Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988. 15 Ökuljós og bílnúmer „Fyrst sjá menn þak bílsins, þá framgluggann og síðast framendann og ökuljósin," segir m.a. í greininni. - Séð upp eftir Ártúnsbrekku. I nýlegu lesendabréfi var spurt hvemig notkun ökuljósa væri hátt- að í öðrum löndum. I Texas er notkun ökuljósa bönn- uð í dagsbirtu og góðu skyggni en ökuljós eru kveikt í slæmu skyggni, svo sem þoku, hríð, sandstormi eða ofsarigningu og ljósin eru kveikt við sólsetur og slökkt við sólar- upprás. Einu undantekningamar eru mótorhjólin en á þeim má hafa aðalljósið kveikt á daginn á hrað- brautunum til þess að auðvelda ökumönnum að koma auga á hjóhn í bakspeglinum innan um allan „bílamökkinn“ á hinum allt að sex-akreina brautum; og þegar sól sest í heiði þá eiga þeir sem aka í austur að kveikja ljósin um hálf- tíma fyrir sólsetur, því þeir sem aka í vestur horfa beint í sólina. Og þótt mótorhjólin séu ekki mörg þá er það mín reynsla að þessi mótorhjólaljós séu bæði hvimleiö og truflandi og ekki vildi ég þurfa að aka á hraðbrautum ef alhr væru skyldaðir til að aka með ljósum á daginn, það gæti orðið ljóta slysa- kraðakið úr því. Ú sænsku trjágöngunum Að skylda menn th þess að aka með ljósum hér á landi, að deginum til í góðu skyggni, fee ég ekki séð að auki öryggi nokkurs manns á nokkurn hátt og veit ég ekki th að nokkrar sannanir hafi verið færðar fram um það. Þá er ekki hægt að úthoka að þessi ljósanotkun geti valdið slysum. Er mér næst að ætla að þessi hugmynd um ökuljós að deginum KjaUarinn Tryggvi Helgason flugmaður, Akureyri se komin úr sænsku trjagöngunum en þar hagar víða svo til að tré vaxa saman yfir vegunum og byrgja úti alla dagsbirtu. Og þar sem skiptist á tré og trjáleysi, geta menn ekið úr sterku sólskini inn í dimm jarðgöng og geta menn verið eins og hálíblindaðir smástund. Við slík skhyrði er að sjálfsögðu aukið öryggi að hafa ökuljósin kveikt þar sem bhar inni í myrkr- inu sjást þá betur. Að heimfæra þessa hugmynd hingað th íslands er út í hött. Hér á landi hagar hvergi svo th að bhar sjáist betur, að deginum í góðu skyggni, með ljósum en án þeirra. Aukakostnaður Menn geta meira að segja prófað þetta sjálfir með smátilraun. Þar sem vegurinn liggur yfir hæð fram- undan (t.d. upp frá Elliöaánum í Rvík.) þá fylgist með bhum sem koma á móti og birtast yfir hæðina. Fyrst sjá menn þak bhsins, þá framgluggann og síðást framend- ann og ökuljósin sem auðvitað sannar að það þarf ekki ökuljósin th þess að koma auga á bílinn sem kemur á móti. Þar að auki kostar það peninga að hafa Ijósin kveikt, bæði í aukinni bensíneyðslu og styttri endingu raf- búnaöar, fyrir utan aukakostnað vegna gleymsku að slökkva ljósin og koma síðar að bílnum straum- lausum sem og styttir stórlega endingu rafgeymisins. Ég held að menn hafi oft mót- mælt af minna tilefni og ærin ástæða fyrir bíleigendur að láta ganga undirskriftalista fyrir af- námi þessara laga um notkun ökuljósa aö deginum; nóg er nú samt gengið í skrokk á bíleigendum og plokkaðir af þeim peningarnir. Um notkun bhbelta finnst mér gegna allt öðru máli og tel ég notk- un belta bæði eðlilega og sjálfsagða. Númer eftir eigin höfði Að lokum nokkur orð um bíl- númerin. Bent hefur verið á að svokallað fastnúmerakerfi væri viö lýði í öðrum löndum, svo sem Bandaríkjunum, og því væri æski- legt að taka slíkt upp hér. En slíkt kerfi er bara ekki í Bandaríkjunum, þar sem ég þekki th, og geta menn haft sama númer- ið og fært milli bíla að vild fyrir smávegis aukagjald. Þá geta menn valið sér númer eftir eigin höfði, úr bókstöfum, tölustöfum, punktum