Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. 5 Sljómmál Miðstjómarfundur Framsóknaiflokksins: Framsóknarmenn leggja stjórnarsamstarfið undir Miðstjórnarfundur Framsóknar- flokksins fer fram í dag og er að vonum beðið með mikilli eftirvænt- ingu eftir ,niðurstöðu fundarins. Margir framsóknarmenn vilja að vísu svæfa eftirvæntingu manna og segja fundinn aöeins vera venju- bundinn miðstjórnarfund sem boðað sé til með eðlilegum hætti. Það er ekki rétt. Til fundarins er boðað í kringum upplausnarástand í þjóð- félaginu: verkföll, tugi milljarða viöskiptahalla og gengisfellingarkr- öfur. Þá hefur harðlínuhópurinn innan Framsóknarflokksins gert þá kröfu að stjórnarsamstarfið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar - hvort hægt sé að ná árangri í þessu stjórn- arsamstarfi. Stólaskipti hugsanleg Samkvæmt upplýsingum DV er hugsanlegt að framsóknarmenn vilji gera kröfu um stólaskipti í ríkis- stjórninni. Verði það til að ýta á eftir Fréttaljós Sigurður M. Jónsson kröfu þeirra um aðgerðir í efnahags- málum en framsóknarmönnum hafa þótt þeir vera heldur afskiptir í efna- hagsmálum til þessa. Kenna þeir því um að þeir ráði engu efnahagsráðu- neyti sem sé upphaf ógæfu þessarar stjórnar. í þessu sambandi er rætt um að Steingrímur Hermannsson færi sig í fjármálaráöuneytið enda telji Jón Baldvin Hannibalsson sig hvort sem er vera búinn að koma á þeim breyt- ingum sem hann hafi ætlað sér, flestar skattkerfisbreytingarnar orðnar að veruleika og virðisaukinn á góðri siglingu. Steingrímur neitaði því með öllu að vangaveltur þar að lútandi væru í gangi en annar ráða- maður í flokknum sagði að það væri vel hugsanlegt. Gengisfelling verður á dagskrá Margir eru sammála um að gengis- felling sé það eina sem ríkisstjórnin geti komið sér saman um, aðeins sé eftir að ákveða hve há hún verði og hver kjararýrnunin eigi að vera í kjölfar hennar. Gengisfellingarmál verða örugglega á dagskrá fundarins enda verður það ein af helstu kröfum landsbyggöarmanna sem mæta í vígaham á fundinn. „Gengisbreyting er ekkert lausnar- orð en auðvitað er öllum ljóst að útflutningsgreinarnar geta ekki stað- ið undir þeim kostnaðarhækkunum sem orðið hafa,“ sagði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra. Hann vildi ekki gera mikið úr því að fund- urinn myndi hafa svo mjög afgerandi áhrif á stjórnarsamstarfið. Stein- grímur Hermannsson sagði hins vegar aö hann vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um gengismál. Annar framsóknarmaður sagði að gengisfelling yrði vissulega á dag- skrá fundarins en engin ákvörðun yrði tekin um það hve há hún yrði - það væri tæknileg útfærsla sem send yrði til ríkisstjórnarinnar. Þá væri ábyggilegt að sársaukafullar hliðar- ráðstafanir gengisfellingar, svo sem að koma í veg fyrir sjálfvirka hæ'kk- un launa, yrðu faldar ríkisstjórninni. „Lúxustollar“ njóta ekki lengur stuðnings í Framsóknarflokknum Það eru gamalkunnar ráðstafanir hjá framsóknarmönnum að reyna aö hefta neyslu með því að setja tolla á margvíslegar vörur sem teljast varla til daglegra nauðsynja. Þessar raddir hafa komið upp að undanfórnu og bent hefur verið á að bílainnflutning- urinn standi því sem næst fyrir viðskiptahallanum. Efnahagsnefndin, sem í sitja Gunn- laugur Sigmundsson, formaður, Finnur Ingólfsson, Arnar Björnsson, Guðmundur G. Þórarinsson og ráð- herrarnir Steingrímur og Haíldór, mun að sögn ekki hafa lagt fram neinar tillögur um lúxustolla eða tolla á bíla. Það mun þó ekki vera Alþingi: Tillaga um vantraust á ríkisstjómina Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur ákveðið að bera fram á Alþingi vantrauststillögu á ríkisstjórnina strax eftir helgina. í gær voru þeir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður flokksins, og Steingrímur J. Sigfús- son, formaöur þingflokksins, í viðræðum við aðra stjórnarand- stöðuflokka um að þeir sameinuðust um vantrauststillöguna. Rökin, sem borin eru fram fyrir vantrauststillögunni, eru ástandið á vinnumarkaðnum • og efnahags- ástandið yfirleitt. Ekki hafði verið ákveðið í gær hvort tillagan yröi bor- in fram á mánudag eða þriðjudag. -S.dór Heilbrigðisráöherra: Lagafrumvarp um fowamir Heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjarnason, hefur í smíðum laga- frumvarp um samræmda stefnu hvað varðar heilbrigðisfræðslu og forvarnarstarf í heilbrigðismálum. Meö því yrði unnt að samræma stefnu nefnda og ráða sem starfa að forvörnum. Má þar nefna sem dæmi áfengisvarnir, eyönivarnir, tann- vernd, kynsjúkdóma og fleira. Guðmundur sagðist ekki hafa náð endanlegu samþykki ríkisstjórnar- innar fyrir því aö málið yrði afgreitt á þessu þingi en sagðist vonast til að geta sýnt frumvarpið á þingi fyrir þinglok. -SMJ áhersla á hugmyndir um hvernig stjórna megi „gráa“ peningamark- aðnum eða ófreskjunni, eins og það fyrirbæri hefur löngum verið kallað meðal framsóknarmanna. „Jöfnun starfsskilyrða peningastofnana er úrslitaatriöi,“ sagði einn framsókn- armaður „Verður jákvæður fundur“ „Ég hef mikla trú á þessum fundi og hann verður örugglega jákvæð- ur,“ sagði Steingrímur þegar hann var spurður um væntingar hans til miðstjórnarfundarins. Það er ljóst að margir framsóknarmenn telja þenn- an fund hafa úrslitaþýðingu fyrir stjómarsamstarfið en þyngst er þó hljóðið í landsbyggðarmönnum. Þeim þykir vera hér um líf eða dauða að tefia og búseta úti á landi i húfi. Segja margir að það sama gildi um Framsóknarflokkinn. -SMJ Steingrimur Hermannsson: færir hann sig um set í rikisstjórninni? fjarri Guðmundi G. og þegar tillög- urnar voru lagðar fyrir þingflokkinn ' heyrðust raddir frá einstaka þing- mönnum sem kröfðust þess að þetta yrði inni í myndinni. Einn framsóknarmaöur sagði að ekki þýddi lengur að hugsa svona, þetta væri hluti af lífsstíl fólks og þar að auki keypti enginn lengur bíl þannig að ekki þýddi að treysta á tekjur af þeirri skattlagningu. Hins vegar verður lögð mikil I dósum, ískalt Coca Cola úr íslensku vatni. < (/> o s 8 cc < DrvkkiA Coca Cola Skrásett vörumerki Framleiöundi Verksmiðjan ViHHell hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.