Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988. Spumingin Hve há telur þú að lág- markslaun í landinu eigi að vera? / Inga Helgadóttir: Lágmarkslaun eiga ekki að vera lægri en 50 þúsund krónur. Skúli Magnússon: Þau eiga ekki að ver lægri en 40 þúsund krónur. Hjörleifur Valsson: Ekki lægri en 60 þúsund krónur, án þess að til nýrrar verðbólguskriðu komi. Soffía Kristinsdóttir: Svoná 45 þús- UHd krónur og. skattleysismörkin hækkuð. Kolbrún Theodórsdóttir: Um það bil 37 þúsund krónur. Hermann Valsson: Aldrei lægri en 45 þúsund krónur. Lesendur_________8 _________________________________________dv Skóffustunga í hópi vina og vandamanna: Hvar voru Tjamargötubúar? Einar Óskarsson hringdi: Nú er slagoröið „Tjörnin lifi“ fyrir bí og annað komið í staðinn; „Tjöm- in lengi lifi“. Borgarstjóri er búinn að taka skóflustunguna að hinu nýja ráðhúsi, sem líkist mest spilavíti eða lítilli járnbrautarstöð eins og þessar byggingar gerast erlendis. Get ég þar trútt um talað, svo tíður gestur sem ég er hjá báðum þessum þjónustufyr- irtækjum þegar ég er erlendis, en þangað á ég oft erindi vegna við- skipta minna. En ekki meira um það. Undir ómi af sorgarmarsi, sem unnandi angurværrar tónhstar taldi við hæfi að leika við þetta tækifæri, og reyk frá lítilli knallettu, sem látin hafði verið fuðra upp, stakk/borgar- stjóri skóflunni og kom úpp með væna fylli af mold. Að launum fékk hann vænan koss frá sínum betri helmingi og klapp frá ættingjum, vinum og vandamönnum, sem höfðu haft pata af því aö þama ætti að skófla upp fyrir ráðhúsi. Ung kona, sem dvahð hefur erlend- is í mörg ár og glataö „ísl-enskunni“ en tekið upp venjulega ensku í stað- inn, var komin þarna til að mótmæla staðarvahnu, eins og hún sagði sjálf. Hún hélt á litlum bréfmiða í hendi með handskrifuöum mótmælum, til sannindamerkis. Enginn kom úr Tjamargötuhúsunum henni til trausts og halds! „Hann sáði, hann sáði“. Borgarstjóri umkringdur velunnurum fyrsta Ráð- hússins. - Og „blómapottar" i gluggum Tjarnargötuhúsa. í fréttamyndum beggja sjónvarps- stöðva mátti hins vegar sjá mörg „pottablóm" í gluggum Tjarngötu- húsanna, og þegar myndirnar náðu fókus, mátti greinhega sjá lifandi andhtsmyndir á blómapottunum. Þetta minnti óneitanlega á glugga í húsum landsbyggðarþorpanna, þar sem víða má sjá fingur lyfta glugga- tjöldum örhtið th hhðar og andht gægjast mhh blómapotta th að fylgj- ast með þeim er um götur gengur. En sem sé; við söknuðum Flosa og annarra hátt skrifaðra í Tjamargötu. Héldum að þeir kæmu þarna gal- vaskir th þöguhar mótmælastöðu. En, „malheureusement“, það kom enginn, nema Guðrún Péturs og Anne-Marie, sem var öðmm þræði að heimsækja legstað htlu andarinn- ar sem hún gróf á þessum stað endur fyrir löngu... Þarna fór því allt fram með friði og spekt, og borgarstjóri hefur sáö og uppskorið, Ráðhús. Viðstaddir hefðu því getað tekið undir með ljóð- skáldinu í jólakvæðinu þjóökunna: „Hann sáði, hann sáði“ og „klappað saman höndunum og stappað niður fótunum og snúið sér í hring“ - sem menn og gerðú að athöfninni lo- kinni. Og þjóðin stendur eftir hnípin og saknar mótmælanna sinna. Hún spyr: Hver verður næsta mótmæla- alda? Röng heil- brígðisstefna Svanur Kristjánsson læknisfræði- nemi skrifar: Kjörorð núverandi stjómarmeiri- hluta virðist vera orðið „einföldun“. Einfóldun í tekjuskattskerfinu, ein- fóldun í söluskattskerfinu o.fl., o.fl. - Vissulega getur einföldun verið th góðs en hún getur, eins og margt annað, gengið út í öfgar. Þar á ég við hina „undantekningalausu" sölu- skattsálagningu, sem auðvhaö er alls ekki undantekningalaus (sbr. sölu- skattslausa