Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988. Sandkom Kratar i sturtu SUJnefhistfé- lagsskapur ungrakrata. Þeir láta sér dettaýmislegtí liugeinsogsja má nf auglýs- ingufráþeim scm birtist í Ai- þýðublaðinu fyrir helgi, .Hittumst í sturtunni í Engihjalla" er yfirskrift auglýsingar- innar. l>ar er ennfremur sagt að ungkratar séu þeirrar skoðunar að heilbrigð sál þrífist best í hraustum líkaraa og því ætli þeir aö hittast vikulega í Æfingamiðstööinni í Engi- hjalia til að koma „skikk á skrokk- inn“. Nú er það bara spurningin h vort kratamir eru að fara í sturtu til að þrífa sig eða hvort þeir eru að hvítþvo sjálfa sig af aðgerðum ríkis- stjómarinnar. Allavega virðist sturt- an vera aðalmálið í krataauglýsing- unni eins og síðar kemur fram. fsturtu með Bryndísi íauglýsing- unnikemur framaðBjami P. Magnússon borgarfulltrúi verðursérstak- urheiðursgest- urísturtunniá fyrstuæfing- unniensvo kemur rúsinan í pylsuendanum: „Síðar er ráðgert að bjóða Bryndísi Schram, en ekki fyrr en SUJ-félagar verða komnh- í betra form.“ Það er hætt viö að nú fari fjölgandi í SUJ því hver vill ekki fara í sturtu með Bryndísi. Það er jaih vel liætt við að það verði uppselt í sturtuna. Þetta er með frumlegri aðferðum sem Sand- korn hetúr heyrt um að stjómmála- samtök beiti til að ná til sín kjósendum. Það eina sem manni dett- ur í hug að standist samanburð er Ciccolínahinítalska. Skíðamenn skammast Mönnumer ennifersku minni vetrar- ólympíuleik- amiríCalgary ogþauleiðu mistöksem urðuereinnis- lenskukepp- endannaog skíðin hans urðu viðskila, auk þess sem gleymdist aðskráhanntil keppni. Nú, nokkrum mánuöum síð- ar, eða nánar tiltekið á miðvikudag í síðustu viku, birtist fféttatilkynning frá Skíðasambandi íslands þar sem íþróttafréttamenn og blaðamenn al- mennt fengu heldur betur tii tevatns- ins. Þar stendur meðat annars: „Þegar tréttamenn loks sáu ástæðu til að skrifa verulega um skíðaíþrótt- ina var það gert af slíku þekkingar- leysi aö langt er síöan annað eins hefur séstá prenti...“ Ogsíðan: „í skrifum þessum flestum var aðallega kappkostaö að finna að og draga fram eitthvaö neik vætt og niðrandi um þaö fólk sem vinnur að framgangi skiða- iþróttarinnar.. .Yfirleitthvarfallt hiðjákvæða sem snertiföríslenskra keppendaá 15. vetrarólympíuleikana í Calgary í gjömingaveðri meinfýsn- .. .og biðjast afsökunar Ekki vantar stóruoröin. Þaðkomþvíá ' óvartþegar Hreggviður Jónsson, for- maðurSkíöa- sambantls íslands, skrif- aöi afsökunar- beiðni vegna fréttatilkynningarinnar í Morgunblaðiö daginn eftir. Þar kveður skyndilega við allt annan tón: „Umfjöllun íþróttafréttamanna á Morgunblaðinu, í ríkisíjölmiðlunum og það eréghefséðeða heyrt frá öðrum íþróttafréttamönnum var fag- leg og þeim mönnum tfl sóma. Ég vil fyrir hönd SKÍ biðja íþróttafrétta- menn afsökunar ef þeir hafa tekið lessa fréttatilkynningu til sin.“ Það er magnað hvað hlutimir geta brey st mikiðáeinumdegi! Umsjón: Axel Ammendrup Fréttir Dómsmálaráðuneytíð um handleggsbrotið: Telur að ákæra eigi föðurinn Dómsmálaráðuneytið hefur sent ríkissaksóknara umsögn varðandi atvik það sem varð á lögreglustöð- inni í Reykjavík þegar Sveinn Jónasson var tvíbrotinn á upphand- legg þegar lögreglumenn voru að færa hann úr yfirhöfn eftir fræga handtöku. í umsögn dómsmálaráðuneytis segir, eftir því sem heimildir DV greina frá, meðal annars að mat ráðuneytisins sé að einn lögreglu- mannanna skuli ákærður vegna málsins. Sá lögreglumaður er faðir þess sem átti bílinn sem Sveinn Jón- asson kom viö og leiddi til hand- tökunnar og handleggsbrotsins. Hefur hann verið leystur frá störfum á meðan málið er rannsakað. Þá er í umsögn ráðuneytisins vikið að þætti varðstjórans sem var á vakt þegar atvikið átti sér stað. Mælst er til þess að þáttur hans verði rannsak- aður frekar. