Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1988. 7 T DV Háttsettur maður innan Sláturfélags Suðuriands: Kaupin á Nýjabæ urðu Jóni að falli Háttsettur maður innan Sláturfé- lags Suðurlands segir að kaup félags- ins 9 versluninni Nýjabæ á Seltjarn- amesi hafi riöið baggamuninn í ágreiningi stjórnar félagsins við Jón H. Bergs sem sagði upp starfi sínu sem forstjóri á fundi stjómar fyrir- tæksins í fyrrakvöld. Á þessum fundi var jafnframt gengið frá ráöningu nýs forstjóra, Steinþórs Skúlasonar, en hann hefur verið framleiðslustjóri fyrirtækisins á undanfómum ámm. Að sögn heimildarmanns DV sner- ist deila stjórnarinnar við Jón um það hvort leggja ætti meiri áherslu á framleiðsluhliö fyrirtækisins á kostnað matvöruverslana þess. Stjómin leggur áherslu á framleiðslu og vinnslu, vill að SS verði fyrst og fremst framleiðslufélag. „Það getur vel komið til greina að leggja niður einhverjar af verslunum SS. Fyrir því er ákveðinn vilji hjá stjórninni. Jón H. Bergs var mjög tregur til að fara þessa leið,“ segir heimildarmaður DV. Hann segir ennfremur aö rekstur Nýjabæjar á Seltjarnarnesi hafi ekki gefið góða raun. „Þegar upp er staðið held ég að Nýibær hafi riðiö bagga- muninn í því að Jón H. Bergs er nú hættur sem forstjóri Sláturfélags Suðurlands," segir heimildarmaðúr DV sem er, eins og áður segir, hátt- settur innan SS. -JGH F-1\| t'Lt : -» inn^fe kunni ^ plötusnúður Fögnum sumri í MmSSC&FE Jón H. Bergs: Fer ekki með neinum látum - ástæða uppsagnarinnar skoðanaágreiningur við stjómina Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 19-20 Ib.Ab Sparireikningar 3jamán.uppsögn 19-23 Ab.Sb 6mán.uppsögn 20-25 Ab 12mán. uppsögn 21-28 Ab 18mán.uppsögn 32 Ib Tékkareikningar.alm. 8-12 Sb Sórtékkareikningar 9-23 Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja món. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb, Bb.Sp Innlánmeðsérkjörum 19-28 Lb.Sb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 5,75-7 Vb.Sb Sterlingspund 7,75-8,25 Úb Vestur-þýsk mörk 2-3 Ab Danskar krónur 7,75-9 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 29,5-32 Sp Viöskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 31-35 Sp Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) 32,5-36 Sp Utlán verðtryggð Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Ob Utlántilframleiðslu Isl. krónur 30,5-34 Bb SDR 7,75-8,25 Lb.Bb, Sb Bandaríkjadalir 8,75-9,5 Lb.Bb. Sb.Sp Sterlingspund 11-11,5 Ob.Bb. Sb.Sp Vestur-þýsk mörk 5-5,75 Ob Húsnæðislán 3,5 Llfeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45,6 3.8 á mán. MEÐALVEXTIR överötr. feb. 88 35,6 Verðtr. feb. 88 9,5 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala mars 1968 stig Byggingavisitala mars 343 stig Byggingavísitala mars 107,3stig Húsaleiguvísitala Hækkaöi9%1.jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa ve'rðbréfasjóða Avöxtunarbréf 1,4969 Einingabréf 1 2,670 Einingabréf2 1,555 Einingabréf 3 1,688 Fjölþjóöabréf 1,268 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,753 Lífeyrisbréf 1.342 Markbréf 1,432 Sjóðsbróf 1 1,253 Sjóðsbréf 2 1,365 Tekjubróf 1,360 Rekstrarbréf 1.06086 HLUTABRÉF • Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 128 kr. . Eimskip 420 kr. Flugleiðir 284 kr. Hampiöjan 144 kr. lönaðarbankinn 177 kr. Skagstrendingurhf. 189 kr. Verslunarbankinn 140kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viöskiptavixla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb=lönaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn. Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýslngar um peningamarkað- Inn birtast i DV ð fimmtudögum. „Ég fer ekki með neinum látum frá fyrirtækinu. Þetta er enginn hvellur. Það var einfaldlega um skoöana- ágreining að ræða við stjórn fyrir- tækisins. Hann kom uppá nýlega og leystist ekki. Ég sagði þess vegna upp. Um hvað þessi ágreiningur snerist vil ég ekki tjá mig,“ segir Jón H. Bergs sem sagði af sér sem for- stjóri Sláturfélags Suðurlands á stjómarfundi fyrirtækisins í fyrra- kvöld eftir samfellt 37 ára starf hjá félaginu, þar af í 31 ár sem forstjóri. Jón er sextugur að aldri. Svo skyndileg brottfór Jóns H. Bergs úr stóli forstjóra Sláturfélags Suðurlands eftir skoðanaágreining við,stjórn fyrirtækisins er mikil tíð- indi í íslensku viðskiptalífi. Jón varð forstjóri félagsins 1. janúar árið 1957. Áður starfaði hann sem fulltrúi for- stjóra félagsins í sex ár. Sá forstjórinn var enginn annar en faðir Jóns, Helgi Bergs, og var hann forstjóri frá árinu 1924 til 1957 eða í samfellt 34 ár. Þeir Bergs-feðgar hafa því verið forstjórar Sláturfélags Suðurlands í hvorki meira né minna en samfellt 64 ár af 84 ára sögu fyrirtækisins. Stjómuninni lauk í fyrrakvöld, mánudaginn 18. apríl, með því að Jón H. Bergs sagði upp. Um það hvað nú taki við segir Jón að hann æth að taka það rólega á næstunni. „Ég tel allt í lagi aö slaka svolítið á eftir að hafa verið samfellt hjá sama fyrirtækinu í 37 ár.“ En er Jón H. Bergs farinn að huga að nýju starfl? „Nei, enda liggur ekk- ert á því.“ Gífurlegur stöðugleiki hefur ríkt í stjórnun Sláturfélags Suðurlands frá stofnun þess. Það er ekki nóg með að forstjórarnir hafi aðeins verið þrír, Hannes Thorarensen, 1904 til 1924, Helgi Bergs, 1924 til 1957, Jón H. Bergs, 1957 til 1988, heldur höfðu aðeins þrír stjómarformenn verið til síðastliðins vors er Gísh Andrésson frá Hálsi, fórst í bílslysi og við tók Páll Lýðsson frá Litlu-Sandvík. Páll er fjórði stjórnarformaðurinn hjá Sláturfélaginu. -JGH frá RADIO LUXEMBURG er vorboðinn okkar í ár og verður í DlSCOtekinu í kvöld. e.,e\t'n BO'5fv,ot'ð set ppp' m/ Símar 23333 og 23335 Viðskipti Jón H. Bergs er skyndilega staðinn upp úr forstjórastól SS eftir 31 árs starf sem forstjóri. Sijómarforvnaður SS: Agreiningur um algjört prinsipp í rekstri Slátur- félagsins „Þessi skoðanaágreiningur, sem varð til þess aö Jón H. Bergs forstjóri hætti, snýst ein- faldlega um áherslubreytingar í rekstri félagsins. Hann er um algjört prinsipp í rekstrinum," segir Páh Lýðsson, bóndi í Litlu-Sandvík í Flóanum, stjórnarformaður Sláturfélags Suðurlands, um skyndilegt brotthvarf Jóns H. Bergs úr stöðu forstjóra þess. - Snýst ágreiningurinn á ein- hvem hátt um það aö fyrirtæk- iö hafi fjárfest of niikið að undanfómu og meðal annars lagt áherslu á verslunarrekst- urinn með kaupum á nýjum verslunum? Jón margt vel gert „Þessu vil ég ekki svara. En Jón H. Bergs hefur gert margt vel í 37 ára starfi sínu hjá Slát- urfélaginu. Til dæmis hefur hann staöið fyrir fjárfestingum úti í sveitunum af mikilh fram- sýni, raeð þeim árangri að öh sláturhús félagsins á Suðurl- andi era löggilt og fullkomin." Um fiárhagsstöðu félagsins segir Páll. „Við erum að endur- skoða hag félagsins og það hefur alla burði til að standa sig vel Eigj fyrirtækiö aö halda stöðu sinni, horft til framtíðar- innar, veröa stöðugar umræður um rekstur þess að eiga sér stað.“ • * • Tengist ekki dönsku úttektinni Danski ráðgjafinn Gert Hans- en, sem unnið hefur fyrir Almennar tryggingar hf. og Smörliki-Sól hf., hefur unpiö í vetur fyrir SS. Hann hefur gert sérstaka úttekt á uppbyggingu starfsmannahalds fyrirtækis- ins. - Er ágreiningurinn til kominn vegna þessarar úttektar Gerts Hansen? „Nei, úttekt hans er ekki ástæöa ágreiningsins," segir PáU Lýðsson, stjómarformaður Sláturfélags Suðurlands. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.