Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988. Viðskipti Vaxandi við- skiptl á hluta- bréfamarkaði Þorsteinn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Hlutabréfamark- aðarins hf., segir aö viðskipti meö hlutabréf á íslandi séu greinilega að aukast. „Afgreiðslufjöldinn tvöfaldaö- ist hjá Hlutabréfamarkaönum hf. á árinu 1987 frá árinu 1986. Þetta geröist þrátt fyrir að seinna áriö hefðu fyrirtækin veriö oröin tvö sem önnuðust hlutabréfaviö- skipti, við og Fjárfestingafélag- ið,“ segir Þorsteinn. Að sögn Þorsteins er hlutur hlutabréfanna samt mjög lítill ennþá og vart sýnilegur þegar lit- ið er á verðbréfamarkaöinn í heild sinni. , Jiigi aö örva sparifjáreigendur til hlutabréfakaupa raega hluta- bréf ekki vera verri kostur en veröbréf í skattalegu tilliti eips og nú er. Stjómvöld hafa oft lofað bótum á því en of lítið hefur ve- rið gert. Ég tel því að tími oröanna hjá stjómvöldum sé lið- inn og tími framkvæmdanna mnninn upp,“ segir Þorsteinn Haraldsson. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 19 20 Ib.Ab Sparireikningar 3jamán. uppsógn 19 23 Ab.Sb 6mán. uppsogn 20 25 Ab 12 mán. uppsógn 21 28 Ab 18mán. uppsogn 32 Ib Tékkareikningar, alm. 8 12 Sb Sérlékkareikningar 9 23 Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsogn 3.5 4 Ab.Úb, Innlán meðsérkjörum 19 28 Lb.Vb, Bb.Sp Lb.Sb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 5.75 7 Vb.Sb Sterlingspun^ 7.75 8,25 Úb Veslur-þýsk mork 2 3 Ab Danskar krónur 7.75-9 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 29.5-32 Sp Viðskiplavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 31 35 Sp Viðskiptaskuldabréf(1) kaupqenQÍ Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 32.5 36 Sp Utlán verðtryggö Skuldabréf 9.5-9.75 Allir ' nema Ub Útlán tilframleiðslu Isl. krónur 30.5-34 Bb SDR 7.75 8,25 Lb.Bb. Bandarikjadalir 8.75 9.5 Sb Lb.Bb, Slerlmgspund 11-11.5 Sb.Sp Ub.Bb. Vestur-þýsk mork 5 5,75 Sb.Sp Úb Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 9 Dráttarvextir 45.6 3.8 á MEÐALVEXTIR mán. överðlr. feb. 88 35.6 Verðtr. feb 88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala mars 1968 stig Byggingavisitala mars 343 stig Byggingavisitala mars 107.3stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. jah. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávoxtunarbréf 1,4969 Einingabréf 1 2.670 Einingabréf 2 1.555 Einingabréf3 1,688 Fjölþjóðabréf 1.268 Gengisbréf 1.0295 Kjarabréf 2.753 Lifeyrisbréf 1.342 Markbréf 1,432 Sjóðsbréf 1 1,253 Sjóðsbréf 2 1.365 Tekjubréf • 1.360 Rekstrarbréf 1.06086 HLUTABRÉF Söluverö að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 128 kr Eimskip 420 kr Flugleiðir 284 kr Hampiðjan 144 kr. Iðnaðarbankinn 1 77 kr Skagstrendingurhf. 189 kr Verslunarbankinn 140 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavlxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýslngar um penlngamarkað- inn birtaat i DV á fimmtudögum. DV Stjómmálamenn úti á landi: Hræddir við reyk- víska athafnamenn segir Ottar Yngvason hjá Islensku útflutningsmiðstöðinni Óttar Yngvason segir að rækjuvinnslan í landinu standi nú afar illa og að þetta ár ráði úrslitum um framtíð margra þeirra. DV-mynd GVA Ottar Yngvason, einn umsvifamesti einstaklingurinn hérlendis í útflutn- ingi á rækju og hluthaíi í fimm rækjuvinnslum úti á landsbyggö- inni, segir að stjórnmálamenn landsbyggöarinnar séu ekki eins hræddir viö neitt og aö aðilar í Reykjavík kaupi hluta í fyrirtækjum í kjördæmum þeirra. „Þaö er eins og þeir óttist að missa ítök í fyrirtækj- unum,“ segir Óttar. „Þetta fer ekki eftir flokkum, þaö er nú svo einkennilegt. Þeir sem kenna sig við fijálst atvinnulíf eru jafnvel verstir,“ segir Óttar. „Það sem kemur hvað mest á óvart í þessum efnum er sú staðreynd aö í langflestum tilvikum eru menn í Reykjavík að koma inn i fyrirtækin úti á landi til björgunar og til aö styrkja þau.