Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. Grein í tímariti leiddi til uppljóstrunar á hugsanlegu morðmáli: Skildi lík níu ára sonar síns eftir í skurði á aðfangadagskvöld Anna Bjamason, DV, Denver Það var seint sl. haust að kona nokkur í smábænum Lyman í Wy- oming las grein í Readers Digest. í greininni var frá því skýrt að á að- fangadagskvöld áriö 1985 hafi frosinn líkami 9 ára drengs fundist rétt fyrir utan þjóðveginn í Thayer-sýslu í Nebraska. Drengurinn var klæddur í blá náttföt og hann haföi stirðnað með aðra hönd á hjartastað. Að lok- inni krufningu og þriggja mánaða eftirgrennslan yfirvalda í Thayer- sýslu var drengurinn, sem kallaður var „blái drengurinn", grafmn í kirkjugarði staöarins. Ekkert hafði komið í ljós varðandi það hver þessi drengur var eða hvaðan hann var. Óþekktur dauödagi Ibúar tveggja smábæja í Thayer- sýslu, Chester og Hebron, fylgdust með gangi málsins og höföu innilega samúð með þessum litla, látna dreng. Þeir nefndu hann sín á milli Matthí- as, sem þýðir guðsgjöf. Enginn vissi hver hann var eða hvernig dauða hans haföi borið að. Eftir lestur greinarinnar fannst konunni í Wyoming, sem ekki vill láta nafn síns getið, sem hún kannað- ist við drenginn. En hún reyndi að varpa þeirri hugsun frá sér sem allt of ósennilegri tilviljun. Daginn eftir hringdi grannkona hennar sem einnig haföi lesið grein- ina og fengið þessa sömu tilfmningu, að hún kannaðist við þennan litla, látna dreng. Þegar þær ræddu málin sín á milii fannst þeim báðum að þarna væri kominn drengurinn Danny Stutzman. Konan, sem um er getið í upphafi Danny litli Stutzman lá í tæp tvö ár í gröf sem merkt var nafninu Matt- hew. þessarar frásagnar, þekkti Eli, fóður Dannys. Drengurinn haföi dvalið á heimÚi konunnar og eiginmanns hennar frá því um vorið 1985 og fram á vetur. Eli Stutzman haföi’síðan sótt drenginn aðeins tíu dögum áður en líkið fannst í Nebraska. Með hálfum huga sendi konan yfir- völdum í Thayer-sýslu mynd af Danny litla og vonaði aö grunur hennar reyndist ekki réttur - að líkið sem fannst væri ekki lík Dannys. Sýslumaðurinn trúði ekki Sýslumaðurinn í Thayer-sýslu, Gary Young, haföi aldrei trúað því aö óþekkti drengurinn heföi dáið af eðlilegum orsökum. Hann haföi feng- ið um það bil þúsund ábendingar um uppruna drengsins en þegár að var gáð reyndust þær allar rangar. Þegar hann fékk bréfið frá konunni í Ly- man og sá myndina af Danny sá hann óðar að þar gat verið um sama dreng- inn að ræða. Hann haföi því samband viö konuna og bað hana að senda einhver frekari gögn svo að unnt væri að sannreyna hvort þama væri um sama drenginn að ræða. Hann fékk sent afþrykk af hönd drengsins, sem var á einkunnaspjaldi hans frá Vörukynning Á LOFTVERKFÆRUM OG SLÍPIVÖRUM ÍFIIMTECl Xí GRMKNG TEOWOLOGY_ Beltaslípivélar, 8 mismunandi gerðir Loftverkfæri & slípivörur Shlnano loftverkfæri Cumet carbideoddar & -skerar Kemper slípivörur & slípimassar & -olíur Lenox járnsagarblöð holusagir & bit oa cm Slípivörur: belti - skífur - arkir - hjól - diskar P.S. Mikið af okkar vörum er sérstaklega ætlað til vinnslu á ryðfriu stáli SÉRVERSLUN UEÐ SLfPIVÖRUR OG LOFTVERKFÆRI ,S3R0T BÍLDSHÖFÐA 18. SlMI 672240 bamaskólanum í Lyman. Það réð úrslitum. Látni drengurinn var Danny Stutzman. Nákvæmlega sama dag og drengur- inn fannst látinn, en tveimur árum síðar, var faðir hans, Eli Stutzman, handtekinn í bænum Azle í Texas. Haiin var ákærður fyrir aö hafa mis- þyrmt syni sínum og manndráp. Eli hélt því fram í fyrstu að hann heföi einlægan áhuga á að lijálpa til Danny og faðir hans áður en þeir lögðu af staö i siðasta ferðalagið 14. desember 1985. við að upplýsa málið. Hann var flutt- ur til Thayer-sýslu tveimur dögum síðar. Þegar hann stóð yfir gröf sonar síns runnu tárin niður kinnar hans og hann kvaðst gleðjast yfir því aö málið væri nú komið fram í dagsljós- ið. „Mér er það ljóst að ég hef oröið valdur að sorg og sársauka fólks og mér þykir það mjög leitt. Ég neita því ekki að ég hagaði mér rangt varð- andi dauða Dannys og á því biðst ég fyrirgefningar. Ég er sekur um að segja ósatt en ég hvorki misþyrmdi né varð syni mínum að bana,“ sagði Eli. Eli fær tvo kosti Eli Stutzman hélt því síðan fram að Danny heföi látist af slysförum þar sem hann svaf í bíl föður síns. Þar sem engin leið var til að