Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988. 19 Lífsstíll Verkfall verslunarmanna hefst á föstudag: Síðasta tækifærið til að hamstra A fóstudaginn næstkoinandi hefst verkfall verslunarmanna þannig að í dag er í raun síðasta tækifærið til að gera innkaup. Að vísu má kaupmaðurinn á hominu hafa opið, eigendur verslana mega afgreiða ásamt fjölskyldum sínum. Þar sem flestar stærri heildversl- anir koma einnig til með að loka má búast við vöruþurrð ef verkfall dregst á langinn. Þó verður mjólk- urvörum áfram dreift og bakarar mega baka og selja brauð, þannig að af þessum vörum verður nóg. Aðrar vörur ganga hins vegar til þurrðar ef teygist úr verkfalli. Birgja sig upp í dag Það er því ráðlegt að birgja sig vel upp í dag, því auk þess sem vörur gæti farið að vanta er ljóst að vöruverð er mun hærra hjá „kaupmanninum á horninu" og ekki ólíklegt að það hækki enn ef samkeppni frá stórmörkuðum hættir aö gæta. Undanþágur Samkvæmt upplýsingum, sem DV aflaði sér hjá Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur, er ekkert ljóst Neytendur um undanþágur enn sem komið er. Verkfalhð er allsherjarverkfall og undanþágur verður að sækja um þegar það er hafið. Þá verður tekin afstaða til hvers máls fyrir sig hvort undanþága verður veitt eða ekki, en þó er ljóst að þær eru ekki gefnar án góðrar og gildrar ástæðu. Eins og fyrr greinir mega bakarar baka áfram en aðstoðarmenn þeirra fara í verkfall. Það er því alveg á huldu hversu miklu bakar- ar geta annað sjálfir, jafnvel þótt þeir hafi maka og böm sér til að- stoðar. Eins er með mjólkurdreifingu. Þeir sem henni dreifa em í Dags- brún en allt skrifstofufólk er í V.R. Það er því hægt að dreifa mjólkinni en hvorki hægt aö skrifa út reikn- inga né nótur, þannig að óvíst er hve lengi verður hægt að senda mjólkurvörur í þær verslanir sem opnar verða. Verðbólga i verkfalli Slíkt verkfall skapar óvenjulegar aðstæður sem bjóða þeirri hættu heim að vöraverð hækki verulega. Litlar hverfaverslanir era að jafn- aði með mun hærra vöraverð en stórmarkaðir og vitað mál að það mun ekki lækka við það að stór- markaðir loka. Sú verðsamkeppni, sem í gangi er, heyrir sögunni til í slíku verkfalli og næsta líklegt að einhveijir sjái sér þar leik á borði til að maka krókinn. Fólk ætti því að birgja sig vel upp af þeim vöram sem eitthvað geymsluþol hafa, svo sem þurrkuðum baunum, dósamat, frystivöru og öðra slíku. Grænmeti og ávextir hafa hins vegar tak- markað geymsluþol þannig að ekki er ráðlegt að fjárfesta um of í slíkri vöru. í dag er síðasta tækifærið sem fólk hefur til að kaupa matvöra á stórmarkaðsverði og má búast við að í nógu verði að snúast í stór- mörkuðum i dag þar sem sumar- dagurinn fyrsti er á morgun og verslanir því lokaðar. Ef einhver getur ekki birgt sig upp i dag er þó ekki öll nótt úti því verslunarmenn á Suðumesjum fara ekki í verkfall fyrr en á mánudag. Þaö getur verið þess virði að skreppa í Hagkaup í i dag Njárðvíkum á fóstudag eða laugar- dag til að birgja sig upp, því ljóst er að ef til verkfalls kemur getur það vel dregist á langinn. -PLP Matarinnkaup fyrir verkfallið Nú, þegar ljóst er að stefhir í verk- fall verslunarfólks, verður fólk að fara að huga að ráðstöfunum með matarinnkaup. Frosin matvæli Á velflestum heimilum eru ein- hvers konar frystigeymslur, frysti- skápar eða -kistur. Margir eiga hins vegar ekki annað en litla kæhskápa með litlum frystihólfum. Þau hólf taka ekki mikinn mat og auk þess hafa þau ekki sömú frystigétu og skápar með sérstökum frystigeymsl- um. Eigendur slíkra skápa geta htið gert í því að bjrgja sig upp af frosn- um matvælum og verða því að snúa sér að öðra. Þeir sem hafa góðar frystikistur/- skápa ættu að geta keypt inn