“ Einstök dæmi og nöfn segist Óttar ekki vilja nefna aö sinni en vissulega sé af nógu að tafca. Miklar sögur um að Óttar sé að kaupa rækjuverksmiðjur Nokkrar sögur hafa gengiö í viö- skiptalífinu aö undanförnu um að Óttar sé að kaupa hverja rækju- vinnsluna af annarri úti á lands- byggðinni. „Þetta er rangt. Ég hef sjálfur heyrt eina sögu. Þar átti ég aö hafa keypt eina verksmiðju og skrifaö 60 milljóna króna ávísun á staönum," segir Óttar. „Ég held að þessar sögur séu komn- ar á kreik vegna þess að ég á lítinn hluta í rækjuverksmiðjunni Olsen á ísafiröi. Og þar tók ég aö mér aö safna viðbótarhluthöfum til aö styrkja reksturinn og þaö verkefni stendur enn yflr.“ Óttar er aðaleigandi íslensku út- flutningsmiðstöövarinnar hf. sem flytur fyrst og fremst út rækju. Fjög- ur fyrirtæki eru meö nánast allan rækjuútflutninginn. Þau eru Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, SIS, Marbakki hf. og íslenska útflutnings- miðstööin hf. Nokkrir minni aðilar hafa svo um tíu prósent af útflutn- ingnum. „Því miður er útlitið slænjt í rækju- vinnslunni. Ég held aö flest fyrirtæk- in eigi í vandræðum og hjá sumum er ástandið oröið mjög slæmt og þau eru nánast komin undir stjórn banka. Þetta ár sker því úr um fram- tíö margra rækjuverksmiðja." Aö sögn Óttars varð mikið tap, lík- legast um 500 milljónir króna, á allri rækjuvinnslu í landinu á síðasta ári þegar verð á rækjumörkuðum er- lendis hrundi. Síðan hefur verðið aöeins hækkað. „Þess má þó geta að rækjuvinnslan á um 500 milljónir króna inni í Verðjöfnunarsjóði en hefur gengið bagalega að fá þær greiddar, nú þegar illa árar, hvemig sem á því stendur." „Það hefur verið minni rækju- vinnsla í vetur en menn bjuggust við. Aðalástæðan er sú að erfitt hefur verið að veiða úthafsrækjuna vegna veðurs. Þá er innfjarðaveiði minni en ella þar sem þekktir rækjustofn- ar, eins og í Húnaflóa og ísafjarðar- djúpi, eru í lægð og þarfnast hvíldar," segir Óttar. Kvóti á rækjuverksmiðjurnar Hann segir loks að hugmyndir séu um að koma upp kvóta á verksmiðj- umar. „Mér virðist sem þær verk- smiðjur, sem hafa farið glannalega í aö yfirborga kaup á rækjunni og standa nú illa, líti vonaraugum á hámarkskvóta sem myndi miðast við framleiðslu síðustu ára og vilji þann- ig auka verðgildi verksmiðja sinna gagnvart lánardrottnunum. -JGH Útvegsbankanum gekk vel á sinu fyrsta starfsári og hafði á annað hundraö milljóna króna í hagnað. Hér er borð Jóns Sigurðssonar ráðherra bankamála á fundinum. Lengst til vinstri er Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri sem tók sæti i stjóm bankans á fundinum. DV-mynd Brynjar Gauti Ráðherra bankamála á aðalfiindi Útvegsbankans Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra og ráðherra bankamála, var oft í sviðsljósinu á síðasta ári vegna sölu hlutabréfa ríkisins í Útvegsbanka íslands hf. En endirinn varð sá að hætta við sölu hlutabréfanna í bili en taka til við sölu þeirra ciftur nú með vorinu. Á meðfylgjandi mynd sjáum við hvar hann situr aðalfund Útvegs- bankans. Við hhð hans situr Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri og við hlið hans, lengst til vinstri á mynd- inni, situr Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri. HaUgrímur tók sæti í stjórn bank- ans á fundinum í stað Baldurs Guðlaugssonar. -JGH Gulu miðamir skila hundmðum milljóna króna til bankanna Bankarnir fá dijúga dráttarvexti af því þegar einstaklingar og fyrir- tæki fara yfir á ávísanaheftinu og fá gulu miðana svonefndu senda. Gera má ráð fyrir að þessar tekjur séu núna komnar yfir 700 mflljónir á ári. Þessar tekjur fara stigvaxandi. Árið 1985 voru þær um 443 miUjónir króna samkvæmt upplýsingum Þórðar Ólafssonar, forstöðumanns bankaeftirUtsins. Tölur fyrir 1986 og 1987 liggja ekki fyrir en gera má ráð fyrir að á núver- andi verðlagi séu greiddir yfir 700 mUljóna króna dráttarvextir á ári af innstæðulausum ávísunum. Þessar tölur eru aðeins vegna dráttarvaxtanna. Bankarnir og sparisjóðirnir innheimta líka fast gjald sem er hlutfallslega miklu hærra en dráttarvextirnir ef um lág- ar upphæðir á innstæðulausum ávísunum er að ræða. Ekki liggur ljóst fyrir hve sú upp- hæð er há. En gulu miðarnir kosta einstaklinga og fyrirtæki greinilega sitt á hverju ári. -JGH Enn streyma bflamir inn Bifreiöaeftirlit ríkisins skráöi í mars síöastliðnum 2091 nýjan bíl sem er um 60 nýjum bilum fleira en í mars á síöasta ári. Þaö virð- ist því lítið lát vera á bílakaupum landsmanna. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.