Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Síða 18
18 Spumingin Borðarðu pitsu? Snorri Björn Rafnsson: Já, frá ýms- um fyrirtækjum. Sigriður Harpa Gunnarsdóttir: Já, og mér þykir nautahakkið best. Einar Loftur Högnason: Já, og þykir góöar. Ég vil þær helst með nauta- hakki, sveppum og papriku. Ingibjörg Þorvaldsdóttir: Já, en eng- in sérstök í uppáhaldi. Jökull Svavarsson: Já, ég borða alveg helling af þeim og allt nema með sveppum. Lesendur MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988. Allt stefnir í þrot Umsóknir um erlendu lánin hrannast upp: „íslenskir ferðamenn geta lika látið gera við skó erlendis. Ég hef þó ekki heyrt að skósmiðir eða skókaupmenn hafi sótt um erlend lán til að standa straum af rekstrinum," segir hér. Óskar Einarsson hringdi: Ég var að lesa blöðin í morgun og svo DV núna í eftirmiðdaginn. Það hggtn: við að manni fallist hendur, hætti að vinna og selji það sem mað- ur á þó hér, kaupi einhvem erlendan gjaldeyri og fari í burtu og láti skeika aö sköpuðu með framhaldið. Rétt eins og þeir sem eru nú að sækja um heimild fyrir erlendum lántökum að upphæð sem komin er í 8 milljarða króna. - Svo yfirþyrmandi eru þessar fréttir af afkomu- og umkomuleysi í rekstri fyrirtækja og þjóðarbús. Auövitað eru þessar fréttir réttar, ekki dettur mér í hug að rengja þær. En þær eru bara svo ótrúlegar. Erum viö ekki komnir fram á bjargbrúnina í efnahagsmálum? Mér sýnist aht stefna í þrot - alls staðar. Sjávarút- vegur þarf 6 mihjarða. Og hverjir þurfa hina tvo? Það er svokahaður samkeppnisiðnaður, sem er þá ahur annar rekstur í landinu, t.d. ferða- mannamóttaka og hótel- og veitinga- húsarekstur, því hann keppir jú við móttóku erlendra ferðamanna í út- löndum, sælgætis- og efnaiðnaður, skipasmíðar, skósmíðar og blaða- rekstur. Alhr þessir atvinnuvegir keppa við erlendan rekstur á sinn hátt. íslensk- ir ferðamenn geta hka látið gera viö skó sína erlendis og keypt skó. Ég hef þó ekki heyrt að skósmiðir eða skókaupmenn hafi sótt um erlend lán th að standa straum af rekstrar- kostnaði. - Eða blaða- og bókaútgef- endur? Þeir eiga við samkeppni að etja, þar sem eru innflutt blöö, meira að segja dagblöð, og bækur. Hafa þeir sótt um erlend lán th að standa straum af rekstrarkostnaði? Ég hef ekki heyrt það. Maður heyrir bara um sjávarútveg og landbúnað. Und- irstööugreinarnar svoköhuðu! Já, það er einkar skondið að lesa þessar fréttir, en ekki jafn skemmti- legt eða uppörvandi. Einn talsmaður fiskvinnslunnar segir að lausafé sé algjörlega uppurið hjá mörgum fyrir- tækjum. Því hætta þau þá ekki rekstri og láta gera sig upp? - Fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs segir í viðtali, að þegar fortstjórar og stjórn- endur fyrirtækja „komi úr sumar- leyfum“ muni þeir láta fara yfir stöðu fyrirtækjanna. - Gangi rekst- urinn ekki sem skyldi sé ávaht th- hneiging hjá stjórnendum th að hækka verð vörunnar! - Hvar eru stjómendur þessara fyrirtæKja? Fóra þeir í sumarfrí eftir að þeir sendu inn lánsumsóknina fyrir lán- unum th endurskipulagningarinnar? Hefur nokkram komið í hug, að þetta blessaða land okkar beri ekki þá eyðslu sem hér hefur tíðkast? Að landið sé alltof fámennt og aht of stijálbyggt th að von sé th að hér geti haldist það velferðarþjóðfélag sem komið hefur veriö á fyrir mis- skilning? Ögmundur á Álandseyjum: Frábærir fréttapistlar Ari Tryggvason skrifar: í lesendadálkl DV mánud. 