Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. 5 Sljómmál Miðstjómarfundur Framsóknaiflokksins: Framsóknarmenn leggja stjórnarsamstarfið undir Miðstjórnarfundur Framsóknar- flokksins fer fram í dag og er að vonum beðið með mikilli eftirvænt- ingu eftir ,niðurstöðu fundarins. Margir framsóknarmenn vilja að vísu svæfa eftirvæntingu manna og segja fundinn aöeins vera venju- bundinn miðstjórnarfund sem boðað sé til með eðlilegum hætti. Það er ekki rétt. Til fundarins er boðað í kringum upplausnarástand í þjóð- félaginu: verkföll, tugi milljarða viöskiptahalla og gengisfellingarkr- öfur. Þá hefur harðlínuhópurinn innan Framsóknarflokksins gert þá kröfu að stjórnarsamstarfið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar - hvort hægt sé að ná árangri í þessu stjórn- arsamstarfi. Stólaskipti hugsanleg Samkvæmt upplýsingum DV er hugsanlegt að framsóknarmenn vilji gera kröfu um stólaskipti í ríkis- stjórninni. Verði það til að ýta á eftir Fréttaljós Sigurður M. Jónsson kröfu þeirra um aðgerðir í efnahags- málum en framsóknarmönnum hafa þótt þeir vera heldur afskiptir í efna- hagsmálum til þessa. Kenna þeir því um að þeir ráði engu efnahagsráðu- neyti sem sé upphaf ógæfu þessarar stjórnar. í þessu sambandi er rætt um að Steingrímur Hermannsson færi sig í fjármálaráöuneytið enda telji Jón Baldvin Hannibalsson sig hvort sem er vera búinn að koma á þeim breyt- ingum sem hann hafi ætlað sér, flestar skattkerfisbreytingarnar orðnar að veruleika og virðisaukinn á góðri siglingu. Steingrímur neitaði því með öllu að vangaveltur þar að lútandi væru í gangi en annar ráða- maður í flokknum sagði að það væri vel hugsanlegt. Gengisfelling verður á dagskrá Margir eru sammála um að gengis- felling sé það eina sem ríkisstjórnin geti komið sér saman um, aðeins sé eftir að ákveða hve há hún verði og hver kjararýrnunin eigi að vera í kjölfar hennar. Gengisfellingarmál verða örugglega á dagskrá fundarins enda verður það ein af helstu kröfum landsbyggöarmanna sem mæta í vígaham á fundinn. „Gengisbreyting er ekkert lausnar- orð en auðvitað er öllum ljóst að útflutningsgreinarnar geta ekki stað- ið undir þeim kostnaðarhækkunum sem orðið hafa,“ sagði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra. Hann vildi ekki gera mikið úr því að fund- urinn myndi hafa svo mjög afgerandi áhrif á stjórnarsamstarfið. Stein- grímur Hermannsson sagði hins vegar aö hann vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um gengismál. Annar framsóknarmaður sagði að gengisfelling yrði vissulega á dag- skrá fundarins en engin ákvörðun yrði tekin um það hve há hún yrði - það væri tæknileg útfærsla sem send yrði til ríkisstjórnarinnar. Þá væri ábyggilegt að sársaukafullar hliðar- ráðstafanir gengisfellingar, svo sem að koma í veg fyrir sjálfvirka hæ'kk- un launa, yrðu faldar ríkisstjórninni. „Lúxustollar“ njóta ekki lengur stuðnings í Framsóknarflokknum Það eru gamalkunnar ráðstafanir hjá framsóknarmönnum að reyna aö hefta neyslu með því að setja tolla á margvíslegar vörur sem teljast varla til daglegra nauðsynja. Þessar raddir hafa komið upp að undanfórnu og bent hefur verið á að bílainnflutning- urinn standi því sem næst fyrir viðskiptahallanum. Efnahagsnefndin, sem í sitja Gunn- laugur Sigmundsson, formaður, Finnur Ingólfsson, Arnar Björnsson, Guðmundur G. Þórarinsson og ráð- herrarnir Steingrímur og Haíldór, mun að sögn ekki hafa lagt fram neinar tillögur um lúxustolla eða tolla á bíla. Það mun þó ekki vera Alþingi: Tillaga um vantraust á ríkisstjómina Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur ákveðið að bera fram á Alþingi vantrauststillögu á ríkisstjórnina strax eftir helgina. í gær voru þeir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður flokksins, og Steingrímur J. Sigfús- son, formaöur þingflokksins, í viðræðum við aðra stjórnarand- stöðuflokka um að þeir sameinuðust um vantrauststillöguna. Rökin, sem borin eru fram fyrir vantrauststillögunni, eru ástandið á vinnumarkaðnum • og efnahags- ástandið yfirleitt. Ekki hafði verið ákveðið í gær hvort tillagan yröi bor- in fram á mánudag eða þriðjudag. -S.dór Heilbrigðisráöherra: Lagafrumvarp um fowamir Heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjarnason, hefur í smíðum laga- frumvarp um samræmda stefnu hvað varðar heilbrigðisfræðslu og forvarnarstarf í heilbrigðismálum. Meö því yrði unnt að samræma stefnu nefnda og ráða sem starfa að forvörnum. Má þar nefna sem dæmi áfengisvarnir, eyönivarnir, tann- vernd, kynsjúkdóma og fleira. Guðmundur sagðist ekki hafa náð endanlegu samþykki ríkisstjórnar- innar fyrir því aö málið yrði afgreitt á þessu þingi en sagðist vonast til að geta sýnt frumvarpið á þingi fyrir þinglok. -SMJ áhersla á hugmyndir um hvernig stjórna megi „gráa“ peningamark- aðnum eða ófreskjunni, eins og það fyrirbæri hefur löngum verið kallað meðal framsóknarmanna. „Jöfnun starfsskilyrða peningastofnana er úrslitaatriöi,“ sagði einn framsókn- armaður „Verður jákvæður fundur“ „Ég hef mikla trú á þessum fundi og hann verður örugglega jákvæð- ur,“ sagði Steingrímur þegar hann var spurður um væntingar hans til miðstjórnarfundarins. Það er ljóst að margir framsóknarmenn telja þenn- an fund hafa úrslitaþýðingu fyrir stjómarsamstarfið en þyngst er þó hljóðið í landsbyggðarmönnum. Þeim þykir vera hér um líf eða dauða að tefia og búseta úti á landi i húfi. Segja margir að það sama gildi um Framsóknarflokkinn. -SMJ Steingrimur Hermannsson: færir hann sig um set í rikisstjórninni? fjarri Guðmundi G. og þegar tillög- urnar voru lagðar fyrir þingflokkinn ' heyrðust raddir frá einstaka þing- mönnum sem kröfðust þess að þetta yrði inni í myndinni. Einn framsóknarmaöur sagði að ekki þýddi lengur að hugsa svona, þetta væri hluti af lífsstíl fólks og þar að auki keypti enginn lengur bíl þannig að ekki þýddi að treysta á tekjur af þeirri skattlagningu. Hins vegar verður lögð mikil I dósum, ískalt Coca Cola úr íslensku vatni. < (/> o s 8 cc < DrvkkiA Coca Cola Skrásett vörumerki Framleiöundi Verksmiðjan ViHHell hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.