Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Qupperneq 18
18
MÁNUDAGUR 28. MARS 1988.
Merming
Spegilmyndir
„AJdarspegill“ í Listasafni íslands
I sumum borgum Bandaríkjanna
líta menn á safnabyggingar sem
bæjarprýði og mælikvarða á sið-
menntim. Bandaríkjamenn eiga
það til að reisa sér gíæsileg lista-
söfn, þótt ekki sé listaverkaeign
þeirra alltaf upp á marga fiska.
Evrópumenn líta öðrum augum á
silfrið, vilja helst ekki reisa safn-
byggingar fyrr en þeir eru sann-
færðir um ágæti þeirra li.staverka
sem þeir hafa undir höndum - og
sjálf listaverkin hggja undir
skemmdum.
Ekki veit ég hvort íslendingar
hafa yfirhöfuð velt fyrir sér til
hvers listasöfn séu. Þó segir mér
svo hugur að þeir leggi meira upp
úr byggingunni en hstinni innan-
stokks, ef marka má umræður um
Lástasafn íslands.
Sjálfum þykir mér safnið nokkuð
sæmileg málamiðlun milh þeirra
tveggja viðhorfa sem ég gat um hér
í upphafi.
Þaö er aðlaðandi að utanverðu
og innan veggja þess er aö finna
flest þau verk sem máli skipta fyrir
íslenska nútímalistasögu. Safnið
geymir mörg lykilverk eftir frum-
herjana, auk þess sem það er vel í
sveit sett hvað varðar tímabihð
1930-1960, þökk sé frjálslyndi
þeirra manna sem sáu um lista-
verkakaup safnsins frá stríðslok-
um og fram yfir 1960.
Eftir 1960 var safnið sjálft gert
ábyrgt fyrir hstaverkakaupum sín-
um, sem hefði átt að tryggja fagleg
vinnubrögð, en þá er eins og hlut-
imir fari fyrst úrskeiðis.
Eftir eigin smekk
í stað þess að kaupa myndverk
sem endurspegluðu það sem var
að gerast í íslensku hstalífi á hverj-
um tíma, eins og safninu er uppá-
lagt samkvæmt stofnskrá L.Í., fór
innkaupanefnd safnsins, safnráðiö,
aö kaupa eftir eigin smekk.
Og þar sem meirihluti ráðsins
samanstóð yfirleitt af listamönn-
um, sem hertir höfðu verið í eldi
afstrakthstarinnar og voru sann-
færðir um yfirburði hennar, varð
önnur list yfirleitt útundan þegar
keyptar voru myndir.
Þó þáði safnið auðvitað ahs kyns
myndhst að gjöf, eins og sjá má
þegar flett er hstaverkaskránni
sem gefin var út árið 1984.
Þegar fjallað er um einstreng-
ingslega innkaupastefnu safnsins
síðasthðinn aldarfjórðung verður
mönnum auðvitað tíörætt um
SÚM-hópinn sem var að mestu
sniðgenginn af L.í. meðan hann var
og hét.
Sú vanræksla hefur bæði komið
niður á L.í. og íslensku hstalífi.
Hún leiddi til stofnunar Nýhsta-
safnsins, sem hafði áð markmiði
að hafa upp á og varðveita verk frá
blómaskeiði SUM-tímabilsins, og
hefur því orðið vel ágengt.
Stofnun safnsins var nokkurs
konar staðfesting á þeim trúnaðar-
bresti sem orðið hafði milh yngri
kynslóðar myndlistarmanna og
stjórnenda L.í.
Tímánvptaverk í íslenskri nýhst,
svo og verk eftir þekkta erlenda
myndhstarmenn (Beuys, Roth,
Hamilton, Bakker o.fl.) höfnuðu í
Nýlistasafninu og gengu L.í. þann-
ig endanlega úr greipum. Nú þarf
safnið að greiða háar upphæðir fyr-
ir verk fyrrverandi SÚM-ara eins
og Sigurðar Guðmundssonar,
Hreins Friðfinnssonar og fleiri, til
að fyha upp í 20 ára eyðu.
