Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988. 11 Utlönd Sænsku konungshjónin vildu ekki láta fjölmiðla fjalla um fund sinn með Garbo. SJÓSTANGAVEIÐIFÓLK ATHUGIÐ! Hið árlega hvítasunnumót SJÓVE verður haldið I Vestmannaeyjum dagana 21. og 22. maí nk. Allar nánari upplýsingar veita Geiri, sími 98-2640, og Ella Bogga, sími 98-1118 og 98-1279. STOKKHÓLMUR FLUGLEIÐÍR -fyrir þíg- Vildu ekki skrif um leynifund með Garbo Gurtnlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: Sænsku konungshjónin áttu fyrir helgina leynilegan fund meö leikkon- unni Gretu Garbo í New York. Sænska leikkonan Greta Garbo, sem nú er 82 ára, hefur áratugum saman forðast alla athygh og að mestu hald- ið sig innandyra r íbúð sinni á 52. stræti í New York. Engum blaða- rnanni hefur tekist að fá viðtal við hana, hvað þá ljósmynd. Það vekur því mikla athygli að sænsku konungshjónin skuli hafa hitt hana að máh. Carl Gustaf kon- ungur játaði aðspurður á fundi með fréttamönnum að hann og Silvia hefðu hitt Garbo en sagði frétta- mönnum jafnframt að þeir ættu ekki að skrifa um þaö. En það er liðin tíð að kóngar geti sagt fréttámönnum fyrir verkum og það eina sem kon- ungur hafði upp úr málaleitan sinni við fréttamenn var mögnuð gagnrýni þeirra sem birtist í ýmsum fjölmiðl- um. Expressen sagði til dæmis að það væri óskiljanlegt að enn væri fólk við sænsku hirðina sem teldi að hægt væri að segja fjölmiðlum þann- ig fyrir verkum. Blaðiö bætti viö áö ef til vill væri ástæðan fyrir dauf- legri frammistöðu konungsins á fréttamannafundinum sú að hann hefði kvöldið áður verið á diskóteki til klukkan þrjú um nóttina. Sænsku konungshjónin hafa und- anfarna daga veriö í Bandaríkjunum vegna 350 ára afmælis sænska land- námsins þar. BRUN Erum á leið til USA til að kaupa bíla. Bifvélavirkjar skoða bílana. Margra ára reynsla I bílakaupum. Einnig hækkum við og breytum öllum gerðum nýlegra jeppa. Hringið í síma 667363 og 666541. Geymið auglýsinguna. Stolnir v-þýskir bíiar til Finnlands Gizur Helgason, DV, Liibeclc Rannsóknarlögreglan í Schleswig- Holstein hefur komið upp um glæpahring er aðallega samanstóð af bílþjófum og bifvélavirkjum. Höfðu þeir sérhæft sig í stuldi á lúx- usbifreiðum í V-Þýskalandi sem þeir þvínæst fluttu til Danmerkur og það- an til Finnlands. Fjórir menn sitja nú í fangelsi í Kiel vegna málsins. Bílunum, sem voru aðallega Mercedez Benz, Golf GTI.og BMW, vaf ekiö yfir landamærin til Horsens í Danmörku. Hjá fyrirtæki þar, sem Vestur-Þjóðverji átti, voru þeir tekn- ir sundur og ýmsir partar seldir sem varahlutir í Danmörku. Meirihluti bílanna var samt settur um borð í fmnska vöruflutningabíla og með þeim um borð í skip í Árósum og beint til Finnlands. Dýrustu og bestu bílarnir voru sagaðir í sundur í miðju þannig að hægt var að flytja þá án erfiðleika sem bílhræ en síðan voru þeir soðnir saman að nýju í Finn- landi. Við rannsókn málsins fundust 19 stolnar bifreiöar í Horsens og um 30 á ákveðnum stöðum í Schleswig- Holstein. Reiknað er með því að glæpahringurinn hafi starfað í að minnsta kosti heilt ár áður en upp komst. Engir Danir hafa verið hand- teknir vegna málsins þar eð talið er sennilegt að þeir aðilar, er keyptu varahlutina, hafi ekki vitað að hér var um ólöglegan varning að ræða. Canon Ljósritunarvélar FC-3 kr. 36.900 stgr. FC-5 kr. 39.990 stgr. Skrifvélin. simi 685277 1 HAR0VIÐARVAL SEX ÁSTÆÐUR af hverju TARKETT er mest selda parketið hér á landi: HARÐVIÐARVAL HF., KRÓKHÁLSI4,110 RVÍK. SÍMI671010. Tarkett er með nýrri lakkáferð sem gerir það þrisvar sinnum endingar- betra en væri það með venjulegu lakki. sf Veitir helmingi betri endingu gegn rispum en venjulegt lakk. y Gefur skýrari og fallegri áferð. Tarkett er auðvelt að leggja. \f Tarkettergottíöllu viðhaldi. / Verðið á Tarketti er hagstætt. Ef þú vilt gott parket veldu þá Tarkett.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.