Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIO Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrifft - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988. Einbúi skotinn til oana a noimin sinu - annar maður fannst látinn á vinnustað sínum með skotvopn sér við hlið Sakadómur Reykjavíkur: Tíu ára ffang- elsi vegna - manndráps í Sakadómi Reykjavíkur var í morgun kveöinn upp dómur yfir Svani Elí Elíassyni, 29 ára verka- manni. Svanur Elí var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðiö Jóhannesi Halldóri Péturssyni ^að bana á heimili Svans Elís aðfara- nótt 7. nóvember 1987. Banamein Jóhannesar Halldórs var köfnun. Svanur Elí herti háls- bindi að hálsi Jóhannesar með fyrrgreindum afleiðingum. Bindið markaði 0,7 sentimetra djúpt far á hálsi Jóhannesar Halldórs. Ekki þykir ljóst hvort þetta gerðist í átök- _ um sem urðu á milli þeirra eða eftir þau. Svanur Elí ber því við að hann hafi verið undir miklum áhrifum áfengis og lyfja. Svanur Elí sagði meðal annars að Jóhannes Halldór hefði leitað á sig kynferðislega og við það hefði hann tryllst. Ekkert í gögnum málsins styður þennan framburð. Svanur Elí segir að til átaka hafi komið á milli þeirra með þeim hætti að þeir hafi aðeins tekið á fótum hvor annars. Þessi frásögn er í miklu ósamræmi við áverka þá sem voru á líkinu. *. Helgi I. Jónsson sakadómari kvað upp dóminn. -sme 18 sinnum í sinuelda Slökkviliðið í Reykjavík var kallað átján sinnum út á síðasta sólarhring vegna sinuelda. Sjaldnast var um hættu að ræða. Seint í gærdag var kveikt í sinu í Fífuhvammslandi í Kópavogi. Þar voru tré við sumarbú- stað hætt komin. Slökkvilið, lögregla og starfsmenn Kópavogsbæjar náðu að slökkva eldinn áður en hann olli skaða. -sme Næsta blað DV kemur út fostudaginn 22. apríl. Smáauglýsingadeildin er opin tii kl. 22.00 í kvöld. Lokað verður á morgun, sumar- daginn fyrsta. Síminn er 27022. Gleðilegt sumar! Bílstjórarnir aðstoða §050 ” SCnDIBiLHSTÖDUl LOKI Ég keypti hundrað pakka af tannkremi í gær! Maður var skotinn tii bana á heimili sínu í Vopnafirði í gær. Maðurinn var þijátíu og þriggja ára gmall einbúi. Hann hafði verið skotinn í btjóst. Ekkert skotvopn fannst á heimili mannsins. Maöur- inn bjó á bæ um sextán kílómetra fyrir norðan kauptúnið á Vopna- firöi. Skömmu áður fannst 45 ára gam- Verkfallsnefnd Verslunarmanna- félags Reykjavíkur hélt fund í gærkvöldi og fjallaði þá um þær und- anþágubeiðnir sem borist höfðu og að sögn Péturs Maack, formanns nefndarinnar, var þeim flestum hafnað. Samþykkt var undanþága fyrir öll dagblöðin, einnig fyrir eina starfs- stúlku hjá Öryrkjabandalaginu og all maður látinn á vinnustað stnum á Vopnafirði. Við hlið hans fannst haglabyssa. Talið er vist að hann hafi fyrirfarið sér. Maðurinn, sem er aðfiuttur, hefur unnið sjálfstætt við smíðar og fleira tilfallandi. Fjórir rannsóknariögreglumenn héldu i gærkvöldi til Vopnafjaröar til að vinna að rannsókn málsins. Ekkert hefur komið fram sem stað- fyrir einn vélagæslumann hjá stór- mörkuðum. Aftur á móti var hafnað undan-- þágubeiöni frá Brauð hf., Ræsi hf„ Ferðaskrifstofunni Sögu, Frón hf„ frá einum kírópraktor, frá lyfjainn- flutningsfyrirtækjunum, sem sóttu um sameiginlega, frá læknum í Do- mus Medica um undanþágu fyrir símavörslu og annað aðstoðarfólk. festir tengsl á milli atburðanna. Mennirair tveir þekktust ekkert meira en gengur og gerist meðal sveitunga. Lik þeirra hafa verið flutt til Reykjavíkur. Hvorugur mannanna