Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Side 37
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988.
53
Fréttir
Fjórðungsamband Vestfirðinga:
Bolholti 6
SjáHstæðan tekjustofn
fyrir gerð vegganga
Siguijón ]. Sigurðsson, DV, ísafirði;
Stjóm Fjórðungssambands Vest-
firðinga kom saman á ísafiröi 9. júní
sl. Þar var m.a. ákveðið að boöa til
undirbúningsstofnfundar fyrir gjald-
heimtu Vestíjarða. Ekki hefur verið
ákveðið á hvaða grundvelli vestfirsk
gjaldheimta mun starfa eða hvar.
Verður það væntanlega rætt á undir-
búningsfundinum.
Þá var og ákveðið að óska eftir því
við alþingismenn kjördæmisins að
þeir komi til viðræöna við stjómina
á fundi á ísafirði 8. júlí nk. Stjóm-
sýsluhúsið á ísafirði er að verða til-
búið og í ljósi þess var ákveðið að
halda fjórðungsþing Vestfirðinga þar
dagana 9. og 10. september í haust.
Stjóm Fjórðungssambandsins
samþykkti einróma á fundinum eft-
irfarandi ályktim:
Stjórn Fjórðungssambands Vest-
firðinga, saman komin á fundi hinn
9. júní 1988, fagnar því að vegganga-
gerð í gegnum Ólafsfjarðarmúla er
um það bil að hefjast og lítur á það
sem upphaf stórátaks í þess háttar
mannvirkjagerö. Þá fagnar stjórnin
því aö Alþingi hefur ákveðið fjárveit-
ingu til að hefja undirbúning að jarð-
gangagerð gegnum Breiðadals- og
Botnsheiðar.
Tryggja samfellt starf
Stjóm FV Jeggur ríka áherslu á að
hafist verði handa um sjálfa ganga-
borunina í beinu framhaldi af undir-
verður haldið í Stjórnsýsluhúsinu á Isafirði i
Fjórðungsþing Vestfirðinga
haust.
búningsframkvæmdum, eigi síðar en
árla árs 1991.
Stjórn FV er ljóst að nú, strax við
upphaf stórátaks í veggangagerð,
þurfi aö marka þeim verkþætti í sam-
göngumálum sjálfstæöan tekjustofn,
sem tryggi samfellt starf aö veg-
gangagerð í þeim byggðarlögum þar
sem fullnægjandi akvegasamgöngur
fást ekki með öðru móti.
Stjóm FV heitir því á alþingismenn
á Vestfjöröum, Norðurlandi og Aust-
fjörðum að leggjast á eitt um aö
tryggja með sjálfstæðum tekjustofni
markvissa fiáröflun og framkvæmd-
ir við þennan þátt samgöngumála.
HVER PERLA INNI
I-IEIDUR 66mg. AF
NÁTl URULEGUM
HVITLAUK
og stnog
Bolungamk:
Slitlag á 20.000 fermetra í sumar
Siguijón J. Sigurösson, DV, ísafixdi;
Bolungarvík hefur lengi haft orð á
sér fyrir að vera snyrtilegur bær og
það er ætlun bæjarbúa að halda því
orðspori. Mikið hefur verið gert í að
vinna við opin svæði bæjarins svo
og gatnakerfið.
Fyrir skömmu voru lagðir 4,3 km
af kantsteinum um bæinn og í bígerð
er að leggja um 20.000 fermetra af
shtlagi á götur kaupstaðarins í sum-
ar. Einnig verða í sumar hellulagðir
eða steyptir þúsund fermetrar af
gangstéttum.
Undirbúningur að lagningu slitlags í Bolungarvik. DV-mynd BB
ítalskir
sumarskór
Gæðaskór frá Lucca
Hvitt
leður,
kr. 1490
Skóbúðin, Skóbúðin Lipurtá,
Snorrabraut 38. Borgartúni 23.
Sími 14190. Sími 29350.
Hvítt leður, kr. 1490,-
POSTSENDUM
Vandaðir svefnpokar, dýnur, vindsængur og bakpokar
i útileguna.
Sólbekkir.stölar og borð í sumarbústaöinn.tjaldiö ogá svalirnar.
Fellitjöld og göngutjöld, m.a. Tjaldborgartjöldin vinsælu, sér-
hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Hagstætt verð.