Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. Reykjavik 18. apríl Kæri vin Jæja, þá er aö segja frá sextugsaf- mæli Ebbu frænku. Þar fór allt fram úr mínum björtustu vonum., Að vísu byijaði veislan ekki gæfu- lega að mér fannst. Fólk fór að tínast að um sexleytið, mestmegnis fjarskyldir ættingjar sem ekki sjást nema á 10 ára fresti og hafa ekki áhuga á að hittast oftar. Kaffi- köku-fiskihlaðborðið fyllti eigin- lega borðstofuna og áttu allir að sækja sér þar á disk. Svo byrjaði þessi veiyulegi vandræðagangur að ná sér í sæti og reyna að borða með diskinn á hruánum og geyma gosglasið á gólfinu þar sem því var samstundis velt um koll. Sumir voru svo heppnir að ná sér í sæti við glugga og gátu haft diskinn í gluggakistu. Það endaði með að ég lagði undir mig píanóið og stóð þar eins og klettur meðan ég snæddi og leit yfir lýöinn. Haraldur Ebbu- bróðir var ekki mættur, en eins og þú manst var hann búinn aö segj- ast ætla að koma með nokkra kassa af hvitvíni til að hella aðeins uppá liðið. En nú var sem sagt enginn Haraldur og ekkert hvítvín og aumingja Ebba hafði ekki keypt nema takmarkað af gosi. Það gekk fljótt til þurrðar og ég mátti fara frá hálfiúllum diski út í sjoppu eftir meira gosi. Raunar var ég að hugsa um að stinga bara af frá þessu, en kunni ekki við það auk þess sem ég var vongóður um að Haraldur kæmi og þá færi að lifna yfir sam-. kvæminu. Já, meðan ég man. Ebba var mjög hrifin af styttunni sem við gáfum henni og biður fyrir' kæra kveðju. En svo ég haldi áfram með söguna þá brenni ég sem sagt út í sjoppu eftir 30 lítrum af kóki. Þegar ég kom til baka var Haraldur kominn. Rallhálfur með sex kassa af hvítvíni og annað eins af sérríi. Það leyndi sér ekki að hann var ákveðinn í að skemmta sér í af- mælinu hvað sem aðrir gerðu. Eins AF afmæli Ebbu Bréftil vinar Sæmundur Guðvinsson og þú veist er hann mjög hávær þegar hann smakkar það og lætur allt fiakka. Og jafnframt því sem hann gekk miili gestanna og tróð hvitvíni uppá fólk byrjaði hann að ræða dægurmálin tæpitungulaust: „Loksins er byrjað á ráðhúsinu og tími til kominn. Það eru ein- hverjir asnar að röfla út af þessu húsi en ég styð Davíð eins og klett- ur. En ég vil láta gera meira. Ég vil að drullupollurinn verði fylltur npp til hálfs svo þaö sé hægt að koma fyrir góðu torgi við ráðhúsið. Helluleggja tjörnina, helst alla. Þó má skifja eftir smápoll fyrir þá sem hafa einhveija ánægju af að góna á skítugt vatn í tíma og ótíma.“ Og svona hélt hann áfram meö drynjandi strigabassarödd. Eins og þú veist er Guðmundur mágur hans, barnakennarinn þú manst, einn af æstustu andmælendum ráðhússins. Ég tók eftir því að Guð- mundur varð náfölur undir ræðu Haraldar og steypti í sig úr hvít- vínsglasinu og teygði sig eftir flösku og fyllti aftur. Þetta kom mér nokkuð á óvart því ég vissi ekki betur en Guðmundur væri stakur bindindismaður. En þaö var eins og hann tæki ekki eftir því hvað hann gerði. Og svo byijaði hann alit í einu að tala háum hvell- um rómi. Stóð þarna á miðju gólfi í brúnum jakkafotum, þvengmjór og spekingslegur með þessi þykku gleraugu. Hann var greinilega viti sínu fjær af bræði: „Þama er ykkur rétt lýst, friðar- spillar og yfirgangsseggir sem ekkert virðið skoðanir annarra. Hugsið bara í peningum og stein- steypu en hafið ekki hundsvit á náttúrufegurð. Viltu ekki láta skjóta allar endurnar líka, Harald- ur? Er það ekki þaö sem þú vilt? Sprengja, skjóta og eyðileggja. Það er ansi hart að hafa kosið sjálfstæö- ið í 30 ár og fá svo þetta framan í sig. En flokkurinn skal fá að blæöa fyrir þetta. Því skal ég lofa.