Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988. Fréttir Sambandið og bankamir: Skuldar einn milljarð sem er óveðtryggður höfum byggingar, en ekki endilega veð, segir Helgi Bergs Landsbankastjóri Valur Arnþórsson, stjórnarformaöur Sambandsins, og Guðjón B. Ólafs- son, forstjóri. Sambandið á auðvelt með að fá lán í sumum bönkum landsins án þess að leggja fram veð. Eftir að þrír þingmenn sjálfstæð- ismanna lögðu' fram frumvarp til breytinga á lögum um samvinnufé- lög lét Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, hafa það eftir sér að ef frumvarp þetta næði fram að ganga yrði fyrirtækið ekki láns- hæft og því í raun óstarfhæft. Samkvæmt ársreikningi Sam- bandsins fyrir árið 1986 skuldaði fyrirtækið um 2,5 milljarða króna í langtímaskuldir. í reikningunum er þessum skuldum skipt í tvo flokka; veðskuldir og óveðtryggð lán. Samkvæmt þessari skiptingu hefur Sambandið ekki þurft að leggja fram veð fyrir um þriðjungi skulda sinna, eða rétt tæpum 800 milljónum króna á verðlagi ársins 1986. „Sambandið hefur haft þannig lánstraust að það hefur ekki þurft að leggja fram veð fyrir öllum skuldum sínum. Sambandið hefur þetta traust náttúrlega meðal ann- ars vegna þess að eiginíjárstaða þess er mjög góð. Ef greiða ætti út af eiginfjárreikningi umtalsverðar fjárhæðir, ef kaupfélög yrðu gjald- þrota eöa hættu á annan hátt í Sambandinu, yrði eiginfjárreikn- ingurinn ekki jafn góð trygging fyrir lánadrottna þess,“ sagði Geir Geirsson, endurskoðandi Sam- bandsins, þegar DV leitaði skýr- inga á hvað „óveðtryggð lán“ í reikningum Sambandsins stæðu fyrir. í ljósi þessa skýrist hvers vegna forstjóri Sambandsins telur að frumvarp sjálfstæðismannanna Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson þriggja geti kippt fótunum undan starfsemi fyrirtækisins. En þessi tilhögun hlýtur að vekja spurning- ar um öryggi þessara viðskipta fyrir þá sem lána Sambandinu. Þegar sjö bankastjórar Útvegs- bankans voru ákærðir í kjölfar Hafskipsmálsins í apríl í fyrra var eitt af ákæruatriðinum að van- rækja „að bankinn hefði ávallt fuflnægjandi tryggingar fyrir skuldbindingum Hafskips hf. og að setja ávallt sem skilyrði fyrir au- kinni fyrirgreiðslu við félagið að á móti kæmu fullnægjandi trygging- ar.“ Landsbankinn er helsti við- skiptabanki Sambandsins. Við- skipti þess eru stór hluti af heildarviðskiptum bankans. „Eg get vel trúað því að Sam- bandið geti fengið lán án þess að leggja til veð,“ sagði Helgi Bprgs, bankastióri Landsbankans, þegar DV bar undir hann ummæli Geirs Geirssonar. „Landsbankinn hefur fullnægjandi tryggingar fyrir öll- um skuldum Sambandsins. Það þurfa ekki endilega að vera veð. Það geta til dæmis verið verðbréf af ýmsu tagi sem hggja hér.“ Eitt shkra verðbréfa frá Sam- bandinu komst í fréttir á síðasta ári. Þá greindi DV frá því aö Lands- bankinn hefði keypt 160 milljóna króna verðbréf vegna skreiðarvið- skipta við Nígeríumenn af Sam- bandinu. Landsbankinn seldi síðar Seðlabankanum þetta bréf meö af- fóllum og tók með því á sig tap vegna þessara viðskipta. í ljósi umræðna um öryggi í bankaviðskiptum að undanfómu, og þá sérstaklega öryggi innan rík- isbankanna, hlýtur það að vekja athygli að Sambandið skuh geta fengið yfir eins mihjarös króna lán, á verðgildi dagsins í dag, án þess að leggja til veðtryggingar. -gse Félagiö ísland - Palestína gekkst fyrir mótmælafundi á Austurvelli í gær. Að honum loknum var Steingrími Hermannssyni utanríkisráðherra afhent áskorun frá félaginu þess efnis að ísland beiti sér fyrir því á vettvangi Norðurlandanna að sett verði ákveðin skilyði fyrir stjórnmálasambandi Norðurlandanna og ísrael. Þau eru að ríkisstjórn ísrael láti af ofsóknum á hendur Palestinumönnum, pólitiskum föngum hennar verði sleppt úr haldi, brottreknum Palestínumönnum verði leyft að snúa aftur heim og að ríkis- stjórn ísrael virði samþykktir Sameinuðu þjóðanna í Palestínumálinu. Hér sést Sveinn R. Hauksson afhenda Steingrími Hermannssyni utanríkisráð- herra áskorunina. DV-mynd GVA Komið fram á sumar þegar kuldum linnir Gámautflutningurinn: Nær úti- lokað að koma við stýringu „Ég fæ ekki séð að hægt sé að koma við einhverri