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að þess þeri að geta að umsögn ráðu- neytisins hafi ekki áhrif á ákæruvald eða dómstóla. Hér sé eingöngu um að ræða umsögn vinnuveitanda þess- ara tilteknu manna. Þorsteinn vildi ekki ræða umsögn ráðuneytisins en neitaði ekki að þau atriði, sem hér hafa verið nefnd, væru í umsögninni ásamt fleiri atriðum. -smé Nýja heimavistin til vinstri en heiisugæslustöðin til hægri. DV-mynd Sig. Ægisson Djúpivogur: Nýja heilsugæslustöðin fokheld Sigurður Ægisson, DV, Djúpavogi: Ný heilsugæslustöð er risin hér á Djúpavogi, fokheld og öll frágengin að utanverðu. Áætlað er að bjóða út í einum áfanga í haust það sem eftir er, og gert er ráð fyrir aö verkinu ljúki þá á næsta ári. Á fjárlögum rík- isins nú 1 ár voru 3 milljónir lagðar til þessa verks. Vart þarf að nefna hvílík breyting verður á heilsugæslu allri með til- komu þessa glæsilega húss, enda gamla stöðin úr sér gengin að mörgu leyti, biðstofa sjúklinga óþægilega lítil, og röntgenherbergi ónothæft. Hefur fólk því verið sent á Höfn í röntgenmyndatöku. Þá lítur stórt og myndarlegt íþróttahús væntanlega dagsins ljós viö grunnskólann bráðlega, en teikn- ingarnar hafa verið samþykktar í hreppsnefnd. Er þar um að ræða 756 fermetra límtréshús. En vegna hins mikla kostnaðar, sem núverandi dýpkunarframkvæmdum í smábáta- höfninni fylgir, og eins hins að ljúka þarf bæði nýsmíðaðri heimavist og félagsaðstöðu, veröur einhver bið eftir þessu íþróttahúsi. Fjárhagsáætlun fyrir Ólafsfjörð: Fimm milljónir í grasvöll Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ástandið mætti svo sannarlega vera betra og það er ekki feitan gölt að flá varðandi framkvæmdir," sagði Valtýr Sigurbjamarson, bæjarstjóri á Ólafsfiröi, í samtali við DV, en fjár- hagsáætlun bæjarins var lögð fram á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Heildartekjur bæjarsjóðs eru áætlað- ar 75 milljónir króna og rekstrargjöld 73,5 milljónir. „Þaö sem okkur svíður mest er hvað aðstöðumunurinn í þjóðfélag- inu er orðinn mikill," sagði Valtýr Sigurbjamarson bæjarstjóri. Það er alltaf veriö að „nauöga“ jöfnunar- sjóði sveitarfélaga og menn úti á landi eru orðnir á einu máli um að sá sjóður stendur ekki lengur undir nafni sem jöfnunarsjóður. Við höfum 1,5 milljónir króna sem rekstraraf- gang, en ef viö hefðum sama hlutfall og Reykjavík næmi þessi upphæð ekki 1,5 milljónum heldur 24 milljón- um. Það má líka snúa þessu dæmi við. Rekstrargjöld Reykjavíkurborgar nema 5,8 milljörðum króna og ráða- menn geta fært til eignabreytinga um tæpa 2 milljarða. En ef þeir hefðu sama hlutfall og við næmi þeirra upphæð 121 milljón króna en ekki tæplega 2 milljörðum. Þarna munar nokkrum ráðhúsum og hringleika- matsöluhúsum. Ég er í sjálfu sér ekki aö agnúast út í það að höfuðborgin hafi fé til framkvæmda en þetta sýnir samt sem áður að eitthvað er bogið við skiptingu þess fjármagns sem úr er að moða í þjóðfélaginu." Valtýr sagði að stærsta fram- kvæmdin á Ólafsfirði á árinu yrði gerð grasvallar og ætti að vinna við þaö verk fyrir um 5 milljónir króna, en lítið verður um aðrar fram- kvæmdir. „Það verður reynt að halda því marki að ný lán verði svip- uð og afborganir af eldri lánum svo skuldabyrðin aukist ekki,“ sagði Valtýr. Úrslitin í „Hvað