Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Side 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 MÁNUDAGUR 28. MARS 1988. Kona varð fyrir neðanjarðariest Valgerður Jóharmsdóttir, DV, Londan; Þrjátíu og fjögurra ára gömul ís- lensk kona, Margrét Björgólfsdóttir, slasaöist lífshættulega er hún varö fyrir neöanjarðarlest í London síö- astliöið miövikudagskvöld. Margrét stóö ásamt vinkonu sinni við annan enda brautarpallsins á Greenpark-brautarstöðinni þegar slysiö varö. Ekki er vitað nákvæm- lega hvað olli slysinu en konurnar stóöu mjög tæpt á brautarpallinum og Margrét mun annað hvort hafa hnotið eða beygt sig fram. Skall framendi lestarinnar á höföi hennar. Við höggiö þeyttist Margrét aftur á bak og skall með hnakkann í gólíið. Margrét var flutt á Charing Cross- sjúkrahúsið í London þar sem hún -Jiggur nú. Hún hefur verið meðvit- undarlaus síðan á miðvikudags- kvöldið en var flutt af gjörgæsludeild í gær. Hún er hættulega slösuð,- Foreldrar Margrétar, Björgólfur Guðmundsson og Þóra Hallgríms- son, eru komin til London og dvelja hjá Ólafi Egilssyni sendiherra. Ráðist á lög- regluþjóna Ráðist var á tvo lögregluþjóna er þeir voru á varðgöngu í Austur- stræti í fyrrinótt. Lögreglumennirnir hugðust ræða við þrjá utanbæjar- menn sem gengu um og lömdu á fólki. Það skipti engum togum, ungl- ingarnir réðust á lögregluþjónana og mátti htlu muna að þeir hefðu þá undir en lögregluþjónunum gafst ekki færi á að kalla til aöstoð. Svo fóru leikar að lögreglan yfirbugaði árásarmennina. Árásarmennirnir fóru í yfirheyrsl- ur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær en hefur nú verið sleppt laus- um. -PLP BílveKa á Reykja- nesbraut Bílvelta varð á Reykjanesbraut, skammt sunnan við Álverið, klukk- an rúmlega sjö í morgun. Bíllinn, sem er af gerðinni Benz, valt í hálku en engin slys uröu á mönnum. Tvennt var í bílnum. -JBj Bílstjórarnir aðstoða .25050 ssnDiBíLnsTöÐin LOKI Þurfa þessir menn ekki brjóstahaldara? „Ég met það svo að þetta sé já- kvætt skref hjá Steingrími og ht svo á að með þessum fundi sé utanrík- isráðherra búinn að taka upp formlegar víðræður við PLO,“ sagði Hjörleifur Guttormsson, þingraaður Alþýðubandalagsins, í samtali við DV í morgun. Hjörleif- ur hefur óskað eftir því að viðræð- ur Steingríms Hermannssonar utanríkisráðherra við fulltrúa PLO-samtakanna verði til umræðu á fundi utanríkismálanefndar sem hófst klukkan 10 í morgun. „Steingrímur hefur þegar átt formlegan fund með fulltrúa sara- takanna í Sviþjóð og jafnframt lagt drög að öðrum fundi meö æðstu forystu PLO-samtakanna. Ég tel þetta ofureðlilega afstöðu af hálfu íslenskra stjórnvalda í ljósi at- burða í þessum málum undanfar- ið,“ sagði Hjörleiíur. „Steingrlmur er talsraaður ríkis- stjórnarinnar í utanríkismálum og ég sé ekki að afstaða forsætisráð- herra muni breyta þeirri afstöðu sem Steingrimur hefur markað i þessu máli,“ sagði Hjörleifur Gutt- ormsson. -o) PLO fundurinn: Hægt að kalla þetta formleg- ar viðræður - segir Steingrímur Jón Páll Sigmarsson varð í gærkveldi Islandsmeistari í vaxtarrækt eftir harða keppni við Sig- urð Gestsson sem unnið hefur titilinn síðastliðin 2 ár. Svo hörð var keppnin