Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Page 39
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988. 55 Fólk í fréttum Þórarinn lyrfingsson Þórarinn Tyrfingsson, formaður Samtaka áhugafólks um áfengis- vandamálið, hefur nýlega verið í fréttum DV vegna umræðna um ölvunarakstur. Þórarinn er fæddur 20. maí 1947 í Rvík og varð stúdent frá MR 1967. Hann lék handbolta með meistaraflokki ÍR 1964-1975, og 1983. Þórarinn var í unglinga- landsliðinu í handbolta 1965 og var í stjórn handknattleiksdeildar ÍR 1964-1970, formaður 1981-1982. Hann lauk læknisfræðiprófi frá HÍ 1975 og var heilsugæslulæknir á Hvammstanga 1977-1979. Þórarinn hefur verið læknir á sjúkrastofn- unum SÁÁ frá 1979 og hefur unnið að skipulagningu meðferðarmála hjá SÁÁ frá 1980. Hann hefur verið yfirlæknir á Sogni 1980-1986 og á Staðarfelli frá 1980. Þórarinn hefur verið yfirlæknir sjúkrastöðvarinn- ar á Vogi frá 1984 og var í stjórn- skipaðri nefnd sem gerði tillögur til úrbóta í áfengisvömum 1984- 1986. Hann var kosinn formaður SÁÁ 9. júní 1988. Þórarinn kvæntist 7. apríl 1969 Hildi Guðnýju Bjömsdóttur, f. 26. apríl 1944, kennara. Foreldrar hennar em Björn Einarsson, raf- magnstæknifræðingur í Kópavogi, og kona hans, Gunnvör Braga Sig- uröardóttir, dagskrárstjóra bama- efnis Ríkisútvarpsins. Böm Þórar- ins og Hildar eru Halldóra Kristín, f. 23. desember 1968, stúdent, Tyrf- ingur, f. 25. febrúar 1970, Björn Logi, f. 16. febrúar 1972, ogHildur, f. 29. apríl 1977. Sonur Þórarins og Erlu Maríu Indriðadóttur er Birgir, f. 29. september 1968, stúdent. Dótt- ir Þórarins og Sigrúnar Ólafsdóttur er Ingunn Edda, f. 15. mars 1969. Bræður Þórarins em Þórður, f. 17. janúar 1944, tæknifræðingur í Rvík, kvæntur Mitta Bæhrenz skrifstofumanni, og Pétur, f. 18. maí 1953, ráögjafi hjá SÁÁ, kvænt- ur Svövu Guðmundsdóttur, sem lést 1987. Foreldrar Þórarins eru Tyrfingur Þórarinsson, húsasmíðameistari í Rvík, sem lést 12. apríl 1985 og kona hans, Lára Þórðardóttir. Föður- systir Þórarins er Guðríður, móðir viðskiptafræðinganna Þórarins og Þórunnar Klemenzbarna. Tyrfing- ur er sonur Þórarins, trésmiðs og múrara í Borgarnesi, Ólafssonar b. á Einifelh í Stafholtstungum, Ólafssonar. Móðir Ólafs var Guð- ríður Magnúsdóttir, b. í Ausu í Andakíl, Ölafssonar og konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur, b. í Efra- skaröi, Magnússonar. Móðir Jóns var Þórunn Jónsdóttir, systir Steins biskups. Móðir Þórarins var Ólöf Sigurð- ardóttir, b. á Mófellsstöðum í Skorradal, Sigurðssonar, prests í Vátnsfirði, Þorbjarnarsonar, gull- smiðs á Lundum, Ólafssonar, föður Ólafs, afa Ragnhildar, ömmu Bjarna Benediktssonar forsætis- ráðherra og Tómasar Helgasonar prófessors. Ólafur var einnig lang- afi Jóns, fóður Þorsteins frá Hamri. Móðir Ölafar var Þómnn Torfa- dóttir, systir Þórðar, langafa Guð- rúnar, móður Jóns B. Jónassonar, skristofustjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu. Móðir Tyrfings var Jónína Krist- ín Jónasdóttir, sjómanns í Skáholti í Rvík, Ólafssonar b. i Efraseli á Stokkseyri, Jónssonar, bróður Filippusar, langafa Kristínar, móð- ur Jóns Þorgilssonar, sveitarstjóra á Hellu. Móðir Jónasar var Guðný Þórðardóttir, b. á Yrjum á Landi, Lafranzsonar og konu hans, Önnu Árnadóttur, b. og skálds i Duf- þekju, Egilssonar, bróður Rósu, langafa Málhildar, ömmu Hilmars Jónssonar stórtemplars. Rósa var einnig langamma Gróu, langömmu Jónatans Þórmundssonar prófess- ors. Móðir Jónínu var Kristín, systir Magnúsar „rokkadrejara", langafa Megasar. Kristín var dóttir Ás- bjamar, húsmanns á Grímarsstöö- um í Andakíl, Magnússonar og konu hans, Kristínar Magnúsdótt- ur. Móðursystir Þórarins er