Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. 25 Enn á ný virðist Dennis Hoo- per ætla að ná fótfestu í Hollywood. Hann hefur þeg- ar náð góðum árangri sem leikari og nú fær hann hrós sem leikstjóri fyrir Colors, er fjallar um unghngaflokka í Los Angeles sem beijast um yfirráöa- svæði. Það er ekki aðeins Dennis Hooper sem fær uppreisn æru í Col- ors. Sean Penn og Robert Duvall í aðalhlutverkunum leika einnig mjög vel. Dennis Hooper er orðinn íimmtíu og eins ár. Hann á að baki skrautleg- an feril. Hann byrjaði um leið og James Dean, lék með honum við góð- an orðstír í Rebel Without A Cause og framtíðin blasti við honum. Hann þótti fljótt erfiður í umgengni, var fljótur að stofna til vandræða og 1958 var hann gerður útlægur úr Hollywood. Var það vegna þrjósku hans við Henry Hathaway en hann leikstýrði honum í From Hell To Texas. Hooper neitaði að gera eins og Hathaway skipaði honum. Hathaway sagðist skyldu gera hann útlægan úr Hollywood og stóð við það. Það er ekki fyrr en 1968 sem Denn- is Hooper slær á ný í gegn, þá bæði sem leikstjóri og leikari. Og að sjálf- sögðu var það Easy Rider. Aðeins tveimur árum seinna var hann aftur gerður útlægur úr kvikmyndaiðnað- inum vestanhafs. Þótt The Last Movie hafl að lokum fengið fyrstu verðlaun á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum hjálpaði það ekki Dennis Hooper í samskiptum hans við peningamennina vestan- hafs. Hann gerði The Last Movie í Suður-Ameríku. Safnaði að sér mis- rugluðu liði, poppurum og leikurum. Sjálfur var hann þá kominn á kaf í Colors Kvikmyndir og sj ö ára er hann kominn fram á sjónarsviðið á ný og hefur engu gleymt. Sean Penn er aðeins tuttugu og sjö ára. Hann hefur samt í nokkur ár verið mesti vandræðagemlingurinn í Hollywood. Enginn efast um hæfi- leika hans og hann hefur hvað eftir annað sýnt hversu góður hann er - leikið í góðum myndum á borð við Racing With The Moon, The Falcon And The Snowman, Fast Times At Richmond High og At Close Range. Úrvalsmyndir sem samt hafa ekki slegið í gegn. Nú orðið er hann þekktari fyrir einkalíf sitt en kvikmyndaleik. Stormasamt hjónaband hans og Ma- donnu hefur vakið mikla athygli og bíða menn yfirleitt eftir því hvern hann muni slást við næst. Sean Penn lék aðeins í einni kvikmynd á síðasta ári, Shanghai Surprise, sem var kannski vonlausasta kvikmynd þessa árs. Það var Penn sem átti hugmyndina að Colors. Hann kom með handrit til Hooper og vildi fá hann sem leik- stjóra. Handritið hallaði um tvo lögregluþjóna, svartan og hvítan, í Chicago. Þeir eiga i átökum við glæpaflokka sem lifa á eiturlyfjasölu. Dennis Hooper var ekki hrifinn af handritinu, fannst það lélegt og yfir- borðskennt. Hvers vegna ekki að flytja söguna til Los Angeles, lögg- urnar skyldu vera hvítar, einn gamall, einn ungur og eiturlyfm skyldu vera „krakk“ og söluhóparnir unglingar. Hooper hafði sitt fram. Robert Du- vall var fenginn til að leika eldri lögguna. í fyrstu hafði Hooper efa- semdir um þaö, aðallega vegna þess að hann hafði orðið vitni að hörku- rifrildi milli Duvall og Penn í fyrsta skipti sem þeir hittust. Ástæðan var hæfileikar eða vanhæfni ónefnds | starfsfélaga þeirra. „Þetta verður allt í lagi,“ sagði Duval þegar Hooper hafði orð á þessu. „ Við getum haldið