“ Þegar hér var komið sögu greip Haraldur framí og var ekki billeg- ur: „Hvað ert þú að þenja þig, rindill- inn þinn. Það vita allir að þú hefur verið laumukommi alla þína hundstíö. Og ég held að kennarar ættu ekki að hafa hátt þessa dag- ana. Prumpulýður sem ekki nennir aö vinna nema hálft árið og heimt- ar alltaf hærri laun. Og svo ætluö- uð þið í ólöglegt verkfall, blækumar ykkar. Réttast væri aö stinga ykkur í steininn, öllum með tölu, og láta þjófa og morðingja taka ykkur í kennslustund. Þið væmð þá ekki rífandi kjaft, kallinn minn. Hver var það sem kom bíl undir rassinn á þér og kellingunni nema hann Haraldur Ólafsson svo ég held að þú ættir bara að hafa hægt um þig, góði.“ Guðmundur stóð orðlaus og gapti, frávita af reiði. Margrét kona hans stóð upp og gekk til hans, tók hann undir arminn og leiddi fram í forstofu um leið og hún sagði kalt: „Hér verðum við ekki stundinni lengur, Guðmundur minn. Það em takmörk fyrir því hvað sómakært fólk lætur bjóða sér.“ Ebba hljóp á eftir þeim fram og það heyrðust háværar raddir. Systumar greini- lega komnar í hár saman. Haraldur lét sér hins vegar hvergi bregða og sneri sér nú að Helgu dóttur Ebbu og sagði hryssingslega: „Jæja, svo þið ætlið að fara að ana í verkfall og loka búðunum. Á nú að fara að svelta mann ofan á allt annað? Á að leggja atvinnulífið í rúst? Hver verður þá til að borga ykkur launin, eymingjarnir ykkar sem hangið í búð allan daginn án þess að gera ærlegt handtak. Það ætti að loka ykkur inni meö kenn- arablókunum því þetta er bara glæpastarfsemi og ekkert annað.“ En Helga lét ekki vaða yfir sig og svaraði fullum hálsi: „Eg held að þú ættir ekki að segja mikið, Haraldur Ólafsson, bófi og krimmi sem slappst við aö fara á Hraunið af því þú hélst dómaranum fullum þar til málið var fymt.“ Þegar hér var komið blönduðu fleiri sér í málið og allt fór í hávaða og hasar. Því miður urðu ekki slagsmál, én afmælið leystist upp og allir fóru hinir reiðustu heim. Þetta var því hin besta veisla. Kveðjur Sæmundur Finnurðu átta breytingar? 89 Þessar tvær myndir sýnast 1 fljótu bragöi eins en á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Þaö er misjafnlega erfitt að finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, allt Philipsvörur frá Heimilistækj- um h/f. Þau eru Philips útvarpsklukka (verðmæti 3.210,-), Philips kaffivél (verðmæti 2.280,-) og Philips ferðastraujárn (verðmæti 1.600,-). í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytingar - 89, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík.“ Verðlaunahafar 87. gátu reyndust vera: Friðrik Berg- manns, Nónvöröu 5, 230 Keflavík (útvarpsklukka); Sævar Bjarki Einarsson, Dvergholti 1, 270 Mosfellsbæ (kaffivél); Dagbjört Sigvaldadóttir, Ásgarði 12, 108 Reykjavík (ferða- straujárn). Vinningamir verða sendir heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.