Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 9
. ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988. 9 Utlönd Bandaríkin fordæma ákveð- morðið Bandarísk stjómvöld fordæmdu í gær harðlega morðið á Khalil Wazir, næstæðsta yfirmanni frelsissamtaka Palestínu, PLO, og sögðust þar hvergi/hafa komið nærri. Á sama tíma skýrðu heimiidir í ísrael frá því að ísraelsk stjómvöld hefðu fyrirskipað morðið á Wazir, sem féll fyrir byssukúlum tilræðis- manna á heimili sínu í Túnis á laugardag, og Yitzhak Shamir, for- sætisráðherra ísrael, hét því opin- berlega að halda áfram að „beijast gegn hermdarverkamönnum". ísraelar hafa ekki opinberlega lýst ábyrgð á morðinu á hendur sér en heimildir herma að morðiö hafi verið sameiginleg aðgerð ísraelsku leyni: þjónustunnar, ísrpelska flotans og sérsveita ísraelska hersins. Abu Nidal, einn af róttækustu leið- togum Palestínumanna, hefur heitið því að hefna morðsins á Wazir „með byssukúlum og blóöi“ að því er segir í yfirlýsingu frá fylgismönnum hans í gær. Yasser Arafat, leiðtogi frelsissamtaka Palestinu, PLO, tekur við samúðar- kveðjum frá Fethia Mzali, eiginkonu fyrrverandi forsætisráðherra Túnis, vegna morðsins á Wazir. Simamynd Reuter Bandaríkjamenn segjast ekki vita hverjir hafi staöið að morðinu á Wazir þótt aðrir þeir sem rannsaka tilræðið hafi flestir komist að þeirri niðurstöðu að ísraelsmenn hafi framið það. Khalil Wazir, sem þekktur var und- ir nafninu Abu Jihad, var af mörgum talinn einn af hófsamari leiðtogum Palestínumanna. Hann er talinn hafa leikið lykilhlutverk í stuöningi við Palestínumenn á herteknu svæðun- um á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu undanfarna mánuði, í blóðugum átökum þeirra við ísra- elska herinn þar. Heimildir segja aö ísraelska ríkis- stjómin hafi samþykkt morðið á Wasir eftir að þrír starfsmenn kjarn- orkuversins í Dimona í ísrael voru myrtir í síðasta mánuði. Wazir haíði lýst því yfir að árásin á starfsmenn Dimona væri sigur fyrir Palestinu- menn. Síðustu lotu friðarumleitan- anna mfili stjórnvalda í Nic- aragua og kontraskæruliða lauk í gær án þess að samkomulag næðist um neitt annað en að deiluaðilar hittust að nýju til funda í næstu viku. Leiðtogar kontraskæruliöa lýstu þó ánægju sinni með þessa siðustu lotu og sögðust ætla að sleppa úr haldi þeim stjómar- hermönnum sem þeir hafa haldið fóngnum. Báöir deiluaöilar samþykktu að hittast aö nýju í Managua þann 28. apríl næstkomandi. Nýr fundur Til mótmæla kom á herteknu svæðunum i Israel vegna morðsins á Wazir á laugardag. Simamynd Reuter Stjornarhermenn og kontra- skæruliðar takast i hendur á fundi skammt norður af Mana- gua, höfuðborg Nicaragua. Simamynd Reuter á Wazir Hundruð féllu í ektflaugaárásum íranar sögðu í morgun að hundr- uð almennra borgara hefðu falhð í eldflaugaárásum sem írakar gerðu á íranskar borgir í nótt. Sögðu íranar að mest mannfall hefði orðið í borginni Qom, en einn- ig nokkurt í Isfahan og Shiraz, í suðurhluta landsins. Til mikilla átaka hefur komið milli írans og íraks undanfama daga og meðal annars kom til harðra bardaga á Faw-skaganum, sem íranir hertóku fyrir nokkru írakar segjast hafa hrakið írana á brott þaðan og hafi orðið mikið mannfall í liði þeirra. írakar fagna sigrum sinum á írön- um á Faw-skaga Simamynd Reuter ^ ' * , */« s\Z$: # DANSLEIKUR« SIÐASTA VETRARDAG ■ RISINU H^ s iJí.V m 01 iÉ Mengun í Peking Peking er nú orðin ein af verstu mengunarborgum veraldar, að því er skýrt var frá í kínverskum fjöl- miðlum í gær. Að sögn Kínverja er loftmengun í Peking nú þrjátíu og fimmfalt meiri en í London og sextánfold sú mengun sem Tokýobúar þurfa að glíma viö. Það munu einkum vera kolareykur og annað eiturloft frá þungaiðnaði ' sem valda mengun þessari í höfuð- borg Kína. Segja þarlendir fjölmiðlar að um hundrað sextíu og átta þúsund verksmiðjur mengi mnhverfi sitt í landinu. Þar sem PLUS° og MINUS mætast í frystihúsinu, vöruskemmunnf eða iðnaðarhúsnæðinu er lausnin að nota MAX/ÍLiðnaðarplasthengi til varnar hita- og kuldatapi. Hljóðeinangrandi og gegnsæ ASTRA Leitið upplýsinga Austurströnd 8 - sími 61-22-44

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.