mun hafa verið undir áhrifum áfengis þegar atburðirnir áttu sér stað. Enginn hefúr verið handtekinn vegna Og loks var hafnaö undanþágubeiðni frá meðferðarstofnuninni Meðferð. í dag verða fleiri undanþágubeiðnir teknar fyrir en þær streyma nú inn að sögn Péturs Maack og tók hann fram að verkfallsnefndin yrði mjög ströng á allar undanþágur frá verk- fallinu. málsins og til þessa hefur aðeins eitt skotvopn fundist Sigurður Helgason sýslumaöur sagði í morg- un að aðeins hefði farið fram frumrannsókn á málinu til þessa. Unnið var aö rannsóknum til klukkan þijú í nótt og hófust þær á ný um klukkan níu í raorgun. Suðurland: Verkfall á sjúkrahúsum Starfsfólk sjúkrastofnana á Suður- landi hefur boðað verkföll næstu daga. Samninganefnd Alþýðusam- bands Suðurlands fór á fund sátta- semjara kl. 10 í morgun en niðurstaða þess fundar er enn ekki ljós. Á Hellu hefur Verkalýðsfélagið Rangæingur boðað verkfall á dvalar- heimilinu Lundi næstkomandi fóstudag, 22. apríl. Stjóm dvalar- heimilisins hefur beðið um frestun verkfalls en ekki hefur verið ákveðið hvort frestur verður veittur. Á Selfossi hefur Verkalýðsfélagið Þór boöað verkfall hjá starfsfólki á sjúkrahúsinu og á Ljósheimum, langlegudeild fyrir aldraða. Verk- falliö hefst aðfaranótt miðvikudags- ins 27. apríl. Ingibjörg Sigtryggsdótt- ir, formaður Verkalýðsfélagsins Þórs sagði í samtali við DV í morgun að ef ekki gengi saman myndi starfsfólk í þvottahúsum bætast í verkfalls- hópinn fóstudaginn 29. apríl. í Hveragerði hefur Verkalýðs- og sjómannafélagið Boðinn boðað verk- fall hjáræstingafólki á náttúrulækn- ingaheimilinu og dvalarheimili aldraöra þriðjudaginn 26. apríl. Starfsfólk í þvottahúsi dvalarheimil- isins fer einnig í verkfall sama dag. Allsherjarverkfall er boðað frá 29. apríl í Hveragerði. -JBj Ingvi Hrafn fámáll: Sný mér að nýjum verkefnum „Á þessum tímamótum lít ég hik- laust með stolti yfir farinn veg og gleðst yfir því trausti sem fréttastofa Sjónvarps nýtur þrátt fyrir að stund- um hafi gefið á bátinn eins og verða vill,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri Sjónvarps, þegar DV leit- aði eftir viðbrögðum hans við brott- vikningu hans frá Sjónvarpinu. „Ég óska stofnuninni alls góðs eins og ég hef alltaf gert í störfum minum sem fréttastjóri. Ég hefði að visu vilj- að að starfsferli minum við stofnun- ina hefði lokið með öðrum hætti en nú er bara að snúa sér að nýjum verkefnum," sagði Ingvi Hrafn og vildi ekki tjá’sig frekar um málið. -JBj - sjá einnig bls. 5 -S.dór Veðrið á morgun: Hlýnandi veður Á morgun, sumardaginn fyrsta, lítur út fyrir hæga aust- an- og norðaustanátt á landinu og eftir frostnótt, boðandi sum- argæsku, verður víðast frost- laust yfir hádaginn. Hiti ætti að komast yfir 5 gráöur sunnan- lands. Skýjað verður austan- lands en annars staðar bjartviðri. -sme Verkfallsnefnd Verslunarmannafélags Reykjavikur kom saman í gærkvöldi til að fjalla um þær undanþágubeiðnir vegna verkfallsins sem borist höfðu til nefndarinnar. Pétur Maack, formaður verkfallsnefndar, situr fyrir enda borðsins og flettir skjölum. Með honum í nefndinni eru Böðvar Pétursson, Kristinn Stéfánsson, Jónina B. Grétars- dóttir, Anna Sveinsdóttir, Ása Jörgensdóttir og Edda Kjartansdóttir og svo er á myndinni Baldvin Hafsteinsson, lögfræðingur félagsins, og les yfir öxl Péturs. DV-mynd GVA Undanþágubeiðnir streyma til verkfallsnefndar: Flestum beiðnum hafnað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.