Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988. Utlönd Allir gíslamir látnir lausir í Algeirsborg í moigun Allir gíslamir, sem verið hafa í haldi flugræningja um borð í Boeing 747 þotu frá flugfélagi Kuwait í sex- tán daga, voru í morgun látnir lausir. Gislarnir, sem undir það síðasta voru þrjátíu og einn talsins, fóru úr flug- vélinni í dögun i morgun. Virtust þeir, að sögn sjónarvotta, tiltölulega vel á sig komnir, þrátt fyrir liðlega tveggja vikna ógnarástand. Skömmu áður en gíslamir gengu frá borði fluttu alsírsk yfirvöld flug- ræningjana á brott. Ekki er vitað hvert þeir voru fluttir. Segja sjónar- vottar að flugræningjarnir hafi yfirgefið farþegaþotuna í tveim hóp- um. Um fjörutíu og fimm mínútum áður en gíslarnir yfirgáfu vélina voru fjórir eða fimm menn, sem tald- ir eru hafa verið úr hópi flugræningj- anna, fluttir á brott frá þotunni. Um þijátíu mínútum síðar var afgangur flugræningjanna síöan fluttur á brott. Aðspurður um dvalarstað flugræn- ingjanna í morgun sagði El-Hadi Kheridi, innanríkisráðherra Alsír, að það væri mál Alsírmanna. Sagði ráðherrann að meginatriði málsins hefði verið aö bjarga lífi gíslanna og það þýddi ekkert að ræða einstök atriði þess samkomulags sem náðist við flugræningjana. Flugræningjamir höföu gert kröfu um að sautján félögum þeirra, $gm afplána dóma fyrir sprengjutilræði í Kuwait, yrði sleppt úr haldi. Yfirvöld í Kuwait neituðu alfarið aö verða við þeirri kröfu. í Kuwait sögðu tals- menn stjórnvalda í morgun að Alsírmenn hefðu samið við flugræn- ingjana um að þeir fengju að fara frjálsir ferða sinna, eftir aö þeir gáfu sig yfirvöldum á vald. Ekki er vitað með fullri vissu hverj- ir flugræningjamir voru, en þeir eru taldir vera félagar í samtökum öfga- sinnaðra múhameðstrúarmanna í Líbanon. Flugræningjarnir hafa notið stuön- ings annarra öfgahópa múhameðs- trúarmanna í Líbanon, sem meöal annars hafa haft í hótunum um að myrða vestræna gísla, sem þeir hafa í haldi, ef tilraun yrði gerð til að taka þotuna með valdi. Eftir að flugræningjamir voru komnir til Algeirsborgar virtust samningaumleitanir viö þá ganga mun betur en til þess tíma. Þeir gérðu aðeins einu sinni kröfu um að fá að fljúga áfram til ótilgreinds áfangastaðar en ítrekuðu þá kröfu ekki og fylgdu henni ekki eftir á neinn hátt. IASHHAD iKÝPUR ALGEIRSBORG TEHERAN *MAROKKÖ KUWAITi (BANKOI Flugræningjarnir tóku farþegaþotuna herskildi þriðjudaginn 5. april þegar hún var á leið frá Bangkok til Kuwait. Þotunni var snúið til Mashhad, í norðausturhluta íran. Þar slepptu flugræningjarnir þegar einum gíslanna. Daginn eftir slepptu flugræningjarnir tuttugu og fjórum konum úr haldi og á fimmtudaginn var þrjátíu og tveim gislum til viðbótar sleppt. Siðar þann dag var sett eldsneyti á þotuna. Föstudaginn 8. april hélt þotan frá Mashhad áleiðis til Beirút i Libanon. Þar reyndu flugræningjarnir að lenda en án árangurs. Ræningjarnir sneru því til Kýpur og lentu þar á flugvellinum í Larnaca seint um kvöldið. Á laugardag myrtu flugræningjarnir einn gíslanna og á mánudag var annar gísl skotinn til bana. Þriðjudaginn 12. apríl tókst svo samkomulag um að þotan yrði fyllt af eldsneyti i skiptum fyrir tólf af gislunum. Seint á þriðjudagskvöld hóf þotan sig síðan á loft frá Larnaca á Kýpur og hélt áleiðis til Alsír þar sem hún lenti á fiugvellinum i Algeirsborg snemma að morgni miðvikudagsins 13. apríl. Siðan hafa samningaumleitanir staðið milli stjórnvalda i Alsír og flugræningjanna og báru þær loks árangur i morgun þegar öllum gislunum var sleppt. Einn gíslanna hélt enn á minjagrip, sem hann hafði keypt sér í Bangkok, þegar hann loks fékk frelsið í morgun. Símamynd Reuter Dukakis vann yfirburðasigur Ólafur Amaisan, DV, New York; Michael Dukakis, ríkisstjóri Massachusettsríkis, virðist nú stefna hraðbyri að þvi að tryggja sér útnefningu Demókrataflokks- ins fyrir forsetakosningarnar í haust. Dukakis vann yfirburöasigur í forkosningunum í New York sem fram fóru í gær. Hlaut hann 51 pró- sent atkvæða. Helsti keppinautur Dukakis, Jesse Jackson, hlaut 37 prósent og Albert Gore hlaut 10 prósent. Stórsigur Dukakis kom nokkuð á óvart því skoðanakann- anir höfðu bent til þess að mjórra yrði á mununum milli hans og Jacksons. ' • Gleðin skein úr andliti Dukakis er hann ávarpaði stuðningsmenn sína í New York í gærkvöldi. Við hlið hans til annarrar