Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Síða 36
52
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988.
Fréttir
Heggstaðir í Hnappadal:
Framleiðsla á
girðingarstaurum
úr áburðarpokum
Albert Guðmundsson á Heggstöðum heldur þarna á girðingastaur úr áburð-
arpokum
Á Heggstöðum í Hnappadal hefur
um skeið verið aðstaða til frekar
óvenjulegrar framleiðslu í skem-
munni. Er um að ræða gerð girðing-
arstaura úr plasti þar sem aðalhráef-
nið er áburðarpokar. Albert Guð-
mundsson heitir maðurinn sem
hannað hefur vélina til framleiðsl-
unnar og séð um framleiðsluna. Hef-
ur hann alls framleitt um eitt þúsund
girðingarstaura úr áburðarpokum,
mest fyrir einu til tveimur árum.
Sagði Albert að Landgræðsla ríkis-
ins hefði fengið 300 staura hjá sér en
ekki vissi hann um viðbrögð þeirra.
Eins hefðu girðingarstauramir veriö
notaðir utan um flugvöli við Borgar-
nes og þá í rafmagnsgirðingu. Hafi
borist beiðni um meira úr þeirri átt-
inni. Loks hefðu þau á Heggstöðum
og bændur í nágrenninu notað staur-
ana og líkað vel.
„Þessir staurar hafa þá kosti að
láta ekki á sjá eftir erfiðan vetiu:.
Meðan tijástaurar molna og brotna,
standa þessir jafn heilir sem áður.
Þaö er því grundvöllur fyrir frekari
framleiðslu," sagði Albert.
Stauravéhn er þannig úr garði gerð
að pokunum er troðið í mót sem síð-
an er ýtt inn í ofn. Er hver staur
ekki lengi þar inni svo plastið leki
ekki of mikið. Loks er staumum
þrýst út um véUna hinum megin og
er þá kominn girðingarstaur úr
plasti.
„Það þarf tæplega fimm poka í
hvem staur. Mesta vinnan er við að
þrífa pokana, en ekki mega vera
áturðarrestar á þeim. Eins þarf að
þurrka þá þar sem plastið verður of
„ostað“ ef það fer blautt í ofninn.
Ekki vantar hráefnið en mikið verk
er að safna áburðarpokum bæjanna
saman. Milli 250 og 500 áburðarpokar
koma á hvem bæ og er Albert vel
tekið þar sem menn em fegnir að
losna við plastið.
Hefur Albert ekki framleitt neina
staura í ár og óvíst hvenær hann fer
í gang, enda miírið verk eins og hann
segir. -hlh
Sjómannagarðurinn á Hellissandi. Bygging yfir róðrarbátinn Blika til vinstri
og þurrabúðirnar Þorvaldarbúð til hægri. Fremst er minnisvarði um drukkn-
aða sjómenn er heitir Jöklarar. í Keflavík, austan við Hellissand, lentu
bátar áður fyrr og urðu þar oft mannskaðar í slærnum veðrum.
Hellissandur:
Þurrabúðir
fyrri tíma
endurbyggðar
- dæmigerðar fyrir hýbýli
Sjómannagarður er nýlega byggt
sjóminjasafn á Hellissandi. Em þar
endurbyggðar þurrabúðir, Þorvald-
arbúð, frá því fyrir og eftir aldamót.
Þurrabúðir voru hús þeirra sem enga
grasnyt og engan búpening höfðu og
voru allar af svipaðri gerð og Þor-
valdarbúð. Eiga húsakynni þess tíma
á hjáleigum og kotum um allt land
að hafa verið svipuð þurrabúðunum
og allur almenningur á landinu að
hafa búið í þvilíkum húsum. Segir á
blaði á vegg Þorvaldarbúðar að stóru
sveitabæimir, sem varðveittir hafa
verið, hafi verið höfðingjahúsnæði.
