Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988. 33 Lífsstfll Dreymdi 2 tölur og vann 2,5 milljónir: „Trúi að þetta sé fyrirfram ákveðið" í nóvember síðastliðnum duttu Lilja Snorradóttir og maður hennar í lukkupottinn. Þau fengu vinning að upphæð 2,5 milljónir. DV spurði Lilju hvemig það ber- að þegar stór vinningur kemur í hlut þess sem spilar í lottói. Rumskaði á fjórðu tölu „Við vorum vön að spila með sinn miðann hvort. Þegar dráttur fór fram í Sjónvarpinu var það ég sem sat fyr- ir fyrir framan skjáinn og fylgdist með,“ sagði Lilja. „Hann hafði lagt sig og ég fór aðeins yfir minn miða. Þar var ekkert spennandi svo ég fór korteri seinna og spurði manninn minn hvort ég ætti að fara líka yfir hans miða. Hann jánkaði því og hélt áfram að sofa. Hann heyrði mig fara yfir miðann sinn og þegar ég var komin í fjóra rétta þá fór hann aðeins að taka við sér. Síðan komu 5 réttir og við urðum mjög ánægð. Það tók okkur einhvem tíma að róa okkur niöur. Síðan hringdum við og athug- uðum hve margir vom með 5 rétta. Við héldum að nokkrir væra einnig með 5 rétta því það er jú algengast. Þegar þaö svo kom íljós að við vorum ein með allt rétt dönsuðum við um og féllumst í faðma.“ Vorum að leita að íbúð - Hve miklu hefúr vinningurinn breytt hjá ykkur? „Bíllinn okkar var ekki upp á marga fiska þegar þetta var. Við höfðum skoðað ágætisbíl sem okkur langaði til að kaupa. Við keyptum hann auðvitað. Síðan var ætlunin að leigja íbúð. Við hættum við það því nú gátum við fest kaup á minni íbúð sem við ætlum að byrja á. Það má þvi segja áð þessi vinningur hafi gef- ið okkur þann möguleika að kaupa bæði íbúð og bíl.“ Finnst þetta allt fyrirfram ákveðið - Hvað er þér efst í huga þegar gæfan blasir við á þennan hátt? „Þetta gefur mér trú um að gæfan geti virkilega brosað við einstakl- ingnum. Framtíðin er óneitanlega bjartari. Ég held hins vegar að þetta sé alit fyrirfram ákveðið. Örlögin stjórna þessu. Hvar vinningur á að hafna er búið að ákveða fyrir löngu.“ - Hvemig skýrir þú það út í þínu tilfelli? „Þegar við fóram að athuga hvem- ig þessi vika hafði Uðið var okkur það ljóst að margir hlutir höföu gerst sem bent geta til þess að eitthvað gæfulegt myndi gerast. Maðurinn minn gaf mér t.d. úr í afmælisgjöf sem bent getur til þess að tímar myndu breytast og einnig keyptum við skyrtu á hann sem á stóð: „Fort- une smiles on us“. Síðan kom þetta fæst í blaðasölunni # a járnbrautarstöðínni r i Kaupmannahöfn. einnig fram í draumum mínum. í einum draumnum áður en miðinn var fylltur út dreymdi mig að við værum að flytja og fjárhættuspil var með í draumnum. Bróðir minn var þarna og var hann mjög sorgmæddur og sagði tvær tölur; 16 og 32. Þessar tölur setti ég síðan á báða seðlana sem við spiluðum með.“ -ÓTT Hjónin Lilja Snorradóttir og Carl John Adams unnu stóran vinning í lottói. Litja segist trúa aö fyrirfram sé ákveðið hvar vinningar hafna. Flateyri: r * 1 Guömundur Finnbogason, verksljóri hjá Hjálmi á Flateyri, vann nýlega 2,4 milijónir í lott- óspilinu. Honum var boðið suður til að veita vinningi viötöku og kom þá m.a; fram í sjónvarpi. Þegar athygli landsmanna beind- ist að honum mæltist hann til þess að afgreiðsla lottósins kæmi einnig til Flateyrar því Flateyr- ingar áttu langt aö sækja í næsta afgreiðslustað. Viðbrögð urðu skjót. Nú hafa Flateyringar sinn eigin afgreiðslustað. Fólk í drelfbýli gleymist oft „Nú þurfum viö ekki lengur að leita til ísafjarðar tíl þess að spUa í lottóinu," sagði Guömundur. „Ég var nú reyndar með 10 vikna seðU en það er sama, við verðum að njóta þessarar þjónustu eins og aðrir. Eldra fólk hér og al- mennt viröist hafa mikla ánægju að því að taka þátt í hvers konar spUum og leikjum. Margt eldra fólk hér, sem ekki spUaöi áður, spilar nú í lottóinu eftir að kass- inn kom. Það er gott að ferð min suður gat leitt eitthvað gott af sér fyrir Flateyringa og þá eflaust fleiii úti á landsbyggðinni. Þeir geröu vel við okkur hjá Getspánni. Okkur var boðin ferð suður og gisting. Annars trúöi ég því nú aldrei fyrr en ávísurún var i mínum höndum að við hefðum unnið svona mUUö; Ætla að hafa gamla sófa- settið áfram „Margir hafa spurt hvers vegna við kaupum nú ekki nýtt sófasett í stofúna þar sem fjárhagurinn hefur batnað svo mikiö. Ég vU nú bara svara því þannig að gamla settiö sem er frá 1974 er bara svo ágætt, þaö er þægUegt aö sofna í þvi Við þurfum ekkert á leðursófasetti aö halda eins og fólk í dag viröist almennt kaupa sér. Aðalatriðið er að vera án- ægður með það sem maður hefur.“ -ÓTT anon Ljósritunarvélar FC-3 kr. 36,900 stgr. FC-5 kr. 39.990 stgr. Skrifvélín, sími 685277 RAKATÆKI MIKIL VERÐLÆKKUN Verð f rá kr. 2.300.- Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbrauf 16 - Sími 69 16 00 STALGRINDAR- HÚS - Auðveld í uppsetningu - Stuttur byggingartími - Sveigjanleg byggingakerfi - Breytingar auðveldar - Stálklæðning frá Inter Profiles - Stéinullareinangrun - SFS festingar - C og Z langbönd frá Inter Profiles - Ókeypis kostnaðaráætlanir VERÐIÐ ER HAGSTÆTT GARÐASMIÐJAN GALAX SF. LYNGÁS! 15 210 GARÐABÆ SÍMI 91-53511 GÆÐI XJR STÁLI Úrval Tímarit fyrir alla HENTAR ÖLLUM ALLS STAÐAR - Á FERÐALAGINU JAFNT SEM HEIMA MEÐAL EFNIS: Skop 2 • Bölvun Keimedyættarinnar 3 • Gefðu þér tíma til að hlæja 9 • Beitir þú huganum rétt? 14 • Aætlunin Pedro Pan 18 • Fyrirsát í Silkiskarði 25 • Hugsun í orðum 32 • í vanda staddur í vetrar- skógi 34 • Woody Allen og myndimar hans 40 • Vísindi fyrir almenning: Ætla að afhjúpa leyndardóm risaapans 47 • Böm og íþróttir: I: Æfingin skapar meistarann 51 • II: Fjölhæfhi 66 • Em læknavísindin á réttri leið? 59 • Segðu það með tónum 80 • Reimleikar á 20. öld: I: Skálastúfur 81 • II: Lestarbúinn í Láru 85 • Síðasti herpósturinn 90 • Völundarhús 96 •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.