og strikum; samtals 7 stafi, svo fremi að enginn annar í ríkinu sé með það númer. Einn íslending veit ég um, sem hefur númerið GAMLI á 50 ára gömlum Chevrolet. Útlendinga hef ég heyrt hæla okkar númerakerfi og tahð mjög gott. Ég sé ekki nokkra ástæðu til þess að breyta því, en það mætti gera númeraplöturnar styttri fyrir þá sem þess óskuðu, t.d. með minni stöfum, ellegar meö því að skrifa númerið í tveim hnum; bókstafinn og þúsundin í efri línu, en hundr- uðin í neðri línu. Bhl með númerinu R-90123, hefði þá númersplötu með tölunni R-90 í efri línu, en tölunni'123 í neðri, og þá jafnframt notað smærra letur en það sem nú er notað. Tryggvi Helgason. „Að heimfæra þessa hugmynd hingað til íslands er út 1 hött. Hér á landi hag- ar hvergi svo til að bílar sjáist betur að deginum í góðu skyggni með ljósum en. án þeirra.“ Farskipavélstjórar: Hvar eru þeir? Vélskóli íslands: Vélstjóri: 1. stig 2. stig 3. stig 4. stig 4. stig + lönn 4 annir 7 annir 10 annir ■ 20ein. 79 ein. 144 ein. 207 ein. ár á samningi í vélsmiðju. Sveinspróf = vélfræðingur Siglingatími samkv. ákveðnum reglum allt að . Heildartími Iðnskóli Iðnnemi í vélvirkjun - Iðnskólaleið: 5annir 106 ein. Vinna á vélaverkstæði Vélvirki Iðnnemi í vélvirkjun á samningi hjá vélsmiðju: 3annir 58ein. Vinna á vélaverkstæði Vélvirki 0,5 n.ár 2,0 n.ár 3,5 n.ár 5,0 n.ár. 7 n.ár 3,0 ár 10 ár 2,5 n.ár 2,5 n.ár 4,0 n.ár l,5n.ár 2,5n.ár 4,0 n.ár í töflunni koma fram upplýsingar um menntunina. - Til glöggvunar er einnig sýndur náms- og þjálfunartimi vélvirkja, vegna síðari saman- burðar. Að undanförnu hafa átt sér stað ahnokkrar umræður um íslenska farskipaútgerð. Að hluta til vegna fjölgunar út- lendinga í áhöfnum skipanna sem hafa komið um borð af tveimur meginástæðum. Önnur er sú að sum skipin sigla úndir svoköhuð- um þægindafána sem gerir kleift að manna þau erlendum sjómönn- um. Hin ástæðan er að skortur er á íslendingum, sérstaklega vél- stjórum, sem eru thbúnir til að starfa á farskipum. En af hverju vhja ekki íslenskir vélstjórar staifa á farskipum? Margir halda því fram að þessir menn séu ekki th, það verði að mennta fleiri. Að mínu mati er það ekki ástæðan, heldur sú að kjör þessara manna eru í engum tengslum við ábyrgð þeirra og menntun. í meðfylgjandi töflu koma fram upplýsingar um menntunina. Th glöggvunar er einnig sýndur náms- og þjálfunartími vélvirkja vegna síðari samanburðar. Það sem skiptir meginmáli Eins og þama kemur fram í töfl- unni er hreinn námstími fimm ár. Honum til viðbótar er um að ræða 18 mánaða námstíma í vélsmiðju, sem lýkur með sveinsprófi, eða ahs um 6,5 ár. Th þess að öðlast at- vinnuréttindi til sjós er um að ræða aht að 3ja ára starfstíma í vélarúmi skips þessu th viðbótar. Hehdar- tími sem fer til fyllstu atvinnurétt- inda er því tæp 10 ár. Til fróðleiks má geta þess að tími th sambærilegra réttinda er síst skemmri hjá okkar nágrannaþjóð- um. Að þessu lesnu hljóta margir að álíta aö störf sem krefjast svona mikhlar menntunar og starfetíma hljóti að vera mjög vel launuð. Við skulum bera saman laun vél- stjóra á farskipi með stærri aðalvél en 1500 kw. (th þess að hafa rétt- indi th að sinna þeirri stöðu þarf viðkomandi að hafa lokið öllum Vélskólanum og tekið sveinspróf í viðurkenndri málmiðnaðargrein KjaUarinn Helgi Laxdal formaður Vélstjóra- félags íslands að viðbættum þjálfunartíma til sjós) og vélvirkja sem starfar hjá Slippstöðinni á Akureyri sam- kvæmt svokölluðum Slippstöðvar- I báðum thvikum miðast mánað- arkaupið við 8 klst. á dag eða 173,33 klst. á mánuði. Mánaðarkaupið hjá vélstjórum er grunnkaup að viðbættu 11% sjóálagi. Yfirvinna er 1% af grunn- kaupi og því aðeins (173,33:111 = 1. 