Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. 39 Handknattleikur imglinga • Landslið íslands skipað drengjum 16 ára og yngri. íslendingar sigruðu á Icelandic-Tropy - sem haldið var í Belgíu I byljun þessa mánaðar hélt lands- lið íslands, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, til Belgíu. Þar tók liðið þátt í móti sem HSÍ hafði forystu um að koma á laggirnar. Flugleiðir gáfu öll verðlaun á mótinu. Á móti þessu, sem ber nafnið Iclandic-TROPY, tóku þátt auk íslands lið frá Belgíu, Lux- emburg og Hollandi. Það er skemmst frá því að segja að íslenska liðiö sigr- aði á mótinu með miklum glæsibrag. Og er það greinilegt að hér er á ferð- inni gífurlega efnilegt lið sem vert er að halda vel utan um í framtíðinni. - Ísland-Holland 21-19 •Fyrsti leikurinn var á móti Holl- andi í Ter Polder höllinni. íslending- arnir byrjuðu mjög vel, leiddu allan hálfleikinn og spiluðu virkilega vel. Staðan í hálfleik var 12-7, íslending- um í vil. í síðari hálfleik héldu íslendingar uppteknum hætti og leiddu allan leikinn en undir lokin slökuöu okkar menn á en sigruðu þó að lokum, 21-19. íslendingar spil- uðu ágætis varnarleik og börðust mjög vel. Markahæstir í Uði íslands voru Örn Arnarson og Oliver Pálma- son með 5 mörk og Jason Ólafsson skoraði 4 mörk. - Ísland-Luxemburg 30-10 •Ánnar leikur íslands á Icel- andic-TROPY mótinu var á móti Luxemburg. Það er skemmst frá því að segja að þetta var leikur kattarins að músinni. íslendingar voru miklu betri á öllum sviðum handboltans og eiga Luxemburgarar langt í land með að læra listir handboitans. Staðan í hálfleik var 11-6. í síðari hálfleik juku íslendingar jafnt og þétt forsko- tið og sigruöu meö miklum mun, 30-10. Markahæstu menn Islands voru Jason Óiafsson, Örn Arnarson og Oliver Pálmason, allir meö 5 mörk. Ísland-Belgía 24-26 •Þegar liér var komið sögu var það ljóst að síöasti leikur mótsins, á milli heimamanna og íslendinga, var hreinn úrslitaleikur á mótinu því Belgar höfðu einnig unnið báöa sína leiki. Það var því mikið í húfl. Leikurinn var frekar jafn allan tímann og höfðu íslendingar alltaf frumkvæðið. Liðið spilaði ágætis varnarleik og í sókninni var spilaður frekar kerfisbundinn handknattleik- ur, og skoruðu íslendingar flest mörk sín eftir leikkerfi. Staðan í hálfleik var 13-10, íslendingum í vil. í siðari hálfleik héldu okkar menn upptekn- um hætti og héldu sínum hlut. Leikurinn endaði því með sigri ís- lendinga, 26 mörk gegn 24 mörkum Belga. Markahæstir íslendinga í úrslita- leiknum voru Örn Arnarson og Jason Ólafsson, báðir með 6 mörk, en Einar Sigurðsson skoraði 5 mörk. Allt íslenska liðið átti góðan leik og var þetta sigur liðsheildarinnar. • Eftir mótið voru afhent verölaun til einstaklinga sem skarað höfðu fram úr. íslenska liðið hlaut langflest yerðlaunin enda sigurvegar mótsins. Örn Arnarson var markahæsti maö- ur mótsins. Magnús Sigmundsson var valinn besti markvörðurinn. Lárus Sigurðsson var valinn besti varnarmaðurinn og Jason Ólafsson besti sóknarmaðurinn. • Þetta framtak HSÍ að skapa verk- efni fyrir svo ungt landslið er mjög virðingarvert og vonandi verður framhald þar á. • Landsliðið fagnar sigri á Beneluxmótinu. GLASGOW 3 x í viku * Olafsvík Óskum eftir að ráða umboðsmann sem fyrst. Upplýs- ingar gefa Linda Stefánsdóttir, Mýrarholti 6 A, Ólafsvík, og afgreiðslan í Reykjavík í síma 91 -27022. BLÓÐGJAFAFÉLAG ÍSLANDS Blóðgjafafélag íslands heldurfræðslufund mánudag- inn 25. apríl nk. kl. 21 í skrifstofuhúsnæði Rauða kross íslands að Rauðarárstíg 18, Reykjavík, gengið inn frá Njálsgötu. Dagskrá.: 1. Meðferð dreyrasjúkra: Geta íslendingar fullnægt eigin þörfum fyrir storkuþátt VIII? Björg Jóns- dóttir lífefnafræðingur flytur stutt erindi. 2. Tvö stutt myndbönd um blóðgjafir og blóð- bankastarfsemi. 3. Önnur mál. Fundurinn er öllum opinn. Stjórnin óskast í eftirtaldar bifreiöar og tæki sem veröa til sýnis þriðjudaginn 26. april 1988 kl. 13-16 i porti bak viö skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavik. og viðar. TEGUNDIR ÁRG. 1 stk. Mercedes Benz 280 SEL 1985 1 stk. Mitsubishi Colt, fólksbifreiö 1983 1 stk. Daihatsu Charmant 1982 1 stk. Subaru 1800 station, 4x4 1982 1 stk. Volkswagen Durby 1981 1 stk. Mazda 323, sendiferðabifreið 1982 1 stk. Lada station 1984 1 stk. Volvo 244 1981 1 stk. Mitsubishi Pajero, dísil, 4x4 1985 2 stk. Nissan King Cab., bensin, 4x4 1983 1 stk. Chevrolet pick-up, disil, 4x4 1982 3 stk. Lada Sport, 4x4 1983-85 1 stk. Toyota Hi-Lux, m/húsi, 4x4 1981 1-stk. Mitsubishi L300, sendiferðabifreið 1982 1 stk. Toyota Hi Ace, sendiferðabifreið 1982 1 stk. Pord Econoline, sendiferðabifreið, E.150 1979 1 stk. Citroen C35, sendiferðabifreið 1984 1 stk. Volkswagen, sendiferðabifreið 1971 1 stk. Mazda E2200, disil, Panel Van 1984 1 stk. Volvo N 84, vörubifr., 10 farþ. 1971 1 stk. Mercedes Benz, 4x4, vörubifr. 1970 Til sýnis hjá Sildarverksm. ríkisins, Seyðisfirði, 1 stk. USA452,4x4 1979 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Ólafsvík, 1 stk. Ford 3000 dráttarvél m/ámoksturstæki 1974 Til sýnis hjá Vegagerð rikisins, Patreksfirði, 1 stk. Ford 3000 dráttarvél, m/ámoksturstæki 1974 # Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Grafarvogi, 1 stk. Volvo FB 86 vörubifr., pall og sturtulaus 1973 1973 1 stk.'Hino2M 802 vörubifr., sturtulaus 1982 1 stk. IHC 540, hjólaskófla 1977 1 stk. Zetor 6718 dráttarvél m/ámokstursiæki 1979 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS _______BORGARTÚNI 7, 105 REVKJAVIK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.