Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 27
Þjóðarbókhlaðan Tilboð óskast í frágang forhýsis, glugga og glerjun aðalhúss, múrverk og frágang í stigahúsum o.fl. i húsi Þjóðarbókhlöðunnar við Birkimel. Verkinu skal lokið fyrir 30. apríl 1989 en þó skal hluta þess lokið á árinu 1988. Útþoðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík, til og með 6. maí 1988 gegn 10.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 16. mai 1988 kl. 11.00. INNKAUPASTOFIMUIM RÍKISINS ___ BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. Nýjar plötur Naked - Talking Heads Greeri Thoughts og Live - The Smithereens Shona Laing - South So - Horseshoe in the Glove Sæl nú... Madonna hefursem kunnugt erfengist við kvikmyndaleik meðfram söngnum en með misjöfnum árangri að vísu. Nú ætlar frúin að bæta um betur og hefur þegar gert því 29. mars siðastfiðinn sté hún á leikhúsfjalimar í New York í stykkinu Speed the Flow... Þautíðindihafa borist vestan frá Bandarikj- unum að plata Sex Pistols, Never Mindthe Bollocks, sem út jtom fyrir tíu ámm, hafi loks náð tilskilinni sölu þar vestra til að teljast gull- plata... Svanasöngur Housemartins er nú kominn út á smáskifu og heitir þessi siðasta afurð hinnar fram- liðnu hijómsveitar, Always Something there to Remind Me og skal tekið fram að ekki er um sama lag að ræða með sama nafni og Sandy Shaw gerði heims- frægt hér um árið ... i væntalegri ævisögu Micha- els Jackson, Moonwalk, ku goðið upplýsa allt um and- litslyftingar sínar, æsku sina, auk þess sem bókin verður prýdd fjölda litmynda úrfjölskyldualbúmi drengs- ins... Gömlu mennirnir í Status Quo hafa beðist opin- berlega afsökunar hjá Sameinuðu þjóðunum vegna þess að þeir léku ekki alls fyrir löngu á hljómleikum í Suður-Afríku. Listamenn, sem hafa troðið upp þar syðra, hafa verið settir á svartan lista og fordæmdir víða en vegna iðrunar Franc- is Rossi og félaga hafa þeir verið strikaðir út af fyrr- nefndum lista... Iron Maiden á nú í litilsháttar stappi viðforeldra i Bret- landi vegna blótsyrða og orðbragðs í laginu Black Part Blues sem er á bakhlið nýjustu smáskífu hljóm- sveitarinnar, Qan I Play with Madness. Talsmenn hljóm- sveitarinnar vilja gera sem minnst úr mótmælum for- eldra og segja það ekki tiltökumál nú á dögum þó menn bölvi og ragni á hljóm- plötu...NeilYounghefur stofnsett nýja hljómsveit, The Blue Notes, og á þeim bæ er ekkert verið að drolla við hlutina, ný plata er þeg- arkominút, heitir This Note’s for You og ínniheldur tiu ný lög eftir Yong.. .það varallt.. -SþS- Vel dúðuð nekt Hverfur í fjöldann Shona Laing er áströlsk söngkona sem trauðla er mjög þekkt hér á ís- landi. Hún átti að vísu lag á vin- sældalistum útvarpsstöðvanna ekki alls fyrir löngu, en það er líka það eina sem heyrst hefur til hennar hér- lendis. Lagið sem um ræðir er (Glad I’m) not a Kennedy, prýðisgott popp- lag sem mér vitanlega hefur ekki vakið mikla athygli annars staðar en hér. Hvað um það, Shona Laing lumar á fleiri lögum en þessu eina og þótt ekkert þeirra sé ýkja líklegt til vin- sælda getur Shona verið nokkuð stolt af þessari plötu sinni. Shona er nefnilega mikil hæfileika- stúlka; ekki einungis semur hún öll sín lög sjálf og syngur, heldur leikur hún á hin ýmsu hljóðfæri á plötunni og forritar hljóðgerfla. Tónlistin er létt melódískt popp með klassísku ívafi á köflum, alvöru píanói og strengjum auk blásturs- hljóðfæra. Besta lagið á plötunni er fyrrnefnd- ur þakkasöngur um að tilheyra ekki Kennedy fjölskyldunni, en önnur góð eru Caught og South. -SþS- Undir áhrifum Platan Especially for You hitti mig í hjartastað eins og svo marga aðra. Fjórmenningarnir frá New Jersey, sem kalla sig The Smithereens, höfðu greinilega sitthvað fram að færa þótt ekki væri það stórkostlega frumlegt. Nýja platan, Green Thoughts, ristir heldur ekkert sérstaklega djúpt. Hún er einfaldlega hressilég, - uppfull af lögum sem minna á gamla tíma. Já, gamla tíma. The Smithereens sækir áhrif sín mjög til sjöunda ára- tugarins. Viö fmnum gítarhljóma frá Kinks og Byrds, raddir frá Beach Boys og sumar lagasmíðarnar hljóma hálfkunnuglega. The Smith- ereens er þó síður en svo eina hljómsveitin vestra sem er undir þessum áhrifum. Hún, ásamt R.E.M., Green on Red, Don Dixon og fleiri, ætti raunar að höfða fyrst og.fremst til fólks á