Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988. 11 Utlönd Ótrúleg fylgisaukning norska Framfaraflokksins Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Mikill manafjöldi var saman kominn á landsþingi norska Fram- faraílokksins sem haldið var í Bergen um helgina. Þinginu var sjónvarpað í norska sjónvarpinu og formaður flokksins, Carl I. Hag- en, beindi máh sínu ekki síður til sjónvarpsáhorfenda en ílokks- bræðra sinna á þinginu. Framfaraflokkurinn, sem er lengst til hægri af öllum norskum stjómmálaflokkum, getur státað af ótrúlegri fylgisaukningu síðustu mánuðina. Stjómmálamenn ann- arra flokka hafa hingað til ekki viljað taka Framfaraflokkinn al- varlega en hafa htið á Carl I. Hagen eins og nokkurs konar hirðfífl eða öhu heldur þingfífl. En það voru mistök sem Hagen hefur notfært sér og nú hefur fylgi hans marg- faldast. Sums staðar í Noregi er flokkurinn orðinn stærstur ahra flokka. Á landsþinginu í Bergen talaði Hagen blaðlaust í tvo tíma og fagn- Carl I. Hagen, formaður norska Framfaraflokksins, talar mál sem almenningur skilur. Sums staðar i Noregi er flokkur hans orðinn stærsti flokkurinn. Hér sést Hagen fagna sigri i sveitarstjórnarkosningunum i september i fyrra ásamt konu sinni Eli. -Símamynd Reuter aðarlátum viðstaddra ætlaði aldrei að Unna eftir ræðuna. Hagen talar mál sem almenningur skilur. Setn- ingarnar eru stuttar og einfaldar og stofnanamálið forðast hann eins og heitan eldinn. Stóryrðin em aft- ur á móti aldrei spöruð, sérstaklega ekki þegar ráðist er á óvininn, sem er ríkisbáknið og stjórnkerfiö. Þeir sem þar sitja em hin raun- verulega yfirstétt í Noregi, að áliti Framfaraflokksins. Niður með kerfiskallana og andlausa stjórn- málaménn, er eitt af slagorðum flokksins. Þeir hafa nefnilega hvorki rétt né getu til þess að stjóma. Það er fijáls samkeppni og eftirspurn sem á að stjórna landinu. Hinir flokkarnir hafa svikið ykk- ur, sagði Hagen og beindi máh sínu til sjónvarpsáhorfenda. Almenn- ingur er skattpíndur og peningun- um ykkar er eytt í lúxús handa kerfisköllum og flóttamönnum. Framfaraflokkurinn vill loka landinu fyrir flóttamönnum, leggja niður aUan ríkisrekstur, til dæmis á sjúkrahúsum og bamaheirmlum og frjáls eftirspum á að ráða öUu. Fyrirtæki eða landbúnaður og veiðar sem ekki skUa arði á aö leggja niður tafarlaust. Þessar og fleiri sparnaðarráðstafanir munu fyrst og fremst koma almenningi og lægri stéttum til góða, segir Hagen. Framfaraflokkurinn hefur aldrei þurft að sanna mál sitt með því að eiga aðild að ríkisstjórn en sífellt fleiri trúa á hin einfóldu boöorð flokksins. Síðustu skoðanakannan- ir benda tU þess að Framfaraflokk- urinn eigi nú fylgi sextán prósent allra kjósenda í Noregi. Þetta hafa þeir tekið frá Hægri flokknum og nú í vaxandi mæU einnig frá Verkamannaflokknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.