áfram að rífast og fengið borgað fvrir það." Næst var að fá kvikmyndatöku- mánn og ekki er hægt að segja annað en Haskell Wexler, sá þrjóski en mik- ilhæfi kvikmyndagerðarmaður. passi vel inn í þennan hæfileikarika hóp. Listamaöur, sem eingöngu hef- ur sinnt verkefnum sem hann hefur langað til, bæði sem leikstjóri og kvikmyndatökutnaður. Sjálfsagt hafa margir haft efasemd- ir um gerð Colors í byrjun. Þær efasemdir heyrðust þó ekki lengi. Enda fór þaö svo að myndin var gerð á tíu vikum, nákvæmlega þeim tíma sem áætlaður var og kostnaðaráætl- un stóðst. Kvikmyndastjörnurnar mættu ávallt á réttum tíma og Penn meira að segja fékk inni í lögreglu- skóla til að fylgjast með kennslu. Þess má einnig geta að á meðan á tökum stóð þurfti Penn að taka út fahgelsisvist fyrir að slá niður ljós- myndara. Colors var svo frumsýnd í Banda- ríkjunum fyrir rúmri viku. Gagnrýn- endur eru yfirleitt hrifnir, þótt smávægilegar athugasemdir fylgi með. Áhorfendur bíða í röðum. Einn galli er þó á gjöf Njarðar. Háværar raddir eru í Los Angeles um að banna myndina og tóku yfirvöld í Chicago undir þá skoðun. Er það vegna þess að eftir að sýningar hófust hafa ungl- ingaflokkar í báðum borgum gengiö berserksgang og glæpir unglinga aukist. Telja yfirvöld þessa glæpa- öldu vera áhrif sém Colors hefur á unglingana. Hver niðurstaðan verö- ur er ekki ljóst ennþá og hvað sem þvi líður er ljóst að Dennis Hooper hefur gert áhrifamikla kvikmynd og þykir nær öruggt að hann muni í framtíðinni snúa sér nær eingöngu aðleikstjórn. HK eiturlyf og sögur af lifnaði kvik- myndaliðsins voru fljótar að komast á síður kjaftablaða í Bandaríkjunum og hafði þau áhrif að enginn kom að sjá The Last Movie sem kostaði ekki svo lítið. Hinn ódrepandi Hooper átti samt eftir að koma enn einu sinni fram á sjónarsviðið. 1986 leikur hann í tveimur kvikmyndum Hoosiers og Blue Velvet með frábærum árangri og nú voru allir tilbúnir að fyrirgefa honum syndir hans. í millitíðinni hafði hann gengið í gegnum þrjá hjónaskilnaði, verið dæmdur fyrir að bera ólögleg vopn og næstum drepið sig oftar en einu sinni á eitur- lyfjumogáfengi. Hreinsaður af öllum vímuefnum þiggur Dennis Hooper aðeins kaffi og sígarettu í dag. Enda hefur komið í ljós, eins og margir töldu sig vita, að undir grófu yfirborðinu býr sann- ur listamaður. Robert Duval hefur á löngum ferli gert aðeins ein mistök. Þau mistök urðu honum dýr. Hann vakti fyrst athygli í litlu en góðu hlutverki í To Kill A Mockingbird er gerð var 1963. Frá þeirri stundu hefur hann þótt einn traustasti leikarinn í Holly- wood, leikið í mörgum úrvalsmynd- um og hátindi ferils síns nær hann 1983 er hann fær óskarsverðlaun fyr- ir leik sinn í Tender Mercies. Ári seinna er það vonsvikinn mað- ur sem flyst á búgarð sinn í Virginiu og hefur lítið af Hollywood að segja eftir það. Ástæðan er Angelo My Love, mynd sem hann kostaði að hluta og fékk með þrjósku peninga- menn méð sér. Myndin þótti mis- lukkuð og enginn kom að sjá hana. Sömu menn og klöppuðu fyrir hon- um við óskarsverðlaunaafhending- una létu hann út í kuldann. Fimmtíu Kvikmyndir Hilmar Karlsson Þremenningarnir við tökur á Colors. Greinilegt er að einhver hefur sagt eitthvað skemmtilegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.