sanna að dauða Dannys heföi borið að höndum með voveiflegum hætti var Eli Stutzman gefmn kostur á að játa sig sekan um tvenns konar lagabrot; að hafa yfirgefið lik á almannafæri og aö tilkynna ekki um andlátiö. Áður en dómur var kveðinn upp í máli Elis í dómsalnum í Hebron sagði hann frá þvi hvemig dauða Dannys bar að höndum. Þeir feðgamir vom á leiöinni frá Wyoming til Apple Creek í Ohio þar sem þeir hugðust dvelja um jólin hjá skyldfólki. Danny var með slæma hálsbólgu og leið fila. „Við ræddum um að stoppa á hóteli yfir nóttina en Danny vildi ólmur að við héldum áfram,“ sagði Eli. „Ég bjó því um hann í aftursæti bifreiðarinnar þannig að hann gat lagt sig þar í svefnpokanum sínum. Ég leyföi hon- um meira að segja að opna eina jólagjöfina, sem var fótbolti.“ Danny leið svo betur er líða tók á kvöldið, klæddi sig í nýju bláu nátt- fötin sín, sem vom jólagjöf frá Eli, og skreið svo ofan í svefnpokann sinn. Nokkrar klukkustundir liðu, að sögn Elis, sem fannst Danny vera óeðlilega hljóður. Eli sagðist hafa teygt sig aftur í og þreifað á fótlegg Dannys en ekki fengið nein viðbrögð. Hann stöðvaði þá bílinn og þá kom í ljós aö Danny var látinn. Eli, sem eitt sinn starfaði sem aöstoðarmaöur á sjúkrahúsi, sagðist hafa reynt lífg- unartilraunir, bæði blástursaðferð- ina og einnig hjartahnoð, en án nokkurs árangurs. Reyndi aö vera rólegur „Eg reyndi að vera rólegur en vissi ekki hvað ég átti að taka til bragðs," sagði Eli í réttinum. „Ég fann fyrir hræðilegri einmanakennd. Ég ók áfram um stund þar til ég kom að friðsælum dal. Ég bað til Guðs og ákvað að skilja Danny þama eftir og bað Guö um að vemda hann. Ég sagði engum hvað haföi komið fyrir.“ Eli Stutzman sagði þessa sögu sína án þess að sýna nokkrar tilfinningar. Þegar ákærandinn spurði hann hvort hann heföi orðið syni sínum aö bana svaraði Eli stutt og laggott: „Nei.“ Gary Young, sýslumaður í Thayer- sýslu, var þess fullviss aö gangur málsins heföi ekki verið sá sem Eh Stutzman skýrði frá. „Það skilur enginn maður níu ára gamlan látinn dreng eftir í skurði úti á víðavangi. Slíkt gerðist kannski á miðöldum en ekki í dag. Ég hef haft það á tilfinningunni frá upphafi að hér hafi ekki allt verið sem sýnist en ég get bara ekki komiö auga á hvem- ig þetta hefur gerst,“ sagði Young. Sýslumaðurinn var ekki einn um efasemdir. Vinafólk Stutzmans í Col- orado og Wyoming lýsir honum sem hæglátum manni sem flýti sér aldrei við neitt. Þaö kveður samband þeirra feðga hafa verið mjög náið og inni- legt. Danny var einkasonur Eli en Eli var uppalinn í amish-þjóðfélagi í Ohio. Amishfólkið þar skýrði hins vegar svo frá að það teldi betra að vera á verði gagnvart Eli Stutzman. Umhverfi það, sem Eli Stutzman ólst upp í, var mjög strangt. Faðir hans var biskup safnaðarins. Þrátt fyrir það reis Eli upp gegn amish- þjóðfélaginu og flutti á brott. Þeir sem vantreysta honum segja að hann hafi verið einrænn og þunglyndur og það orð hafi af honum farið að hann væri óforbetranlegur lygari. Að auki bentu þeir á að fleiri en ein persóna mjög nákomin Eli heföi lát- ist á voveiflegan hátt. Fleiri dauösföll Árið 1977, þegar Danny var 10 mán- aða gamall, laust eldingu niður í hlöðuna á bænum þar sem fjölskyld- an bjó í Apple Creek. Samkvæmt frásögn Elis fékk eiginkona hans hjartaáfaU þegar eldur varð laus í hlöðunni af völdum eldingarinnar. Konan var þá komin fimm mánuði á leið með annað bam þeirra hjóna. Sagt var að konan heföi verið að reyna að bjarga nýaitavélunum úr brennandi hlöðunni þegar hún dó. Læknirinn, sem tók á móti Danny og þekkti vel til heilsu móður hans, kvað hana hafa haft mjög sterkt hjarta og taldi að dauði hennar heföi verið mjög „óvepjulegur og óvænt- ur“. Það þótti einnig ótrúlegt að konan skyldi hafa verið að reyna að bjarga mjaltavélum eins og á stóð fyrir henni. En þegar læknirinn haföi komist að þessari niðurstöðu var aUt orðið um seinan. Búiö var að jarða konuna og af tiUitssemi við amishfólkið vUdi hann ekki láta grafa lík hennar upp til þess að unnt væri að framkvæma krufningu. Andleg vanlíðan EU varð mjög þunglyndur eftir dauöa konu sinnar og heyrðu ná- grannamir oft hróp og köll frá honum. Um tíma var hann á sjúkra- húsi vegna andlegrar vanUðanar. Hann átti þó ekki langa dvöl á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.