Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Qupperneq 43
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988.
59
DV_______
Ólyginn
sagði...
Shirley
McLaine
getur nú farið að líta á sig sem
sérfræðing Hollywood í endur-
holdgunarkenningunni. Hún
hitti þau hjónakorn Goldie Hawn
og Kurt Russel nýlega í boði og
hélt yfir þeim langa ræðu um
þeirra fyrri líf. Einhvem tímann
áttu þau meira að segja að hafa
verið systkin í Egyptalandi, og
þar með samtímamenn Móses.
Goldie og Kurt hlustuöu víst á af
hæverskri kurteisi.
Malcolm
Jamal-Warner
sem leikur hinn vel uppalda son
fyrirmyndarfóðurins, hefur nú
beðið um frí frá þeirri rullu um
stund. Hefur hann fengið tilboö
um að leika kynferðisbrjálæðing
í sýningu á Broadway. Bill Cosby
hefur samþykkt treglega, í von
um að drengurinn fari ekki að
gera sér neinar grillur.
Richard
Gere
sem sló í gegn i myndinni „An
Officer and a Gentleman", hefur
lengi verið eftirsóttur af konum.
Nú er þó komið í ljós hvernig á
aö ná í kauða, þ.e. einfaldlega að
verða búddatrúar. Richard er víst
yfirlýstur búddatrúarmaður og
núverandi kærasta hans er sögð
vera dóttir tíbesks munks.
Hvernig sem það er nú hægt!
_______________________Sviðsljós
Tíu fatlaðir í hlaupi
Krabbameinsfélagsins
Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins
’88 fór fram þann 11. júni og var lagt
af stað frá húsi Krabbameinsfélags-
ins við Skógarhlíö á hádegi eftir að
Guömundur Bjamason heilbrigðis-
ráðherra hafði ræst keppnina.
Um 400 manns tóku þátt í hlaupinu
og gátu menn valið um tvær leiðir,
þ.e. 4 km, sem var leiðin Skógarhlíð,
Stakkahlíð, Háteigsvegur, Rauöarár-
stígur, Snorrabraut, Skógarhlíð, og
svo 10 km, sem voru Skógarhlíð,
Stakkahlíö, Rauöarárstígur, Skúla-
gata, Mýrargata, Ánanaust, Kapla-
skjólsvegur, Hringbraut, Skógarhlíð.
Lögð var áhersla á að hlaupið væri
ekki kapphlaup og voru engin sér-
stök verðlaun veitt þeim er fyrstir
komu í mark, heldur var dregið úr
nöfnum þátttakenda og þeir heppnu
hlutu viðurkenningu.
Þaö vakti athygli að tíu af þátttak-
endum hlaupsins voru fatlaðir, átta
blindir og tveir voru í hjólastól og
má það gott teljast.
Edda Bergmann var önnur tveggja
sem fór hlaupiö í hjólastól. Hún sagði
að um 25 einstaklingar úr trimm-
klúbbnum Eddu hefðu verið með, en
trimmklúbbur þessi var stofnaður í
september til að fá fólk til að huga
betur að heilsu sinni og hreyfa sig
meira. Edda sagði að félagar í
klúbbnum væru nú orðnir 42, 20
blindir og sjónskertir, fjórir í hjóla-
stól og afgangurinn væri allt saman
ófatlað fólk og hefðu nokkrir af þeim
tekið þátt í hlaupinu sem leiöarar
hinna er aöstoðar hefðu þurft við.
Trimmklúbburinn hefur lagt
áherslu á leikfimi, jóga og slökun og
reynt hefur verið að fá fólk til að
synda eða hlaupa tvisvar í viku.
Einnig hefur klúbburinn staðið fyrir
skemmtikvöldum til aö fá fólk til að
vera jákvæðara. Þess má svo geta að
Guðmundur örn Guðmundsson og
Edda Bergmann létu fötlun sina ekki
aftra sér frá þvi að taka þátt í heilsu-
hlaupi Krabbameinsfélagsins.
