Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. 39 Handknattleikur imglinga • Landslið íslands skipað drengjum 16 ára og yngri. íslendingar sigruðu á Icelandic-Tropy - sem haldið var í Belgíu I byljun þessa mánaðar hélt lands- lið íslands, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, til Belgíu. Þar tók liðið þátt í móti sem HSÍ hafði forystu um að koma á laggirnar. Flugleiðir gáfu öll verðlaun á mótinu. Á móti þessu, sem ber nafnið Iclandic-TROPY, tóku þátt auk íslands lið frá Belgíu, Lux- emburg og Hollandi. Það er skemmst frá því að segja að íslenska liðiö sigr- aði á mótinu með miklum glæsibrag. Og er það greinilegt að hér er á ferð- inni gífurlega efnilegt lið sem vert er að halda vel utan um í framtíðinni. - Ísland-Holland 21-19 •Fyrsti leikurinn var á móti Holl- andi í Ter Polder höllinni. íslending- arnir byrjuðu mjög vel, leiddu allan hálfleikinn og spiluðu virkilega vel. Staðan í hálfleik var 12-7, íslending- um í vil. í síðari hálfleik héldu íslendingar uppteknum hætti og leiddu allan leikinn en undir lokin slökuöu okkar menn á en sigruðu þó að lokum, 21-19. íslendingar spil- uðu ágætis varnarleik og börðust mjög vel. Markahæstir í Uði íslands voru Örn Arnarson og Oliver Pálma- son með 5 mörk og Jason Ólafsson skoraði 4 mörk. - Ísland-Luxemburg 30-10 •Ánnar leikur íslands á Icel- andic-TROPY mótinu var á móti Luxemburg. Það er skemmst frá því að segja að þetta var leikur kattarins að músinni. íslendingar voru miklu betri á öllum sviðum handboltans og eiga Luxemburgarar langt í land með að læra listir handboitans. Staðan í hálfleik var 11-6. í síðari hálfleik juku íslendingar jafnt og þétt forsko- tið og sigruöu meö miklum mun, 30-10. Markahæstu menn Islands voru Jason Óiafsson, Örn Arnarson og Oliver Pálmason, allir meö 5 mörk. Ísland-Belgía 24-26 •Þegar liér var komið sögu var það ljóst að síöasti leikur mótsins, á milli heimamanna og íslendinga, var hreinn úrslitaleikur á mótinu því Belgar höfðu einnig unnið báöa sína leiki. Það var því mikið í húfl. Leikurinn var frekar jafn allan tímann og höfðu íslendingar alltaf frumkvæðið. Liðið spilaði ágætis varnarleik og í sókninni var spilaður frekar kerfisbundinn handknattleik- ur, og skoruðu íslendingar flest mörk sín eftir leikkerfi. Staðan í hálfleik var 13-10, íslendingum í vil. í siðari hálfleik héldu okkar menn upptekn- um hætti og héldu sínum hlut. Leikurinn endaði því með sigri ís- lendinga, 26 mörk gegn 24 mörkum Belga. Markahæstir íslendinga í úrslita- leiknum voru Örn Arnarson og Jason Ólafsson, báðir með 6 mörk, en Einar Sigurðsson skoraði 5 mörk. Allt íslenska liðið átti góðan leik og var þetta sigur liðsheildarinnar. • Eftir mótið voru afhent verölaun til einstaklinga sem skarað höfðu fram úr. íslenska liðið hlaut langflest yerðlaunin enda sigurvegar mótsins. Örn Arnarson var markahæsti maö- ur mótsins. Magnús Sigmundsson var valinn besti markvörðurinn. Lárus Sigurðsson var valinn besti varnarmaðurinn og Jason Ólafsson besti sóknarmaðurinn. • Þetta framtak HSÍ að skapa verk- efni fyrir svo ungt landslið er mjög virðingarvert og vonandi verður framhald þar á. • Landsliðið fagnar sigri á Beneluxmótinu. GLASGOW 3 x í viku * Olafsvík Óskum eftir að ráða umboðsmann sem fyrst. Upplýs- ingar gefa Linda Stefánsdóttir, Mýrarholti 6 A, Ólafsvík, og afgreiðslan í Reykjavík í síma 91 -27022. BLÓÐGJAFAFÉLAG ÍSLANDS Blóðgjafafélag íslands heldurfræðslufund mánudag- inn 25. apríl nk. kl. 21 í skrifstofuhúsnæði Rauða kross íslands að Rauðarárstíg 18, Reykjavík, gengið inn frá Njálsgötu. Dagskrá.: 1. Meðferð dreyrasjúkra: Geta íslendingar fullnægt eigin þörfum fyrir storkuþátt VIII? Björg Jóns- dóttir lífefnafræðingur flytur stutt erindi. 2. Tvö stutt myndbönd um blóðgjafir og blóð- bankastarfsemi. 3. Önnur mál. Fundurinn er öllum opinn. Stjórnin óskast í eftirtaldar bifreiöar og tæki sem veröa til sýnis þriðjudaginn 26. april 1988 kl. 13-16 i porti bak viö skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavik. og viðar. TEGUNDIR ÁRG. 1 stk. Mercedes Benz 280 SEL 1985 1 stk. Mitsubishi Colt, fólksbifreiö 1983 1 stk. Daihatsu Charmant 1982 1 stk. Subaru 1800 station, 4x4 1982 1 stk. Volkswagen Durby 1981 1 stk. Mazda 323, sendiferðabifreið 1982 1 stk. Lada station 1984 1 stk. Volvo 244 1981 1 stk. Mitsubishi Pajero, dísil, 4x4 1985 2 stk. Nissan King Cab., bensin, 4x4 1983 1 stk. Chevrolet pick-up, disil, 4x4 1982 3 stk. Lada Sport, 4x4 1983-85 1 stk. Toyota Hi-Lux, m/húsi, 4x4 1981 1-stk. Mitsubishi L300, sendiferðabifreið 1982 1 stk. Toyota Hi Ace, sendiferðabifreið 1982 1 stk. Pord Econoline, sendiferðabifreið, E.150 1979 1 stk. Citroen C35, sendiferðabifreið 1984 1 stk. Volkswagen, sendiferðabifreið 1971 1 stk. Mazda E2200, disil, Panel Van 1984 1 stk. Volvo N 84, vörubifr., 10 farþ. 1971 1 stk. Mercedes Benz, 4x4, vörubifr. 1970 Til sýnis hjá Sildarverksm. ríkisins, Seyðisfirði, 1 stk. USA452,4x4 1979 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Ólafsvík, 1 stk. Ford 3000 dráttarvél m/ámoksturstæki 1974 Til sýnis hjá Vegagerð rikisins, Patreksfirði, 1 stk. Ford 3000 dráttarvél, m/ámoksturstæki 1974 # Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Grafarvogi, 1 stk. Volvo FB 86 vörubifr., pall og sturtulaus 1973 1973 1 stk.'Hino2M 802 vörubifr., sturtulaus 1982 1 stk. IHC 540, hjólaskófla 1977 1 stk. Zetor 6718 dráttarvél m/ámokstursiæki 1979 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS _______BORGARTÚNI 7, 105 REVKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.