Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988. 17 Lesendur Athugasemd frá Flugleiðum: Ekki okur í innanlandsflugi í gær, mánudaginn 18. apríl, birtist í lesendadálki DV bréf frá „Jóni Sig., V.R.-félaga“ um „okur á innanlands- flugleiöum Flugleiða". Þar sem bréfritari er með mjög al- varlegar ásakanir í garð Flugleiða og byggir þær á röngum staðhæfing- um um fargjöld, verður ekki hjá þvi komist að gera athugasemd viö skrif hans. Jón Sig., V.R.-félagi, segir í grein- inni að það sé 163% dýrara aö fljúga pr. mílu í innanlandsflugi en á Evr- ópuleiðum hjá félaginu, Hann byggir þetta á dæmi um samanburð á „lægstu“ fargjöldum milli Akur- eyrar og Reykjavíkur annars vegar og milli Keflavíkur og London og Keflavikur og Kaupmannahafnar hins vegar. Orðrétt segir Jón Sig., V.R.-félagi: „Akureyri, fram og til baka 320 míl- ur, lægsta verð kr. 7.234.“ - Þama er rangt með farið hjá Jóni Sig. Lægsta fargjald milli Akureyrar og Reykjavíkur er ekki kr. 7.234, heldur kr. 3.517 og munar þar miklu. Hæsta fargjald á þessari flugleið er hins vegar kr. 7.034 (ekki kr. 7.234). Lægsta fargjaldið til Akureyrar er því kr. 11.00 per mílu, og til London kr. 8.61 per milu. Munurinn er því 27,6%, en ekki 163% eins og Jón Sig.. hélt fram í bréfi sínu. Vona ég að um einfaldan misskiln- ing hafi verið að ræða hjá Jóni Sig„ því það er alvörumál og ábyrgðar- hluti að fara svo rangt með stað- reyndir, sem hann gerði, í svo harðorðu bréfi, sem hann skrifaði í DV í fyrradag. Varðandi þann mismun, sem þó er þarna um að ræða á fargjaldi pr. mílu í innanlandsflugi og millilanda- flugi, þá er það að segja, að hann er síst óeðlilega hár. Hann stafar m.a. af því, að hægt er að nota mun stærri og afkastameiri flugvélar í millilnda- flugi sem þýðir mun lægri reksturs- kostnað pr. sæti. Einnig eykur það mjög á allan kostnað innanlandsflugsins hve flug- vellir innanlands eru slæmir og illa búnir tækjum. Þetta kallar á aukinn viðhaldskostnað, en einnig þýðir þetta mun lakari nýtingú flugvél- anna en ella, m.a. vegna þess að ljósabúnað og önnur tæki vantar á flesta flugvelli innanlands. Gefur auga leið, að ef aðeins er hægt að nýta flugvélar í 1500-1700 klst. á ári af þessum sökum (eins og raunin er á íslandi), í stað 2200-2500 klst. eins og tíökast með sömu flug- vélategundum erlendis, þá dregur slíkt mjög úr hagkvæmni, einkum ef litiö er til þess, að hver ný flugvél af sambærilegri gerð kostar á bilinu 300 til 500 milljónir kr. En þrátt fyrir það sem hér hefur verið sagt um aðstæður hér á landi, þá hefur nýlegur samanburður við önnur lönd leitt í ljós, að þar sem um innanlandsflug á sams konar eða sambærilegum flugvélum er að ræða, eru fargjöld síst hærri á ís- landi. - Öllum dylgjum Jóns Sig., V.R.-félaga um „okur á innanlands- leiðum Flugleiöa" er því visað á bug. Með þökk fyrir birtinguna, Upplýsingadeild Flugleiða, 19. apríl 1988. HEMIAHIJJTIRÍ VÖRUBÍLA • Hemlaborðar í alla vörubíla. • Hagstætt verð. • Betri ending. ®] Stilling Skeifunni 11,108 Reykjavik Slmar 31340 & 689340 halda skátarnir í Kópavogi sína árlegu kaffisölu í Félagsheimili Kópavogs (uppi) frá kl. 3—6. Hlaðborð með girnilegum kökum. Einnig verða skátarnir með kaffi, vöfflur og rjóma í Digranesi meðan á skemmtiatriðum stendur. Styrkið okkur í starfi! KVENNADEILDIN URTUR & SKÁTAFÉLAGIÐ KÓPAR UTSÆÐI Jón er byrjaður að selja hinar mörgu tegundir af útsæði að Síðumúla 34. „Ég vil ekki gera þetta að algildri dæmi- sögu; ung manneskja mætir vondum heimi. Þetta ertilfinning sem allir þekkja," segir Kjartan Ragnarsson í DV-viðtali á föstudag. En næstkomandi sunnudag verður eitt frægasta verk William Shakespeare frum- sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur. í viðtalinu ræðir Kjartan um uppfærsluna og þessa frægustu persónu leikbókmenntanna. Á sunnudag verður stór viðburður hjá íslensku hljómsveitinni en þá verðurfrumflutt tónverkið Sturla eftir Atla Heimi Sveinsson við samnefnt frumort Ijóð eftir Matthías Johann- essen, Ijóðskáld og ritstjóra. Á undan tónlistarflutningnum verður afhjúp- að myndverk eftir Hallstein Sigurðs- sonJistamann. DVsegirfrá þessum viðburðiáföstudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.