Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988.
Fréttir
Leið ferðamannanna
Urðarvöfn
Laugafell
% Tvær nætur í tjöldum
Á------V *•
V) X og snjóhúsum
VHofsjökuiy
l Jöku|dalur/’
Hreysiskvisl /
Vafnajökull
Leið björgunarmannannar \j(/Jökulheimar
Hringt í cT"
_ - ' ' Sigalda björgunarsveit
irsv-?" ( fm ?
©Hella
DV-kort Samúel
Gytffl Garðarsson:
Hlutileið-
annnar
ekinn efl-
ir lóran
- férðin gekk vel
„Einn Frakkanna var alls
ekki nógu hlýlega klæddur miö-
að viö aö þeir lágu úti í tjaldi
og snjóhúsi í tvær nætur,“ sagði
Gylfi Garöarsson, formaöur
Flugbjörgunarsveitarinnar á
Hellu. Björgunarmenn komu að
Frökkunum klukkan íjögur í
fyrrinótt. Þegar DV hitti þá fyr-
ir ofan Sigöldu um morguninn
sátu þeir í góðu yfirlæti í torfæ-
rubíl Björgunarsveitarinnar og
báru sig vel. „Þeir höföu góðan
aðbúnaö í skáianum i Jökuldal,
nægar vistir til aö þreyja lengri
biö en þetta,“ sagöi Garðar.
Björgunarsveitinni barst
beiðni um hjálp klukkan
hálfsex á mánudaginn. Tveim-
ur tímum síðar lögðu sjö manns
af stað á snjóbíl, torfærubíl og
tveimur vélsleðum,- Torfæru-
bílinn komst alla leið að
Hreysiskvísl, en þrír menn
héldu áfram síöustu 20 kíló-
metrana á snjóbílnum. ÞaÖ kom
aldrei til þess aö nota þyrfti
vélsleðana.
„Þetta voru {jórtán tímar í
snjóbílnum þessa hundraö kíló-
metra. Feröin gekk hægt vegna
þess hversu ósiétt var og blint.
Hluti leiðarinnar var ekinn ein-
ungis eftir lóran. En miöað við
aöstæður gekk þetta allt. eins
og best verður á kosiðsagöi
Garðar.
Björgunarsveitarmennimir
sögðu að þetta væri ekki í fyrsta
skipti sem þeir hefðu þurft að
aöstoða hóp frá Fjallaferöum.
Fyrir tveimur árum sóttu þeir
hjón inn í Lnadmannalaugar.
Konan haföi snúiö sig á ökla og
maöurinn fýlgdi konu sinni til
byggða. Þeir sögðu þó að farar-
stjóri Fjallaferða, Phihppe
Patay, væri einn sá reyndasti
leiðsögumaður sem færi um
landið.
„Þessi hópar ganga betur um
landið okkar en flestir aörir.
Það mátti sjá þá koma í skálann
í Landmannalaugum í sumar
meö fullar byröar af rusli sem
þeir höföu tínt upp af göngu-
leiðunum. Rusl sem aðrir
ferðamenn höfðu hent frá sér,“
sagði Sigurgeir Guðmundsson,
félagi í Flugbjörgunarsveitinni
á Hellu.
-gse €
Aldrei lent í svona byljum
-segir Jean Zoro, 67 ára gamall, sem hefúr ferðast um vetur í Tíbet, Svalbarða og Síberíu
„Ég hef farið í vetrarferðir til Nor-
egs, Tíbet, Svalbarða og Síberíu, en
ekki lent áður í svona miklum bylj-
um og skafrenningi. Á leiðinni frá
Laugafelh fauk vetthngurinn af mér
eitthvað út í hríðina. Mér varð fljót-
lega kalt og þegar við höfðum reist
tjöld nokkrum kílómetrum • fyrir
norðan Jökuldal kom í ljós að mig
hafði kahö,“ sagði Jean Zoro, einn
Frakkanna sem flugbjörgunarsveit-
armenn frá Hellu sóttu í skálann í
Jökuldal í fyrrinótt. Jean er 67 ára
gamall, fyrrverandi kennari frá Par-
ís og vanur-.ýmsum veðrum í vetrar-
feröum sínum.