milli kappanna að dómarar létu kalla þá þrisvar sinnum fram til samanburðar. Keppnin fór fram á Hótel ís- landi. Á myndinni sést þegar Margrét Ástrún Einarsdóttir afhenti Jóni Páli sigurlaunin en á milli þeirra er Sigurður Gestsson. DV-mynd jak Þijú Norðurianda meðal flytjenda fjögurra fyrstu laganna Þrjú Norðurlandanna eru meðal flytjenda fjögurra fyrstu laganna sem flutt verða í Eurovisionkeppn- inni í Dublin þann 30. aprfl næstkom- andi. En eins og fram hefur komiö verða Sverrir Stormsker og Stefán Hflmarsson fyrstir á svið í söngva- keppninni. Næst á eftir íslendingum er Kýpur en þar á eftir koma Svíar og síðan Finnar. Eftir að dregið var úr öllum 22 þátt- tökulöndunum raðaðist listinn upp svona: ísland, Kýpur, Sviþjóð, Finn- land, England, Tyrkland, Spánn, Holland, Israel, Sviss, Irland, V- Þýskaland, Austurríki, Danmörk, Grikkland, Noregur, Belgía, Lúxem- borg, ítaha, Frakkland, Portúgal og loks Júgóslavía. -JBj Veðrið á morgun: Norðanátt og bjart syðra Á morgun verður fremur hæg norðlæg átt á landinu. Dálítfl él verða með norður- og austur- ströndinni en bjart veður sunn- an- og vestanlands. Hiti verður um og yfir frostmarki sunnan- lands en 1 til 3 stiga frost norðan- lands. „Það er hægt að kalla þessar við- ræður formlegar. Þessi maður er útsendari PLO í Stokkhólmi. Svíar telja ekkert óeðlilegt að tala við þenn- an mann og því ákvað ég að tala við hann. Menn geta kallað þetta form- legar viðræður," sagði Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra í samtali við DV í morgun. Steingrím- ur var spurður áhts á þeirri skoðun Alþýöubandalagsins að teknar hefðu verið upp formlegar viðræður við PLO samtökin með fundi Steingríms með fulltrúa samtakanna í Stokk- hólmi nýlega. „Ég er reiðubúinn til að hitta þessa menn. Það hafa allir utanríkisráð- herrar Norðurlandsnna gert,“ sagði Steingrímur. „Ég get ekki séð að full- trúar PLO séu svo baneitraðir að ekki megi tala við þá. Og nú er Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að tala við þá undir rós. Þó að Bandaríkjamenn hafi lýst því yfir að þeir tah ekki við PLO, látum við það ekki binda okkar hendur. Við greiddum atkvæði gegn því í síð- ustu viku að skrifstofu PLO hjá Sameinuðu þjóðunum yrði lokað og ég get ekki séð að það sé rangt að fræðast af þessum mönnum. Sumum finnst það spurning hvort við eigum að skipta okkur af heimsmálunum, en það er andstætt minni tilfinningu. Við leysum að vísu engin mál, en getum verið í svipaðri stöðu og hin Norðurlöndin og látið skynsemis- rödd heyrast. En það hefur ekkert verið ákveðið með fund meö Arafat, það hefur enginn staöur eða stund verið ákveðin og á meðan svo er ht ég svo á að fundur hafi ekki verið ákveðinn," sagði Steingrímur Her- mannsson. -oj Gjaldþrot Nesco: Riftunar krafist Stærstu kröfuhafar í þrotabú Nesco Manufacturing hafa krafist þess að þrotabúið fái riftun á kaup- samningum við Nesco Kringlunni, Nesco Laugavegi og Nesco Xenon. Það er bústjórinn, Gestur Jónsson, sem setur þessa riftunarkröfu fram. Kröfufrestur í búið rennur út á morgun. -SMJ 4 í 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 é

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.