Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988.
9
Uflönd
Persaflóamál
endurskoðuð
Bandaríska vamarmálaráðuneytiö
skýrði frá því í gær að stefna banda-
rískra stjómvalda og afskipti banda-
ríska flotans af málefnum Persaílóa
væri nú í endurskoðun, með tilliti til
þess að bandarískum herskipum yrði
áfram beitt til vemdar olíuflutninga-
skipum frá Kuwait.
Talsmaður varnarmálaráðuneytis-
ins, Dan Howard, neitaði hins vegar
að segja hvort breytt yrði þeim regl-
um sem gilda um hemaðarlegar
aðgerðir á flóanum.
Bandaríkjamenn telja nú að átök-
unum við írana, sem staðið hafa
undanfama tvo daga, sé' lokið að
sinni. íranar hafa hins vegar heitiö
því að halda áfram hefndaraðgerðum
gegn Bandaríkjamönnum á Persa-
flóa.
Bandaríkjamenn réðust á tvo olíu-
borpalla írana á Persaflóa á mánu-
dag. í kjölfar þess kom til verulegra
átaka milh bandaríska flotans á fló-
anum og íranskra herskipa og báta.
íranar segja að einn hraöbáta
þeirra hafi sokkið í átökunum og
hafi fimmtán maxms farist með hon-
um. Bandaríkjamenn segja að einnig
Liðlega tvö þúsund
Ijósmyndir glataðar
Svo virðist sem lögreglan í Kah-
fomíu hafi glatað tvö þúsund og
fjögur hundruð ljósmyndum sem
vom meðal gagna yfirvalda í máU
þeirra gegn Sirhan Sirhan sem myrti
forsetaframbjóðandann Robert
Kennedy fyrir um tuttugu ámm.
SkjöLsem nú hafa verið gerð opin-
ber, benda einnig til þess að lögregl-
an hafi á þeim tíma hafnað, án þess
áð rannsókn færi fram, ábendingum
um að fleiri en Sirhan hafi staðið að
morðinu á Kennedy.
Embættismenn segja að svo virðist
sem lögreglan í Los Angeles hafi
hundsað ábendingar um aö skotið
hafi verið meira en átta skotum að
Átta Palestínu-
menn gerðir útlægir
að hafa kynt undir óróa Palestínu-
manna á svæðunum.
Jáfnframt hafa ísraelsmenn nú
gripið fil enn harðari aðgerða en áð-
ur í því skyni að berja niöur uppreisn
Palestínumanna á svæðum þessum,
en átök hafa nú staðið þar í fjóra
mánuði.
ísraelski herinn lokaði í morgun
skólum á Gaza-svæðinu végna gruns
um að fyrirhugaðar væru aðgerðir
Palestínumanna í tengslum við kom-
andi helgi en þá minnast ísraels-
menn afmælis ísraeiska ríkisins.
Fjölmiðlar í ísrael sögðu að lokun
skólanna miðaði einnig aö því að
koma í veg fyrir óeiröir meðan jarð-
arfor Khaliol Al-Wazir, leiðtoga
Frelsissamtaka Palestínu, PLO, sem
myrtur var í Túnis á laugardag, færi
fram.
ísraelsk yfirvöld gerðu í gær átta bakkanum og Gaza-svæðinu. Líkt og
Palestínumenn til viðbótar útlæga þeir sem áður hafa verið sendir í
af herteknu svæðunum á Vestur- útlegð eru þessir átta grunaðir um
Átta Palestinumenn sem i gær voru gerðir útlægir af herteknu svæðunum.
Símamynd Reuter
Embættismaður með byssuna sem
Sirhan Sirhan notaði til að myrða
Robert F. Kennedy með fyrir tæpum
tuttugu árum. Símamynd Reuter
Kennedy í Ambassador hótelinu í
Los Angeles þann 5. júní 1968. Hafi
svo verið sé ljóst að fleiri en einn
aðih hafi staöið að morðinu, því
byssa Sirhan tók aðeins átta skot.
Sirhan Sirhan, sem er jórdanskur
að uppruna, var dæmdur til dauða
fyrir morðið á Kennedy en dómi hans
breytt í lífstíðarfangelsi þegar Kali-
fornía hætti að beita dauðarefsingu
árið 1972.
Embættismenn skýröu einnig frá
því í gær að svo virtist sem ýms sönn-
unargögn málsins hefðu glatast. Þar
á meðal sönnunargögn sem yfirmenn
lögreglunnar höfðu undir höndum.
Dráttarbátar að slökkvistörfum við breska olíuflutningaskipið York Marine,
sem íranar réðust á síðastliðinn mánudag. Simamynd Reuter
viröist svo sem írönsk freigáta hafi áfram í gær og réðust þá á olíuflutn-
sokkið í átökunum. ingaskip frá Sameinuðu arabísku
íranar héldu aðgerðum sínum furstadæmunum.
skápar í úrvali
Eigum til margar stærðir og gerðir
af sjónvarps- og videoskápum
Fást í 4 viðartegundum
Gott verð
4/.
1
i
1 1 i i * ! .“1 i |
—c ’fvfslK'
| Jmlj
!
a
^ n: _l l{)
X
f
—>
husgagna-hollin
REYKJAVÍK