Hinir Frakkamir tveir eru ekki
heldur reynslulausir. Philippe
Brasseur, 32 ára gamall bygginga-
verkfræöingur frá Lyon, hefur
komið til íslands átta sinnum. Hann
var nú í sinni fimmtu ferð um há-
lendi íslands að vetri til, en hann
hefur einnig hjólað um hálendið um
sumar.
„Ég get kannski ekki skíðað aft-
ur,“ sagði Phihppe á íslensku, en
hann hefur náð aö grípa upp örhtið
af máhnu á ferðum sínum hingað.
Pihppe var stirður í báðum hnjám
og átti erfitt með gang. Hann stóö hka
upp við skenk í biðstofunni á Heilsu-
gæslustöðinni á Hellu á meðan
Sverrir Jónsson læknir skoðaði kahð
á fingrum Jean Zoro.
Þriðji Frakkinn, Maurice Plaine-
maison, er 56 ára gamall bankastjóri
frá Maubeuge í norðurhluta Frakk-
lands. Hann er einnig mikill ferða-
maður, hefur fimm sinnum farið í
vetrarferðir til Kanada og fjórum
sinnum til Skandinavíu. Þetta var
önnur ferð hans á hálendi íslands að
vetri til. Maurice sagðist hafa oröið
eftir hjá hinum tveimur þeim til
halds og trausts í skálanum í Jökul-
dal. Læknirinn á Hellu þurfti þó að
líta á ökklana á honum síöar.
Hinir úr hópnum héldu áfram til
Landmannalauga eftir að þremenn-
ingamar urðu eftir í Jökuldal.
Hópurinn heldur síöan áfram ferð
sinni um hálendið og mun koma til
Reykjavíkur á laugardag. Þá munu
hrakningamennimir aftur slást í
hópinn og halda heim á leið á sunnu-
dag.
En hafa þeir hug á aö koma aftur
til aö ljúka ferðinni sem þeir urðu
aö gefast upp á?
„Auövitað. Hvers vegna ekki?“
svömðu þeir einum rómi. „Þótt eitt-
hvaö þessu líkt komi fyrir skyggir
það ekki á ánægjuna sem við höfum
haft af þessum feröum okkar.“
-gse
Frakkarnir þrir og björgunarmenn þeirra voru kátir þegar DV tók á móti
þeim fyrir ofan Sigölduvirkjun. Frakkarnir voru þá aö koma til byggöa eftir
að hafa dvalið i tjöldum í kafaldsbyl, illa haldnir af kali og þreytu. Félagar
í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu voru aö Ijúka við vel heppnaða sextán tíma
björgunarferð. DV-myndir Brynjar Gauti
Á þessu korti má sjá leiö ferðamannanna frá Akureyri og að Jökuldal.
Þeir gistu sex sinnum á leiöinni, þar af þrívegis í tjöldum. Þegar komið var
i Jökuldal voru þrír þeirra skildir eftir i skálanum en hópurinn hélt áfram
i Jökulheima. Þá fyrst náðlst simasamband til byggða til þess aö tilkynna
um kalna og þreytta mennina i Jökuldalsskálanum. Björgunarmenn frá
Hellu fóru á torfærubfl, snjóbfl og tveimur vélsleðum þegar kallið barst.
Torfærubillinn komst allt upp aö Hreysiskvfsl en snjóbillinn fór einn siö-
asta spölinn aö skálanum. Frakkarnir voru sfðan fluttir sömu leið til baka
að Hellu þar sem gert var að meinum þeirra.
Frakkamir þrír, sem Flugbjörgun-
arsveitin á Hellu sótti í skálann í
Jökuldal í fyrrinótt, voru í hópferð á
vegum Fiallaferða sem skipulagt
hafa slíkar ferðir um áraraöir. Hóp-
urinn dvelur hér í tvær vikur, þar
af flesta daga uppi á hálendinu. Gist
er ýmist í skálum eða tjöldum.