Utangarðsmenn af eldri
kynslóð
En stundum gleymist að það var
ekki einvörðungu unga kynslóðin
sem leið fyrir skammsýni inn-
kaupanefndar, heldur einnig eldri
kynslóð myndhstarmanna, sú sem
ekki sætti sig við forsendur af-
strakthstarinnar og kaus að taka
upp þráðinn þar sem frumheijam-
ir hurfu frá túlkun á íslenskum
veruleika til sjós og lands.
Margir ágætir hstamenn í þeim
hópi hlutu aldrei náð fyrir augum
hinna framsæknu safnráðsmanna
í L.í.
Listasafn Islands, salur helgaður verkum frá árunum milli stríða.
Nokkrir listamenn sem reyndu
að sætta íslenska landslagshefð og
afstraktlist voru einnig meðal
hinna útskúfuöu.
Annars hafa gagnrýnendur L.í.
einblínt um of á hstaverkakaup
þess, því í raun hefur sýningar-
stefna safnsins - eða vöntun á slíkri
stefnu - ávallt verið ámæhsverðari.
Með örfáum undantekningum
hafa stjómendur L.í. einskorðað
MyndJist
Aðalsteinn Ingólfsson
sig við eina tegund sýninga, yfir-
htssýninguna.
Og sammerkt með langflestum
yfirhtssýningum, sem safnið hefur
staðið fyrir, er að þær hafa verið
flausturslega undirbúnar og upp-
hengdar svo óskipulega að þær
hafa sjaldnast gert það sem slíkar
sýningar eiga að gera, þaö er, að
sýna fram á þróun og víxlverkan í
þvi sem hstamaður hefur gert um
ævina, og tengsl þess viö þann
veruleika sem hann hrærist í.
Þar fyrir utan hafa sýningar-
skrár safnsins tæplega staðið undir
nafni, mestmegnis vegna þess fjár-
sveltis sem það hefur búið við aha
sína tíð.
Hvernig veljast listamenn?
Ég minnist til dæmis tveggja yfir-
htssýninga, á verkum Snorra
Arinbjamar (1978) og Harðar
Ágústssonar (1983), sem vom bein-
hnis stórskemmdar sökum ónógs
undirbúnings og rughngslegrar
Listasafn Islands, salur frumherjanna.
DV-myndir GVA
upphengingar á verkum.
Auk þess verður ekki komið auga
á neina lógik í því hvemig hsta-
menn hafa vahst til yfirhtssýninga.
Safnið hefur til dæmis aldrei
haldið yfirhtssýningar á verkum
frumheija á borð við Mugg og
Kristínu Jónsdóttur; látnir hsta-
menn eins og Gerðrn- Helgadóttir
og Sverrir Haraldsson hafa ekki
verið heiðraðir með meiri háttar
sýningum og horft hefur verið
framhjá nokkram merkum sam-
tímahstamönnum af eldri kynslóð,
til dæmis Louisu Matthíasdóttur.
Safnráðendur hafa nú gert sig lík-
lega til aö taka upp nýja og betri
siði í sýningarmálum.
Því er sýningin „Aldarspegill",
sem haldin er til að vígja hina nýju
sah, vonandi sú síðasta sinnar teg-
undar.
Hún ber ýmis merki úreltrar sýn-
ingarstefnu, sem lýsir sér í óljósri
stefnumörkun, handahófskenndu
vah mynda og óhönduglegri upp-
hengingu þeirra.
Fyrir það fyrsta held ég að það
hafi verið mistök af aðstandendum
að einskorða sig við stærri myndir
til að sýna kosti hinna nýju sala,
þar sem hinir nýju sahr eru nefni-
lega ekki ýkja stórir þegar aht
kemur til alls.
Þessi ráðstöfun neyöir aðstand-
endur aukinheldur til að úthoka
aha grafik sem gerð hefur verið á
landinu, vatnshtamyndir, teikn-
ingar og önnur smærri myndverk.
Þá fer að veröa áhtamál hvort hægt
er að tala um sýninguna sem
„AldaspegiT.
Þá verður þetta til þess að þekktri
klippimynd Muggs, „Sjöumh dagur
í Paradís1' og tímamótamyndum
Finns Jónssonar, sem gerðar era
með bleki, er holað niður í fyrir-
lestrarsal, þangað sem fáir sýning-
argestir rata.