562) 56,2% hærri en það kaup sem greitt er fyrir hveija klst. unna inn- an 8 tíma dagvinnumarka eða á sjóvöku. Um sjóálagið segja sagn- fróðif menn í farskipasamningum að það sé greitt sem vaktaálag, aðr- ir að um sé að ræða uppbót vegna fjarvista og/eða erfiðrar vinnuað- stöðu. Ekki veit ég hvor skýringin er rétt. Það sem skiptir meginmáli er hvað menn bera úr býtum fyrir störf sín, nöfn launaþáttanna skipta mig a.m.k, minna máli. Öfugtformerki Eins og af áðurnefndum tölum sést, þurfa mánaðarlaun vélstjór- ans að hækka um 8,3% og nætur- vinna um 19% til þess einungis að ná vélvirkjanum. Þá er spurt, hvar er launaaukinn fyrir námslengd- ina, ábyrgðina og þjálfunartímann th sjós? Hvar eru sérgreiðslurnar fyrir erfiða vinnuaðstöðu og fjarvistir? liíér virðist að það hafi lent öfugt formerki framan við þær. Til viðbótar óheyrilega ósann- gjömum launum fyrir hefðbundna Jaunaþætti má nefna margt fleira athyghsvert úr samningum yfir- manna á farskipum. Fyrir störf á sunnu- og laugardögum er greidd- ur sami taxti og á virkum dögum, sama ghdir um svokallaða stór- hátíðardaga. Margt fleira mætti tína til en ég tel þetta ærið nóg í bih. Ég hóf þessa grein með því að íjalla um fjölgun útlendinga á ís- lenskum farskipum og gat þess að erfitt væri að fá íslenska vélstjóra th starfa. En þurfa menn að undr- ast þegar þessar tölur eru skoðað- ar? Ég held að sú undrun ætti frekar að beinast að þeim fáu sem enn stunda þessa atvinnu. Hvað eiga vélstjórar að gera th sjós ef þeim býðst hærra kaup sem iðnaðarmenn í landi, th hvers að leggja á sig langt nám, til hvers að leggja á sig fjarvistir og velting? Við þessum spurningum er ekkert vitrænt svar th. Mér virðist að th þess að íslenskir vélstjórar fáist um borð í farskipin þurfi laun þeirra að hækka um ca 50% miðað við þá viðmiðun sem hér er notuð. Með þessum orðum er ég ekki að halda því fram að laun iðnaðarmanna séu of há þvi eins og alkunna er hefur verið mjög erfitt að fá hæfa járniðn- armenn til starfa hér á landi að undanfómu. Ódýrt vinnuafl Guðmundur Ásgeirsson, forstjóri Nesskipa, vhl fara þá leið að ráða á skipin útlenda vélstjóra, sérstak- lega pólska, th þess að leysa þennan vanda. Pólskir vélstjórar eru aö mati hans útgerðar mjög góðir, innrættir þjónustulund og takmarkalausri hlýöni við yfirboö- arana. Ekki skal mig undra þótt svo sé því þessir menn hafa lifað í lokuðu samfélagi þar sem skortur er á nánast öllu þvi sem telst th frum- nauðsynja í hinum vestræna heimi. Þeim er vorkunn að bugta sig og beygja fyrir húsbændum, það er þeim innrætt og er forsenda farmiðans út fyrir landamærin, en íbúar þessara lokuðu ríKja hafa margir hverjir lagt aht í sölumar fyrir frelsið. Þá sögu þekkja ahir. Hafa menn velt því fyrir sér hvar við erum á vegi staddir ef við leys- um mál af þessu tagi með innflutn- ingi á ódým vinnuafli frá kúguðum eða vanþróuðum þjóðfélögum? Mér sýnist að verkfóll kæmu þá tæpast th greina í mörgum greinum at- vinnulífsins og innan tíðar byggju hér ekki íslendingar af íslenskum uppruna heldur einhver önnur blanda mannfólks, er það ef th vill framtíðin? Helgi Laxdal. „Hafa menn velt því fyrir sér hvar við erum á vegi staddir ef við leysum mál af þessu tagi með innflutningi á ódýru vinnuafli frá kúguðum eða vanþróuð- um þjóðfélögum?“ samningi. 5 ára taxti 1.1.88 vélvirki. Dv/klst. Nv/klst. MÁNL. 371,29 643,55 64.336,- Vélstjóri (vélfræðingur) 5 árataxti 1.1.88. Dv/klst. Nv/klst. MÁNL. 342,88 540,75 59.433,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.