Ferð Frakkanna þriggja hófst á
miðvikudaginn í síðustu viku er þeir
lögðu upp frá Akureyri. Leiðin lá
fram Eyjaíjörð, upp Villingadal og
inn á Nýjabæjarfjall. Þar gistu þeir
fyrstu nóttina í tjöldum en ætluðu
að ná að skálanum við Laugafell
næstu nótt. Vegna óveðurs náði hóp-
urinn þó ekki nema í skálann
Bergland við Urðarvötn. Næsta dag
fór hópurinn leiöina sem átti að fara
daginn áður og gisti í Laugafelli.
Daginn eftir var stefnt á gistingu í
skálanum í Jökuldal og haidiö suö-
austur Sprengisand. En á göngu
hópsins skall á mikill bylur, bæði
með ofankomu og skafrenningi. Þá
missti einn Frakkanna vettling sem
fauk út í hríðina. Annar var orðinn
örmagna og átti erfitt um gang. Hóp-
urinn gafst upp áður en hann náöi í
skálann og tjaldaði um tíu kílómetra
norðan við Jökuldal. Til þess aö verja
tjöldin fyrir éljunum reistu þeir snjó-
garða í kringum þau.
Kalinn á annarri hendi
Við þessar aöstæður þurfti hópur-
inn að hafast við í tvær nætur. Þá
var komið í ljós að sá sem misst hafði
vettlinginn, Jean Zoro, var kahnn á
Jean Zoro heilsar Sverri Jónssyni lækni við komuna til Hellu. Pilippe Brasseur horfir á. Jean var illa kalinn á
tveimur fingrum en bar sig vel. Hann hefur ferðast víða að vetri til; í Tíbet, á Svalbarða og í Siberíu.
annarri hendinni og auk þess kaldur
og illa farinn á hinni. Sá sem átti
erfitt um gang áöur, Pihppe Brasse-
ur, var nú orðinn stirður í hnjám og
þurfti að styðja hann.
Þegar eilítið birti upp, eftir tvær
nætur í tjöldunum, lagði hópurinn
énn afstað og náði í skálann í Jökul-
dal. Þá var ijóst að þeir Jean og
Pilippe komust ekki lengra á skíðum.
Reynt var að hringja eftir hjálp til
byggða úr farsíma en ekkert sam-
band náðist. Daginn eftir var því
gripið til þess ráðs að skipta hópnum.
Þeir Jean og Pilippe urðu eftir í skál-
anum og einn tU, þeim til aðstoðar.
Hinir níu héldu feröinni áfram og
ætluöu að hringja eftir hjálp þegar
samband næðist. Það gerðist ekki
fyrr en hópurinn var kominn niöur
í Jökulheima.
Frakkarnir þrír eyddu deginum og
mestum hluta næstu nætur í skálan-
um í Jökuldal. Klukkan rétt rúmlega
fiögur um nóttina komu þrír félagar
úr Flugbjörgunarsveitinni á Hellu að
skálanum á snjóbíl. Frakkamir voru
fluttir í honum að Hreysiskvísl þar
sem þeir vom fluttir yfir í torfæm-
bíl sem ók þeim að Heilsugæslustöð-
inni á Hellu. Þar gerði læknir að
sárum þeirra.
í samtah viö DV sagði Sverrir Jóns-
son læknir að of snemmt væri að
fullyrða um hvort fiarlægja þyrfti
eitthvað af fingmm Jean Zoro en
hann heföi haft ansi slæmt kal á
tveimur fingrum. Pilippe Brasseur
heföi verið með festumein í hnjám,
en þau ættu eftir að jafna sig.
-gse
tjöldum í kafaldsbyl
- einn kól og annar örmagnaðist
Flugbjörgunarsvertin á Hellu sækir þrjá Frakka í Jökuldal:
Gistu tvær nætur í