Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Síða 45
w r/íjí' r>'
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988.
6i'
Sviðsljós
Fylkir með nýjan völl
Allir yngri fiokkar Fylkis samankomnir á nýja grasvellinum.
Krakkarnir raða sér upp til myndatöku. Eins og sjá má var veðrið ekki
með besta móti og því eins gott að vera vel búinn. DV-myndir EJ
íþróttafélagið Fylkir vígði nýjan
grasvöll á kvennadaginn, þann 19.
júní. Ekki viðraði nú vel til vígslunn-
ar en fólk lét það lítið á sig fá. Lúðra-
sveit lék, Jóhannes Óli Garðarsson,
formaöur Fylkis, flutti ræðu, flokkar
Fylkis gengu inn á leikvanginn og
svo skemmtilega vildi til að Fylkir
átti heimaleik í 2. deild íslandsmóts-
ins þennan dag og þótti þá upplagt
aö leika hann á nýja grasvelhnum.
Leikið var við Tindastól og unnu
heimamenn, 3-2. Einnig voru verð-
laun veitt 3. og 6. flokki en þeir urðu
ReyKjavikurmeistarar.
Framkvæmdir við völlinn hófust
1985 og var hann tyrfður árinu
seinna. Ekki var þó hægt að taka
hann strax í notkun þvi hann var
ekki nógu breiður en alls er nú völl-
urinn 75X130 m. Unnið er að teikn-
ingum að íþróttahúsi og munu fram-
kvæmdir vonandi hefjast í haust.
Kostnaður við grasvöllinn var um
8 milljónir króna og mun hann vera
að fúllu greiddur. Gekk vallargerðin
nokkuð vel og unnu félagsmenn mik-
ið við hana sjálfir í sjálfboðavinnu.
DV gegn Ingvari Helgasyni
Eigi alls fyrir löngu var háð hörð
barátta inni í Laugardal. Ekki var
hér um úrslitaleik í Evrópumótinu
að ræða heldur voru það vaskir
sveinar DV og umboðs- og heildversl-
unar Ingvars Helgasonar sem þar
áttust við. Var fótboltaleikur þessi
æsispennandi, að sögn áhorfandans,
og lauk honum með sigri liðs DV. Sá
eitilharði Vestmannaeyingur, Ragn-
ar Siguijónsson, skoraði bæði mörk
DV en menn Ingvars Helgasonar, eða
Trabantliðsins eins og það var kallað
í gamni af keppnismönnum DV, náði
að skora eitt mark. Það var Hilmar
Ámason sem skoraði það mark.
Eirikur Jónsson, safnstjóri DV, gefur á Róbert Róbertsson (i DV-treyju).
Vestmannaeyingurinn Ragnar Sigurjónsson á fullri feró við að skora fyrsta
mark DV. DV-myndir S
Allt er nú gert til að ná athygli! Þetta fljóö mætti á Ascotveðreiðamar
með hatt sem virtist vera nákvæm eftirliking blómapotts. Henni yrðl
alveg örugglega gefið auga ef hún labbaði niður Laugaveglnn svona.
Símamynd Reuter
Meira en átta hundruð drengirdvelja í
sumarbúðunum í Vatnaskógi á hverju sumri
og eru þeir á aldrinum 10-13 ára. Sumar-
búðir KFUM hafa nú starfað í 65 ár og virð-
ast vinsældir þeirra síður en svo vera að
minnka. Aðalmarkmið sumarbúðanna er
kristileg fræðsla í anda KFUM en meirihluti
dagsins hjá strákunum fer þó í íþróttir og
leiki. Strákarnir hafa nóg að gera allan dag-
inn og leggjast til hvílu þreyttir en ánægðir.
Á myndinni má sjá úrslitaleik í knattspyrnu
og sjást þarna eigast við lið landsliðsins og
pressunnar. Leiknum lyktaði reyndarmeð
sigri pressunnar eftir framlengdan leik og
vítaspyrnukeppni.
Sjá nánar um sumarbúðirnar í Vatnaskógi
í Lífsstíl á morgun.
Blómafrjókorn seldust fyrir 60
milljónir á síðasta ári hér á landi.
Frjókornin hafa því slegið öllum
fótanuddtækjum við í sölu.
Á sama tíma stórjókst tíðni
svæsinna ofnæmissjúkdóma.
Vilja læknar meina að mörg
þessara tilfella megi rekja beint
til neyslu blómafrjókorna.
Nú hefur nýtt undraefni skotið
upp kollinum. Er hér um að
ræða hvítlaukspilluren líkur
benda til að sala þeirra verði síst
minni en á blómafrjókornum.
I Lífsstíl á morgun verður fjall-
að nánar um þessi undraefni,
svo og náttúrulyf almennt.