Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Qupperneq 2
2
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988.
Fréttir
Rennsli Hólsár ógnar
landgræðslusvæðum
- reynt að breyta rennsli árinnar með því
„Rennsli Hólsár hefur verið til
vandræða á annan áratug. Áin hend-
ist ýmist í austur eða vestur og erfitt
hefur reynst að hemja hana,“ sagði
Sigurbjartur Guðjónsson í
Þykkvabæ í samtaii við DV. „Áin
stíflast af framburði og vatn rennur
á kambinn milli byggðar og sjávar. í
slíkum tilfellum getur áin runnið
ýmist vestur í átt að Þjórsá eða aust-
ur til byggðar í Landeyjum.-*
Heimamenn í Þykkvabæ og land-
græðsla ríkisins hafa, ásamt öðrum
aðilum, unnið að því að fylla upp í
ós Hólsár, þ.e. hleypa ósnum út. Os-
inn er ótryggur og hefur stíflast af
framburði. Áin hefur því sótt vestur
á bóginn, allt að 6 km leið og flætt
yfir landgræðslusvæði neðan við
byggðina í Þykkvabæ. Sökum þessa
hefur vatnsborð í afrennslisskurðum
hækkað um allt að 70 cm sem tefur
mjög fyrir framrennsh.
Þetta er í sjötta sinn sem reynt er
að hleypa ósnum út á þennan hátt.
Fyrir tveimur árum var gerð álika
að fylla upp í ósana
tilraun en hún tókst ekki sem skyldi.
Því var ákveðið að reyna á nýjan
leik, og hafa heimamenn safnað bíl-
hræum og öðru jámrush til að ryðja
út i ósinn og reyna þannig að hefta
rennsh árinnar vestur á bóginn.
Framkvæmdir hafa staðið í rúma
viku og lauk um helgina.
„Við höfum verið nokkuð óheppnir
með veöur, en vonir standa til að nú
hafi tekist að beina ánni í réttan far-
veg,“ sagði Sigurbjartur Guðjónsson.
-StB
Þeir feðgar Guðni Guðlaugsson og Robert Karel Guðnason hafa unnið að
því að fylla Hólsárós með bílhræjum og öðru járndrasli. Ástæðan er sú
að Hólsá hefur flætt vestur á bóginn yfir landgræðslusvæöi neðan við byggð-
ina í Þykkvabæ. Heimamenn gáfu aflóga bila og annað ónothæft sem síðan
var rutt út í ós. DV-mynd Brynjar Gauti
Dalasýsla:
Ekki verður úr sameiningu
sveitarfélaganna að sinni
Ekki verður úr sameiningu allra
sveitarfélaga í Dalasýslu aö sinni.
Þó að meirihluti kjósenda, 54,6 pró-
sent á móti 43,7 prósentum, kysi
að hin átta sveitarielög sýslunnar
sameinuðust, fékk sameiningar-
hugmyndin ekki meirihluta nema
í þremur sveitarfélögum.
„Ég þori ekki að segja neitt um
framhaldiö. Menn skoða vonandi
hug sinn og að hkindum veröa nýj-
ar kosningar í framhaldi af ein-
hvers konar viðræðum. Áróðurinn
gegn þéttbýlinu varð einna hávær-
astur rétt fyrir kosningar. Við
reyndum að rökstyðja breyting-
amar en þegar tilfinningar stjórna
málfiutningi hinna er ekki auövelt
að eiga viö þaö. Nú bíöum viö eftir
því að fhunkvæði að breytingum á
þessu áratugagamla kerfi komi firá
andsameiningarsinnum,“ sagði
Sigurður Rúnar Friðjónsson, form-
aður sameiningamefndar sveitar-
félagasýslunnar, ísamtahviðDV.
Andstaðan við sameiningu var
sterkust í Saurbæjarhreppi, þar
sem aðeins um 15 -prósent vom
fylgjandi, og Skarðshreppi sem er
meðal minnstu sveitarfélaganna.
í miðhreppunum, Laxárdals-,
Hvamms- og Fehsstrandarhreppi,
var sameiningin samþykkt Vom
flestir fylgjandi í Laxárdalshreppi
þar sem Búöardalur er.
-hlh
Drukkinn farþegi í strætó:
Ég sný af þér hausinn
„Ég sný af þér hausinn. Þú munt
sjá eftir þessu. Ég gleymi aldrei and-
htum,“ öskraði drukkinn maður að
Rúnari Gunnarssyni strætisvagna-
bílstjóra. Drukkni maðurinn kom í
strætisvagn í Áifheimum, viö
Glæsibæ, á laugardaginn. Maðurinn
hafði mörg stór orð um hvemig hann
ætlaði að hefna sín.
Rúnar Gunnarsson neitaði mann-
inum að ferðast með vagninum, fyrst
og fremst vegna þess aö maðurinn
borgaði aöeins eina krónu í fargjald
og eins vegna framkomu mannsins.
Rúnar kallaöi til lögreglu. Þegar lög-
regla kom og sá hver maðurinn var
vom fyrstu orð annars lögreglu-
þjónsins. „Nú ert það þú enn einu
sinni.“
„Ég óttast ekki hótanir mannsins.