Ragn- hildur, deildarstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu. Lára er dóttir Þórðar, b. á Högnastöðum í Þverárhlíð, bróður Helgu, ömmu Pálma Gísla- sonar, formanns Ungmennafélags íslands. Þórður var sonur Jóns, b. og skálds á Háreksstöðum í Norö- urárdal, bróður Jóhanns, alþingis- manns í Sveinatungu, afa Jóns Sig- urðssonar, forstjóra Miklagarðs. Jón var sonur Eyjólfs, b. og skálds á Hvammi í Hvítársíðu, Jóhannes- sonar og konu hans, Helgu Guð- mundsdóttur, b. á Sámsstöðum í Hvítársíðu, bróður Sigurðar, afa Jóns Helgasonar prófessors. Guð- mundur var sonur Guðmundar, b. á Háafelh, Hjálmarssonar, ætt- fóður Háafellsættarinnar. Móðir Þórðar var Ragnhildur Þórðardótt- ir, b. á Brekku í Norðurárdal, Jóns- Þórarinn Tyrfingsson. sonar og konu hans, Halldóru Tím- otheusdóttur. Móðir Láru var Gunnvör Magn- úsdóttir, sjómanns á Akranesi, Helgasonar og konu hans, Guðrún- ar Jónsdóttur eldra, b. í Síðumúla, Sveinssonar, bróður Jóns yngra, afa Guðmundar Böðvarssonar skálds á Kirkjubóli. Móðir Guðrún- ar var Þórdis Jónsdóttir, b. á Tóft- arhring í Hvítársíðu, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar, systur Jóns, langafa Halldórs H. Jónssonar arkitekts, fóður Garðars, húsam- eistara ríkisins. Guörún var dóttir Halldórs fróða, b. á Ásbjarnarstöð- um, Pálssonar og konu hans, Þór- dísar Einarsdóttur. Afmæli Anna Sigmundsdóttir Anna Sigmundsdóttir, Hátúni 10, Reykjavík, varð sjötíu og fimm ára á laugardaginn. Anna fæddist á Hofsósi, dóttir Sigmundar, f. 3.9.1885, d. 15.3.1958, bónda og verkamanns þar, Sig- mundssonar, bónda á Bjarnarstöð- um, Unadal, Símonarsonar og Helgu Bjarnadóttur frá Mann- skaðahóli. Móðir Önnu var Sigur- rós, f. 8.6. 1886, d. 10.5. 1877, Guð- mundsdóttir, bónda á Torfhóh, Ós- landshhð og Háagerði, Höfða- strönd, síðast Hofsósi, Þórðarson- ar, og Jóhönnu Marenar Jóhanns- dóttur frá Mýrarkoti. Anna var uppfóstruð hjá móðurbróður sín- um, Þórði, trésmið á ísafirði, og Magneu Þorláksdóttur. Anna tók ljósmæðrapróf haustið 1939 en réð sig aldrei í fast starf sem ljósmóðir. Þó tók hún á móti börn- um á Siglufirði þar sem hún var lengst af búsett. Anna giftist Jóni, f. 21.4. 1890, d. 27.6. 1969, bónda á Minna-Grindli, síðar rafstöðvarstjóra á Siglufirði, Kristjánssonar, bónda á Lamba- nesi, Fljótum, Jónssonar, og Sigur- laugar Sæmundsdóttur frá Haga- nesi. Böm Önnu og Jóns: Páll, lést á fyrsta ári; Erling Þór, f. 11.6.1945, vélvirkjameistari, Siglufirði, kvæntur Sólrúnu Magnúsdóttur frá Siglufirði; Edda Magnea, f. 25.9. 1949, gift Gísla Kjartanssyni lög- fræðingi. Sambýhsmaður Önnu er Guð- Anna Sigmundsdóttir. mundur Bernharðsson rithöfund- ur frá Ástúni, Ingjaldssandi. Anna dvelst um þessar mundir á heilsuhæli Náttúrulækningafé- lagsins í Hveragerði. Guðmundur Gunnarsson Óskar Steinþórsson Óskar Steinþórsson bifreiða- stjóri, Skipholti 49, Reykjavík, er 75 ára í dag. Óskar fæddist í Miðfjarðarseli, Skeggjastaðahreppi í Bakkafirði, sonur hjónanna Stefaníu Stefáns- dóttur og Steinþórs Árnasonar. Mestan hluta starfsævinnar vann Óskar hjá Hinu íslenska steinohu- félagi, núna Esso. Hann hóf störf hjá félaginu árið 1941 og starfaöi lengst af sem bílstjóri en síðustu árin var Óskar næturvörður hjá Esso. Óskar fór á eftirlaun fyrir nokkrum árum. Óskar er kvæntur Guðfinnu Sig- urðardóttur, f. 8.1. lðÍ2 á Akureyri, og eiga þau fjögur börn. Þau eru Stefán, sviðsmaður, Sigrún, ritari, Helga, hárgreiðslukona, og Óskar Árni, bókavörður. Óskar verður að heiman í dag. Oskar Steinþórsson. Til hamingju með daginn Guðmundur Gunnarsson verk- fræðingur, Safamýri 85, Reykjavík, varð sextugur á laugardaginn. Guðmundur fæddist á Akureyri, sonur hjónanna Gunnars, f. 29.8. 