samkvæmisdansa- kennslu). Ég hef reyndar aldrei rekist á undantekningalausa reglu á minni ævi. Enhvers staðar draga stjómvöld mörkin, en þau gera það á röngum stað, a.m.k. að einu leyti, þ.e. með 25% álagningu söluskatts á þjónustu hkamsræktarstöðva, þolfimikennslu og danskennslu í fijálsum sth, - vegna þess að þú þarft að fara í sturtu á eftir!! Meö þessu vega stjómvöld að mik- hvægum hlekk, þjóðinni th bættrar hehsu, og sem í felst forvarnarstarf- semi sem dugmikhr einstakhngar hafa komiö upp. Fyrir þúsundir ís- lendinga er þjónusta líkamsræktar- stöðvanna og danshúsanna þeirra ákjósanlegasta líkamsrækt og hehsubót á köldum vetrardögum, sem em jú ófáir á íslandi. Mikilvægi þessarar aðstöðu verður seint of- metið. Líkamsræktarstöðvar em dýrar í rekstri, enda bjóða flestar þeirra upp á mikinn tækjabúnað og aðstöðu. Mánaöargjald fyrir söluskattsálagn- inguna var því nokkuð hátt fyrir hið efnaminna fólk hér á landi, eöa um 2.200 til 2.500 kr. á mánuði. Nú, eftir álagningu, er það í kringum 3.000 kr. og léttir því ískygghega í buddunni. Slíkt fylhr mæhnn hjá lágtekjufólki að mínu viti, t.d. skólafólki sem stundar líkamsrækt hjá stöðvunum í miklum mæli. Ætla stjómvöld að gera líkams- rækt (inniaðstöðu) að forréttindum ríka mannsins með verðstýringu? Ekki sér ríkið a.m.k. fyrir neinni niö- urgreiddri aðstöðu th innanhúss líkamsræktar, líkt og gerist um sundstaðina. Ég skora á þingmenn' þjóðarinnar að taka þetta mál th al- varlegrar athugunar og lagfæringar. „Mikilvægi þessarar aðstöðu til líkamsræktar verður seint ofmetið," segir bréfritari. Há laun verkalýðsforingja: Rýrir það hæfni til samninga? Skrifstofustúlka hringdi: Nú vil ég kasta fram þeirri at- í útvarpsviötali um daginn var hugasemd, og þá til V.R. félaga til formaður V.R. spurður að því, að vclta fyrir sér, hvort aðili, sem hvort rétt væri, að hann hefði á hefur shk laun geti talist hæfur th þriðja hundrað þúsund krónur í að semja fyrir fólk, sem hefur allt laun á mánuði. Hann hrást ekki of niður i 40 þúsund krónur á mánuði! vel við, en ncitaði ekki. Sætisbelti í 2ja dyra bílum: Varasöm og hættuleg konum Jónina Guðmundsd. hringdi: Eftir að þessi nýju lög gengu í ghdi um notkun sætisbelta að viðlögðum sektum ef ekki er hlýtt, hef ég lent í hinum mestu vandræðum og raunar ógöngúm, þar sem minn bhl er 2ja dyra og mjög óhentugt að nota þessi belti. Ég er oftast nær kramin og komin nær yfirliði, þegar ég tek belt- in af mér aö lokinni keyrslu. Ég hef heyrt af konu sem er ófrísk og hefur lent í því vegna sætisóla í sínum 2ja sæta bíl að koma nær dauða en lífi úr akstri, því hún þorði ekki annað en hlýða þessum reglum og lét sig hafa það að vera reyrð nið- ur í sætið. En það er ekki bara í þessUm tveggja sæta bhum sem ólamar eru th óþæginda, þær hafa valdið því að fólk hefur skemmt fót sín með því að reyra beltin yfir sig. Nú ætla ég að taka það th bragðs að aka án belta, þvi mér er þaö ómögulegt að silja svona þvinguð í bhnum meðan á akstri stendur. Þaö getur ekki stað- ist að löggjafinn hafi siðferðhegan rétt á því að þvinga í gegn slík ólög sem skyldunotkun sætisbeltanna er. Ég skora á þær konur sem hafa sömu sögu að segja aö láta í sér heyra, því ég reikna ekki með að margir karlmenn, a.m.k. þori að „Skyldunotkun sætisbelta er ólög,“ segir Jónína. - Gangast karlmenn fremur undir okið? standa við hhð kvenna í þessu máh. Þeir gangast fremur undir okiö, nema leigubílstjórar sem neita stað- fastlega. - Jafnvel mætti fara af stað með mótmælaundirskriftir th að fá viðkomandi yfirvöld th að afnema þessa skyldunoktun að viðlögðum sektum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.