Það er algengara en margrn- heldur
að við lendum í útistöðum við
drukkna menn. Þeir eru oft sóðalegir
til fara og angra aöra farþega. Þegar
við bætist að þeir neita að greiða
rétt fargjald er ekki annað að gera
en láta lögregluna hirða þá,“ sagði
Rúnar Gunnarsson strætisvagnabíl-
sfjóri númer 138.
-sme
Þorsteinn B. Pétursson, oddviti í Fellsstrandarhreppi:
Ekki sameining
heldur sundrung
„Það er rangt að kalla þetta sam-
einingu. Þetta hefur sundrað meiru
en sameinað. Þeir sem maður hélt
vera vini sína hafa unnið á móti
manni. Ég tel best fyrir alla að þessar
hugmyndir verði nú úr sögunni,"
sagði Þorsteinn B. Stefánsson, odd-
viti í Fehsstrandarhreppi.
Af átta hreppum feUdu fimm sam-
einingartíhöguna. Þorsteinn sagði að
í sínum hreppi hefði sameining verið
samþykkt með eins atkvæðis mun.
Tuttugu og níu vom með og tuttugu
og átta á móti.
„Þessar umræður aUar hafa komið
Ulu á stað. Við höfum ekkert út úr
þessu nema óhagræði,“ sagði Þor-
steinn Pétursson, oddviti FeUs-
strandarhrepps.
-sme
600 manns á Jónsmessugleði í Herjólfsdal:
Þjóðhátðinni
þjófstartað
Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum;
Jónsmessugleði var haldin í Her-
jólfsdal á fóstudagskvöldið. Þeir 600
gestir, sem þar mættu, létu ekki á
sig fá þó byijaði aö rigna skömmu
effir miðnætti. Gestir mættu í hin-
um fjölbreytfiegasta skrautfatnaði
og virtust taka gleðinni sem upp-
hitun fyrir þjóðhátiðina.
Dansað var við undirleik hljóm-
sveitarinnar Sjöund til klukkan
fjögur. Að sögn lögreglu og gæslu-
manna, sem vom leikmenn ÍBV í
hand- og fótbolta, fór gleöin vel
fram að undanskildu því að ein
stúlka handleggsbrotnaði. Annars
gekk aUt vel fyrir sig. Áður en dag-
ur reis höfðu alhr yfirgefið svæðið
og búið var að hreinsa dahnn.
500 þúsund króna endurbætur á
embættisbústaðnum ein ástæðan
Brottvikning sr. Gunnars Bjómssonar:
- Prestafélagið óskar efHr fundi með safnaðarstjóm
„Við teljum að ekki sé hægt að
vikja presti frá nema fyrir mjög
alvarleg brot. Safiiaðarstjómin er
ekki bara að reka starísmann held-
ur predikarann, þann mann sem á
að leiöbeina söfnuðinum og segja
honum til syndaima ef svo ber und-
ir,“ sagði Siguröur Siguröarson,
formaður stjómar Prestafélags ís-
lands. Prestafélagið hefur nú óskað
eftir fundi með stjóm Fríkirkju-
safhaöarins vegna brottreksturs sr.
Gunnars Bjömssonar að beiðni
Gunnars.
„Sr. Gunnar var rekinn með svo
stuttum fyrirvara að það lítur út
fyrir að alvarleg brot liggi að baki.
Ef staðið verður við brottvikning-
una mun sr. Gunnar þurfa að sæta
kosningu ef hann sækist eftir starfi
hjá öðrum söfnuðL Þetta skaðar þvi
manninn mjög mikið," sagði Sig-
urður.
Þetta er í annaö sinn sem stjóm
safnaöarins rekur sr. Gunnar.
Þetta er þau tvö einu skipti sem
prestur hefur mátt sæta brottvikn-
ingu á þessari öld, að sögn Sigurð-
ar. Fyrir tveimur árum var brott-
vikntng dregin til baka eftir að
Ragnar Bemburg, þáverandi
stjómarfonnaður, hafði saxnið sr.
Gunnari nýtt embættisbréf í kjöl-
far brottrekstursins var stjómar-
meirihlutinn felldur í kosningum.
Sami meirihluti náði síðan aftur
kjöri í raaí síöastliðnum. Ragnar
Bemburg á þó ekki sæti i stjóm-
inni heldur eiginkona hans, Berta
Bemburg.
Meðal ástæðna sem gefiiar hafa
verið upp er að flestöll ákvæði
embættisbréfsins hefðu verið brot-
inafsr.Gunnari Samk væmt heim-
ildum DV er meðal annars kveðið
á um það í embættisbréfinu aö sr.
Gunnar skuli standa straura af öllu
viðhaldi á embættisbústað safnað-
arins við Garöastræti. Á síðasta ári
munu hins vegar hafa farið fram
endurbætur á kostnað safiiaðarms
lyrir um 500 þúsund krónur. Sr.
Gunnar og tylgismenn hans munu
aldrei hafa tekið embættisbréfiö
alvarlega heldur litiö svo á að bisk-
upinn yfir íslandi væri sá eini sem
gæti sett presti embættisbréf.
Við messu í gær skrifuöu 80 safn-
aöarmeðlimir undir stuðningsyfir-
lýsíngu við sr. Gunnar. Unnið er
aö þvi að kveðja saman almennan
safnaðarfund en til þess vantar
beiðni frá 50 safiiaðarmeðlimum
minnst.
-gse