Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Qupperneq 34
50 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988. t .ffggtm Um klukkan eitt ettir miðnætti var kveikt bál í Fossvogsdal. Síðan var gengið að Vatnsendahvarfi og hortt á sólarupprás lengsta dags ársins, kl. 2.54. Sólstöðugangan: Bamagangan sló í gegn Sólstöðugangan nýafstaðna þótti takast vel, miðað við veður. Hún hófst þegar 4 mínútur voru af degin- um , 21. júni, og endaði um sólar- hring seinna. Reyndar var það bamagangan sem heppnaðist best þennan dag. Á þessum tíma tóku þátt í göngunni ungir sem aldnir. Sumir voru með allan tímann, aðrir létu sér nægja styttri vegalengdir. Allir áttu þó sameiginlegt að njóta saman útivistar á lengsta degi árs- ins. Einar Egilsson hefur haft veg og vanda af því að skipuleggja sól- stöðugönguna. Hann var ánægðast- ur með hvernig til tókst með „litlu gönguna". Aðstandendur göngunnar sögðu hana vera meðmælagöngu með lifinu og menningunni sem allir hafi hjálp- ast aö við að gera ánægjulega. Aöal- lega var gengiö um austasta hluta höfuðborgarsvæðisins. Gangan hófst við Borgarholt í Kópavogi og endaði á Helgafelli við Mosfellsbæ. Göngumenn horfðu m.a. á sólaruprás frá Vatnsertdahvarfi kl. 2.54. Áður haíði verið kveikt miönæt- urbál í Fossvogsdal. í morgunsárið var síðan farið í bátsferð frá Elliða- vogi og siglt um sundin. Um klukkan átta, þegar vinnutími var að hefjast, . var síðan lent við Sundahöfn. Þá kom nokkur lægð í gönguna. Þegar hér var komið sögu var tíminn notaður til þess að gefa yngri borgurum kost á þátttöku. Litla gangan í Elliðaárdal Litla sólstöðugangan er lykkja á stóru gönguna. Hún var hugsuð fyrir þá yngri. Þátttakendur voru flestir frá dagvistarheimilum, þ.e.a.s. 5-10 ára böm. Þau dvöldu á svæði Árbæj- arsafnsins meira og minna frá því kl. 10 um morguninn. Náttúrufræð- ingar skiptust á allan daginn að fara með krakkana um Elliðaárdalinn. Þar var þeim sagt ýmislegt um plöntuheiti og lífríkið almennt. Ár- bæjarsafnið hafði svo öll hús opin. Tíðarandi Þar voru leiðbeinendur sem sýndu bömunum hvemig búiö var fyrr á árum. Inni í útihúsunum hafði verið kom- ið fyrir húsdýrum. Þannig gátu böm- in t.d. séð hvemig gömul fjárhús vom úr garði gerð. Hestar vom einn- ig til sýnis í gömlu hesthúsi. Mein- ingin var að fá kú meö kálf. En þar sem kýrin var nýborin var henni ekki treyst í flutning á milli staða. Hundar vom að sjálfsögðu einnig á svæðinu. Þeir æstust mjög þegar þeir sáu kind í fyrsta skipti. Til að byrja meó var veðrið ekki upp á sitt besta. Það lagaðist þó þeg- ar líða tók á daginn. Þá gafst færi á aö grilla. Að sögn aðstandenda dagvistar- heimilanna var þessi dagur vel heppnaður. Hér var fléttað saman sólstöðugöngunni og útivistardegi fyrir böm af dagheimilum í Reykja- vík. Þátttaka var mjög góð. Á milli 7 og 8 hundmð böm tóku þátt í göngunni. Að auki komu nokkur hundmð krakkar annars staðar frá. Bömunum var skipt niður í 20-30 manna hópa. Síöan fór hver fylking- in á fætur annarri um svæðið. Blunduðum í þrjá tíma Þegar liða tók að kveldi göngudags- ins urðu á vegi DV þrír lúnir göngu- garpar. Þeir sátu í grasinu við Árbæj- arsafn og hvíldu sig. Hér vom þeir Erling Sigurðsson og sonur hans, Finnur, ásamt hundinum Fjám. Þeir höfðu byrjað gönguna í Borg- arholti í Kópavoginum. „Við ætlum nú að láta þetta gott heita í bili,“ sagði Erling. „Strákurinn er orðinn þreytt- ur og skómir særa hann. Hann treystir sér ekki mikið lengra.“ En emð þið búnir að ganga allan tímann, frá miðnætti? „Ekki alveg. Við sváfum frá kl. 9-12 og hvíldum okkur aðeins. Þá komum viö hingað í bamagönguna. Þessi ganga er bráðsniðug. Þetta er bjart- asti dagur ársins og sólargangur lengstur. Gangan er vel til fundin og skemmtileg. Viö fórum eftir Foss- vogsdalnum og upp á Vatnsenda. Síðan gengum við til baka niður í smábátahöfnina í Elliðavogi. Þaðan fórum við með Hafsteini Sveinssyni í kringum eyjamar og út í Lundey. Þá fengum við ágætis hvíld.“ Sungið í göngulok Einar Egilsson sér um framkvæmd sólstöðugöngunnar. Honum fannst best hafa tekist til með gönguna um miðjan daginn. „Þetta hefur verið stórkostlegt. Höfuðverkurinn í þess- um göngum hefur alltaf verið þessi tími dagsins, þ.e.a.s. vinnutíminn. Þátttaka hefur hins vegar verið góð í nætur- og kvöldgöngunni. Nú höf- um við hins vegar sett upp þessa svokölluðu litlu göngu með bömum og dýrum. Þátttakan í nætur- göngunni var um 80 manns. Um kvöldið var þátttaka hins vegar minni vegna veðurs. Um ellefuleytið mættu svo margir við Reykjalund í Mosfellsdal. Þaðan var gengið á Helgafell. Göngunni lauk þar með söng og hljóðfæraslætti, ef svo má segja. Nokkrar konur tóku þá lagið og stemningin var ágæt. Þessu lauk kl. fjórar mínútur eftir miðnætti - þá var sólarhringur liðinn frá upp- hafi göngunnar.“ Einar sagði að svo virtist sem fólki fyndist næturgangan mest spenn- andi. „Fólk vill koma aftur ef það hefur einu sinni farið í nætur- gönguna. Það er eins og nóttin sé mest spennandi.“ -ÓTT Erling Sigurðsson ásamt syninum Finni og tíkinni Fjáru. Þau höfðu gengið alla nóttina en hvilt sig um morguninn frá kl. 9-12. Eftir hádegi tóku þau svo þátt í litlu sólstöðugöngunni við Árbæjarsafn. Síðan var ætlunin að láta gott heita. Drengurinn var orðinn sárfættur ettir langan dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.