik og Svah Björgvinsson jafnaði með því að hitta úr 1 vítaskoti þegar 12 sek. vom eft- ir. Njarðvíkingar náðu boltanum og var brotið á ísak. Hann brást ekki í vítaskotunum og hitti úr báðum og staðan 92-94. Valsmenn, sem voru búnir að missa 5 menn út af með 5 villur, bmnuðu upp, Jóhann Bjarna- son reyndi skot en hitti ekki, Arnar Guðmundsson náði frákastinu en brotið var á honum á síðustu sek- úndu leiksins. Hann hafði því möguleika á að jafna leikinn en hitti ekki og Njarövíkingar fögnuðu sigri. Valsliðið lék ágætlega í þessum leik þó það dygði ekki að þessu sinni. Leifur Gústafsson og Bárður áttu báðir stórgóðan leik. Leifur tók fjölda frákasta og lék mjög vel í sókninni. Bárður átti þama einn sinn besta leik. Hann lék vel bæði í sókn og vörn, átti margar góðar sendingar og skoraði auk þess fjórar 3ja stiga körfur. Aðrir voru jafnir en villu- vandræði settu sitt mark á liöið þegar líða tók á leikinn. Valsmenn eiga ekki að þurfa að örvænta og með fleiri leikjum sem þessum ættu þeir ekki aö verða í vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. ' Njarðvíkingar náðu enn að hala inn sigur og virðist fátt geta komið í veg fyrir að þeir vinni deildina í ár. ísak Tómasson var bestur Njarðvík- inga að þessu sinni. Einnig var Teitur Órlygsson sterkur, að ógleymdum Val Ingimundarsyni sem er oft ótrúlega drjúgur þótt lítið virðist bera á honum í leikjum. -gsm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.