fertugs- og fimmtugsaldrin- um sem upplifði bítlaæðið svokall- aða. Víst er um að tónlistin á Green Thoughts er yfirleitt hressileg. Því er það hálfundarlegt að textar plöt- unnar eru í hrópandi ósamræmi við lögin. Pat DiNizio er bæði laga- og textasmiður hljómsveitarinnar. Og meðan hann hamrar glaðlega hljóma í anda tónlistar sjöunda áratugarins er hjarta hans greinilega fullt heimssársauka og brostinna vona. Skrítin blanda sem kemur ekki að sök hjá þeim sem láta alla textagerö fara inn um annað eyrað og út um hitt. Þegar ég fékk plötuna Green Thougths fyrst í'hendur vonaðist ég til þess að-hún hefði að geyma hressa og skemmtilega tónlist. Sú ósk rætt- ist. Eigi að síður hefði mér þótt betra að Smithereens væru komnir lengra á veg við að þróa sinn eigin stíl en raun er á. En það hlýtur að koma. Skömmu áður en Green Thoughts kom út kom í verslanir í höfuðborg- inni sex laga geisladiskur með upptökum frá hljómleikum Smit- hereens í New York í september ’86. Þetta er hinn eigulegasti gripur, þótt stuttur sé, og áreiðanlegá kærkom- inn þeim sem hlýddu á Smithereens í Gamla bíói fimm mánuðum síðar. Eini munurinn á lögum disksins og hljómleikunum hér var sá að á disknum er hljómburðurinn i góðu lagi og hljóðblöndunin eins og hjá mönnum. Ég vona að fjórmenning- arnir í Smithereens séu löngu búnir að reka skemmdarverkamanninn í hljóðmannslíki sem kom með þeim hingað. ÁT „So what?" Það eru gömul sannindi að ungum tónlistarmönnum gengur oft erfið- lega aðkoma sér á framfæri. Margir standa árum saman í basli við að komast á hljómplötusamning á með- an aðrir slá í gegn eins og að drekka vatn. Dúettinn So tilheyrir fyrri flokkn- um, sem sést best á því að öll lög plötunnar eru samin.1986 en platan kom út nú fyrir nokkru. Og það verð ég að segja að þessi samningstregða hljómplötufyrirtækjanna kemur mér ekki alls kostar á óvart því hér er fátt um fína drætti; þeir Mark Long og Marcus Beli eru ósköp hugmynda- snauðir í tónlistarsköpun sinni og ekki bætir úr skák að útsetjarinn reynir að fela hæfileikaleysi þeirra félaga með íburðarmiklu krúsidúlli. Og útkoman er eftir þessu, með heið- arlegri undantekningu þó, þar sem lagið Are You Sure er. -SþS- Enn kemur Talking Heads á óvart. Siðustu tvær plötur hljómsveitarinn- ar, Little Creatures og True Stories, voru nánast léttmeti. Nýja platan, Naked, er allt annað. Undarlegur stílgrautur í upphafi en eftir því sem oftar er hlustað falla stílarnir saman eins og bitar í púsluspili og út kemur skemmtileg og nýstárleg heild. Á plötuumslagi er greint frá tilurð plötunnar Naked. Upphaflega hittust fjórmenningarnir, David Byrne, Jerry Harrison, Chris Frantz og Tina Weymouth, og léku af fingrum fram góöa- stund. Víxluðu meira að segja hljóðfærum eins og stundum áður. Þetta „djamm“ var hljóðritað og út úr því fundnir hljómar sem þóttu henta í ný lög. Fjörutíu lög komu út úr þessari törn., Utan dagskrár má geta þess að Björn Ulvæus og Benny Anderson, fyrrum forkólfar ABBÁ, semja sín lög einatt á svipaðan hátt. Þegar búið var að velja þá tónlist sem nota skyldi á næstu plötu Talk- ing Heads lá leiðin til Parísar, list- rænna vegamóta heimsins, að því er segir á plötuumslaginu. Þar vaxa og dafna hin ólíklegustu stílbrigði tón- listarinnar og þar var platan tekin upp með aðstoð hljóðfæraleikara frá hinum ýmsu heimshornum. Enda má víða greina afrísk áhrif í tónlist Talking Heads að þessu sinni. Sömu- leiðis suður-amerísk. Þarna má greina soul, fönk og jafnvel hrein- ræktaða framúrstefnu sem erfltt er að draga í neinn þekktan dilk. Hræri- grautur? Vissulega, en áheyrilegur grautur. Textarnir við lögin á Naked urðu allir til eftir á. Byrne á heiðurinn af þeim sem endranær og staðfestir það, sem löngu var vitað, að hann er greindur og hugsandi piltur, ekk- ert allt of ánægður með samtíð og framtíð en svo sem ekkert yflr- þyrmandi svartsýnn heldur. Vissulega höfðuðu lögin ellefu á Naked misvel til mín. Smellurinn (Nothing but) Flowers vandist fljótt og vel. Sömuleiðis Totally Nude og Mr. Jones. þessi þrjú lög má telja léttmeti plötunnar. Önnur eru þyngri og útpældari en áreiðanlega sannkallaður ánægjuauki aðdáend- um einnar fremstu hljómsveitar bandaríska rokksins nú.á vordögum. Talking Heads er farin að láta til sín taka að nýju. -ÁT-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.