1895, d. 16.5. 1969, lögregluþjóns Jónssonar, bónda á Keldhólum, Vallahreppi, Suður-Múlasýslu, og Sólveigar, f. 6.7. 1903, Guðmunds- dóttur, bónda í Sauðhaga, Valla- hreppi, Andréssonar Kjerúlfs. Sól- veig lést í nóvember á síðasta ári. Guðmundur varð stúdent frá MA óg nam verkfræði við HÍ og DTH í Kaupmannahöfn. Heimkominn vann Guðmundur m.a. hjá Regin hf. og var bæjarverkfræðingur á Akranesi. Ásamt öðrum stofnaði hann verkfræðistofuna Hönnun sf. og síðar Virki hf. Guðmundur hef- ur hannað fjölda laxeldisstöðva og Sævar Öm Jónsson, Marbakka 12, Neskaupstað, er fertugur í dag. Sævar er fæddur í Neskaupstað. Foreldrar hans eru Gíslína Sigur- jónsdóttir frá Neskaupstað og Jón Karlsson úr Reykjavík. Sævar er kvæntur Rannveigu, f. 29.6. 1950, dóttur Þorbergs Á. Jón- sonar frá Dýrafirði og Guðrúnar Guómundur Gunnarsson. Sigurjónsdóttur frá Vopnafirði. Börn Sævars og Rannveigar eru Birgitta Steinunn, f. 16.3.1969, unn- usti hennar er Hörður Reynisson frá Selfossi; Jóna Lind, f. 27.9.1971; Særún Kristín, f. 18.7. 1985; Þor- bergur Ingi, f. 2.6. 1987. Sævar verður að heiman á af- mælisdaginn. laxastiga. Frá 1977 hefur Guð- mundur verið forstöðumaður tæknideildar Húsnæðismálastofn- unar ríkisins. Guðmundur kvæntist 27.8. 1948 Önnu, f. 12.12. 1923 á Atlastöðum, Fljótavík, Norður-ísafjarðarsýslu, Júlíusdóttur bónda Geirmunds- sonar og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Börn Guðmundar og Önnu eru Sólveig, f. 18.11.1948, lög- fræðingur, gift Birni Líndal lög- fræðingi; Anna Margrét, f. 15.9. 1955, hjúkrunarfræðingur, gift Kristni Friðfinnssyni guðfræðingi; Gunnar Örn, f. 4.11.1956, rafeinda- virki; Hrönn, f. 16.9.1959, gift Frank Cicori, búsett í Bandaríkjunum; Hlíf, f. 16.9. 1959, í sambýli með Geir Björnssyni raftækni. Sævar örn Jónsson 80 ára_______________________ Bára Tryggvadóttir, Hvanneyrar- braut 23b, Siglufiröi, er áttræö í dag. 75 ára_______________________ Þórður Þorsteinsson, Grund, Svina- vatnshreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára____________________ Guðmundur Þórir Magnússon, Greni- mel 31, Reykjavík, er sjötugur í dag. 60 ára____________________________ Steingrímur Garðarsson', Hólavegi 38, Sauöárkróki, er sextugur í dag. Rósmundur Runólfsson húsasmíða- meistari, Melgerði 18, Reykjavík, er sextugur í dag. Gestur Friðjónsson, Melabraut 30, Seltjarnarnesi, er sextugur í dag. 50 ára__________________________ Rósa Haraldsdóttir, Laugardælum 3, Hraungerðishreppi, er fimmtug í dag. Erling Aðalsteinsson, Oddeyrargötu 23, Akureyri, er fimmtugur í dag. Jósef Ingvarsson, Efstasundi 13, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Guðni Fr. Aðalsteinsson, Hlíöarvegi 18, Ólafsfiröi, er fimmtugur í dag. Friðgeir Guðmundsson, VesturbergF 51, Reykjavík, er fimmtugur í dag. 40 ára_______________________ Jón Eiríksson, Boöagranda 20, Reykja- vík, er fertugur í dag. Jóhann Sveinn Guðjónsson, Ásbraut 6, Hvammstanga, er fertugur í dag. Olga Guðnadóttir, Þórunnarstræti 135, Akureyri, er fertug í dag. Guðrún Skarphéðinsdóttir, Dalsgeröi 3e, Akm'eyri, er fertug í dag. Eyjólfur Karlsson, Seilugranda 5, Reykjavik, er fertugur í dag. Jóhanna Borgíjörð, Brekkubæ, Borg- arfjarðarhreppi, er fertug í dag. Hjördís Þórarinsdóttir, Snæringsstöö- um, Svínavatnshreppi, er fertug í dag. Martin Luther King, John og Robert Kennedy, Hipparnir og upparnir, Víetnam- stríðið og afleiðingar þess, Þorláksmessu- slagurinn, Davið Oddsson, Sigurður A. Magnússon, Birna Þórðardóttir, Bjarki El- íasson. Um allt þetta og margt fleira i þessari tilvöldu afmælisgjöf. Sævar Om Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.