Vantar marga muni
Bjargaði dr. Lúðvík Kristjánsson
Þorvaldarbúö með þvi að mæla húsið
og teikna það meðan það stóð enn
niðri við fjöruna á Hellissandi. Vant-
ar þó enn mikið af munum innan-
dyra frá fýrri tíð til að svipmynd hð-
ins tíma megi sjást.
almennings fyrir aidamót
Haukur Vigfússon, gamah sjógarp-
ur á Helhssandi, hefur unnið mikið
viö Sjómannagarðinn. Hann segir að
erfitt sé að sanka saman hlutum frá
fyrri tíð þar sem mikið hafi hreinlega
farið í eldinn. Fólk þess tíma hafi
ekki getað séð fram á sögulegt gildi
hluta í framtíðinni og tahð mikilvæg-
ara að halda á sér hita og laga mat
en safna minjahlutum.
Næst við Þorvaldarbúð er reisulegt
hús sem smíðað var utan um gamlan
róðrarbát, Bhka. Bliki er áttæringur,
smíðaður árið 1850. Var honum síð-
ast róið frá Ólafsvík 1965, reyndar
með aðstoð vélarafls, og því verið 115
ár í gagni. Þykir báturinn góður fuh-
trúi hinna gömlu vetrarvertíðar-
skipa undir jökh.
Húsiö utan um Blika var byggt í
áföngum á fjórum árum og er full-
smíðað nú. Vantar ýmsa muni þar
inn eins og í þurrabúðina og þvi aht
þegið er notast gæti. -hlh
Ánægja með áfengisútsöluna
| ; *
Sigrún Þóra Eggertsdóttir fyrir utan áfengisútsöluna og verslunina Þóru í Ólafsvík. Sigrún býr í húsinu, en segist
ekki hafa orðiö fyrir ónæði þess vegna. DV-mynd hlh
„Hér fylhst aht af lifi á föstudögum.
Fólk kemur hingað úr nágranna-
byggðarlögunum til að fara í ríkið
og þá er kikt í búðir í leiöinni. Það
ber flestum saman um að áfengisút-
salan hafi haft frekar örvandi áhrif
á almenna verslun í Ólafsvík,“ segir
Sigrún Þóra Eggertsdóttir, sem er
útibússtjóri Áfengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins i Ólafsvík.
Ríkið í Ólafsvík er án efa mest
umtalaða ríki á landinu, en það deh-
ir húsakynnum með bamafataversl-
uninni Þóru.
Segir Sigrún að rekstur ríkisins
hafi gengið betur en hún hefði þorað
að vona. Væri salan htil framan af
vikunni, eins og í öðrum áfengisút-
sölum, en glæddist á fimmtudögum
og væri stanslaus alla föstudaga. En
hefur hún ekki orðið fyrir ónæði
vegna þessa?
„Nei, en ég óttaðist einmitt mikið
aö hér yrði fólk bankandi á öllum
tímum sólarhringsins í von um að
geta reddað flösku. Það gerðist einu
sinni að ungur maður, sem var vel
við skál, kom að kvöldi til og bað um
að vera afgreiddur. Það kom auðvit-
aö ekki til greina. Kom maðurinn
seinna og baðst afsökunar á
ónæðinu."
Sigrúnu fannst athyghsvert að
drykkja í Ólafsvík heföi ekki aukist
með tilkomu ríkisins. Heföi hún frek-
ar breyst á þann veg að minna væri
um rosa fyllirí en áður. Mætti því
segja að ríkið hafi haft betri drykkju-
siði í för með sér.
„Þegar menn þurftu að panta á
pósthúsinu var kannski keyptur
heill kassi og ekki hætt að drekka
fyrr en hann var búinn. Var þá hka
töluverð lánastarfsemi í gangi, þann-
ig að alltaf var pantað. Nú er minna
keypt í einu og drykkjan í samræmi
við það. Svipað hefur gerst í tengsl-
um við samkomuhald í félagsheimil-
inu í Klifi. Þegar vinveitingar eru þar
ber öllum saman um að öll umgengni
og ástand samkomugesta sé miklu
betra en þegar verið er með flöskum-
ar undir borðum og blandað rosa-
lega. Fólk er almennt ánægt með rík-
ið hérna. Fólk sem er á móti áfengi
hefur séð að drykkja hefur ekki auk-
ist, hvorki hjá unghngum né fuh-
orðnum."
Sigrún Þóra gat þess í lokin að í
Stykkishólmi væri Ólafsvík köhuð
Vínarborg og hentu menn gaman að
þeirri nafngift. -hlh