Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. Heimsbikarmótið í Brussel: Heimsmeistarinn fyrrverandi, Anatoly Karpov, er enn efstur á fyrsta heimsbikarmótinu í skák sem lýkur í Brussel um helgina en keppnin um efstu sætin er þó geysi- hörð. Þeir sem neðar koma hafa heldur ekki lagt árar í bát því að þótt illa gangi í þessu fyrsta móti er hver vinningur dýrmætur. Hver skákmannanna teílir á ijórum mót- um og sá sem nær bestum saman- lögðum árangri telst heimsbikar- meistari. Margir þeirra sem verma botn- sætin í Brussel gætu auðveldlega snúið blaðinu við í næstu mótum. Að loknum 15 umferðum var heimamaðurinn Winants kirfilega neðstur, eins og við var búist, en næstu menn (talið neðan frá) voru Sax, Kortsnoj, Seirawan, Sokolov og Timman! Fimm áskorendur frá Saint John sem svo sannarlega mega muna sinn fífil fegri. Þaö er að vísu órcttlátt gagnvart Timman að senda hann svo neðarlega því að hann hafði tvær biðskákir er þetta er sett á blaö og átti mögu- leika á því að skjótast langt upp eftir mótstöflunni. Alls veröa tefldar 17 umferðir á mótinu en vegna þess að Vaganjan varð að hætta keppni teflir hver skákmeistaranna 16 skákir. Einn situr yfir í hverri umferð. Er tvær umferöir voru til loka áttu Nogu- eiras og Salov eftir að hvíla. Salov, sem er í baráttu um efstu sætin, átti því aðeins eftir að tefla eina skák en helstu keppinautar hans tvær. Karpov hafði 9,5 v. af 14 möguleg- um, jafnmarga vinninga og Salov að loknum 15 skákum. Enski stór- meistarinn og stærðfræðidoktor- inn John Nunn hafði 8,5 v. og biðskák við Timman eftir 14 skák- ir. Með sigri í biðskákinni hefði Nunn því getað komist upp að hliö Karpovs. Næstu menn voru: Beljavsky 8,5 af 14; Andersson 8 v. af 14; Portisch, Speelman og Ljubojevic 7,5 v. af 14; Nikolic og Tal 7 v. af 14; Nogueiras 6,5 v. af 15; Timman 6 v. og tvær biðskákir af 14; Sokolov 6 v. og biðskák af 14; Seirawan 6 v. af 14; Kortsnoj 5,5, v. af 14; Sax 5 v. af 14 og Winants 2,5 v. af 14 mögulegum. Frammistaða Nunns kemur lang- mest á óvart - ef litið er framhjá afhroði áskorendanna. Nunn tap- aði í bráðabana gegn Portisch er þeir tefldu um réttinn til að tefla í Saint John. Þeir urðu jafnir á milli- svæðamótinu í Szirak, þar sem Jóhann Hjartarson og Salov sigr- uöu svo glæsilega. Nunn er afskap- lega lærður skákmaður, teflir beinskeyttan stíl Og um leið nýtir hann stærðfræðigáfurnar óspart. Fáir standast honum snúning er Frammistaöa John Nunn hefur komið á óvart. reikna þarf út,langar leikjaraðir eöa koma þarf auga á dulda mögu- leika. Lítum á skák hans við ungverska stórmeistarann Sax. Nunn beitir eftirlætisvopni sínu, Marshall-árásinni af spænskum leik, en kemur ekki að tómum kof- anum. Hins vegar leikur Sax illi- lega af sér í miðtaflinu og missir síðan öll tök á stöðunni í tímahraki. Hvítt: Guyla Sax Svart: John Nunn Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0-0 8. c3 d5!? Skák Jón L. Árnason Marshall-árásin alræmda, sem Nunn hefur haft í yopnabúrinu í nokkurn tíma. Svartur fórnar peði fyrir skjóta liöskipan og ef hvítur er ekki með á nótunum gæti hann orðið mát í fáum leikjum. Mars- hall-árásin hefur hins vegar verið rannsökuð svo mikið að nú er henni oftar beitt sem jafnteflis- vopni. Svo var komið að hvítur hafði yfirhöndina í skákum með þessari byrjun en nú hefur Nunn og fleirum tekist að endurbæta tafl- mennsku svarts þannig að hvítur hefur átt í mestu erfiðleikum með að afstýra jafntefli. Sax er augljós- lega vel undirbúinn og virðist ná undirtökunum. 