slýringu á ferskfiskútflutningnum þegar aflahrotur koma eins og var fyrst eftir páskana. Það var ekki hægt aö vinna aflann hér heima, til þess var enginn mannskapur. Helmingur þjóðarinnar var uppi á fjöllum og hinn helmingurinn að leita að honum og yfirvinnu- bann að auki hér-í Vestmannaeyj- um. Hvað átti að gera? Ég gerði mér fulla grein fyrir að svona mikið magn eins' og viö sendum út í einu, 500 lestir, yrði tii þess að verðið félli, en það var bara ekkert annað hægt að gera viö þennan fisk,“ sagði Jóhannes Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gámavina sf. í Vestmannaeyjum, í samtali við DV. Nú er í gangi umraeða um aö koma einhvers konar stýringu á gámaútflutninginn til að reyna að koma í veg fyrir verðfall eins og varð á dögunum. Jóhannes sagði aö það væri seg- in saga að verð félh í stuttu vikunum, eins og harin kahaði það, eftir páska, í kringum 1. maí og um hvítasunnuna. Við því væri bara ekkert að gera, Spum- ingin væri hvað ætti aö gera viö fiskinn sem ekki er hægí að vinna hér. Á að stoppa veiðarnar og hver ætlar að stoppa hvaða báta? spuröi Jóhannes. -S.dór „Það er skemmst frá þvi að segja að 'það verður komið fram á sumar þegar þeim kuldum linnir, sem ríkj- andi hafa verið undanfarið. Hversu langt verður hðið á sumariö er hins vegar ekki ljóst," sagði Magnús Jóns- son, veðurfræöingur, í samtali við DV í gær þegar hann var spurður hvemig veðurfar verði fram á sum- ardaginn fyrsta. Magnús sagðist búast við heldur hlýrra veðri syðst á landinu næstu daga en frost verður allan sólar- hringinn fyrir norðan a.m.k. fram yfir sumardaginn fyrsta. Búast má viö björtu veðri vestanlands en élja- gangur verður næstu daga á austur- hluta landsins. Snjókoma á annesjum Norðanlands gæti haldið áfram. Magnús sagði þetta kuldakast í apríl langt frá því að vera einsdæmi og ekki þyrfti að fara mörg ár aftur í tímann th að finna svipað tíðarfar. Nefndi hann sem dæmi árin 1979 og 1981. Hins vegar sagði hann þetta tíð- arfar fremur óalgengt á þessum árstíma. -JBj Sumir stórmarkaðir opnir í verkfalli verslunarmanna? Hólagarður og Kjötmiðstöðin í Garðabæ ætla að hafa opið Ekki er víst að allir stórmarkaðir „Hólagarður verður opinn, jafti- loki þegar verkfah verslunar- vel þótt fátt verði til vinnu. Það er manna hefst á föstudaginn. Þannig hins vegar Ijóst að flestir stórmark- ætla eigendur Hólagárðs í Breið- aöir koma til meö að loka, svo.og holti og Kjötmiöstöðvarinnar í allar félagsreknar verslanir, svo Garöabæ að hafa opiö í verkfallinu. sem KRON og SS. Smærri verslan- DV spurði Guöna Þorgeirsson, irverðahinsvegarflestaropnar.“ fuhtrúa hjá Kaupmannasamtökum Hrafri Bachmann er eigandi Kjöt- ísiands, hvaða verslanir mættu miöstöðvarinnar. DV spuröi hann hafa opið í yfirvofandi verkfalh. hvort hann kæmi til meö að hafa „Sú regla, sem í gildi hefur verið, opið; er að eigendur einkafyrirtækja, „Það verður lokgð á Laugalækn- sem unnið hafa i verslunum sínum, um en viö reynum að halda opnu mega gera það áfram ásamt maka í Garöabænum. Við erum fjórir eig- sínum og bömum sem yngri era endur og erum meö dýrara fólk en en sextán ára. Þetta gildir um gengur og gerist. Hér vinna t.d. 17 hlutafélög. kjötiönaöarmenn og þrír kokkar Það segir sig sjálft að ahir stór- sem alltaf hafa afgreitt og halda því markaðir verða aö loka nema áfram.Einnigstarfahérþrirversl- eigendur þeirra hafi starfað þar að unarstjórar og munu þeir vera á jafhaði Ef verkfah verður langt fer vakt til aö hafa umsjón meö kæh- hins vegar að saxast á birgðir tækjum og öðra slíku þótt þeir þeirra verslana sem opnar eru og komi ekki th með að afgreiöa. Viö er þá óvíst um dreifingu." verðum að reyna að hleypa fólki Af framansögðu er Ijóst að nær inn í smáhópum. Mér finnst hiris allir stórmarkaöir koma til með að vegar kominn tírai til að fyrirtækin loka nema eigandi hafi unniö þar fái sjálf að semja við sitt fólk og aö sjálfur og eigi nógu mörg böm til þeir sem ekki geta gengið að kröf- að halda opnu. Einn slíkur er umn fólksins leggi hreinlega upp Gunnar Snorrason, kaupmaöur í laupana." HólagarðL DV haföi samband við -PLP hann:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.