Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. 11 Verkfallsvarslan hjá Verslunarmannafélaginu: Þurfum oftar í verkfall til að vera í þjálfun „Viö veröum sjálfsagt aö fara í verkfall annaö hvert ár til aö halda okkur í þjálfun," var við- kvæöiö hjá verkfallsvörslu Verslunarmannafélagsins í Húsi verslunarinnar. Verslun- armenn hafa ekki farið í verkall síöan áriö 1982 og þá aðeins í tvo daga. Þeir eru því reynslu- litlir í aö sinna verkfallsvörslu. Reyndar þykir mönnum sem mikil umskipti hafi oröiö í „musteri verslunarinnar" þeg- ar það er farið að hýsa verk- fallsverði. Verslunarmenn voru þó fjöl- mennir viö verkfallsvörsluna og hugur í mönnum þegar DV leit við hjá þeim fyrsta morgun verkfallsins. Skipulagið virtist í góðu horfi og verkfallsverðir reiðubúnir að láta til sín taka. Víðast hvar var þó allt með kyrrum kjörum nema hjá Kjöt- miðstöðinni í Garðabæ. Þar var opið í gærmorgun en verkfalls- vörðum tókst að loka verslun- inni fyrir hádegið. Um hádegisbiliö komu boð að sunn- an um að liðsauka væri þörf og nóg var um sjálfboðaliðana. Hópur kvenna reis upp og sagði að það væri hvort eð er búið að henda þeim út einu sinni svo að þær munaði ekkert um að fara aftur. Viö Kjötmið- stöðina virtust krakkarnir hafa mesta skemmtun af tilstandinu og aldrei eins gaman á planinu fyrir framan verslunina. Þeir eiga heldur ekki því að venjast að fjórfóld röð verkfallsvarða standi í dyrunum og meini mönnum að versla. Inni í versluninni sat kaup- maðurinn, Hrafn Bachmann, og þráttaði viö verkfallsverði en veitti þó gosdrykki eins og Inni í Kjötmiðstöðinni sat kaupmaðurinn, Hrafn Bachmann, og þráttaði við verkfallsverði en án árangurs. DV-myndir Brynjar Gauti Við Kjötmiðstöðina i Garðabæ skarst í odda en þar voru verk- failsverðir fjölmennir og lokuðu versluninni. hver vildi. Verkfallsverðir höfðu á orði aö hann hefði aug- lýst nóg að hann ætlaði að brjóta verkfallið. Því kæmi ekki til greina að gefa nokkuð eftir. Viðskiptavinirnir voru ekki allir sáttir við að „fá ekki að kaupa mjólk fyrir börnin sín,“ eins og einn þeirra orðaði það. Einn af félögunum úr Verslun- armannafélaginu vildi líka komast inn til að vinna en var hrakinn burt eftir nokkurt stapp óg orðaskak. Verslunin var þvi lokuð áfram og verk- fallsverðir albúnir að standa vörðinn til kvölds. „Þaö er held- ur ekki svo kalt,“ varð einum þeirra að orði. -GK Kristján Jónsson, í Kjötborg: „Ég gæti trúað að salan væri tvisvar til þvisvar sinnum meiri en venjulega," sagði Kristján Jónsson, kaupmaöur í Kjötborg, einn af kaupmönnunum á horninu sem hafa opið í verkfalli verslunarmanna og selja aldrei meira. „Það hefur allt verið brjálað að gera,“ sagði hann eftir fyrsta morgun verkfallsins. Til þessa hafa kaupmennirnir á horninu látið jafnt og þétt undan síga fyrir stórmörkuðunum en nú snýst dæmið við - í það minnsta me'ðan á verkfalli stendur. Verslunin er rekin af fjölskyldunni og hún þarf ekki að fara í verkfall. „Það selst mest af mjólk en hún hættir fljótt að koma,“ sagði Kristján. „Annars virðast margir hamstra íleira en nauðsynlet ér. Kaffi selst mikið en það verður þó áfram á boðstólum." Kristján vildi fátt segja um gróðann þessa verkfallsdaga, en neitaði þó ekki að hann væri meiri en venjulega. Þorvaldur Bjömsson, í Háteigskjöri: „Það hefur verið miklu meira að gera í morgun en venju- lega,“ sagði Þorvaldur Björnsson, kaupmaður i Háteigskjöri, á fyrsta morgni verkfallsins. Hann er einn þeirra kaupmanna á horninu sem versla áfram eins og ekkert hafi í skorist, er sjálf- ur við afgreiðsluna með íjölskyldu sinni. „Það er áberandi hvað hver viðskiptavinur kaupir meira í einu en venjulega,“ sagði Þorvaldur. „Ég geri ráð fyrir að vöru- úrvalið fari að minnka þegar frá líður. Litlu heildsalarnir eru þó í svipaðri aðstöðu og við og geta afgreitt sjálfir, en þeir stærri verða sjálfagt að hætta afgreiðslu að mestu. Það fyrsta sem hverfur er mjólkin." HaraldUr Haraldsson, í Freyjubúðinni: „Ösin er búin að vera mikil í morgum,“ sagði Haraldur Har- aldsson, kaupmaður í Freyjubúðinni. Hann er einn þeirra kaupmanna á horninu sem hlaupa í skarðiö með fjölskyldunni þegar stórpiarkaðirnir lokast vegna verkfallsins. „Það hefur þó sitt að segja að hamstur síðustu daga dregur úr sölunni hjá okkur,“ sagði Haraldur. „Þeir eru margir sem hafa birgt sig upp. Föstu kúnnarnir koma þó eins og venjulega en ég sé líka ný andlit. Það er einkum fólk sem er að kaupa mjólk. Hún hverfur fyrst.“ Haraldur vildi ekki kannast við að kaupmenn í hans stöðu reyndu að hækka verðið ef verkfallið drægist á langinn. „Það er ekki hægt að fara þannið að. Við gerum það ekki,“ sagði Haraldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.