9. exd5 Rxd5 10. Rxe5 Rxe5 11. Hxe5 c6 12. d4 Bd6 13. He2 Vinsæll leikmáti í seinni tíð en „langa afbrigðið" er 13. Hel Dh414. g3 Dh3 15. Be3 Bg4 16. Dd3 Hae8 17. Rd2 He6 18. a4, sbr. skákina Chandler - Nunn á skákmótinu í Hastings um áramótin. Framhaldið þar yarð: 18. - Dh5!? (Spassky- afbrigðið) 19. axb5 axb5 20. Rfl Hfe8 21. Bdl Bxdl 22. Dxdl DÍ5 23. Bd2 Hxel 24. Bxel h5 25. h4 c5 26. b3 og að sögn Nunn hefði hann nú leikið best 26. - g6 og ef 27. c4 bxc4 28. bxc4 RÍ6 29. d5 Rg4 og síðan 30. - Re5 með frábærum gagnfærum. 13. - Dh4 14. g3 Dh3 15. Rd2 Bf5 16. a4!? Endurbót Sax á skákinni Ljubojevic - Nunn frá millisvæða- mótinu í Szirak. Þar tefldist 16. Bc2 Bxc2 17. Dxc2 f5 18. c4 Dg4! með flókinni stöðu. Ljubojevic lék 19. He6 og eftir 19. - Rf4 hefði hann orðið að sætta sig við þráskák með 20. f3 Rh3+ 21. Kg2 Rf4+ o.s.frv. ■Þess ber og að geta að ekki gengur 16. Re4? vegna 16. - Bg4! 17. Rxd6 Dh5 18. Kfl Dxh2 19. f3 Bh3+ 20. Kel Dxg3+ og Rd6 fellur. 16. - Hae8 17. Hxe8 Hxe8 18. Rfl h5 19. Bxd5 cxd5 20. axb5 axb5 21. Re3 Bg6 22. Dfl Dd7 23. Ha5 Hb8 24. Rg2 Hvítur hefur náð að hrekja svarta innrásarliðið af höndum sér og á peöi meira. Hins vegar er hægara sagt en gert að gera sér mat úr þessu peði. Svartur á biskupaparið og virka stöðu, eins og svo oft vill verða í þessu afbrigði. Síðasti leik- ur Sax miðar að því að -hindra h5-h4 sem heföi viss óþægindi í fór með sér. 24. - b4 25. Bd2 bxc3 26. Bxc3 Bc7 27. Hc5!? Dálítið glannalegur leikur en Sax vill þrýsta að d-peði svarts. Nunn finnur skemmtilega tilfærslu til að sporna við þeirri áætlun. 27. - Be4 28. f3 Bc2! 29. Re3 Bb3 30. Bd2? Bb6 31. Hcl Bxd4 Eftir hræðilegan 30. leik sinn hef- ur hvítur misst miðborðspeðið og í næstu leikjum. hrynur staðan (tímahrak?). Svo virðist sem Sax hafi sést yfir, að eftir 30. Bd2? Bb6 gengur 31. Db5 ekki vegna 31. - Dd8! og hvítmr kemst ekki hjá liðs- tapi. T.d. 32. Dxb3 Bxc5 33. Dxd5 Dxd5 34. Rxd5 Bxd4+ og b-peðið fellur í næsta leik. Frá stöðumynd- inni hefði 30. Da6! verið mun sterkara. Þá mætti svara 30. - Bb6 með 31. Db5 Dd8 32. Dxb3 Bxc5 33. Dxd5 og með tvö peð .fyrir skipta- mun stendur hvítur ekki lakar. 32. Dd3?! Bxb2 33. Hel Ba2 34. Da6 Bc4 35. Da5 Bd4 36. Bc3? Bxe3+ 37. Hxe3 d4 Gaffall á biskup og hrók. Sax ger- ir örvætningarfulla tilraun til að bjarga sér en allt kemur fyrir ekki. 38. De5 Hd8 39. Bb2 f6 40. Dc5 dxe3 - Og Sax gafst upp. Tisdall með stórmeistaraáfanga Alþjóðlegi meistarinn Jonathan Tisdall, sem býr nú í Noregi, tefldi á dögunum á Reykjavíkurskák- mótinu og síðan á alþjóðlega mótinu á Akureyri. Tisdall gekk þokkalega á þessum mótum, þó sýnu bétur norðan heiða, þar sem hann átti vonarglætu í stórmeist- araáfanga. Fékk þó aðeins hálfan vinning en þurfti tvo, gegn Mar- geiri og Polugajevsky í síðustu umferðunum. Nú hafa þær fregnir borist frá Osló að Tisdall hafi loks tekist að krækja sér í stórmeistaraáfanga. Það gerðist á tíu manna móti af sjöunda styrkleikaflokki sem hófst strax að loknu alþjóðamótinu á Akureyri. Tisdall, Englendingur- inn Davies og sænski stórmeistar- inn Lars Karlsson deildu sigrinum á mótinu með 7 v. af 9 mögulegum. Siðan komu tékkneski stórmeistar- inn Jansa, fmnski stórmeistarinn Westerinen og Norðmaðurinn Djurhuss með 4 v. Næstur varö Poulsson meö 3,5 v., síðan Gausel og Östenstad með 3 v. og Haugli rak lestina með 2,5 v. Þessir eru allir Norðmenn. Mér segir svo hugur um að Tis- dall hafi andað léttar er hann sá Zia og Rodwell sipðu í Staten Bank keppninni Hollenski bankinn Staten Bank hefur undanfarin tvö ár staöið fyrir keppni 16 heimsþekktra para og er spilað um há peningaverðlaun. Pörin spila 10 spil, allir við alla, og að leik loknum eru impar í hverjum leik reiknaðir út í vinningsstigum á 30 