DV-myndir GVA
klúbbur þessi er öllum opinn og ekk-
ert kynslóðabil finnst þar.
Edda sagöist sjálf hafa farið 4 km
þó að hún hefði gjaman viljað fara
10 km því hún væri alveg í æfingu
til þess, en hún hefði ekki séð sér þaðr
fært vegna þess hvemig gangstétta-
málum væri háttað hér á landi.
Kvaðst hún vera þess fullviss að það
sæjust fleiri í hjólastólum úti við, ef
gangstéttir væru fleiri svo að fólk
þyrfti ekki að vera á götunni, og ef
gangstéttabrúnir væm lægri.
Um 400 manns hlupu í dumbungsveðri, en sem betur fór hélst hann þurr.
Bolungarvík:
Útigrill og tjaldstæði
vígt á næstumii
Sigurjcm J. Sigurðsson, DV, fsafirði:
Þegar fréttaritari DV átti leið um
Bolungarvík fyrir stuttu bar fyrir
augu hans hóp unghnga við vinnu á
grasbletti neðan við íþróttamiðstöð-
ina Árbæ. Þar voru á ferðinni ungl-
ingar sem eru í vinnuskóla bæjarins.
í vinnuskólanum eru nú um 60 ungl-
ingar og verður svo út júnímánuð en
þá fækkar eitthvað. Krakkarnir
unnu við að tyrfa neðan við íþrótta-
húsið en þar er nú unnið aö því að
koma í gagnið tjaldstæði.
Sett hefur verið upp hreinlætisaö-
staöa fyrir væntanlega gesti tjald-
stæðisins. Þá hefur bæjarsjóður Bol-
ungarvíkur og ákveðið að setja upp
útigrill við tjaldstæðið sem íbúar
þess geta notað að vild. Útigrilhð
verður væntanlega tekið í gagnið
með útiveislu fyrir krakkana í
vinnuskólanum um mánaðamótin.
Krakkarnir að vinna víð flötina neðan við Árbæ i Bolungarvik. Þarna verð-
ur tjaldstæði Bolvikinga í framtíðinni. Ætlunin er að vigja það.með útigriil-
partíi á næstunni.
Minnsta mótorhjól í heimi
Hérna er svo hið fullkomna mótorhjól fyrir þá sem ætla aðeins í stutta ferð.
Paul Ashley heitir eigandi þessa grips sem vegur 3 kiló og er 18 sentímetr-
ar að lengd og hæð. Það er knúið áfram af vél úr módelflugvél og á ekki
i neinum erfiðleikum með að bera Paul sem er 64 kíló og 173 sentímetr-
ar. Það er lítil hætta á að maður verði tekinn fyrir of hraðan akstur á hjól-
inu því það kemst aðeins upp í 13 km/klst.
Hann Andrés er svo sem nógu nálægt henni Söru sinni á þessari mynd
en hann verður vfðs fjarri er hún elur honum þeirra fyrsta barn.
Ein elur hún barn sitt
Það hefur nú verið aigengt í nokk-
ur ár að feður væru viðstaddir fæð-
ingu barna slnna. Eitthvað er þetta
þó öðruvísi h)á hinum konunglegu
þvi að hertoginn af York hefur nú
stungið af til sjós og verður þar
næstu sex mánuði þó að kona hans
eigi von á sér í ágúst.
Hertogahjónin eyddu saman helgi
í Windsorkastala áður en hertoginn,
Andrew prins, lagði úr höfn frá
Portsmouth með hinum konunglega
sjóher. Samkvæmt heimildum frá
sjóhemum mun prinsinn þó fá
tveggja vikna frí eftir fæðingu frum- ,
burðar síns.
Andrew prins mun fara víða á þesS-
um sex mánuðum og taka þátt í æf-
ingum með sjóherjum annarra landa
á Atlantshafi, sem og í Miöjarðarhafi
og Indlandshafi. Hápunktin: ferðar-
innar mun þó verða koma skipsins
til Sydney í Astralíu þann 1. október.