20. júní sl. hafði Karl nokkur Guðmunds- son í frammi ómakleg ónot í garð Ögmundar Jónassonar, frétta- manns Sjónvarpsins á Noröurlönd- unum, sem annars er yfirleitt staddur í Kaupmannahöfn. - Thef- nið var nýleg heimsókn forsætis- túöherra íslands th Finnlands og Álandseyja. Bréfritari hafði flest aht á hom- um sér gagnvart fréttamanninum. Og þá helst það að allar fréttimar frá heimsókn ráðherrans th Finn- lands hafi snúist um fréttamann- inn sjálfan. Karl Guðmundsson vhdi aftur á móti heldur sjá fréttir um linnulaus veisluhöld ráðher- rans og hans innihaldslitlu, en orð- skrúðugu ræður. Ég þakka minum sæla að svo varð ekki. Nóg höfum við séð af þessum stjómmálamönnum okkar á skjánum hér heima, þótt ekki sé einnig verið að þröngva þeim í allar erlendar fréttir sem við faum að sjá. Af nógu er að taka hér heima. Hluti nýju fiölmiðlabyltingarinn- ar hefur falist í því að demba sfiómmálamönnum yfir hlustend- ur og áhorfendur sýknt og hehagt, svo venjulegt fólk er orðið útkeyrt á innihaldslitlum ræðum þeirra og oröskrúöi. Hafi Ögmundur þökk fyrir aö takmarka þann hluta fréttamennskunnar. í leiöinni vh ég hins vegar þakka Sjónvarpinu og starfsmanni þess á Norðurlöndunum, Ögmundi Jón- assyni, fýrir mjög góöar fréttir þaö- an. í rauninni finnst mér almennt aht of htið af fréttum frá hinum Norðurlöndunum, þrátt fyrir öll tengsl okkar þangaö. Bandarísku og bresku risafréttastofumar em svo yfirþyrmandi aö kvöid eftir kvöld virðist nánast ekkert vera að frétta utan úr heimi, nema úr Hvíta húsinu eða hvemig forkosn- ingarnar gangi hjá Dukakis eða Bush. Fréttapistlar Ögmundar um Álandseyjar, þar sem hann sté m.a. í pontu þings þeirra th aö ávarpa okkur, renna vart úr huga mínum, svo skemmthegir vom þeir og fræöandi. Ég hefði ekki fyrir nokk- um mun vhjað skipta á þeim og enn einni ræðunni frá ráðhermm íslands. Ekki heldur þótt um vinstri ráöherra heföi verið aö ræða, sem áróðursgjarn bréfritar- inn gefur í skyn að hefði fengið meira pláss. - Ekki fyrir nokkum mun. - Meira af þessu, Ögmundur. Ögmundur Jónasson fréttamaður Sjónvarpsins á Norðurlöndum. - Bréfritari þakkar honum fyrir frá- bæra fréttapistla þaðan. Madam Jensen’s Spisebord Allégade 10 Spis sá meget du kan af de lækre anretninger pá Madam Jensens Spisebord! Du kan f.eks. finde suppe, fisketerrine, gravad laks, helstegt tyndstegsfilet, skinke med garniture og saucer, salat, tærte og frugtmousse - alt dette fár du for r Velkommen i vor hyggelige restaurant! Bordet stár dækket mellem kl. 11.30-14.00 og 17.30-21.00 Lukkel son- og helligdage Allégade 10, 2000 Frederiksberg, Telefon 01 2114 92 Bjóða íslensk veitingahús sambærilegan mat og frú Jensen á 590 krónur? Dýrt á veitinga- húsum hér Árni P. skrifar: Ég er nýkominn heim frá Dan- mörku og dvaldi í Kaupmannahöfn í góðu yfirlæti í rúmar 5 vikur, ásamt hluta af fiölskyldu minni. Nú er þetta ekki í fyrsta skipti sem ég fer til Danmerkur og ahtaf hefur mér fund- ist verölag þar fara hækkandi frá ferð th ferðar. En eitt er víst, að verð- lag þar kemst ekki í hálfkvisti við það sem hér gerist, og er þó allur th- kostnaður hærri í Danmörku en hér, t.d. laun starfsfólks. Ferðamenn eins og ég taka auðvit- að mest mið af því sem snýr að ferða- mönnum, t.d. mat og drykk, veröi á gistingu og ýmsu sem ferðamenn getur vanhagað um fiarri heimhi sínu. - Verð á veitingum á veitinga- húsum og hótelum er langt fyrir neð- an það verð sem hér tíðkast. Einkum er áberandi að þar er sama verð á mat að kvöldlagi og í hádegi. Hér virðist aht fara á hvolf í verðlagi á mat er líður aö kvöldi og jafnvel helmingsmunur á mat í hádegisverði og kvöldverði á betri veitingastöðum hér. Sambærhegur matur á veitinga- húsrnn í Danmörku og hér, er Dan- mörku mjög í hag. Þegar kemur út fyrir Kaupmannahöfn er svo yfirleitt mun ódýrara að borða góðan og vel framreiddan mat á bestu veitinga- húsum. - í Kaupmannahöfn má finna aragrúa af góðum matsölustöðum. Verð og gæði eru mismunandi, en matur er ahs staðar góður, enda þýð- ir ekki að bjóða Dönum annað. Ég sendi ykkur með th fróðleiks úrkhppu úr dönsku blaði, auglýsingu frá einu veitingahúsanna, Madam Jensens Spisebord, þar sem við borðuðum einum þrisvar sinnum. Þama var hlaðborð með heitum og köldum réttum, ásamt eftirréttum og verðið var Dkr. 88.50 eða um 590.- íslenskar krónur! - Þetta verð ghti jafnt í hádegi sem að kvöldi. Sam- bærhegur matur hér myndi kosta, að ég áæha, í kringum 1200 krónur, jafnvel meira. - Er þetta hægt?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.