skalan- um. Hámark í hverjum leik er 25. Bandaríkjamennimir, Sontag og Eis- enberg, leiddu keppnina mest allan tímann, töpuðu síðasta leiknum, 12-18, og duttu þar með úr fyrsta sæti niður í fjórða. Það gefur ef til vill hugmynd um styrk- leika mótsins að Frakkamir Svarc og Cronier urðu í neðsta sæti en það var góðkunningi okkar, Zia Mahmood, sem sigraði ásamt Bandaríkjamanninum Eric Rodwell. Zia bætti þarna þriðju fjöðrinni í hatt sinn eftir Reisingerkeppnina í Bandarikjunum og rúbertubridgekeppni á skemmtiferðaskipinu Canberra sem hann vann á síðasta spilinu. Keppnin var það jöfn að spilið í dag gat breytt flestum efstu sætunum ef útkoman hefði breyst örlítið. N/ALLIR ♦ KG542 V G65 ♦ A1087 + 10 ♦ 6 V D10 . D932 + G98732 ♦ 9 ♦ AK987432 ♦ K6 + D5 ♦ AD10873 V - ♦ G54 + AK64 Með Zia og Rodwell n-s, en Austurríkis- mennina Terrano og Fucik a-v, þá gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur pass 4H 4S pass 5S pass 6S pass pass pass Það var gott hjá n-s að komast í slemm- una og Rodwell sýndi tækni sina með því að vinna spilið örugglega. Bridge Stefán Guðjohnsen Vestur spilaði út hjarta og Rodwell trompaði. Hann tók trompin, síðan tvo hæstu í laufi, trompaði lauf, trompaði hjarta, trompaði lauf, og trompaði hjarta. Þar með hafði haim fullkomna talningu í spilinu - austur hafði byijað með skipt- inguna 1-8-2-2. Rodweli spilaði því næst tígulgosa, drottning og ás. Hann fór síðan heim á tromp og spilaði tígh á tíuna. Honum var nákvæmlega sama, hvað varð um hana, því austur hlaut að spila hjarta í tvöfalda eyðu, ef hánn ætti kóng- inn. Kanadamaöurinn Kokish, semvspilaði á móti Englendingnum Forrester, lenti í sama spili í vöminni gegn Austurríkis- mönnunum, Meinl og Berger. Berger lenti í sömu endastöðu, en tók þá tígulás. Kokish lét kónginn í, en þá sagði Berger: „Þetta var góð vöm hjá þér, en ég á tíuna og spilið stendur." Auðvitað er spilamenska Rodwells betri því að hún dekkar hjónin hjá vestri. Lokastaða mótsins var þessi: 1. Mahmood-Rodwell 243 2. Chemla-Reiplinger 241 3. Leufkens-Westra 241 4. Eisenberg-Sontag 240 5. Sundelin-Flodquist 233 6. Kokish-Forrester 231 7. Meinl-Berger 231 8. Fucik-Terrano 227 9. Kreijns-Engel 226 10. Hamman-Nickell 224 11. Hellness-Aaby 219 12. Lesniewsky-Gawrys 214 Bridgedeild Skagfirðinga Spilað var í einum riðli þriðjudaginn 19. apríl. Efstu skor fengu eftirtalin pör: 1. Andrés Þórarinsson - Hjálmar Pálsson 130 2. Hildur Helgadóttir - Karólina Sveinsdóttir 129 3. Ármann Lárusson - Steingrímur Jónasson 121 4. Þorbergur Ólafsson - Murat Serdar 115 Þriðjudaginn 26. apríl verður spil- aður eins kvölds tímenningur. Úrslit íslandsmótsins í tví- menningskeppni 1988- Töfluröð keppenda: 1. Ragnar Jónsson - Þröstur Ingimars- son Kópavogi 2. Eiríkur Hjaltason - Hjalti Elíasson B.R. 3. Gísli Torfason - Magnús Torfason Keflavík 4. GuðniSigurbjarnason-JónÞorvarð- arson B.R. 5. Bernharður Guðmundsson - ingólfur Böðvarsson TBK 6. Kristján Guðjónsson - Stefán Ragn- arsson Akureyri 7. Eggert Benónýsson - Rún'ar Lámsson B.R. 8. Ásgeir P. Ásbjörnsson - Hrólfur Hjaltason B.R. 9. Guðmundur Páll Arnarson - Símon Símonarson B.R. 10. Jón Baldursson - Valur Sigurðsson B.R. 11. Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Arn- ' þórsson B.R. 12. Jakob Kristinsson - Ólafur Týr Guð- jónsson B.R. 13. Bjöm Eysteinsson - Þorgeir P. Ey- jólfsson B.R. 14. Hörður Arnþórsson - Jón Hjaltason B.R. Eric Rodwell, fyrrverandi heimsmeistari í tvímenning, sem sigraði í Staten Bank keppninni með pakistananum Zia Mahmoud, var gestur bridgehátíðar á íslandi árið 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.