Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Side 23
23
' MÁNUDAGUR 'ví. 'jMf Íð88.
Fréttir
íbúðir aldraðra í Vestmannaeyjum:
Ekki í kot vísað
þeim sem þar búa
Ómar Garðarsson, DV, Vestmarmaeyjum;
Nýlega voru afhentar fyrstu fjórar
íbúðimar af tólf sem Vestmanna-
eyjabær hefur haft forgöngu um
byggingu á og síðan afhent félags-
málaráði bæjarins til ráðstöfunar.
Þeim var ekki í kot vísað sem tóku
við lyklunum að þeim. íbúðirnar,
sem eru í raðhúsunum viö Kleifar-
hraun, rétt sunnan Hraunbúða, eru
hinar vistlegustu, bjartar og þægileg-
ar. Að gólffleti um 75 fermetrar og
vel sniðnar að þörfum þess fólks, sem
þar á að búa, eldri borgara.
Guðmunda Steingrímsdóttir, form-
aður félagsmálaráðs, færði væntan-
legum íbúum lyklana. Ragnheiður
Jónsdóttir tók við fyrstu lyklunum.
Þetta var gert í kaffisamsæti í Hraun-
búðum.
Fjórar næstu íbúðir verða tilbúnar
í október nk. en fjórar þær síðustu á
næsta ári.
Frá afhendingu ibúðanna. Frá vinstri: Agústa Jónsdóttir, Ragnheiður Jóns-
dóttir, Ólöf Bjarnadóttir og Sólveig Ólafsdóttir, ásamt fulltrúum úr félags-
málaráði og bvaainaarstiórn ibúða aldraðra. DV-mvnd Ómar.
ísafjörður:
Hátíð 88 um
mánaðamótin
Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði:
Ísafjarðarhátíö 88, sem sportbátafé-
lagið Sæfari stendur fyrir, hefst 30.
júni, og stendur í fjóra daga. Inn í
hátíðina fléttast lokakeppni íslands-
mótsins í sjóstangaveiði.
Meðal þess sem verður um að vera
þessa daga er bátasýning, sjóskíða-
sýning, seglbrettasýning, kappsigl-
ing um Isafjarðardjúp, baujurall
hraðbáta á Pollinum, kappróður
barna og unglinga og spyrnukeppni
hraöbáta. Á föstudeginum verður
götumarkaður á Silfurtorgi og Litli
leikklúbburinn endurvekur gömlu,
góðu söguna um Búkollu í götuleik-
húsi. Einnig munu förðunarmeistar-
ar Litla leikklúbbsins lífga upp á
andlit gesta og gangandi.
Eftir hádegi á laugardag fer fram
trúlega ein merkasta keppnin. Þar
er um að ræða flekakeppni og er
ekki vitað til þess að slík keppni hafi
verið haldin hér á landi áður.
Á sunnudeginum verður tveggja
tíma veiðikeppni í Djúpinu.
Höfh:
50.000 plöntur
gróðursettar
Júlia Imsland, Höfn:
Skógræktarfélag Austur-Skafta-
fellssýslu hefur síðasthðið sumar og
í vor sett niður um 50 þúsund plöntur
í þeim hluta Haukafells sem félagið
á. Sett var niður birki, lerki, fura,
sitkagreni og blágreni. Kvenfélögin í
sýslunni hafa síöustu íjögur árin
staðið fyrir gróðursetningarferð í
Haukafell og hefur 19. júní verið fast-
ur dagur í það nema í vor. Þá var
þessari vinsælu fjölskylduferö flýtt
um viku.
Að lokinni gróðursetningu sjá
kvenfélagskonur á Mýrum um veit-
ingar og eru grillaöar pylsur, kökur,
gos og ýmislegt góðgæti á boðstólum.
I sumar stendur til að girða land
skógræktarinnar. Finndis Harðar-
dóttir garðyrkjufræðingur hefur
umsjón og eftirlit með skógræktinni.
Félagar í skógræktarfélaginu eru
110, flestir á Höfn.
RÝMINGARSALA!
Til að rýma fyrir árgerðum 1989 verða
Corolla GT-i bílarnir seldir á júníverði með
100.000 kr. afslætti.
KAUPBÆTIR!
Þeir sem koma fyrstir fá kaupbæti því þeir geta
valið sér álfelgur að verðmæti 35.000 kr. eða
sóllúgu að verðmæti 45.000 kr.
Tilboð þetta gildir til 15. júlí.
TIL AFGREIÐSLU STRAX!
Júníverö kr. 914.000.-*
Tilboðsverð kr. 814.000.-
Júníverð kr.
Tilboðsverð kr.
849.000.-*
749.000.-*
TOYOTA
* Verö án afhendingarkostnaðar