heldurðu?a: Reykvíkingar gegn Árnesingum Reykvíkingar sigruðu ísfirðinga í í spumingaþættl Sjónvarpsins, Hvað heldurðu?, um helgina. Það verða því Reykvíkingar og Ámesingar sem keppa til úrslita á hlutlausun velh í Stykkishólmi næstkomandi sunnu- dag. Reykvíkingar hafa sigraö alia sína andstæðinga í keppninni, Akur- eyringa, Hafnfirðinga, Þingeyinga og loks ísfirðinga. Hefur styrkur liðsins farið vaxandi með tímanum og sigr- aði liðið ísfirðinga með miklum stigamun. Ámesingar hófu keppni meö því að sigra Uð Rangæinga og síðan Vest- mannaeyinga. Þá töpuðu þeir fyrir ísfirðingum með einu stigi en kom- ust aftur inn í keppnina sem upp- bótarlið þar sem liðið tapaði meö minnsta hugsanlega stigamun. Þá sigruðu Árnesingar Kjalnesinga fyr- ir rúmri viku og komust óvænt í úrsht. -JBj Vidtalid „Ég er ekki bókstafstrúar- manneskja" ^mmmm^mmmm^mmmmmm^mmmmé Nafn: Ragnheiður Bjarnadóttir Aldur: 34 ára Staða: guðfræðingur „Líffræði og guðfræði eru raun- ar ekki svo ólíkar fræöigreinar því liffræöin tjailar llka um sköp- unarverkið. Eg er ekki bókstafs- trúarmanneskja og hef því aldrei átt í erfiðleikum með að að tengja þetta í eitt kerfi. Fólk gengur allt- af út frá því aö guðfræðingar séu bókstafstrúarmenn en ég held að þeir séu í minnihluta. Við vitum að guð skapaði heiminn en hvemig hann fór aö því er auka- atriði,“ segir Ragnheiður Bjama- dóttir sem fy rst vakti athygli fyrir frækilega frammistöðu í spum- ingaþætti Stöðvar 2, Meistaran- um, og síðar spumingaþætti Sjónvarpsins, Hvaö heldurðu? Ragnheiður útskrifaðist sem guð- fræðingur síðastliðið haust og hefur hún undanfarið verið í af- leysingastörfum en hugsar sér fljótlega til hreyfmgs og hefur hún m.a. áhuga á að fara til Bandaríkjanna í doktorsnám í guðfræði. Líffræði, söngur og guðfræði Ragnheiöur gekk í Menntaskól- ann í Reykjavík og útskrifaðist sem líffræðingur frá Háskóla ís- lands haustið 1976. Næstu vetur á eftir sneri hún sér að söngnámi í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan áttunda stigs prófi árið 1978. Ragnheiöur, sem er sópran, hélt þá í söngnám til Vín- arborgar þar sem hún dvaldi með hléum í sjö ár. Námsferili hennar er langur enda segist hún gera þaö sem henni dettur í hug-hverju sinni, annars myndi hún ávallt naga sig í handarbökin. „Eftir að ég byijaði í lífíræöinni beindist áhuginn meira og meira aö tón- listinni en mér fannst ég veröa að kiára lífíræöinámiö fyrst. Mér leiö ágætlega í Vín. En ég kom alltaf heim inn á milli vegna þess að ég las guðfræðina utanskóla meðan ég dvaldi í Austurríki og þurfti alltaf að koma heim tfl að taka próf og stunda fyrirlestra." Ragnheiður er fædd árið 1953 í Reykjavík. Faðir hennar er Bjarni Bjarnason, forstjóri Stef- áns Thorarensen hf„ og móðir hennar er Alma Thorarensen. „Ég er ennþá ógift og bamlaus. Nú til dags þykirþað ekki tiltöku- mál þótt maður sé ógiftur kominn á þennan aldur. En systir mín á böm sem égfæ stundum lánuö.“ Með landafræðidellu „Ég hef áhuga á öllu sem við- víkur listtun auk þess sem ég er með landafræðidellu sem lýsir sér á furðulegasta hátt. T.d. hef ég geysilega mikinn áhuga á ferðalögum og finnst mér mjög áhugavert að koma til landa án þess að vera túristi. Túrisminn er búinn að eyðileggja menningu fiölmargra landa. Ahugi á þjóö- sögum og ljóðum frá ólikum löndum tengist landafræðidell- unni. Þá hef ég mikinn áhuga á eldamennsku og þá auövitað frá öllum heimshomum. Einnig vekja nytjajurtir og fleira í nátt- urunni áhuga minn.“ „JBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.