frysti- vöra th langvarandi geymslu. Það vih nú brenna við hjá mörgum að frystigeymslumar séu hálffuhar af matvælum sem aldrei verða notuð. Því er upplagt að byija á því að taka svolítið th í frystinum, henda því sem má henda og raða inn aftur á eins hagkvæman hátt og mögulegt er. Það sem örugglega verður að geymast í frysti er kjöt og fiskur. Ef keyptur er fiskur í einhveiju magni er ljóst að helmingi minna fer fyrir flökum í geymslu en fiski í hehu. Hafið því fiskinn í flökum og þá hent- ugum pakkningum og því magni sem þarf að nota í hvert sinn. Sama ghdir um kjöt, það kemst meira af nýtanlegu kjöti í frystinn ef það er beinlaust. Því er best að einbeita sér að innkaupum á sem mestu af beinlausu kjöti, svo sem kjöthakki, farsi eða öðra beinlausu kjöti. Ekki fyha frystinn af hlutum sem má geyma annars staðar eða óþarfa matvælum eins og stórum íspökk- um. Geymsluþolnar vörur Margar matvörar eru þannig unn- ar að þær hafa mikið geymsluþol án þess að vera í frysti og má þar nefna þurrkaða og niðursoðna vöra. Sem dæmi um þunricaða vöra era hrís- gijón, pasta og baunir. Aha þessa vöra má nota éina sér (sbr. umfjöllun um baunir í DV -14.4. sl.) eða með öðrum mat, kjöti eða fiski. Gott er að nota hrísgijón, baunir og’ pasta sem meölæti með öðru í stað vöru með minna geymsluþol eins og græn- metis og þar með taldar kartöflur. Niðursoðin matvæh hafa mikið geymsluþol en era misdýr. Hins veg- ar þurfa þau ekki sérstaka kæli- geymslu. Við breytingar á tollalög- gjöfinni um áramót lækkaði niðursuðuvara töluvert og má þar nefna tómata og baunir. Kjöt er til niðursoðið og einnig fiskur og þá sem fiskbollur eða fiskbúðingur. Hér á landi er framleitt töluvert af geymsluþolnum mjólkurvörum og era þær merktar sem G-vara og þurfa óopnaðar umbúðir ekki kæh- geymslu. Mjólk, kaffirjómi, þeyti- ijómi og kókómjólk eru dæmi um slíka vöra en athugið alla dagstimpla sem gefa th kynna hvenær geymslu- þohö rennur út. Þó er útlit fyrir að takist aö halda áfram mjólkurdreif- ingu, a.m.k. fyrst um sinn, þannig að ekki ætti að vera skortur á fersk- um mjólkurvöram. Vörur með lítið geymsluþol Mikið af matvælum, sem seld eru fersk, eins og ávextir og grænmeti, hefur htiö geymsluþol og þarf undan- tekningarhtið að’ geymast í kæh. Gerið því engin stórinnkaup á jafn- viðkvæmri vöra og ávextir og grænmeti eru. Rýmið th í kæhskápn- um og geymiö annars staðar vöra sem ekki útheimtir kæhgeymslu. Athugið vel aha dagstimpla á við- kvæmri vöru og varist að kaupa í miklu magni vöru sem er á siðasta snúning. -JJ J6? .* í'w m M m É iiJ jH* H rw ^ m H SÉT «1 M m£ ^ ^ 91 m M m M ^ V | I tbr 13 Niðursoðin matvæli eru til í miklu urvali. Verkfall verslunarmanna: 'W' W • * Hverjrr hafa opið? Eins og fram hefur komið i frétt- um DV ætla ýmsar stærri verslanir aö reyna aö hafa opið meðan á verkfalh verslunarmanna stendur. Þessar verslanir era: Kjötmiðstöðin, Garðabæ, Kostakaup, Hafnarfirði, Hólagarður, Breiðholti, Hraunver, Hafnarfirði. Auk ofantaldra verslana má gera ráð fyrir að flestar smærri hverfa- verslanir hafi opiö meðan á verk- falh stendur, enda mega þeir verslunareigendur sem alla jafna starfa S sínum verslunum, halda því áfram, með aöstoð fjölskyldna sinna. Það vekur athygh að Kjötmið- stöðin og Kostakaup hyggjast hafa opið á þeim forsendum aö þar séu kjötiðnaöarmenn að störfum, og afgreiði þeir alla jafna. Þeir muni því halda því áfram, þrátt fyrir að afgreiðslufólk sé í verkfalli. Versl- ’unarmannafélög túlka þetta á amian veg og segja aö með þessu séu kjötiðnaðarmenn að ganga rnn á starfsvið þeirra. Þeir kjötiðnaðar- menn sem stundi afgreiðslu séu því verkfahsbrjótar og veröi þeir stöðvaðir. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.