handar stóð eiginkona hans, Kitty, og til hinnar handar var frænka hans, Olympia Dukakis óskarsverðlaunahafi. Dukakis sagði að í Iowa hefði hann hlotið bronsverðlaun, í New Hampshire gullið en í gær hefði hann hlotið sín óskarsverðlaun. Hin dagfarsprúði Dukakis tjáði síð- an New York-búum að hann elskaöi þá en í gærkvöldi var Duk- akis mun hressari og kátari en hann hefur hingað til verið. Það er ef til vill ekki undarlegt því sigur- inn í gær var eftil vill mikilvægasti sigur hans í kosningabaráttimni til þessa. h Vv’ * .HP / ^ Michael Dukakis fagnar sigri ásamt Kitty, eiginkonu sinni, og frænku sinni, Olympiu Dukakis óskarsverðlaunahafa. Jesse Jackson óskaði Dukakis til hamingju með sigurinn í gær- kvöldi. Jackson sagði að Dukakis hefði barist á heiðarlegan, málefna- legan og virðingarveröan hátt í þessari kosningabaráttu. Albert Gore beið afhroð í kosn- ingunum í gær og þykir nú næsta ljóst aö hann sé úr leik aö þessu sinni. Gore sagöist myndu ráðfæra sig við vini og ráögjafa í dag og að á morgun væri að vænta yfirlýsing- ar frá honum um framhaldið. Gore á nú í fjárhagsvandræðum og skuldar eina og hálfa milljón doll- ara vegna kosningabaráttu sinnar. Talið er að á morgun muni hann annaðhvort tilkynna að hann dragi sig alveg í hlé eða þá að hann ætli að fara að dæmi Poul Simon og hætta baráttu sinni en vera áfram frambjóðandi að nafninu til. Ástseða hins stóra sigurs Dukakis í gær virðist vera sú að hvítir íbúar New York-ríkis flykktust um hann til að koma í veg fyrir sigur Jesse Jacksons. Dukakis fékk yfirgnæf- andi meirihluta af atkvæðum hvítra en athyghsvert er að Jack- son fékk mun fleiri atkvæði meðal hvítra en Albert Gore. Skýringin á því er sennilega sú að hvítir kjós- endur hafa talið atkvæði greitt Albert Gore kastað á glæ og jafnvel Jackson til framdráttar. Gore lagði mikla áherslu á að fá gyðinga til liðs við sig en án árang- urs. Dukakis fékk nærri þrjáfjórðu hluta af atkvæðum gyðinga. í skoö- anakönnunum sem . gerðar voru fyrir utan kjörstaði kom hins vegar í ljós að um 70 prósent af þeim gyð- ingum sem kusu Dukakis hefðu frekar viljað kjósa Gore. Þeir höfðu hins vegar kosið Dukakis til að stöðva Jackson. Jackson hlaut hins vegar nærri 95 prósent atkvæða blökkumanna. Það er áhyggjuefni fyrir Dukakis að yfir helmingur allra þeirra sem kusu hann sögðust fremur hafa viljað kjósa einhvem annan. Það virðist því Ijóst að Michael Dukakis tendrar engan ástríðuneista í bijóstum bandarískra kjósenda. Fylgi hans á rætur sínar að miklu leyti að rekja til þess að mörgum er illa við Jesse Jackson og einnig til þess að mörgum finnst hann skásti kosturinn úr hópi þeirra frambjóðenda sem fyrir hendi em. í gær var kosið um 255 fulltrúa á flokksþing demókrata. Dukakis fékk 152 fulltrúa, Jackson 88 og Gore. 15. Dukakis hefur nú fengið 1033 fulltrúa en 2089 þarf til að hljóta útnefningu Demókrata- flokksins. Jackson hefur 831 og Gore rúmlega 400. Litlar líkur em taldar á að Dukakis nái þeim fjölda sem þarf til að hijóta útnefninguna en fátt er nú taliö geta komið í veg fyrir að hann fái flesta fulltrúa á þingið. Jesse Jackson fagnaöi sigri á ein- um stað í New York-ríki. í New York-borg marði hann fram sigur á Dukakis og munaði einungis sex þúsund atkvæðum af rúmlega átta hundruð þúsund þegar upp var staðið. Það er kaldhæðnislegt að harðasti andstæðingur Jacksons í New York er Ed Koch, borgarstjóri New York-borgar. Koch, sem studdi Gore, hafði undanfarna daga látið geysilega hörð ummæli frá sér fara um Jackson. í skoðanakönn- unum, sem gerðar vom í gær, kom fram að fólki mislíkaöi framganga og orðaval Koch í garð Jacksons og stuðningur hans við Gore virðist frekar hafa faelt kjósendur frá Gore en laðað að. Á næsta ári em borg- arstjórakosningar í New York og samkvæmt skoðanakönnunum í gaer hefur Koch skaðað möguleika sína á endurkjöri mjög með stráks- legri framkomu sinni í garð Jacksons. Hjá repúblikönum var tíðindalit- ið og lítil þátttaka í forkosningum þeirra. George Bush vann yfir- burðasigur á Pat Robertson sem nú er aðeins að nafninu til fram- bjóðandi. Er Bush nú kominn með 1051 fulltrúa á flokksþing repúblik- ana en 1139 þarf til að tryggja sér útnefninguna. Næsta stóra skrefið hjá demó- krötum em forkosningar sem fara fram í Pennsylvaniu á þriðjudag í næstu viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.