Þar að auki virðist geðþótti upp-
festingarmanna hafa ráðið aht of
miklu um það, hveijir eru „úti“ og
„inni“ á sýningunni.
Hringur, Louisa, Leifur
Það má sosum réttlæta það að
halda Guðmundi Einarssyni frá
Miödal, Kristni Péturssyni, Sveini
Þórarinssyni, Barböra Amason og
fleiri hstamönnum frá íjórða ára-
tugnum „úti“, þar sem þeir vora
flestir sporgöngumenn, ekki frum-
heijar.
En hvemig er hægt að hta alveg
framhjá Hring Jóhannessyni og
Louisu Matthíasdóttur á sýningu
sem þessari, svo ekki sé minnst á
Leif Breiðflörð, sem styrkti L.í. fyr-
ir nokkrum áram með því að gefa
því á þriðja tug glermynda eftir sig?
Er nokkuð aö marka aldarspegil
sem fehir undan þorps- og lands-
lagsmálarana eins og þeir leggja
sig: Jóhannes Geir, Hrólf Sigurðs-
son, Einar Baldvinsson og fleiri?
Mátti hvergi hola niður afstrakt-
myndum eftir Einar Þorláksson,
þótt þær séu ekki Septemberlegar?
Vantar svo ekki eitthvað upp á
September, þegar vantar þá Kjart-
an Guðjónsson og Benedikt
Gunnarsson?
Auðvitað verður hver sýningar-
haldari að fá að móta þá sýningu
sem hann setur upp, en það verður
þá aö vera eitthvert „system i
galskabet“.
Frumherjarnir fara svo best út
úr upphengingunni, enda era þeir
í besta salnum.
Fullkomið handahóf
Þegar nær dregur vorum tímum,
er eins og uppfestingarmenn missi
áhugann á þeirri hst sem þeir eru
að hnoðast _með.
Enda er hörmung að sjá hvernig
fariö hefur verið með mörg verk
yngstu hstamanna sem eru til sýn-
is á Glaumbæjarloftinu.
í stað þess að setja sig inn í það
sem þessi verk eru aö segja og
koma af staö boðskiptum þeirra í
mihum, og milli þeirra og áhorf-
enda - eins og þó er reynt að gera
í sal frumheijanna - er eins og þau
séu hengd upp af fullkomnu handa-
hófi og skilningsleysi.
Verk Kristjáns og Sigurðar Guð-
mundssona, Jóns Gunnars Áma-
sonar, Rögnu Róbertsdóttur,
Magnúsar Tómassonar og Bryn-
hildar Þorgeirsdóttur fara sérstak-
lega iha út úr þessu (ó)skipulagi.
Mörg málverkanna era einnig
afar aðþrengd.
Nú legg ég th aö Listasafn íslands
þakki Þjóðminjasafni íslands fyrir
afnot af húsnæði þess öll þessi ár
með því að ánafna safninu upp-
festimenninp sem ábyrgir eru fyrir
þessari sýningu og öðrum shkum
sem haldnar hafa verið í L.í. und-
anfarinn áratug. -ai
Krabbameinsfélag
Reykjavíkur hefur barist
ötulli baráttu gegn
reykingum barna og
unglinga í grunnskólum
landsins i tólf ár. í ár er
starfsemi félagsins með
hefðbundnu sniði, en
sérstök áhersla er lögð
á að ná til 9. bekkjanna.
DV ræddi við formann
Krabbameinsfélagsins
um starfsemina í grunn-
skólunum og heimsótti
einn reyklausan 9. bekk
á höfuöborgarsvæöinu.
Lesið nánar um
reykingavarnir i grunn-
skólum í Lífsstil á
morgun.
Flugmódeláhugi fer
mjög vaxandi hér á
landi og eru sjálfsagt
um þrjú hundruð virkir
módelsmiðir og flug-
menn á landinu. Að
eigin sögn fá menn al-
gera dellu þegar þeir á
annað borð byrja að
fljúga og smíða, eyða
hundruðum tima með
sagir og þjalir á veturna
og öðrum eins tíma við
flugið á sumrin. En þeim
tíma er sannarlega vel
varið, segja módel-
dellukarlar.
Sjá nánar um flugmód-
eldelluna í Lifsstil á
morgun